Upphitun: Enginn Klopp á Stamford Bridge

Í samkeppni við ofurlið Manchester City skiptir hvert stig gríðarlegu máli og eftir að hafa aðeins tekið eitt stig úr síðustu tveimur leikjum líður manni eins og deildin sé að renna okkur úr greipum. Það er allavega ljóst að við meigum ekki misstíga okkur mikið oftar og því gríðarlega stórt verkefni á morgun þegar við heimsækjum Chelsea.

Eins og er er leikurinn enn á dagskrá en nokkrir innan Liverpool hópsins greindust með Covid í gær og því spurning hvort því fjölgi eitthvað næsta sólarhringinn. Fari leikurinn hins vegar fram verðum við án Alisson, Firmino og Naby Keita ef slúðurmiðlar hafa rétt fyrir sér ásamt því að Jurgen Klopp verður fjarverandi.

Eftir mjög slakan leik gegn Leicester í vikunni er nauðsynlegt að mæta grimmir til leiks og sýna að við ætlum að vera með í titilbaráttu í ár. Auk þeirra sem verða ekki með vegna veikinda verðum við án Robertson sem tekur út loka leikinn í leikbanninu sínu og Minamino, Thiago, Origi, Phillips, Adrían og Elliott eru allir frá vegna meiðsla. Af þeim væri Minamino líklegastur til að taka þátt á morgun þar sem hann er byrjaður að hlaupa. Með alla þessa frá verður líklega ekki gaman að horfa yfir bekkinn á morgun og því enn mikilvægara að byrja vel og klára leikinn snemma.

Byrjunarliðið er ágætlega sterkt þrátt fyrir mannekluna en verkefnið verður risa stórt fyrir Kelleher sem hefur komið ágætlega inn þegar hann hefur fengið tækifærið en vissulega langt frá því að vera í sama gæðaflokki og Alisson.

Chelsea hefur í síðustu leikjum lennt í vandræðum á miðsvæðinu þar sem Kante, Kovasic og Jorginho hafa allir verið tæpir og misst af leikjum en ættu þó að vera með á morgun. Hinsvegar meiddist Reece James í síðasta leik og verða því hvorki hann né Chillwell sem meiddist út tímabilið í bakvörðunum hjá Chelsea á morgun. Þeir eru hinsvegar með sterkt lið með fína breydd og líklegt að við sjáum Alonso og Hodson-Odoi í bakvörðum hjá þeim.

Liverpool liðinu hefur gegnið mjög illa í London í ár. Spilað þrjá leiki gert tvö jafntefli og tapað einum það er kominn tími á að snúa því við og vonandi gerist það strax á morgun.

Spá

Ljóst er að þetta verður undarlegur leikur á morgun sem mun litast mikið af Covid fjarverum ef þetta reynist allt rétt en vonandi ná okkar menn að gíra sig upp í að jarða gott Chelsea lið. Ætla að spá 2-0 sigri þar sem Jota og Oxlaide-Chamberlain skora mörkin.

7 Comments

  1. Önnur úrslit en sigur og við getum afskrifað að vinna deildina.

    Gerist það verður erfiðara að gefa frat í ensku bikarkeppnirnar þetta árið.

    4
  2. Gleðilegt nýtt ár,

    Árið byrjar á Var að skíta upp á hnakka, 2022 verður vonandi árið sem dómarar á Englandi verða settir i pásu og leikmenn dæma bara leikinn sjálfir.
    Sókninn dæmir ! 😀

    4
  3. Það verður mjög áhugavert að sjá bekkinn á morgun. Gefum okkur að slúðrið sé rétt og að Alisson, Firmino og Keita séu með Covid (eins og Hannes gerir jú ráð fyrir í upphituninni), og að Robertson, Elliott, Thiago, Adrian, Origi, Phillips og Minamino séu allir frá út af rauðum spjöldum, meiðslum eða öðru. Jafnframt að liðið verði eins og Hannes leggur upp með. Þá gætum við séð eftirfarandi á bekk:

    Markmaður:
    Marcelo Pitaluga
    (ekki nema Loris Karius eigi skyndilega og óvænta endurkomu?)

