Leicester City 1-0 Liverpool

 

Mörkin

1-0   Ademola Lookman 59.mín

Leikurinn

Síðasti Liverpool-leikur ársins hófst á sæmilegu tempó og Jota fékk snemmbúið hálffæri í teignum en skotið var blokkað og stuttu síðar fékk Matip gult spjald. Leicester ógnuðu með hröðum skyndisóknum líkt og búist var við en rauðklæddir gestirnir voru meira með boltann að stjórna leiknum. Liverpool pressuðu ofarlega og ógnuðu með fyrirgjöfum, hornspyrnum og skotum en ekkert á rammann framan af.

Á 14. mínútu braut Ndidi klaufalega á Salah í teignum, dómarinn dæmdi vítaspyrnu og Egyptinn steig á vítapunktinn. Kasper Schmeichel gerði hins vegar vel í markinu og varði vítaspyrnuna og Salah skallaði frákastið í þverslánna! Gullið tækifæri til að ná forystunni fór þar forgörðum og Salah að klikka á sinni fyrstu vítaspyrnu eftir að hafa skorað úr 16 slíkum í röð.

Liverpool misstu taktinn og takið á leiknum við vítamissinn og Leicester gerði sitt besta til að drepa leiknum á dreif með leiktöfum sem þeir virðast sérhæfa sig í þessa dagana. Gestirnir settu þó aftur í gírinn með góða pressu á efsta þriðjung leikvallarins og Jota og Salah fengu fín færi í teignum en Schmeichel varði vel í bæði skiptin og var danski landsliðsmarkvörðurinn að halda heimamönnum inni í leiknum.

Vardy var þó ávallt hættulegur og komst tvisvar nálægt því að komast í gegn til að skora en VvD og Matip náðu að stoppa hann í tæka tíð. Joel átti í kjölfarið eitt af sínum frægu upphlaupum og náði næstum því að spila sig í gegnum alla vörnina en misfórst í blálokin að halda boltanum. Leikurinn opnaðist mikið á þessum kafla og bæði lið hótuðu því að komast í góð færi. Okkar menn áttu sterkari endasprett í lok hálfleiksins en náðu ekki að nýta sterka frammistöðu sína til að vera yfir eftir fyrri hálfleikinn.

0-0 yfir tebollanum í búningsklefanum.

Liverpool héldu áfram að hafa yfirhöndina í byrjun seinni hálfleiks en án þess þó að fá nógu hættuleg færi til að skora en enn voru Leicester ógnandi úr skyndisóknum. Á 55.mínútu þá átti Jota frábæra sendingu inn fyrir á Mané sem var kominn einn í gegn á móti markmanni en sá senegalski setti boltann yfir bæði Schmeichel og markrammann. Dauðafæri sem var vannýtt og leikurinn enn markalaus.

Báðir stjórar skelltu í breytingar með Keita inná fyrir Oxlade- Chamberlain og innkomu Tielemans og Lookman. Sá síðarnefndi átti eftir að hafa skjót áhrif á leikinn er hann spilaði inn í vítateiginn og hamraði boltann í nærhornið og netið hjá Alisson. Kæruleysi okkar manna kom klárlega í bakið á okkur og við lentir undir þvert gegn gangi leiksins. 1-0 fyrir Leicester.

Klopp hélt áfram með innáskiptingarnar og Milner og Firmino komu inná fyrir Fabinho og Henderson en þess á milli voru Leicester farnir að sýna augljós þreytumerki með meiðslum Maddison og útafskiptingu hans. Vardy var einnig haltrandi á annarri löppinni en heimamenn búnir með skiptingarnar og hann varð að halda áfram. Ekki það að slíkt skipti miklu máli þar sem botninn var alveg dottinn úr samspili okkar manna og lítill taktur í spilamennskunni. Bláliðar vörðust djúpt og rauðliðar náðu lítið að opna þéttan varnarmúrinn.

Jota komst þó í gott skallafæri eftir hornspyrnu á 82.mínútu en aldrei þessu vant þá brást þeim portúgalska skallalistin og boltinn fór framhjá. Aftur skapaðist ógn í teignum eftir hornspyrnu og síðan fyrirgjöf ef VvD náði skoti á markið en Schmeichel varði vel með fótunum. Mané fékk líka opið skallafærið á 88.mínútu eftir enn eina hornspyrnuna en sneiddi hann langt framhjá og tíminn að renna út. Þrátt fyrir mikla pressu allt fram á lokamínúturnar að þá klúðruðum við þessum leik og tapið staðreynd.

