LIVERPOOL ÁFRAM EFTIR VÍTÓ!!!

Þetta var nú meira eindemis ruglið! Ég játa að ég er einn af þeim sem er tilbúin að þylja upp hundrað ástæður fyrir því að það ætti að afnema þennan blessaða deildarbikar en á þessari sekúndu kemur ekki ein einasta þeirra upp í hugann. Þessi leikur var rugl skemmtilegur og það er aftur augljóst að sama hverjir eru inn á vellinum, þá bara neitar Liverpool liðið að tapa!

 

 

Gangur leiksins – Fyrri hálfleikur

Klopp gerði tíu breytingar á byrjunarliðinu frá því um helgina og var nokkuð ljóst í upphafi leiks að þarna var lið sem hafði varla æft saman, hvað þá spilað saman. Sóknarlínan okkar virkaði ágætlega í byrjun en varnarlínan og miðjan tengdu bara engan vegin, hvort sem er milli línanna eða innan þeirra. Þegar varnarlína er að reyna að ná takti er ansi margt betra en að vera með úthvíldan og útúr-orkudrykkjaðan Jamie Vardy að herja á sig. Gamli refurinn lét ekki bjóða sér tvisvar að fara illa með okkar menn og þegar korter var liðið af leiknum var hann búin að skora tvisvar.

Okkar menn voru samt ekki á þeim buxunum að gefast upp. Þeir náðu upp ágætis pressu. Tsimikas rifjaði upp takta af leikvellinum þegar hann skallaði yfir varnarmann Leicester, á sjálfan sig og vippaði boltanum inn í teig. Þaðan var boltinn skallaður niður á Firmino sem hélt varnarmönnum Leicester frá honum og lagði upp fyrir Alex Oxlade-Chamberlain sem skoraði með einu af sínum þrumuskotum! 2-1 og líf komið í leikinn!

Því miður svöruðu Leicester fyrir sig þegar 10 voru eftir af hálfleiknum. Okkar menn misstu boltann ömurlega fyrir lappirnar á James Maddison sem fór illa með Chamberlain og hafði nægt pláss til að skjóta, sem hann jú gerði og skoraði. Eins og að fá tusku í andlitið fyrir okkar menn. Þeir héldu út fram að hálfleik án þess að fá fjórða markið á sig, sem er eiginlega hálf magnað.

Seinni hálfleikur.

Það var annað Liverpool lið sem mætti til liðs í seinni hálfleik. Klopp var staðráðinn í að nýta auka skiptingarnar í þessari keppni og inn á mættu Konate, Milner og Jota fyrir Billy the Kid, Conor Bradley og Tyler Morton. Engin þessara ungu manna verðu afskrifaður útaf þessum eina leik, óstöðuleiki er gjaldið sem lið greiða fyrir að gefa óreyndum mönnum séns. Enga síður var fullkomnlega skiljanlegt að þeir færu að velli og verður langur videófundur hjá þeim á morgun til að fara yfir hvað fór úrskeiðis í kvöld.

Með Konate í varnalínunni og Milner í sexunni komst allt önnur ró yfir vörn Liverpool. Ég hlakka til að sjá muninn á xG Leicester milli hálfleikja en ég neita að trúa að Refirnir hafi náð meira en þriðjungi af færum sínum í seinni hálfleik. Skiptingin sem breytti samt mestu kom þegar korter var liðið af seinni, þegar Naby Keita kom inn á í stað Jordan Henderson.  Naby minnti all hressilega á sig í þessum leik, var gjörsamlega útum allt í pressunni. Ef hann bara gæti náð að halda sér ómeiddum í heilt tímabil…

Eftir því sem leið á leikinn varð hann sífellt meiri einstefna og Diego Jota minnkaði muninn þegar tuttugu voru eftir af leiknum. Jota hóf hlaup að teignum og var alveg við það að missa boltann en Chemberlain náði að pota tánni í hann til að koma boltanum á Minamino. Japaninn knái sendi í boltann áfram með fyrstu snertingu á óvaldaðan Jota sem slúttaði fram hjá markmanninum! 3-2 og stúkan urraði liðið áfram.

