Gullkastið – Bless 2021

Liverpool kveður árið 2021 á svipuðum nótum og þeir hófu það. Svekkjandi tap gegn Leicester, uppgjör á árinu og upphitun fyrir stórleikinn gegn Chelsea var helst á dagskrá í lokaþætti ársins.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 362

25 Comments

  1. Ég get ekki séð þetta neikvætt. Við unnum nánast hvern einasta leik á þessu ári. Síðustu 8-9 leikina á síðasta timabilinu, flesta á þessu tímabili líka, alla CL-leikina og svo erum við inn í bikarkeppnunum líka. Þetta er allt spurning um væntingar og hversu mikið er hægt að miða t.d. við svindl/olíu-lið eins og sjhittý er. Það sjá það allir að við erum að reka félagið okkar á heilbrigðan hátt og við erum nánast í plús hvað við kemur leikmannamarkaðinn. Það er nú eitthvað annað en hin liðin.
    Eg sé þetta sem framtíðarvinnu sem unnin hefur verið á undanförnum árum og vonandi verður hún ekki eyðilögð með röngum ákvörðunum sbr. manhú sem hafa rústað því veldi sem það var orðið.

    Ég vil þakka ykkur, KOP-verjum og öllum hinum samveruna á árinu sem er að líða og vonandi vinnum við áfram marga og glæsta sigra á árinu 2022. Ég er bjartsýnn og ánægður með liðið mitt og vonandi sér maður fleiri á þeim nótum.

    29
    • Vel sagt…..city á gríðalega erfiða leiki framundan sem geta hrisst þetta auðveldlega til baka…54 stig i pottinum…

      4
    • Slæmt ár hjá okkur. Þessir leikir í lok síðasta tímabils sem þú bendir á björguðu okkur frá afhroði.
      Jákvætt eru kaupin á Konaté, gerir það að verkum að Matip er ekki auto við hlið van Dijk.

      4
  2. Er sammála Magga í podcastinu. Það verður mjög erfitt að ná City – jafnvel vonlaust. 1984 varð Liverpool enskur meistari með 80 stig í 42 leikjum. Það eru 72 stig miðað við 38 leiki. Við töpuðum þarna bæði fyrir Wolves og Stoke.
    Því miður erum við með City sem algjörlega skekkir myndina og það má varla tapa stigum þá erum við úr leik.

    Vonandi byrjar árið með sigri Arsenal á City og við vinnum Chelsea. Vonum það besta.

    4
    • Það er ekkert sem heitir vonlaust. Ef Liverpool vinnur MC og Chelsea er allt mögulegt. Ef aftur á móti kemur ekki sigur í þeim leikjum þá minnka möguleikarnir töluvert og spurning ef svo verður hvort okkar ágæta lið eigi þá skilið að sigra. Innbyrðis viðureignirnar eru svo dýrmætar og ekkert væl með það. Vissulega virðist covidið ætla að bíta nokkuð hressilega.

      4
      • Næstu 9 leikir hjá mancity eru ansi erfiðir….við mætum þeim svo i leik nr 11 héðan í frá nóg eftir…

        2
      • Hvað er samt erfitt hjá City ? ..öll liðin leggjast niður gegn þeim og taka tapið á sig..sást vel í Leicester leiknum..Rodgers var að hvíla leikmenn í city leiknum svo þeir gætu mætt með betra mannað lið gegn okkur.
        Það er ekkert erfitt hja City þetta er á autopilot hjá þeim þeir munu vinna þennan titil frekar auðveldlega..engin lið nálægt þeim í breidd.

        4
  3. Auðvitað þurfa smit að koma upp hjá okkar sterkustu mönnum þegar við þurfum sérstaklega á þeim að halda. Hvenær gat liverpool síðast spilað sínu sterkasta liði 2 leiki í röð?
    Nú verða aðrir að stíga upp!
    Arsenal allavega ennþá að vinna sjittý, verst hvað olían vellur af þeirra leikmönnum og völlurinn verður því háll sem áll í þeim síðari fyrir Lundúna liðið.

    3
  4. Held að héðan í frá sé það ljóst að city vinni deildina. Ef þeir eiga slæman dag og lenda undir þá bjarga dómarar og VAR þeim. Við það er ómögulegt að keppa. En annars bara gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allt aðstandendur Kop.is

    1
    • Þetta getur bara ekki verið eðlilegt hvernig dómgæsla fellur með City!
      þetta er hvað 3 mjög soft vítið á stuttum tíma. Hinn liðinn fá ekkert á móti þeim.