1-0 heimasigur fyrir Leicester City

Bestu menn Liverpool

Á öðrum leikdegi þá hefðu okkar menn raðað inn nokkrum mörkum og framherjarnir slegist um nafnbótina fyrir bestu menn vallarins. En eins og leikurinn spilaðist og að lokum endaði þá er erfitt að hrósa mönnum sérstaklega fyrir vannýtt tækifæri og þann klaufagang að missa frá sér sigurvænlegan leik í grátlega óþarft tap. Það er helst að Tsimikas hafi verið sprækur í að leysa Robertson af og Salah var sprækur í fyrri hálfleik þrátt fyrir að hafa átt að skora. Besti maður vallarins var því miður Kasper Schmeichel sem hélt hreinu með því að verja víti og nokkur góð færi.

Vondur dagur

Salah verður einnig að þola það að hafa átt vondan dag með því að brenna af vítaspyrnu á góðum tímapunkti í leiknum sem hefði stýrt honum í allt aðra átt. Mané fékk einnig frábært færi í byrjun seinni hálfleiks sem hann hefði þurft að nýta en dagsformið á honum er afar sveiflukennt og langt frá því meistaraformi sem hann sýndi svo oft á meistaratímabilinu.

Versta dagurinn er þó hjá Klopp sem hefur verið tíðrætt um hvíld og leikjaálag í jólaprógramminu en klúðrar svo tækifærinu til að vinna dauðþreytta heimamenn með sitt næstum sterkasta byrjunarlið og mun meira hvíldan mannskap. Þá voru innáskiptingarnar ekki að gera mikið fyrir taktinn í spilinu en öll byrjunarmiðjan fór útaf með breytingu í leikskipulagið 4-2-3-1 sem gerði ekki gæfumuninn.

Umræðan

Það er skammt stórra högga á milli og gæfan er fallvölt í fótboltanum. Frá því að sparka blárefunum út úr deildarbikarnum á ögurstundu og með vítaspyrnukeppni að þá náðu Brendan Rodgers & co. að ná fram hefndum örstuttu síðar sem gefur okkur þungt högg í vonarbaráttu okkar um meistaratitilinn. Þetta er bara 1 stig í síðustu tveimur deildarleikjum og það má sín lítils í samkeppninni við Man City sem hafa núna náð 6 stiga forskoti á toppnum.

Næsti leikur okkar er á Brúnni gegn Chelskí og slæm úrslit þar gætu þýtt fall niður í 3.sætið og mun meira minnkandi líkur á raunhæfri meistarabaráttu fram á vorið. Í ofanálag þá munum við missa menn í Afríkumótið í janúar og allt í einu eru grasið græna farið að gulna all hressilega. Það er ekki endilega þörf á yfirdrifnum dómadags drunga yfir einu slæmu tapi en endurtekin mistök á útivelli gegn Brentford, West Ham, Tottenham og núna Leicester gera lítið í toppbaráttu þar sem hálfgerðrar fullkomnunar er krafist.

YNWA

48 Comments

 1. Það er auðvitað ekkert að því að vera á eftir City. En ef Liverpool á að eiga möguleika á að vinna deildina þá þarf að kaupa meira en miðvörð á bekkinn.

  3
 2. Sælir félagar

  Úthvílt lið Liverpool skítur uppá bak gegn dauðþreyttu og meiðslahrjáður liði Leicester. Meðferð liðsins á dauðafærum er öllum sem þar að komu til skammar. Eymd og skelfing liðsins er ömurleg og lið sems pilar ekki betur en þetta verður aldrei meistari. M. City klassa betra á öllum sviðum fótboltans sem gjörla sást í þessum leik. Frá aftasta manni til þess fremsta er M. City betra lið og Liverpool á ekkert skilið út úr svona frammistöðu nema skömmina.

  Það er nú þannig

  YNWA

  15
   • Gamli er að anda inn og út og ég er alveg sammála honum. Chelski næst á brúnni, díses.

    6
  • Við skulum bara halda þessum svindlurum í Money City frá umræðunni um leikinn.