    Varnarmenn:
    Konate, Gomez, Neco

    Miðjumenn:
    Jones, Milner

    Sóknarmenn:
    Uuuuuu…..

    Semsagt, 6 leikmenn á bekk sem yfirleitt telur 9 leikmenn. Við megum því gera ráð fyrir að sjá nöfn eins og Tyler Morton, Kaide Gordon og Max Woltman á bekk á morgun, þ.e. að því gefnu að einhver þeirra sé ekki meðal þeirra ungu leikmanna sem smituðust um svipað leyti og Thiago. En svo eru litlar líkur á að slíkir leikmenn verði settir inná gegn Chelsea. Ef það þarf að hræra upp í framlínunni er kannski líklegra að Ox færi sig af miðjunni, að Jones verði settur á vinstri vænginn, nú eða Neco skellt í framlínuna.

    Gleymum ekki að það á eftir að framkvæma Covid próf í fyrramálið og því gæti listinn yfir þá sem verða fjarverandi enn lengst.

    6
  4. Eina sem við getum er að keyra bara á þetta og reyna að safna eins mörgum stigum og við getum allt til enda. Það sorglega í þessu er að það virðist allt vera að falla með Man City þessa dagana og virðast þeir ekki ætla að tapa mörgum stigum.

    Það er samt fullt eftir af tímabilinu, fullt af leikjum, meistaradeildar, FA Cup, deildarbikar og það er en þá hægt að eiga frábært tímabil þótt að liðið verði ekki meistara.

    Næsti andstæðingur er Chelsea og þeir hafa verið að hiksta sjálfir og er þetta eiginlega úrslitaleikur um hvort liðið ætlar að reyna að hanga í City og held ég að við séum líklegri eins og staðan er í dag.
    Strákarnir eru særðir eftir síðasta leik og á ég von á bandbrjáluðum Liverpool mönnum í vígahug og er ég viss um að Salah og Mane munu kveðja okkur með mörkum og við sigrum þetta 2-1

    YNWA

    7
  5. Þá kom að því. Herra Klopp með covid. Horfði á leik Arsenal og Man. City í gær. Horfi mjög sjaldan á City leiki. Ástæðan er augljós. Þetta er svindl lið sem ég get ekki dáðst að. Dómgæslan og hlutdrægnin City í vil í þessum leik með ólíkindum. Hvernig ekki var hægt að dæmi víti á markmann City þegar hann straujaði Norðmanninn ði fyrri hálfleik er mér ráðgáta. Síðan þegar Portúgalinn Silva dýfir sér í seinni hálfleik og fær víti er með ólíkindum. Stundum fellur allt með vissum liðum og City er nú inni á þannig tímabili. Leikurinn í dag er eins og margir benda á leikur um hvaða félag reynir að hánga í City í þeirri von að þeir misstígi sig. Óska Klopp góðs bata. Áfram Liverpool.

    11
    • Sammála þér, sá leikinn og horfði á umræðuna eftir leik. Þar kom fram að menn skildu ekki ósmræmið í dómgæslunni. Hversvegna dómarinn sem dæmdi upphaflega ekki víti í hvorugt skiptið ( þessi tvöfalda neitun jafn óskiljanleg og VAR 🙂 ) var síðan bara kallaður í annað þeirra skipta að VAR skjánum en ekki í bæði skiptin. Margar vafa ákvarðanir hafa fallið með City undanfarið og hafa þeir fengið nokkur mjög soft víti sem hafa skipt máli í þeirra stigasöfnun. Á sama tíma hafa þessir hlutir fallið gegn okkur. Ef það væri samræmi í þessum hlutum væri munurinn á stigasöfnun liðanna kannski ekki svo mikill og menn ekki að tala um ofurliðið City heldur bara City og ofurliðið Liverpool.

      2

Klopp með Covid

Liðið gegn Chelsea