Fyrri undanúrslitaleikurinn gegn Arsenal – liðið klárt

Búið að tilkynna liðið sem mætir Arsenal á Anfield í fyrri undanúrslitaleik Carabao bikarsins:

Bekkur: Kelleher, Gomez, Konate, Tsimikas, Neco, Ox, Morton, Jones, Gordon

Kelleher víkur semsagt fyrir Alisson, það var búið að leggja það þannig upp að þessi keppni væri fyrir Caomihín, en Alisson er að koma til baka úr Covid og þarf að komast í rytma. Mögulega smá ósanngjarnt gagnvart þeim írska, en kannski tekur hann seinni leikinn eftir viku. Svo er áhugavert að Milner skuli vera valinn á undan bæði Ox og Jones, reynslubankinn hefur líklega vegið þar þungt. Nú svo er ljóst að valkostirnir til skiptinga í framlínunni eru af skornum skammti, ekki ólíklegt að Ox verði kallaður til ef með þarf, en eins er Kaide Gordon tilbúinn á bekknum eftir góða frammistöðu um síðustu helgi.

En þetta er einfaldlega sterkasta liðið sem í boði er í augnablikinu, svo það er ljóst að núna á að kýla á þessa bikarkeppni og stefnt á að mæta Chelsea á Anfield syðri.

Orðrómar um að Arsenal yrðu án Ødegaard og Smith-Rowe, og það reyndist rétt. Þeir eru þó með Lacazette og Saka í sínu liði, og eru líklega að stilla upp sínu sterkasta liði.

Spáum 3-1 sigri, með mörkum frá Firmino, Hendo og eitt sjálfsmark frá Arsenal.

KOMA SVO!!!

38 Comments

 1. Þetta vildi ég sjá, alvöru lið og stefnan greinilega sett á að vinna þennan bikar.

  4
 2. Hver á að skora mörkin fyrir okkur. Það er meðólíkindum að þessir amerísku nýskupúkar tími ekki að kaupa leikmann í þessum glugga. Það mun kosta okkur tímabilið.

  9
 3. Væri alveg til í sjá Liverpool nýta það að vera manni fleiri td skjóta á markið væri ágætis byrjun.

  4
 4. Firmino á mögulega eftir að grísa inn einu marki í þessum leik. En fótboltagreind mín er ekki meiri en það að mér líst ekkert á að hafa hann í startinu næstu 4 vikur.

  4
 5. Manni fleiri í 20 mínútur og ekkert gerist. Ekki neitt. Robbo ömurlegur. Trent ömurlegur. Hornspyrnurnar grútmáttlausar. Ég vil fá Tsimikas inná ekki seinna en strax.

  5
 6. Úff ef að þeir ætla spila svona í deildini þá segi ég bara að baráttan um top 6 verður hörð.

  4
 7. Vonandi missa Arsenal fleiri menn útaf með rautt í seinni hálfleik. Ég sé Liverppol alveg skora 11 á móti 8. Þarf bara að gerast snemma.

  3
 8. Rosalega munar um Salah og Mane, það er engin líklegur til að skora fyrir okkur eins og þeir eru að spila fyrri hálfleikinn og hvað er með þessar hornspyrnur hjá Trent og Robertson, geta þessir strákar drullað boltanum yfir fyrsta varnarmann.
  Óþolandi að sjá Matip og Van Dijk rölta fram aftur og aftur og boltinn drífur ekki á þá.

  En við erum manni fleiri og ef þeir halda áfram að mása og blása þá hlýtur það að skila af sér mörkum

  6
 9. Liverpool á og verður að vinna þennan leik 2-0. Annað væri alveg óásættanlegt.

  3
 10. Sést langar leiðir að það vantar creative miðjumenn í þetta lið,rífa upp veskið ekki seinna en á morgun. Þetta fer að lykta af 0-1 ef markið fer ekki að detta inn.

  6
 11. Þessi göngubolti hjá okkar mönnum erum að svæfa sjálfa okkur sýnist mér.

  5
 12. Þetta er algjörlega fyrirsjáanlegt. Þetta verður jafnt og svo töpum við um helgina og þá verður neyðaraðgerð og einhver keypur sem á að redda málunum.

  4
 13. Mætti taka vikulaunin af öllu byrjunaliðinu fyrir þessa hörmung

  4
  • Þeir eru bara ekki betri og fá borgað í samræmi við það. Það er ekki eins og keyptir hafi verið dýrir og hátt launaðir menn undanfarið. Um leið og það fór að kvarnast úr byrjunarliðinu fyrir nokkrum vikum þá sást hversu lítil breiddin er af gæða leikmönnun.

   3
 14. Sæl og blessuð.

  Þetta er leiðinlegur leikur og ekkert gengið upp hjá okkur nema þetta rauða spjald.

  Smá lífsmark í Minamino og skreflangur Matip í sókninni vekur alltaf kátínu í mínum sófa.

  Trent hefur aldrei verið svona slakur í leik sem ég hef séð. Maður trúði varla sínum eigin augum á köflum.

  Megum vera þakklát fyrir að vera ekki undir. Svo heyrist bara í arsenal áhorfendum.

  4
 15. Sem betur fer reyndum við ekki að fá Coutinho lánaðan um daginn, hann hefði getað skapað eitthvað sem þessir leikmenn geta ekki gert.

  3
 16. Þetta er mögulega leiðinlegasti leikur sem ég hef séð Liverpool spila og greinalega engin áhugi á að vinna þennan leik og spurning hvort að þeir séu að missa af lestinni og bara hreinlega sprungnir, glutra niður deildinni og mögulega þessarari bikarkeppni.

  5
  • hann kláraði sig eftir covid hléið. Hefur ekkert getað síðan. Verður líklega farþegi hjá okkur út næsta tímabil út af launatékkanum

   2
 17. Fullt kredit á Arsenal þeir fengu það sem þeir vildu meirasegja manni færri við drullu lélegir

  1
 18. Fyrri hálfleik lokið….seinni hælflrikurinn á útivelli og Arsenal einum fleiri en í kvöld.

 19. Þetta verður langur janúar! Jesús minn almáttugur, ég held að það sé full þörf á GULL stund..

Verður loksins bikarleikur gegn Arsenal á morgun?

Liverpool 0 – 0 Arsenal