   3
   • Svona vitleysingar eins og þú hafa ekki hundsvit á fótbolta. Það er ekki þannig að Liverpool hafi ekki eytt peningum í leikmenn.

    1
   • Jæja, það finnast víst einhverjir sem halda með City, og skemmtilegt að þeir séu hér á Kop.

    Man.City net spend síðustu 5 ár 505 millj. pund. Liverpool búið að kaupa umfram selda leikmenn fyrir 92 millj. pund. Skoðum síðustu 10 ár og munurinn er enn risavaxnari – Man.City með 923 millj. pund á móti 305 millj. pund hjá Liverpool.

    Það sem gerir þetta ennþá ógeðslegra er að City hefur litlar aðrar tekjur, umfram sjónvarpssamninga, en auglýsingasamninga sem liðið hefur gert við fyrirtæki í eigu “fjölskyldunnar”.

    EPL er eins og róðrarkeppni þar sem eitt liðið rífur allt í einu upp utanborðsmótor og skellir á bátinn.

    Verð samt að segja að sem Poolari þá myndi ég ekki vilja breyta neinu varðandi þetta. Það er svo sætt að vinna stóru titlanna, þó þeir komi ekki á hverju ári. Ég vill frekar vinna deildina á 30 ára fresti, og sigra með hjartanu, en að vinna annað hvert ár og sigra með veskinu.

    17
   • Aðalmunirinn er sá að eigendur Liverpool reka þetta eins og fyrirtæki þar sem arðsemi og vermætaaukning skiptir meira máli en eigendur city reka það sem hobbý félag þar sem fjöldi titla skiptir öllu máli og þá sérstaklega þessi sem þeir hafa ekki enn náð.

    1
  • Liverpool með full mnnað lið etir hvíld. Leicester með vængbrotið lið og vinna leikinn sem engin átti von á. Mane og Salah klúðra dauðafærum fyrir opnu marki. Hemmi Gunn hefði skorað úr báðum.
   Megum ekki vanmeta andstæðinginn…aldrei.
   Flashback….er liðið að fara í sama farið og í fyrra á svipuðum tíma……gera endalaus jafntefli við neðstu og lakari liðin…1-1 1-1 1-1 o.s.fv. Höfðum aldrei nein svör við liðunum sem pökkuðu í vörn. Heldum ekki dampi í kvöld…….eins gott að þetta lagist i næsta leik. Verðum að spíta í lófanna og girða upp brókina. Ég er nokk sammála Sigkarli…….þetta lið á ekki að lenda í svona ævintýrum. Ekki aftur eins og í fyrra.

   2
 3. Eins og ég sagði eftir einhvern leikinn um daginn.. mér er orðið nokk sama þó Mané. Hefur ekki getað blautan í allan vetur. Hann og Salah eiga þetta tap skuldlaust. Afhverju sagði enginn Trent að bera boltan upp aðeins hraðar????

  4
 4. Bara að nýta færin og við værum öll ánægð með liðið okkar……bara svona áður en þeir sem allt vita byrja að hrauna yfir mann og annan 🙂 Við áttum færin og við áttum leikinn en við skoruðum ekki mörkin. Skítur skeður, gerðum okkur í brók og áfram gakk.
  YNWA

  10
 5. Leikur sem hefði getað endað 1-7 endaði 1-0 stundum er þetta bara svona. Ótrúleg óheppni og kannski einbeitingarleysi og kannski vanmat og kannski skortur á hæfileikum.

  5
 6. Það koma svona leikir inn á milli og hefur alltaf gert gegnum söguna hjá meistaraliðum.
  Vandamálið núna er að það er lið í þessari deild sem eyðir á við 5ára eyðslu annara normal liða á hverju ári.
  Þeir sem reka Liverpool verða að sætta sig við að svona virkar þetta núna og fara setja pening í að styrkja liðið.
  Það eru nokkur spurningarmerki hjá nokkrum í hópnum.

  4
 7. Mér finnst Sigkarl full neikvæður. City liðið er reyndar betra en Liverpool enda mun dýrara. Það verður ekki auðvelt að ná þessum sex stigum til baka. Kannski setur Klopp núna aukinn fókus á bikarkeppnirnar. Held að von um titil liggi þar.