      3
  5. Jürgen Klopp með Covid… verður ekki á hliðarlínunni gegn Chelsea.

    Endalausar gleðifréttir eða þannig.

    2
    • Óska engum að fá c19 það herjar á okkar lið á meðan city sleppur við meiðsli og c19 og skora svo sigurmarkið á 93min…..

      2
  6. City búnir að vinna deildina eftir 20 leiki segir bara allt sem segja þarf..þessi gæði hjá þeim eru á öðru leveli skil ekki hvernig Pep tekst að klúðra CL á hverju ári samt.

    1
    • Nei þeir eru ekki búnir að vinna þó líklegir seu þeir….arsenal klaufar að taka ekki stig eða 3 á móti city….þetta með meistaradeildina hún er okkar i ár….

      2
    • Börkur
      Ég vona ég sé bara neikvæður og þú hafir rétt fyrir þér en vá sé bara ekki City tapa þessu niður eru komnir á sitt ról þetta er alltaf svona hjá þeim þegar þeir eru á miðju móti þá bara keyra þeir yfir mótherjana og virðast ekki tapa leik.

      Liverpool eru aftur á móti búnir að hiksta mikið og eru alls ekki að líta vel út og hvernig get ég verið vongóður vitandi það að Salah og Mané fara báðir burt í svona mánuð nánast útaf þessari afríku keppni.

      Gef samt Arsenal það í þessum leik áðan þeir börðust til síðustu mínutu og önnur lið ættu að sjá sóman að gera hið sama.

      2
    • Þetta er ekki flókið dæmi. City með hörkulið og þegar eitthvað höktir hjá þeim eins og í dag þá sjá dómari og VAR um að redda hlutunum. Ég væri gjörsamlega brjálaður ef ég væri stuðningsmaður Arsenal. Hvers vegna fer dómarinn ekki í skjáinn þegar Arsenal vildi fá víti. Frá réttu sjónarhorni voru þetta bæði klár víti en frá sjónarhorni dómarans hvorugt.
      YNWA

      2
      • BjornS
        er þér sammála þetta voru skrítnir dómar og alls ekki til að auka traustið á þeim í PL.

        2
    • Arsenal eru svo bara drullu góðir og Arteta er að gera fáranlega hluti..hugsa sér fyrir eh mánuðum voru menn að tala um að láta Arteta fara.
      Sýnist Arsenal að vera fara stimpla sig inn með bestu liðum PL á ný og vitiði hvað mér finnst það bara flott hef bara ekkert á móti þeim.

      2
  7. Dómgæslan í síðust leikjum mancity hefur verið gjörsamlega galin þeim í vil.

    A.m.k. 4 stig – þökk sé ömurlegri og hlutdrægrum dómurum.

    Annars bara hress!

    2
  8. Ég byrjaði þetta ár með að pústa út gagnvart City afþví ég þoli þá illa útaf ýmsum ástæðum.

    En langaði að segja við ykkur hér kæru stuðningsmenn takk fyrir liðna árið og farsælt nýtt ár og vonandi getum við haldið áfram að rökræða um okkar ástkæra lið og áfram Liverpool
    Takk fyrir mig !

    YNWA

    2
  9. Gleðilegt ár kæru Púllarar! Eins og staðan er núna er City 12 stigum á undan okkur en við eigum tvo leiki til góða. Þeir eru heitir kandídatar í titilinn … en guð minn góður hvað ég ætla nú ekki að fórna höndum og gefast upp. Þeir eiga eftir að tapa stigum.

    Liverpool mun gera það líka … en hey … við erum enn í baráttunni! YNWA!

    3
  10. Ef við vinnum næstu 13-16 leiki eigum við möguleika í deild, en er virkilega einhver sem heldur það?
    Auðvitað vona ég það svo sannarlega en er ekki að fara að sjá það gerast. Tökum dómgæslu sem dæmi, vítið sem city fékk- hversu oft er þetta gert við salah og mané?? Þeir fá gult fyrir leikaraskap, tth leikurinn? Janúarmánuður, hvenær unnum við leik í janúar?
    Eins og ég segi vonar maður, en gleraugnalaus? Niii.

    2

Leicester City 1-0 Liverpool

Klopp með Covid