Liverpool 3-0 Brentford

1-0 Fabinho        44. mín

2-0 Chamberlain 69. mín

3-0 Minamino      77. mín

Gangur leiksins

Gestirnir virkuðu ferkir fyrstu þrjár mínútur leiksins en í kjölfarið tók Liverpool öll völd á vellinum. Pressan virkaði vel og áttu Brentford erfitt með að halda boltanum frá sínum vallarhelmingi. Liverpool spiluðu vel sín á milli en gátu ómögulega búið sér til gott marktækifæri… eitthvað sem er að verða alltof algengt. Van Dijk átti fína tilraun eftir 22. mínútur en Fernandez í markinu kom löpp í boltann og kom í veg fyrir það.

Það var þó fyrir leikhlé þar sem Liverpool komst yfir. Leikmenn liðsins virtust vera að missa hausinn margar sendingar orðnar slakar, sérstaklega út úr vörninni og Brentford aðeins farnir að ógna úr skyndisóknum sínum þegar við fengum enn eina hornspyrnuna. Trent tók spyrnuna á fjarstöng þar sem Fabinho var mættur til að skalla boltann inn. Gríðarlega mikilvægt mark á gríðarlega mikilvægum tíma.

Leikurinn hélt áfram með sama hætti eftir fyrstu mínúturnar eftir hlé þar sem Liverpool stýrði spilinu en Brentford áttu einstaka spretti þar sem þeir reyndu að nýta Toney og Mbeumo. Diogo Jota var nálægt því að tvöfalda forustu liðsins þegar hann átti skot í stöng en það gerðist svo á 69. mínútu þegar Robertson átti frábæra fyrirgjöf sem Chamberlain stangaði í netið. Stundum er talað um að stanga boltann þegar menn skalla en sjaldan hefur það átt jafnvel við. Hinsvegar þekkjum við öll Chamberlain nú eftir nokkurra ára veru og það er aldrei bara eitthvað jákvætt hjá honum því nokkrum mínútum síðar misteig hann sig illa og þurfti að fara útaf. Hann á vissulega eftir að fara í allskonar skoðanir og myndatökur en talað um að ökklinn líti illa út.

Undir lokinn náði Firmino að vinna boltann við vítateig þegar Brentford ætluðu að spila út úr vörninn og hann og Minamino, sem kom inná fyrir Chamberlain, tóku nokkrar sendingar sín á milli fyrir framan mark Brentford áður en Minamino skoraði sitt annað deildarmark á tímabilinu.

Ungstyrnið Kaide Gordon fékk að koma inn á í sínum fyrsta deildarleik þegar átta mínútur voru eftir og var nálægt því að setja fjórða mark leiksins.

Bestu menn Liverpool

Fabinho var maður leiksins í dag. Ekki aðeins skoraði hann opnunarmarkið heldur var hann gríðarlegt afl á miðsvæðinu vann boltann tilbaka í gríð og erg og tapaði varla skallabolta í leiknum. Einnig kom Jones með ró inn á miðjunna miðað við síðasta leik. Einhver sem er til í að taka boltann með sér og sækja á vörnina og fannst mér hann gera það vel í leiknum. Minamino var kannski ekki meðal bestu manna en verður að hrósa honum fyrir að koma inn á og skora á afmæli sínu.

Slakur leikur

Það fær allavega enginn falleinkunn fyrir leik sinn í dag. Hinsvegar voru á köflum í leiknum alltof margar lélegar sendingar, sérstaklega út úr vörninni sem sterkari lið hefðu refsað fyrir að það verður að laga.

Næsta verkefni

Næst er það Arsenal í seinni undanúrslitaleiknum í deildarbikarnum. Staðan í einvíginu 0-0 og höfum 90. mínútur til að koma okkur snemma á Wembley í ár.

Einnig

ber að nefna að kvennalið Liverpool vann í dag 1-0 sigur gegn Watford með marki frá hinni bandarísku Katie Stengel sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið eftir að hafa komið frá Valerenga. Liðið er enn á toppi deildarinnar með sjö stiga forskot á London City Lionesses sem eiga þó einn leik inni.

16 Comments

  1. Frábær leikur og mjög erfitt að velja mann leiksins allir góðir.

    Ætla velja minn mann Trent afþví hann er uppáhalds en Robbo og Fabinho voru með yfirburði í þessum leik líka.

    3
  2. Sæl og blessuð.

    Flottur leikur eftir að baslmark upp úr horni sem opnaði þetta og neyddi Brentford til að hætta að liggja í vörn.

    Eftir það fannst mér í raun ekki veikur hlekkur í liðinu. Tuðaði yfir Firmino en svo lagði hann upp mark og átti frábæra sendingu á Jota sem var nálægt því að skora. Bara ægilegt ef Chambo er aftur kominn í 15 mánaða hýði.

    Sjálfstraustið óx með hverri mínútunni og þetta var eðalflottur sigur. Þrjú mörk í fjarveru Afríkumanna er ekki amalegur árangur.

    2
  3. Mjög flottur sigur og fagmannlegur. Tökum einn í einu og formið hjá shitty getur ekki en sð en dottið aðeins niður.

    3
  4. Og agent Benitez á leiðina á sólarströnd með væna summu í sparibauknum.

    7
      • Hann fór til Everton til að skemma fyrir þeim þannig að hjartað hans er enn rautt.

        YMWA.

        5
  5. Þetta var bara flottur leikur hjá okkur í dag.

    Við stjórnuðu honum frekar þægilega allan tíman en vorum inn á milli alltof gjafmildir á boltan nálægt okkar eigin vítateig þar sem við sendum á þá og gáfum þeir hálffæri.