  3
 8. Svona er að nýta ekki tækifærin. Mane með dauðafæri og leicester nær einu skoti á mark okkar og skora. Mér fannst Alisson eiga að taka þennan bolta. Það virðist “henta” okkur illa að fà hvíld meðan hitt liðið spilar á 48 tíma fresti og meiðslum hrjáð, en þeir nýttu sitt færi. Svona getur boltinn verið. Næsti leikur.

  3
  • Uppskriftin að markinu var margra Liverpool manna verk. Hvorki Trent né Hendo taka hlaupið á kantinum, Matip þorir ekki í boltann og já ég held að Alison hefði átt að taka þennan bolta. En við áttum svo sannanlega færin en þegar vítið fór forgörðum þá læddist að mann ljótur grunur

   3
 9. Alltaf gaman að hlusta á commentary gæjana í Englandi.

  Leicester have been amazing in this game and their setup for the game worked perfectly.
  Hvaða leik eru menn að horfa á, þeir pakka í 85 mín og aulaskapurinn i Liverpool mönnum gáfu þeim þessi 3 stig.

  Væri til í að sjá okkar tölfræði varðandi leiki eftir langt frí, finnst eins og þegar Liverpool fær 7-10 daga frí þá koma menn ekki 100% inn í leikina.
  Það er alltaf talað um vanmat í fótbolta og lack of focus, sem þessi leikur var.
  + Mane þarf bara hætta skjóta á markið og labba bara með boltan inn, slúttið hjá honum er oftast hálf dapurt.

  4
 10. Einn af þessum dögum hjá okkar liði, svipað og á móti West Ham. Þetta er því miður að spilast fullkomlega fyrir City, lítið um Covid hjá þeim og flestir haldast heilir. Þegar við bætist að þeir geta stundað fjárhagslega steranotkun án afleiðinga og allir dómar falla þeim í vil er nánast ómögulegt að eiga við þá.

  Vorum samt sjálfum okkur verstir í dag, færanýting afleit og boltinn alltaf sendur aðeins of seint fyrir markið sem endaði í endalausum og gagnslausum hornspyrnum. Fannst ekkert koma út úr skiptingunum, urðum hægari ef eitthvað er.

  En það kemur dagur eftir þennan dag. Nú er bara að svara fyrir þennan hroðbjóð í næsta leik og styrkja okkur með góðum kaupum í janúar.

  5
 11. Næsti leikur er risastór. Tap eða jafntefli þar og við erum 8-9 stigum á eftir. City á reyndar Arsenal sem er á skriði en þeir eru 2-3 klössum fyrir neðan City.
  Liverpool er aldrei að fara að ná að brúa 8-9 stig því miður. Verðum að lenda í 4 efstu og helst tryggja það sem fyrst. Leggja allt í bikarkeppnir og CL. Eiga svo góðan glugga næsta sumar (líka að losna við leikmenn, t.d Keita) og gera atlögu á næsta sísoni.

  1
  • næsti leikur skiptir engu máli.. við gáfum 3 stig frá okkur í dag þannig að chelsea leikurinn er orðinn aukaatriði, stigamunurinn í city er orðinn of mikill.. þeir missa ræfil sem skiptir ekki máli í afríkukeppnina, við missum mane og salah.. erum búnir.

   5
 12. úthvíldir Liverpool menn tapa fyrir Leicester liði sem var að spila fyrir tveimur dögum.

  Byrjum á byrjun.
  1. Að tapa þessum leik er SKELFILEGT, því að það má ekki tapa stigum í þessari baráttu við Man City og má eigilega segja að sú barátta er eiginlega á enda með svona leik. Þeir munu líklega stinga af og hleypa okkur ekki nálægt sér aftur.

  2 Framistaðan í kvöld væri ekki SKELFILEG en hún var ekki góð heldur því að markmiðið í fótbolta er að skora mörk og það tókst ekki í dag.
  Salah klúðraði víti, klúðraði frákastinu og klúðra svo öðru dauðafæri í fyrri hálfleik og sást svo lítið í þeim síðari.
  Jota klúðraði nokkrum næstum því færum með því að vera lengi að athafna sig í teignum.
  Mane fékk svo þetta færi í síðari sem hann slapp í gegn en sendi boltan yfir markið.
  – Svo vorum við í sókn 90% af leiknum og það er erfitt að skapa gegn 11 manna varnarpakka en við áttum c.a 10 hálfæri og næstum því dauðafæri sem urðu að engu.
  – Við áttum þennan leik út á vellinum og stjórnuðu leiknum allan tíman og út frá því var þetta ekki skelfileg framistaða.
  – Þeir sköpuðu nánast ekkert í þessum leik. Matip bjargaði vel í fyrir hálfleik og svo kom þetta mark þar sem Trent seldi sig, Matip var að passa sig of mikið að brjóta ekki, Van Dijk loka ekki nógu vel og Alisson náði ekki að loka nærhornið – Þeira mark kom úr c.a 5 besta færinu í þessum leik.

