Klopp með Covid

Árið 2022 byrjar ekki beint glæsilega þar sem búið er að staðfesta að Jurgen Klopp sjálfur er líklega með Covid og verður ekki á hliðarlínunni í næstu leikjum. Eins eru fleiri starfsmenn smitaðir sem og þrír leikmenn sem verða eðli málsins samkvæmt ekki með á morgun.
Leikurinn er ennþá á dagskrá á morgun þrátt fyrir þetta en það gæti auðvitað breyst ef fleiri smit greinast enda augljóslega hópsmit í herbúðum Liverpool.

Hvað um það, við á Kop.is óskum lesendum gleðilegs árs.
2022 verður miklu betra en 2021.

Ein athugasemd

Gullkastið – Bless 2021

Upphitun: Enginn Klopp á Stamford Bridge