Það þarf vart að taka fram að Leicester liðið tafði og tafði í seinni hálfleik (meira um það hér fyrir neðan). Dómarinn kaus að býða þangað til fimm mínútur voru eftir með að spjalda einn þeirra fyrir tafir. Hvort það hafi verið töfin sem lengdi leikinn um þessar gullnu þrjátíu sekúndur eða ekki veit engin, en þegar leikurinn var komin á sjöttu mínútu uppbótartíma sendi Milner háan og vongóðan bolta inn í teiginn. Leicester vörnin var alveg sprungin og skildi Minamino aleinan eftir, hann kassaði boltann niður og skoraði! 3-3 og okkar menn búnir að vinna sér inn séns á að vinna í vító! Sem þeir gerðu! Kelleher varði víti en Minamino skaut yfir úr fimmtu spyrnunni. Allt í lagi, tautaði velska undir og varði aftur og Diego Jota tryggði okkur farseðil í undan úrslit, þar sem Arsenal býður á Emirates.

Punktur eftir leik.

  • Það er eitt sem mig langar sérstaklega að nefna hér. Hvort sem það hefur verið einhver bylgja undanfarið, eða ég hef bara farið að taka meira eftir þessu, þá hefur verið mikið um að leikmenn geri sér upp meiðsli í leikjum sem ég hef horft á. Um miðjan seinni hálfleik sauð næstum uppúr þegar Albrighton virtist meiðast og leikmenn Liverpool (skiljanlega) héldu leik áfram. Það þarf að taka á þessu feik meiðslum einhvern vegin, því það mun koma að því að búið er að kalla úlfur úlfur of oft og einhver sem raunverulega þarf aðhlynningu fær hana ekki strax. Þetta á sérstaklega við um þegar menn halda um höfuðið til að stoppa sóknir anstæðinga. Auðvitað vilja leikmenn gera allt til að vinna en sumt verður að fá að vera heilagt.
  • Þetta var B-lið Liverpool. Það er komin alvöru breidd hér.
  • Konaté er mest spennandi ungi varnarmaður í heimi. Það er fáranlegt hversu góður hann er miðað við aldur.

Næst á dagskrá.

Uppáhald umferð Englendinga er umferðin á annan í jólum, sem er einmitt sú næsta. Lykilmenn okkar fengu hvíld í kvöld, sem betur fer því Leeds bíða á sunnudaginn og svo förum við í heimsókn til Leicester aftur tveim sólarhringjum seinna. Nóg að gera!

42 Comments

  1. Sælog blessuð.

    Ég gaspraði um það í leikhléi hér á þessum vettvangi að staðan væri alls ekki kol-svört. Réttar innáskiptingar myndu ríða baggamuninn. Það kom líka á daginn. Jota er enn ein glæsilega öskubuskusagan sem við horfum upp á hérna. Keita sýndi frábæra takta. Konate varð hjartað í vörninni og þeir komust ekki lengra með hann inn á.

    Minamino hafði hvað eftir annað fengið mig til að dæsa en svo skoraði þessi ljúflingur bara í blálokin.

    Og Kelleher sem maður var farinn að sjá enda á láni hjá neðrideildarliði m.v. frammistöðuna fyrsta kortérið – hann endaði sem ósungin hetja í blálokin.

    Það er taugatrekkjandi að halda með þessu ástkæra liði okkar. En mikið hrikalega getur það verið gaman!

    Nú er City dottið út og því raunhæfur möguleiki á dollu.

    12
  2. Minamino maður leiksins fyrir mér algjörlega frábær virkilega vanmetinn !
    stoðsending og mark getur maður beðið um meira?
    Kelleher var frábær í vítaspyrnunum!

    11
  3. Þvílík andskotans ausandi skemmtun!

    Og alltaf springur blaðran hjá Rodgers. Hvernig segir maður hubris á íslensku?

    6
    • hroki?
      Ofmetnaður?

      Hann amk byrjaði af krafti en við vorum veikir.
      Við enduðum af krafti en hann dró lappirnar.

      Af hverju tók Vardy annars ekki víti? Veit það einhver?

      3
      • Vardy var í einhverju “hamstring” veseni síðustu 30 mín en Brendan sagðist ekki getað tekið hann út af…

        2
  4. frábær skipting í hálfleik sem breytti leiknum.

    Keita kom líka sterkur inn.

    6
  5. Mikið væri það gott ef sumir af okkar stuðningsmönnum myndu bíða með að koma með athugasemdir þar til eftir leik til að þurfa ekki ekki að margéta sokkana sína í sama leiknum.

