Byrjunarliðið gegn Brentford

Aðeins ein villa í spá okkar um byrjunarliðið í gær en Matip byrjar leikinn en ekki Konate að öðru leiti var liðið rétt. Með innkomu Jones og Chamberlain fyrir Milner og Minamino er klárlega meiri sköpun í liðinu og vonandi að það komi í veg fyrir þá steingeldu frammistöðu sem við sáum gegn Arsenal í vikunni.

Bekkur: Kelleher, Konate, Milner, Gomez, Minamino, Tsimikas, Gordon, Williams, Morton

Set þetta upp svona en gæti þó líka verið að Jones sé á miðjunni Chamberlain hægra meginn af fremstu þremur og Jota vinstra meginn.

24 Comments

 1. Það besta sem í boði er finnst mér. Hljòtum að svara fyrir dapran leik gegn Arsenal. Tökum þetta td 3-0, hljómar það ekki bara vel.

  9
 2. Rosalega róleg byrjun og okkar menn ekkert að ógna að neinu ráði, lélegar hornspyrnur trekk í trekk og það er kominn tími á að fara að nýta þessi föstu leikatriði.
  Miðjan lítið að skapa og sóknin þar af leiðandi döpur.
  Það öskrar á mann að það þurfi skapandi miðjumann í þetta lið.

  4
 3. Er ekki Andy Caroll á lausu. Hver á að skora mörkin. Ekki nóg að vera70% með boltann.

  1
 4. Sprækari en á moti Arsenal. En þurfum að vera beittari fyrir framan markið.

  3
 5. það er gagn að við fáum ekki á okkur mark,það gæti orðið erfitt.

  2
 6. Þarna kom það loksins markið eftir fast leikatriði, við verðum einmitt að nýta þetta betur þegar við erum að fá 10 hornspyrnur í leik.
  Vel gert, núna þarf að byggja á þessu og bæta við mörkum í seinni.

  4
  • Mér finnst hornspyrnurnar í þessum leik betri en að undanförnu hjá Liverpool. Þær eru að fara yfir fyrsta mann og það hafa skapast hálffæri og núna mark. Maður væri samt vel ósáttur ef maður héldi með Brentford að boltinn hafi náð alla leið á Fabinho.

   8
 7. Verðskuldað og Liverpool búnir að vera miklu betri í þessum leik.
  Sammála þurfum að nýta föstu betur eigum ekki að þurfa 20 horn til að skora.

  3
 8. Myndi vilja sjá Kaide Gordon fá tækifæri í 20-30 mínútur. Ox nýtur sín síður í framlínunni en á miðjunni, svo það mætti taka annað hvort hann eða Jones út og gefa kiðlingnum sjens smástund.

  1
 9. Firnino hefur nú aldrei verið sá fljótasti en sá hefur tapað hraða og snerpu undanfarið.

  1
 10. Ég er elska öll þessi jinx komment hérna. Keep it boys. Sokkahlaðborð í boði Liverpool fyrir ykkur.

  7

Upphitun: Brentford á Anfield & Gullkast með Guðna

Liverpool 3-0 Brentford