  3. Framistöður leikmanna.
  Alisson 5 – Ég set spurningarmerki með markið
  Tismikas 5 – lenti í smá vandræðum varnarlega undir lok fyrirhálfleik en kom sér oftar en ekki í góðar stöður sóknarlega en eins og Andy í vetur þarf að gera betur úr þeim.
  Van Dijk 6 – Reyndi ekki mikið á hann varnarlega í þessum leik en maður hefði viljað sjá hann gera eitthvað í einum af þessum hornspyrnum.
  Matip 7 – Var líflegur sóknarlega já ég sagði sóknarlega en hann átti þar nokkra spretti og var virkur þáttakandi þegar þeir voru í sínum varnarpakka. Kláraði líka nokkrum sinnum stöðuna 1 á 1 mjög vel.
  Trent 7 – Átti nokkrar heimsklassa sendingar í þessum leik en eins og hjá öllu liðinu þá vantaði herslu muninn.
  Fabinho 7 – Var góður þegar hann var inn á.
  Hendo 7 – Var á fullu og barði liðið áfram. Átti þrjú skot fyrir markið en þegar hann var inn á var miðsvæðið öruggt.
  Ox 8 – Skil ekki afhverju Klopp tók hann af velli. Hann var búinn að vera líflegur á miðsvæðinu, ógnandi og dreyfa boltanum vel.
  Mane 4 – Lélegur í dag.Klúðraði dauðafæri og þrátt fyrir að hann var ógnandi þá gekk þetta ekki í dag.
  Jota 4 – Lélegur í dag. Alltof lengi að klára sín færi og eins og hjá Mane þá gekk þetta ekki í dag.
  Salah 4 – Lélegur í dag. Klúðraði víti og öðru dauðafæri en var annars alveg týndur stóran part af leiknum(hans lélegasti Liverpool leikur? )

  Keita 4 – Kom inn á fyrir Ox og var sífelt að klappa boltanum og tapa boltanum en það er nákvæmlega það sem Ox var ekki að gera.
  Milner 5 – Kom ekki sterkur inn á og var í engum takt við leikinn.
  Bobby 5- Gerði nákvæmlega ekkert eftir að hafa komið inn á en hans hlutverk var að skapa.

  4. Þetta er EF og HEFÐI leikur. Ef Salah hefði drullast til að skora úr vítini þá hefði þetta líklega verið mjög þægilegur sigur. Því að þeir hefðu þurft að færa sig framar sem hefði bara gefið okkur meira pláss til að sækja í en í staðinn leyfðu þeir sér að vera með sína varnarlínu neðarlega og gátu verndað hana.

  5. Maður er reiður, pirraður og svektur með þennan leik. Þetta er leikur sem við þurftum að vinna en það tókst ekki og það sem meira er að þetta Man City lið hefur sjaldan litið eins vel út á sama tíma.
  Við erum í 2.sæti og næsti leikur er Chelsea úti. Einu sinni hefði maður tekið 1 stig úr því en núna eru það bara 3 stig og ekkert annað.

  YNWA – Menn að kvíða því að Salah, Mane og Keita séu að fara en ef þetta er framistaðan sem þessir þrír ætla að halda áfram að bjóða upp á , þá vill ég fá minn Origi skammt

  5
 13. Sæl og blessuð.

  Bara gamla sagan… örlagastundirnar féllu ekki með okkur. Ef (og hefði og skyldi og allt það…) Mo hefði nýtt vítið þá hefðu þeir varla komist upp með að liggja svona aftarlega og þá hefðu gulllappir hjá sóknarmönnum haft meira svæði.

  Eins með færið sem Mané klúðraði.

