Enn fleiri Covid smit

Fyrri undanúrslitaleikur Liverpool og Arsenal á fimmtudaginn hangir á bláþræði eftir fréttir dagsins að hætt hafi verið við æfingu í dag vegna Covid smita innan herbúða Liverpool. Einn orðrómurinn er á þá leið að markmannsþjálfarar og markmenn Liverpool séu t.a.m. meira og minna búnir að greinast með Covid. Það er því ljóst að líklega þarf að fresta leiknum við Arsenal og eðlilegast væri að hætta alfarið við hann og spila bara einn leik eins og gert er í öllum öðrum umferðum deildarbikarsins. Fullkomlega galið að setja þetta fyrirkomulag á aftur um tvo leik á þessu stigi keppninnar núna þegar Covid hefur aldrei leikið deildina eins grátt og hún er að gera núna.

Uppfært: Liverpool hefur óskað eftir að leiknum gegn Arsenal verði frestað

Salah, Mané og Keita eru annars farnir til Afríku og eru ekki væntanlegir aftur fer en eftir 3-5 vikur. Eins verður fróðlegt að sjá hvernig sú keppni kemur út úr Covid.

Fabinho, Van Dijk, Thiago, Jones eru allir nýbúnir að fá Covid. Alisson, Firmino, Matip og Klopp eru nú þegar staðfest smitaðir og eðli málsins samkvæmt var alltaf líklegt að veiran hætti ekki þar.

Vonandi klárar Liverpool þetta bara áður en deildin fer á fullt aftur og allra helst áður en Meistaradeildin fer aftur af stað.

5 Comments

  1. Covid er nánast búið að eyðileggja þetta tímabil líka. Eins og það fór nú vel af stað. Kannski finnst mér það bara sem svekktur Liverpoolmaður eftir úrslit síðustu leikja. Þessi fjarvera lykilmanna er alveg glötuð.

    Það væri síðan eftir öllu að þessi beiðni Liverpool yrði ekki samþykkt. Til að gera þetta en ruglaðara.

    3
  2. Daginn, eitthvað hefur verið rætt um aldur leikmanna, minnir að þetta hafi komið fram í t.d. Podcasti eða eitthvað slíkt. En hvað finnst ykkur hér um aldurinn á hópnum og þá sérstaklega miðju-/sóknarmönnum? Nú eru Henderson 31og Tiago 30 ára, Milner 36, Fab er kannski ungabarnið ekki nema 28 ára. Í sóknninni eru svoSalah/Mane/Bobby 29-30 ára. Er ég einn um að klóra mér í hausnum yfir skorti á endurnýjun eingöngu til að yngja aðeins upp í hópnum til framtíðar? Sannarlega er Elliot á leiðinni tilbaka inn á miðjuna til að lækka meðalaldurinn. Og Jota og Taki/Origi lækka aldurinn í sókninni. En þessir lykilmenn okkar eru ekkert að yngjast og kannski farið að koma að því að skoða þá sem koma til með að taka við keflinu og byggja upp nýja miðju/sókn, eða hvað finnst fólki hér? Er endurnýjunin óþörf í bili eða er hún þegar hafin og ég geri mér ekki grein fyrir henni, eða er covid að stoppa allt af?? Einn soldið confused……

    5
    • Sælir félagar

      Þettar er réttmæt ábending hjá Davíð og þegar farið er aftar á völlinn þá eru Alisson 29, Matip 30 og Virgil 30. Að vísu eru varnarmenn oft eldri en aðrir leikmenn og var Buffon ekki fertugur þegar hann hætti – ef hann er þá hættur. Konate er að vísu kornungur 22 ára en samt. Liðið okkar er að eldast og það nokkuð hratt því um og eftir þrítugt fer aldurinn að bíta hraðar. Milner er 36 ára og þrátt fyrir ótrúlegt form er farið að hægjast á honum.

      Þetta er því áhyggjuefni og það er held ég nokkuð öruggt að akademían, þó góð sé, annar ekki endurnýjun liðsins. Því er gleðiefni þegar verið er að tangja LFC við menn eins og Saka hjá Arsenal og einnig mætti tengja okkur við fleiri slíka sem eru að verða tilbúnir á stóra sviðið eða eru það þegar.

      Það er nú þannig

      YNWA

      2
  3. Auðvitað á að fresta mótinu í nokkrar vikur og það átti að gera strax í desember. Mikið vona ég að þetta afríkubull verði blásið af. Annað hvort eigum við að keyra þennan vírus áfram án takmarkanna eða stoppa heiminn aftur. Sumt er stoppað og annað ekki. Meira bullið 😉

    1

Chelsea 2 – 2 Liverpool

Arsenal leik frestað