    Það voru framfarir frá Arsenal leiknum að við vorum meira ógnandi og náðu að búa til stöður þar sem við náðum að teiga á vörninni hjá þeim.
    Mörk breyta leikjum og síðari markið gerði það að verkum að gestirnir nánast hættu og þá var þetta mjög þægilegt en fram að því lifðu þeir í voninni.

    Salah/Mane ekki á svæðinu og 3-0 sigur var straðreynd(spáði því fyrrir leik).

    Næst á dagskrá er Arsenal og úrslitaleikur undir og vona ég að Klopp stilli bara upp í sama lið en það er eitthvað sem segir mér að Milner komi inn í liðið.

    5
  6. Gleðin er alls ráðandi, túlípanarnir klipptir niður í handboltanum og Liverpool vann leik með chambo í byrjunarliðinu! Jólin eru skoooo ekki búin……

    2
  7. Sælir félagar

    Takk fyrir skýrsluna Hannes Daði og ekkert nema gott um hana að segja. Ég hafði miklar áhyggjur fyrir þennan leik eftir afar slaka frammistöðu gegn Arsenal um daginn. Það virtist ætla að verða svipað uppi á teningnum í þessum leik þar sem andstæðingarnir fóru varla fram fyrir miðjan eigin vallarhelming. En sem betur fer náðist að setja mark fyrir leikhlé og þá var ég nokkuð viss um að leikurinn ynnist.

    Beztu menn að mínu viti voru Fab, Firmino og Robbo ásamt vörninni þó hún ætti tvær misheppnaðar hreinsanir sem hefðu getað kostað mark. Alisson var líka nokkuð öruggur í sínum aðgerðum og Hendo stoppaði ekki frekar en venjulega enda þindarlaus með öllu. Jones var nokkuð góður þó hann eigi til að klappa boltanum anzi mikið. Minamino kom inná og Firmino lét hann skora eitt sem var mjög skondið atriði og skemmtilegt. Sigur liðsheildar þó einhverjir hefðu mátt skila betri árangri og gott að sjá að TAA er að ná sér og átti nokkrar góðar sendingar inn í teiginn.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
    • “Firmino lét hann skora eitt” þetta er nokkuð furðulega orðað. En þegar maður horfir á markið í hægri endursýningu þá sést að markmaðurinn er búinn að loka ansi vel á Firmino svo þetta var spurning um að gefa á mann í betra færi eða að fara í hina áttina og reyna þröngt skot.

      3
  8. Ég var á Anfíeld í dag og skemmti mér stórkostlega… Það toppar það ekki neitt að vera á Anfield og sjá liðið okkar sigra. Ég get alveg tekið undir það að útnefna Fabinho mann leiksins, hann var stórkostlegur. En það var annar leikmaður sem var ekki síðri en ég er viss um að það sást ekki eins vel í sjónvarpi og live hvað hann var góður…. En það er fyrirliðinn okkar Jordan Henderson, hann var alveg stórkostlegur, algjörlega þindarlaus og var útum allan völl og var einhvern vegin alltaf réttur maður á réttum stað. Svo skynjar maður svo vel hvað hann er mikill leiðtogi inn á velli… Ég hef alltaf orðið jafn agndofa yfir honum þegar að ég hef verið á vellinum og séð hann spila. Svo sér maður alltaf hvað Firmino er góður knattspyrnumaður þegar að maður horfir á hann live.

    12
    • Það er nefnilega málið. Þegar Henderson spilar af krafti þá er liðið í allt öðrum gír!

      Til lukku með að hafa verið viðstaddur gleðina.

      5
  9. Frábært að FSG seldu félagið eftir Arsenal leikinn og nýir eigendur dældu peningum í leikmenn í vikunni. Þvílíkur munur!

    Eða?

    #YNWA

    5
  10. Jæja farnir að skjóta fyrir utan vítateig, gott mál og frábær sigur.

    2
  11. Vaknaði á sunnudagsmorgun með ónot fyrir leikjum dagsins bæði í fótspyrnunni hjá mínum mönnum í Liverpool og ekki síður handkastinu hjá íslenska landsliðinu og hafði á orði við frúna að ég hefði slæma tilfinningu fyrir báðum leikjunum og var ekki með böggum hildar fram eftir degi en þetta reyndist sem betur fer bara hefðbundin fyrirleikjaspenna hjá mér sem betur fer. Fótsparkið: Flott frammistaða mestan part leiksins þó mörkin létu sannarlega á sér standa lengi vel. Hvaða lið væri ekki í vandræðum að missa sinn langbesta mann (Salah) og mann sem tekur yfirleitt til sín lungan af vörninni og opnar leiðir fyrir aðra (Mane). Fannst Fabinho magnaður í þessum leik og fyrirliðinn stóð svo sannnarlega undir nafni með ótrúlegri yfirferð sinni. Var aldrei í rónni í þessum leik frekar en nokkrum öðrum leik fyrr en það voru tvær mínutur eftir og við þrjú núll yfir .
    Handkastið: tók á taugarnar að horfa á strákana okkar en það hafðist sem betur fer líka þannig að sunnudagurinn reyndist bara verða því sem næst fullkominn. Nú er bara að vona að restin af vikunni verði jafn ánægjuleg bæði komist “strákarnir okkar” á næsta level í handkastinu og Arsenal menn verði lagðir í bikarnum í næsta leik .

    3

Byrjunarliðið gegn Brentford

Gullkastið – Loksins sannfærandi sigur