Leicester á þriðjudagskvöld

Á þriðjudeginun 28. desember mun Liverpool heimsækja Brendan Rodgers og hans menn í Leicester.

Síðasti leikur Liverpool var einmitt gegn Leicester en róterað lið Liverpool sló Leicester út í vítaspyrnukeppni þegar liðin gerðu 3-3 jafntefli í átta liða úrslitum Deildarbikarsins á Anfield.

Í milli tíðinni átti Liverpool að mæta frekar bitlausu liði Leeds en sótt var um frestun leiksins af hálfu Leeds sem var samþykkt svo Liverpool sat hjá í þeirri umferð og fær því tíma til að stilla saman strengi sína og smá hvíld fyrir þennan Leicester leik.

Andy Robertson er auðvitað í leikbanni og ég man ekki í fljótu bragði eftir einhverjum nýlegum meiðslum í leikmannahópnum. Jákvæðu fréttirnar eru hins vegar þær að Fabinho, Van Dijk, Thiago og Jones eiga að vera lausir úr einangrun eftir að hafa greinst jákvæðir með Covid. Hvort og hverjir þeirra verða í leikmannahópnum kemur eflaust í ljós á morgun en það mætti alveg vænta þess að Van Dijk, Fabinho og Thiago verði með í einhverju formi en spurning með Jones sem hefur verið frá vegna Covid og meiðsla á auga, vonandi getur hann verið með á morgun og til í slaginn aftur.

Það mun vanta töluvert í Leicester liðið á morgun en meðal leikmanna sem verða líklegast ekki með eru miðverðirnir Evans, Soyuncu og Fofana, framherjarnir Daka og Barnes og bakvörðurinn Ricardo Pereira sem meiddist eftir groddaralega tæklingu Tyler Morton í bikarleiknum.

Leicester hafa ekki litið mjög sannfærandi út upp á síðkastið og töpuðu í síðustu umferð 6-3 fyrir Man City og gefa úrslitin ekki einu sinni rétta mynd af leiknum og yfirburðum City.

Frekar vængbrotið lið Liverpool spilaði erfiðan og umtalaðan leik við Tottenham í síðasta deildarleik sem liðið spilaði. Að fá aftur miðjumennina sem vantaði þá og Van Dijk í hópinn gæti nú gert ansi mikið fyrir liðið.

Alisson

Trent – Matip – Van Dijk – Tsimkas

Henderson – Fabinho – Keita

Salah – Jota – Mane

Liverpool þarf á þessum sigri að halda til að missa City ekki enn lengra fram úr sér í kapphlaupinu og fer maður ekki fram á neitt annað en sigur!

3 Comments

  1. Munar mikið að fá Virgil inn í staðinn fyrir Gomez. Það getur allt gerst í þessum leik en við ættum að sigra. Eins og kötturinn myndi orða það eru Leicester sýnd veiði en eigi gefin.
    YNWA

    2
  2. Horfði einhver hérna á Newcastle – Man Utd leikinn í gær?

    Það er eins og þeim hraki hreinlega, MU mönnum, frá leik til leiks. Talentið mikla Rashford alveg dottinn úr sambandi og mikið hlýtur efnisdrengurinn Jadon Sancho að sjá eftir því að hafa ráðið sig til MU. McGuire, Pogba og Ronaldo eru dæmi um menn sem virka ekki í þessu liði, þó að Ronaldo skori vissulega sín mörk (í meistaradeildinni). McGuire rúinn sjálfstrausti og líður pottþétt ekki vel með kafteins-armbandið ofan á 80 milljóna myllusteininn um hálsinn. Á leikvellinum er áberandi pirringur innan hópsins og prímadonnu-stælar á köflum, sem er ekki uppbyggileg stemmning eða til þess fallin að koma liðinu aftur í toppbaráttuna. Þá bráðvantar frábæran þjálfara með hjartað á réttum stað og góða fimm ára áætlun.

    Ég er að komast á þá skoðun að einn allra mesti styrkur Klopps sem þjálfara liggi í því að hann kaupir leikmenn eftir karakter. Tekur þá í viðtal um lífið og tilveruna. Ég held að það sé galdurinn á bakvið það að skapa LIÐ en ekki rándýra stjörnuljósahrúgu.

    Nuff said.

    16
    • Gerumst ekki svo litlir og vesælir að vera spá í einhverjum Evrópudeildarliðum.

      4

LIVERPOOL ÁFRAM EFTIR VÍTÓ!!!

Byrjunarliðin á King Power Stadium vs. Leicester City