  En hvað erum við að fárast út í þessa framlínu? Þeir eru búnir að slá hvert sögulega metið á færu öðru. S

  Mótið er alls ekki búið – það er reyndar bara hálfnað. City gæti farið að hökta, þeir hafa sýnt það að þeir eru ekki óbrigðulir og við gætum tekið annað dúndurrönn. Hvað veit maður á þessari stundu? Ekkert.

  8
 14. Var ekki Klopp að kvarta fyrir jol að spila 26 og 28.

  Nu spilaði hann ekki 26 og jvað svo… þetta i staðinn

  5
 15. Róa sig, hálft mótið er eftir 6 stig er ekkert. Við vorum efstir á sama tíma í fyrra. Við getum enn unnið þetta og að gefast upp núna er fáránlegt. Til hvers að vera með í fótboltamóti ef maður ætlar ekki að vinna. Ef city tapar einum leik og við vinnum þá, þá eru liðin jöfn að stigum. þetta er fljótt að gerast. Aldrei að gefast upp. Aldrei. YNWA

  10
  • Vorum við ekki í 4 sætinu eftir 19 leiki í fyrra með 34 stig Og þá var ManU efstir með 40 stig Leicester með 38 og ManC 38 ? En er samt ekkert búinn að gefast upp eins og þú, er bara svolítið með í maganum eftir þennan leik enda fátt annað hægt því allir okkar menn spiluðu langt undir getu og ég horfði líka á ManU gera í sig í gær og eini munurinn á t.d. Mané og Ronaldo í þessum leikjum var að Mané reyndi fult en gat ekkert en Ronaldo reyndi ekkert og gat ekkert. Þeir fengu eitt færi og mark við fengum eitthundrað færi og ekkert og versta við þetta að maður var farinn að finna þetta strax á 20 mínútu svona vel þekkir maður liðið, en næsta leik takk og ekkert annað en sigur takk !

   YNWA.

   1
   • Mané mætti alveg einbeita sér meira að því að vera hluti af liðinu og gefa boltann hratt á samherja þegar nálgast teiginn. Hann verður alltaf of sjálfselskur, þegar illa gengur hjá honum, og þá kemst ekkert að nema fara sjálfur á mark. Þetta hefur gerst áður í svona markaþurrðarlægð hjá honum.

    2
   • Ég er sammála þér með sigur í næsta leik en þú ert ekki sammála mér með að róa sig. Maður getur ekki alltaf verið sammála. Hvenær við vorum efstir, ég játa að ég fletti því ekki upp en það er aukaatriði. Aðalatriðið er hugarfarið, ef þú trúir því að þú getir unnið þá getur þú það. Eru City ósigranlegir, nei auðvitað ekki. Hafði einhver trú á því að Leicester myndu vinna í dag, sennilega enginn,nema þeir, þess vegna unnu þeir.

    1
   • Ég er rólegur og ég veit að þetta kom svolítið skrítið út en ég var að segja að ég sé þér sammàla og er ekki búinn að gefast upp frekar en þú kæri maður.

    YNWA.

    2
 16. Leiðinlegt að tapa. xG í leiknum var ca. 0.7 á móti 4.1. Smá tölfræði segir okkur að við munum eiga svona daga þar sem mörkin koma ekki og við gefum mark—það hefur 0 með hæfileika eða leikplan eða nokkuð. Í hinum leikjunum þar sem hlutir fóru gegn okkur var meira við okkur að sakast — þessi leikur var að miklu leyti bara óheppni. Er bara slembilukka sem enginn getur flúið í fótbolta.. Og sama tölfræði á við Man Dubai. Við getum tekið af þeim 3 stig og þá eru það 3 sem skilja okkur.

  Hvað mér finnst samt alltaf gaman að horfa á LFC spila fótbolta. Þetta er eins og hraðskák og spretthlaup og ballet og ópera og heavy meðal tónleikar allt í bland. Tökum Chelski.

  3
 17. Slæmur dagur á skrifstofunni í dag en mótið er ekkert búið. Erum í öllum keppnum og eigum mikla mögulega á titlum.