    11
  6. eru þessar endalausu leiktafir andstæðinga okkar að aukast svona rosalega, eða er ég að taka betur eftir þessu nú en áður?

    3
    • Enskir dómarar taka fáránlega seint og illa á þessu og andstæðingar Liverpool æra fljótt að þeir komast upp með þetta. Liverpool nota bene hefur fengið gult strax í bæði skipti sem liðið hefur tekið örlítið lengri tíma í fast leikatriði á þessu tímabili. Dómarinn í síðasta leik fór næstum úr lið hann var svo æstur að ná að spjalda Tsimikas.

      7
      • Dómarinn í kvöld var að standa sig mjög vel og eiginlega ekkert út á hann að setja. Ekkert VAR – það er kannski ekkert verra að sleppa þessu vídeó kjaftæði, því ekki finnst mér það hafa bætt dómgæslu að miklu marki.

        2
  7. Hvers vegna í andskotanum að láta Minamino taka víti? Ætla menn aldrei að læra? Ég veit að vísu að Klopp hefur verið mun styttra en ég í boltanum. En come on, why?

    5
    • Það gæti nú verið að Minamino hafi verið búinn að vinna fyrir því að taka vítið, gæjinn var með bæði mark og stoðsendingu í leiknum.

      3
    • Kominn nýr Dude hérna á spjallið? Maður þarf kannski að fara að finna sér nýtt nafn.

      1
  8. Sælir félagar

    Ég sá ekki nema síðasta kortetið af leiknum og svo vítakeppnina. Mér fannst varalið Liverpool yfirspila þetta bláa Leicester lið. þann tíma sem ég sá af leiknum. það er meira en þónokkuð verð ég að segja. Liverpool maskínan er öflugri en flestar þó hún gangi ekki á öllum. Gott mál

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  9. Gjörsamlega galið léleg úrslit hjá úthvíldu aðalliði Leicester. Alveg magnað hversu margir af þeirra lykilmönnum voru klárir í kvöld í ómerkilegan deildarbikarleik m.v. að félagið boðaði Covid outbreak fyrir tæplega viku síðan.

    Hvað Liverpool varðar var þetta mjög gott kvöld, flestir þeirra sem spiluðu leikinn þurfa nauðsynlega mínútur og þetta var svo sannarlega góð æfing fyrir nokkra og mjög góð leikreynsla ungu leikmennina. Líka þá sem fóru útaf í hálfleik, læra meira í svona leik fyrir framan 55.þúsund mans heldur en á 20 æfingum í Kirkby

    Billy The Kid Koumetio er augljóslega ekki tilbúinn sem eðlilegt er enda aðeins 18 ára. Svona strákur ættu að vera brjóta sér leið inn í Liverpool liðið svona 24-27 ára eða eftir 6-9 ár! Rosalegt efni engu að síður og gæti orðið alvöru skrokkur eftir 2-3 ár.

    Tyler Morton og Conor Bradley hafa líklega báðir gæðin til að verða alvöru leikmenn en vantar klárlega 1-3 ár líkamlega. Trent var líka helvíti renglulegur 18-19 ára. Gott innlegg á reynslubankann í kvöld. Sömuleiðis fyrir Owen Beck sem var fínn í þessar 15-20 sem hann spilaði.

    Þeir sem komu inná hjá Liverpool í kvöld voru hinsvegar ekki bara betri en pjakkarnir heldur algjörlega frábærir í leiknum.
    Konate var eins og Gandálfur þegar hann var upp á sitt besta gegn Ballroq, lokaði bara sjoppunni þangað til Leicester menn hættu nánast að reyna. Þetta er eins og Ingimar segir efnilegasti varnarmaður í heimi, Baby Van Dijk er fullkomið viðurnefni.

    Jota er bara á hraðri leið með að verða ein bestu ef ekki bestu leikmannakaup Edwards tímans hjá Liverpool. Hann er 25 ára og hefur alla burði til að skila Salah tölum í markaskorun á næstu árum. Alvöru needle líka að Portúgala sið, skemmtilegra að hafa þessi gerpi með okkur í liði en á móti.

    Naby Keita var svo geggjaður eftir að hann kom inná fyrir Henderson, taka 798, en guð minn góður hvað hann þarf að halda sér heill næstu mánuði.

    Minamino fékk 90 mínútur og skoraði enn eitt markið sem er ekkert nema jákvætt, geggjað líka að taka eitt í uppbótartíma sem var 100% í boði Leicester. Hann átti með því innistæðu fyrir vítaklúðrinu.

