Liðið gegn Arsenal

Ekki var þessum leik frestað (a.m.k. ekki ennþá!), og búið að gefa út hvernig liðið lítur út sem byrjar leikinn í kvöld:

Bekkur: Alisson, Adrian, Tsimikas, Neco, Konate, Gomez, Milner, Morton, Minamino

Risa- RISA tækifæri og stuðningsyfirlýsing til handa Kaide Gordon, sem byrjar á kostnað Takumi Minamino. Sá japanski er á bekk, og er í raun okkar eina vopn til að skipta inná í sóknina. Tja, nema auðvitað að Alisson skelli sér….

Nú er að bóka farseðilinn á Wembley.

KOMA SVO!!!

19 Comments

  1. Hvaða helv rugl er þetta með Arsenal…fresta leik útaf manneklu f. 4 dögum síðan og stilla svo upp sterkasta liðinu í kvöld nema Partey(Afcon).

  2. Minn maður Kaide Gordon inná! Þetta líkar mér. 🙂

    (ps. nafnið hans er borið fram KEID, ekki keid-í.)

  3. Það öskrar á þetta lið hvað okkur vantar skapandi miðjumann, hefði nú ekki verið verra að fá coutinho bara til baka sem dæmi. Þessi miðja er líklega aldrei að fara skila einhverjum mörkum. Getum ekki treyst alltaf bara á soknarmennina. Svo verðum við að nýta eitthvað af þessum 100 horn og aukaspyrnum sem við fáum í hverjum einasta helvítis leik. Skoruðum loksins eftir horn sem var Fabinho og þá í fyrsta sinn síðan van dijk skoraði eftir horn með að sparka í markið fyrir 2-3 mánuðum síðan ef ég man rétt. En þad er ótrúlegt hvað lið sem fær jafn mikið af föstum leikatridum og við nýtum þetta illa samt með þrusu spurnumenn í bakvörðum okkar til að taka td hornin en þau hafa verið mjög döpur undanfarid og þeir eiga að geta komið með miklu betri sendingar inná teiginn og þá eigum vid alveg van dijk, Matip og fabinho og jafnvel jota sem er þrusu skallamadur til að stanga eitthvað af þessu í netið.

    Svo er maður að verða alveg rosalega þreyttir á 200 þús a viku Thiago. Hann er alltaf meiddur og hefur líklega ekki spilað meira en 30 prósent leikja liðsins síðan hann kom, náði 5-6 leikjum um daginn og svo bara búið og oftast þegar hann er meiddur veit engin hvað lengi og aldrei neitt sagt , maður heldur alltaf að hann sé að koma en svo gerist ekki neitt. Veit ekki hvort það borgi sig að henda 200 þús a viku í svona leikmann þótt vissulega sé hann frábær inná vellinum en þegar hann er aldrei þar nýtist hann ansi illa. Kannski ætti að henda honum til Barca í skiptum fyrir einhvern reyna að ná þessum unga sem heitir Gavi er tad ekki ? Er það ekki gaurinn sem spilaði alla leiki á síðustu leiktíð og EM og Ólympíuleikana ? Eða er ég að rugla einiberjum nöfnum saman var það einhver sem heitir pedri eða ? Allavega eru með eitt rosalegt efni þarna annar þessara og ég er að tala um þennan sem spilaði alla leiki á síðasta tímabili og EM og ÓL.

    GETUM BARA TEKID launin hans Thiago og hent í að endurnýja samninginn hans SALA með mun betri kjörum. Ég gersamlega þoli ekki þessa farþega eins og Thiago og Keita sem er einn algjör brandari meidslalega séð.

    Spái samt sigri í kvöld 1-2, alltaf með betra lið en ARSENAL og mér langar í leik á Wembley komið langt síðan síðast. Jota og Firmino skora í dag og klára missionid 🙂

    3
  4. Guð minn góður þessi breydd hjá þessu liði. Eru eigendum alveg sama að ná engum árangri í neinni keppni.

    2
    • Jota þarf að skora 2 eða 3 ef hann á sleppa við árás frá kallinum.

      5
  5. Flott partý vika hjá partey, datt útúr afrikumotinu fyrir 2 dögum og fær svo þetta rauða spjald, mér fannst seinna brotið jafnvel verðskulda bara beint rautt en kannski var það bara ég.

    En frábær sigur og litli gulldrengurinn Jota frábær eins og svo oft áður, verður bara betri og betri. Hreinlega spurning hvort hann sé komin fram fyrir Firmino í þessari 3 manna línu þegar mane og Salah eru báðir með líka. Alla ekki verið seasonid hans Firmono því miður eina mikið og ég elska þann dreng. Eigum hann alveg inni finnst mér restina af seasoninu.

    En geggjað að fara á Wembley og geggjað að sjá klopp sýna þessari bikarkeppni í fyrsta sinn síðan hann fór með liðið í úrslit þessarar keppni 2016 þá búin að stjórna liðinu í sirka 4 mánuði, töpuðum þar fyrir city í vitakeppni. Vonandi að hann sýni bara FA bikarnum virðingu líka, ég vill helst taka þrennu, báða ensku bikarana og meistaradeildina. Erum með gæði til þess og tryggja 2 sætið í deildinni. En verður gaman að fara á Wembley og vinnum bara Chelsea þar ekki spurning 🙂

    2

Einn leikur til að komast á Wembley. (Upphitun)

Anfield South – here we come!