  3
 18. Erfitt að taka þessu tapi. Varnarlega er þetta mikil framför frá bikarleiknum í síðustu viku. Eina sem mér finnst skína í gegn er að hausinn á Salah og Mané er kominn á Afcon

  3
 19. Hélt einhver að þessi leikur yrði auðveldur ? Ég átti von á hörkuleik og sá þetta alveg geta farið svona, Leicester eru hörkulið og Brendan kann eitt og annað í fótboltafræðunum og því var þetta alltaf að fara að verða erfitt fyrir okkar menn. Færanýtingin hefði að sjálfsögðu átt og mátt vera betri en það þýðir ekkert að velta sér frekar uppúr þessu. Leikurinn tapaðist en það er nú enginn heimsendir. City er klárlega með besta liðið í dag en það er nóg eftir af mótinu og þeir eiga klárlega eftir að eiga svona dag eins og við áttum í gær. Klárt mál að strákarnir og herr Klopp munu læra mikið af þessum leik og koma þríelfdir til baka í næsta leik sem eru Chelskí. Eigið ánægjuleg áramót og byrjum 2022 með bjartsýni og jákvæðni að vopni.

  2
 20. Leicester léku frábærlega, sérstaklega Schmeichel, Dewsbury-Hall og Ndidi (þótt hann hafi gefið vítið). Fókusinn ætti alls ekki að vera á að Liverpool hafi verið svo ömurlegir í leiknum, það gefur kolranga mynd af honum. Mönnum voru mislagðir fætur framan við markið og það getur gerst á bestu bæjum.

  Enska úrvalsdeildin á ekki að vera þannig að eitt eða tvö lið valti yfir alla sína leiki, það á að vera spenna og drama til þess að gera hana skemmtilega. Leicester voru særðir eftir tapið gegn okkar mönnum rétt fyrir jól og komu inn í leikinn af krafti og Rodgers á hrós skilið fyrir uppstillinguna, sérstaklega Ndidi í vörninni sem varð til þess að hún var miklu stöðugri en hingað til á tímabilinu. Hann og Schmeichel voru eins og leiðtogar aftast sem gáfu liðfélögunum kraft til að trúa á verkefnið. Varðandi Schmeichel má segja að hann hafi ekki alveg sýnt sitt rétta andlit síðan á EM og það var alveg kominn tími á stórleik hjá honum, því miður að hann skyldi vera gegn okkar mönnum. Dewsbury-Hall hefur síðan verið magnaður síðan hann kom inn í liðið hjá þeim vegna meiðsla og átti líklega sinn besta leik fyrir þá hingað til í gærkvöldi, frábær bæði í sókn og vörn.

  Svo er fáránlegt að halda að City muni rúlla yfir alla sína leiki fram á vor, þeir hafa yfirleitt átt slæma kafla og næsti slæmi kafli þeirra gæti komið hvenær sem er.

  Hættum þessu væli, áfram gakk. Fögnum því að deildin sé spennandi og óvænt úrslit komi af og til.

  10
 21. Alltaf betra að tapa sem betri aðilinn. Ég verð samt að segja að ég er spenntur fyrir að missa Salah og Mane í Afríkumótið. Liðið og eigendur og mögulega Klopp treysta allt of mikið á Salah og Mane. Liðið þarf að geta verið án þeirra og trúað á fallegan bolta og sigur.

  Áfram Liverpool og áfram Klopp!!!

  Upp með veskið FSG. Öll lið þurfa að styrkja sig og viðhalda samkeppni um stöður.

  3
 22. Sælir félagar

  Bæði Virgil og Klopp segja að liðið hafi spilað illa og átt skilið að tapa þessum leik. Sumum finnst ég full neikvæður í fyrri athugasemd minni en í henni ég sammála – hverjum? Jú Herr Klopp og Virgil van Dijk. Þessi leikur er líklega það sem setur lokin á meistarabaráttu liðsins og nú hefst sama barátta og á síðustu leiktíð – að halda sér í topp fjórum. Næsti leikur setur okkur í röð sem annaðhvort næst bezta liðið á Englandi eða 3. til 4. bezta. Eins og M.City er að spila núna hefur ekkert liðanna í efstu deild roð við þeim.

  Hér eru nokkrar spurningar sem varða frammistöðu leikmanna:

  1. Hvernig stendur á því að enginn miðvörður liðsins hefur skorað skallamark á leiktíðinni þrátt fyrir fleiri hornspyrnur en tölu verði á komið?

  2. Af hverju vinnast varla leikir ef Salah vinnur þá ekki fyrir liðið. Hvað segir það okkur um aðra framherja liðsins sérstaklega Mané?

