Liðið gegn Shrewsbury í bikarnum

Það er búið að vera ansi mikið “skot í myrkri” að reyna að giska á hvernig liðinu verður stillt upp gegn Shrewsbury núna kl. 14, en núna er það loksins orðið klárt, og jafnframt ljóst að Klopp verður á hliðarlínunni. Kannski er Krawietz svekktur, en kannski er hann bara hoppandi glaður með það. Allavega, svona lítur liðið út:


Bekkur: Adrian, Tsimikas, Matip, Norris, Mabaya, Balagizi, Frauendorf, Firmino, Minamino

Nokkur ný andlit þarna; Elijah Dixon-Bonner og Max Woltman eru að byrja sína fyrstu leiki fyrir aðalliðið, Conor Bradley og Kaide Gordon hafa byrjað leiki í deildarbikarnum. Síðan eru ný andlit á bekk: James Norris er vinstri bak og er í fyrsta skipti í aðalliði, sama gildir um Isaac Mabaya sem á enn eftir að ákveða hvort sé miðvörður eða miðjumaður. Frauendorf og Balagizi hafa verið í umræðunni, man ekki fyrir víst hvort þeir hafi náð á bekk í einhverjum bikarleiknum, líklega ekki samt.

Orðrómurinn um að Loris Karius myndi þurfa að spila reyndist vera bull, sem betur fer eru a.m.k. þessir tveir á undan honum leikfærir.

Það er talað um að Leighton Clarkson hefði átt að vera í hóp í dag, en eitthvað pappírsvesen kom í veg fyrir að það væri hægt að skrá hann.

Nú svo er gaman að segja frá því að kvennaliðið er að spila við Blackburn á útivelli á sama tíma og karlaliðið, þær fengu ekki að spila síðasta leikinn fyrir jól því honum var frestað, en eru þrátt fyrir það ennþá efstar í deildinni með eins stigs forskot og leik til góða. Þar verður stillt upp svona:

Laws

Robe – Fahey – Matthews

Wardlaw – Kearns – Holland – Hinds

Daniels – Kiernan – Lawley

Bekkur: Clarke, Roberts, Bailey, Furness, Hodson, Moore, Humphrey, Stengel, Campbell

Hér sést nýtt andlit á skýrslu því Katie Stengel kom til liðsins núna í byrjun janúargluggans, hún hefur með spilað í Bandaríkjunum fram að þessu en einnig með Bayern. Vonandi á hún eftir að styrkja liðið enn frekar.

EDIT: í ljósi þessarar tilvitnunar frá Klopp:

We made a team with what we got left, let me say it like this. That’s what we have to do. I don’t expect the perfect game but I expect a proper fight. In moments I expect a wild game, because I want the boys to be wild.

þá kemur bara eitt lag til greina sem upphitunarlag:

KOMA SVO!!!

17 Comments

 1. Sæl og blessuð.

  Gaman að þessu. Vel mönnuð vörn og Fab. á að passa miðjuna. Svo fær unglðadeildin tækfiæri til að sanna sig.

  Vonandi gengur þetta vel hjá okkur. Þurfum að standa okkur í öllum mótum.

  1
 2. Jahérna. Shrewsbury bara komnir yfir.

  Konate og ungi bakvörðurinn í algjöru … rugli.

  Nú þarf að bretta upp á skálmar.

  1
 3. Með Konate og Van Dijk í vörninni, þá hefði ég vilja sjá LIverpool gera betur í þessu marki hjá Shrewsbury. Ekkert bit hjá okkur … en – ég hef engar áhyggjur ennþá. Unglingastarfið… eða “barnastarfið” hjá Liverpool eins og þulurinn kallaði það, er ekki alveg að gera sig.

  Áfram svo. Svara þessu og ná einhverju marktæku fyrir leikhlé 😉

  2
  • Eigum við ekki bara að segja eins og er þessir ungu strákar eru einfaldlega ekki góðir.

   2
   • Stressaðir að einhverju leyti, en mér fannst jöfnunarmarkið hjá okkur nokkuð gott hjá “börnunum” 🙂

    1
   • Held að þeir hljóti nú allir að geta eitthvað. Væru varla að fá að spila ef þeir þættu ekki þokkalega góðir. Síðan þurfa menn að hitta á rétta daginn og allan þann pakka 🙂

    2
 4. Hægagangur fyrir utan teig. En Tottenham var að botna okkur í aulaskapnum. komnir undir.

  Jessss!!! hver er þessi ungi snillingur???

 5. Gott að komast yfir. Nú opnast leikurinn og við getum sótt.

  1
 6. Fer samt nett í taugarnar á mér hversu mikinn skít Klopp gefur alltaf í þessar bikarkeppnir. Það er allt í lagi að leyfa 1-2 guttum að spreyta sig, ekki 5. Svo er Curtis Jones nánast gutti líka þannig að það er meirihluti byrjunarliðsins.

  Hvar eru Henderson og Ox t.d? Ekki einu sinni á bekknum.

  City voru að spila á föstudag við Swindon og það var einn kjúklingur, allir aðrir leikmenn úr aðalliðinu.

  2
  • Þú veist…..covid, meiðsli, afríkukeppnin. Stundum þarf að forgangsraða 🙂

   • Þetta er búið að vera svona frá því að Klopp tók við. Hefur ekkert að gera með ástandið í dag þó að það hjálpi ekki.

    4
 7. Það er mjög vel til fundið að nýta svona mót í að venja ungliðana við fullorðinsbolta.

  3

Upphitun: Shrewsbury í skugga Covid smita

Liverpool 4 – 1 Shrewsbury