Liðið gegn Chelsea

Orðrómar um Firmino og Alisson reyndust réttir og þeir verða því frá í dag og næstu daga. Það var ögn óljósara hver sá þriðji væri, en nú er það komið á hreint og það er Joel Matip sem missir af leiknum á eftir.

Liðið er því meira og minna sjálfvalið. Risa tækifæri fyrir Kelleher að sýna hvað í honum býr, en á sama tíma engin smá prófraun fyrir strákinn. Ansi þunnskipað í sóknarlínunni fyrir utan þessa þrjá sem eru inná:

Bekkur: Adrian, Pitaluga, Beck, Gomez, Neco, Keita, Ox, Jones, Morton

Nú og svo verður það að sjálfsögðu Pep Lijnders sem verður á hliðarlínunni í dag í fjarveru Klopp.

Það kemur kannski ögn á óvart að Milner fái að byrja frekar en Keita eða Ox, en væntanlega er verið að sækja í reynslubankann þar.

Það vill til að lið Chelsea er ámóta vængbrotið eins og okkar menn. Dramað í kringum Lukaku heldur áfram, Reece James frá í einhverjar vikur, og fleiri sem vantar, reyndar enginn eiginlegur framherji í byrjunarliði. Þá er Jorginho á bekk. Engu að síður firnasterkt lið hjá þeim, ekki við öðru að búast með þennan hóp sem þeir hafa.

Trent er að spila sinn 200. leik fyrir félagið, Fab sinn 100. leik, og Milner spilar leik í deildinni 21. árið í röð. Megi þeir fagna þeim tímamótum með 3 stigum.

KOMA SVO!!!

37 Comments

 1. Ekki oft sem ég bið til guðs, en ég lagðist á bæn.
  Síðast bað ég köttinn að hjálpa okkar mönnum en hann er nú lokaður inni í herbergi.
  Tsimikas verður að sýna spilamennsku eins og hann gerði fyrst er hann fór að leysa robbo af.
  Koma svo drengir, allir útá dekk og gera það sem þarf að gera!
  Áfram liverpool

  3
  • Klopp er búin að gera allt sjóklárt úr einangrun en því miður dugar það varla til en við náum nú samt að knýja fram þrjú stig í hundleiðinlegum leik.

   2
 2. Verða ná 3 stigum til að styrkja top 4 sætið.
  Þetta verður fljótt að breytast ef menn fara ekki að ná í úrslit.

  4
  • Þetta leit alls ekki vel út, vonandi helst hann inná út leikinn.

 3. Ok.

  Þetta var reyndar tryllt mark! Það verður ekki af Chel$ki tekið…

  Klárum þetta 4-1

  Það er nú þannig.

 4. Hausinn farinn hjá leikmönnum, fer 5-2 fyrir chelsea.
  Þetta er rugl.

  1
 5. Svakalega er TAA buinn að vera arfaslakur i þessum hálfleik og alveg svakalegt að slappa af svona í lokin á hálfleiknum og sleppa inn 2 mörkum ekkert hægt að gera í fyrsta markinu en annað markið er klúður og slappleiki í öllum aðgerðum alger hörmung.

  1
 6. Úff skelfilegt að fá á sig 2 mörk eftir flotta byrjun.
  Það er oft eins og liðið brotni við að fá á sig mark.
  En við verðum að halda áfram og klára þennan leik og fara heim með 3 stig.
  Mér finnst Fabinho vera hálfslakur, það er óvenju lítil yfirferð á honum og eins og hann sé svolítið seinn eitthvað.
  En þetta chelsea lið er ógnarsterkt og við þurfum aæ spila á fullum krafti í seinni ef við ætlum að vinna þetta.

 7. Stórkostlega lélegur varnarleikur á þessu tímabili.

  Liðið tapar niður forystu trekk í trekk.

  Engin titlar vinnast með svona varnarleik.

  5
 8. Þetta er munurinn á Liverpool og City. Ef City er komið í 2-0 þá stýra þeir leiknum eftir sínu höfði. Ef þetta væri City í stað Liverpool væri 2-0 fyrir útiliðið í hálfleik.

  Við erum bara ekki jafn gott lið og þeir því miður. Skiptir svo sem engu máli hvernig þetta fer. Þessi lið verða í 2-3 sæti.

  3
 9. Hörku leikur og skemmtilegur en því miður staðan ekki eins og maður óskaði sér. Skil ekki alveg hvernig við höfum látið teyma okkur úr stöðum þegar við vorum 2-0 yfir. Halló við vorum með þetta í hendi okkar, spila þétt og pirra andstæðinginn. Nei við viljum vera svo skemmtilegt fótboltalið, alltaf, að við bara bjóðum upp á svona skitu. En núna höfum við 45 til að klára þetta með stæl.
  YNWA

 10. Fabinho lætur selja sig trekk í trekk, hvað er í gangi? Varnarleikur í molum og lítið gengur að halda bolta eða sækja.

  1
 11. Það er svo mikið tækifæri að vinna chelski. þeir eru með mun vængbrotnara lið en okkar.

 12. Finnst nú bara eins og Chelsea séu 2 númerum of stórir fyrir okkar menn í dag, og Chelsea eru búnir að vera betri heilt yfir í leiknum og við heppnir að vera ekki undir þó að skyndisóknir okkar eru stórhættulegar en chelsea spila betur og pressa okkur betur.

  • Fyrst Jota út fyrir gagnslausan Ox.

   Og svo Mané út??? Er verið að hvíla hann fyrir Afríku? Hvaða helvítis rugl er í gangi?

   1
 13. en afhverju er þetta ekki einu sinni aukaspyrna samkvæmt dómara leiksins Mané fékk gult spjald fyrir samskonar atriði óþolandi ósamræmi í dómgæslu á englandi.

 14. Fyrir utan það þá er ég verulega ósáttur vi ósamræmi í dómgæslu gegn okkar mönnum. Og nei, þetta er staðreynd!

  2
 15. Djöfulsins stress er þetta, satrur við 1 stig svona miðað við allt.
  En djöfull langar mig að stela sigrinum

 16. Þetta er bara alger nauðvörn hjá Liverpool eftir þessar 2 skiptingar veit ekki hvað þessar skiptingar áttu að gera en það verkar sem að þær skiptingar virkuðu ekki eins og þær áttu að gera og núna kemur skipting að halda 1 stigi og þær skiptingar eru alltaf hættulegar.

  1
 17. Fyrst Jota út fyrir gagnslausan Ox.

  Og svo Mané út??? Er verið að hvíla hann fyrir Afríku? Hvaða helvítis rugl er í gangi?

  3

Upphitun: Enginn Klopp á Stamford Bridge

Chelsea 2 – 2 Liverpool