  3. Er ekki ástæða til að kaupa eitthvað/einhvern í janúar þegar framherjar liðsins aðrir en Salah skora svo lítið af mörkum sem raun ber vitni um. Minni á það sem Hafliðason segir í fyrstu athugasemd: “En ef Liverpool á að eiga möguleika á að vinna deildina þá þarf að kaupa meira en miðvörð á bekkinn”.

  Svo þetta að lokum. Auðvitað er baráttunni við M. City ekki lokið. Ef Liverpool vinnur bláa olíuliðið eftir áramót getur allt gerzt. En ef ekki eru líkur á að M.City sé búið að vinna deildina. Með sigri í fyrsta leik ársins 2022 setur Liverpool nýtt viðmið og sýnir City að baráttunni er ekki lokið. M. City getur lent í meiðslavandræðum og sýkingum alveg eins og öll önnur lið. Þó breiddin hjá þeim sé ótrúleg þá mega þeir ekki við of miklu frekar en önnur lið. Svo vil ég sjá styrkingu í janúar bæði á miðju og í sókn.

  Það er nú þannig

  YNWA

  12
  • Það er bara í góðu lagi að pústa út eftir svona leik erum hérna að rökræða málin og erum stuðningsmenn Liverpool í gær var slæmur leikur og ég er þér hjartanlega sammála í þessum rökum.

   10
  • vantar styrkingu á miðjuna þetta er löngu vitað.

   okkur bráðvantar coutinho eða de brune týpu, gaur sem skorar úr nánast öllum aukaspyrnum sem hann tekur og þú villt ekki með nokkru móti leyfa honum að ná að skjóta á markið fyrir utan teig.. þá værum við á toppnum í deildinni í dag.

   þurfum að rífa upp veskið í janúar og kaupa miðjumann, þá kannski eigum við séns í deildina á næstu leiktíð, við töpuðum henni í gær.

   9
  • Átti liðið skilið að tapa? Nei við áttum það ekki skilið ef tölfræði leiksins er skoðuð. Áttu þrír fremstu sinn lélegasta leik á leiktíðinni(velja sér allir sama leikinn)? Já en við áttum samt færin. Við vorum samt með hausinn eitthvað vitlaust skrúfaðan á, vanmat klárlega og hugurinn komin í allt annan leik. Já við ætluðum bara að skauta yfir þennan leik og mæta svo í næsta leik af krafti. Hverjum er um að kenna? Jú væntanlega þjálfara og leikmönnum en þetta eru samt sömu einstaklingar og veita okkur mikla gleði flesta vikur tímabilsins. Þess vegna finnst mér að það sé góð regla að anda inn og út áður en maður hraunar yfir þetta mjög svo frambærilega lið okkar. En annars bara takk fyrir skrif þín á árinu sem flest eru góð og vonandi verður áframhald á komandi ári.
   YNWA

   3
  • Salah er búinn að biðja um að nýr framherji verði keyptur ef hann framlengir samning sínum.

   4
 23. Hörmulegt,
  Leikmenn bera hér alla ábyrgð.
  Að mínu viti hefur það alltaf legið fyrir að þetta lið væri að berjast um 4 sætið
  og svona frammistöður staðfesta það.

  3
 24. Frábært lið sem getur tekið top 6 liðin og unnið þaug á góðum degi og sum með fleiri mörkum en önnur.
  En að gera jafntefli gegn liðum eins og Brentford og Brighton tapa svo gegn Westham og Leicester það er ekki title contenders..erum bara pretenders og ekkert meira en það þetta tímabil.

  Ekki Klopp né leikmönnum Liverpool að kenna ég skrifa þetta á FSG og sparibaukinn hjá þeim ..halda að við getum hent frá okkur 10 leikmönnum eða svo og fengið inn Konate sem er mest megnis á bekknum og það eigi að competa við breidd liða eins og City ?

  Vona að okkar menn taki meistaradeildina það myndi bjarga tímabilinu en titilbaráttan er lokið eftir 19 umferðir af 38. City gefa ekkert eftir lang besta liðið á englandi í dag bara staðreynd. þeir gætu hent 2 vara markmönnum inná miðjuna og samt náð í úrslit gegn flestum liðum.

  4

Byrjunarliðin á King Power Stadium vs. Leicester City

Gullkastið – Bless 2021