    Kelleher er alvöru góður markmaður þó hann hefði mögulega mátt gera betur í marki Maddison. Of góður til að taka mörg ár sem varamarkmaður Alisson en er á meðan er.

    Janúar sóknarlínan Minamino – Firmino – Jota leit ágætlega út í sinni generalprufu í seinni hálfleik og vonandi verður Origi klár með þeim í back up.

    Liðið ætti eftir þetta að vera ágætlega tilbúið fyrir Leeds liðið. Vonandi verða Van Dijk, Fabinho og Jones lausir úr Covid fyrir þann leik og jafnvel í hóp en staðan á liðiðinu er þannig að líklega þurfa þeir ekki endilega að byrja þann leik. Liðið gæti verið eitthvað á þessa leið þrátt fyrir þeirra fjarveru:

    Alisson
    Trent – Konate – Matip – Tsimikas
    Milner – Henderson – Keita
    Salah – Jota – Mané

    Ox tók 90 mínútur í kvöld og þess vegna efast ég um að hann hefji leik gegn Leeds, Milner á líka það lið.

    Hlakka síður en svo til tveggja leikja í janúar en vonandi verður liðið áfram einhvernvegin á þessum nótum.

    20
  10. Atriði kvöldsins var þegar Keita klobbaði Maddison svona taktar eins og maður sá Messi gera þegar hann var bestur í heimi fyrir nokkrum árum síðan.

    Gleðileg Rauð Jól !
    YNWA.

    6
  11. Geggjaður sigur hjá okkar breiddarlausa liði… NOT! Vinnum þessa dollu og eina til tvær í viðbót. Erum með svo fáránlegan flottan hóp af liði sem Klopp hefur smíðað. Ég dýrka það þegar ungu strákarnir gera þetta svona og það synir okkur hversu vel þjálfaðir þeir eru.

    8
  12. Ég borðaði heila þvottavél af sokkum í morgun. Skiptingar í hálfleik voru það sem skipti máli. Ótrúlegt !

    5
    • Þegar maður þarf að borða sokk…þá á að gera það með táfýlu og tilheyrandi 🙂
      Svindl að borða úr þvottavélinni, svipað og að borða saltfisk í stað skötu á þorlák!!!

      10
  13. Þessi leikur var athyglisverður að mörgu leiti. Klopp stillir upp liði í byrjun sem á varla á ,,venjulegum” degi að standa í sterku liði í efri hluta deildarinnar. Síðan er eins og hann hafi hugsað í hálfleik að getumunurinn hafi ekki verið það mikill að góðar skiptingar gætu gert gæfumuninn. Kannski hefur Klopp líka allt í einu langað að komast lengra í þessari keppni sem hann hefur nú svosem ekki gefið mikið fyrir. Inná skiptingar með Konate, Milner og Jota sem eru nú ekki neinir smáspaðar og tala nú ekki þegar Keita kemur inná alveg 100% klár. Ef þetta hefur verið planið hjá Klopp þá gekk það algjörlega upp. Klopp fær 9,5 fyrir þetta leikplan.

    10
  14. Búið að fresta leiknum við Leeds á sunnudaginn, annan í jólum. Alltof mikið Covid þar á bæ.

    1
  15. Ég sá í þessum leik hvað Keita er frábær leikmaður og vonandi helst hann heill út tímabilið. Gleðileg jól kæru félagar og svo þakka ég fyrir öll hlaðvörpin.

    6
  16. Búið að fresta leik Liverpool á sunnudaginn. þeir fá allavega meiri hvíld fyrir leikinn á þriðjudag? það slæma er maður fær ekki að sjá Liverpool um helgina en maður lifir þetta af.

    5
  17. Fínt að þetta verði frestað. Minni hætta á meiðslum og vonandi fáum við flesta til baka fyrir næsta slag.

    1
  18. Það þýðir þá að Robbo verður ennþá í banni þegar við spilum við Chelsea

  19. Sælir félagar. Missti af fyrri hálfleik því ég var að spila handbolta í Mosfellsbæ. Náði síðasta hálftímanum á sportbarnum Ölver í Glæsibæ þar sem ég sturtaði í mig bjór og tók nokkur skot líka.
    Kemur ekki á óvart að Mækarinn hafi spáð að þessi leikur færi í vítaspyrnukeppni enda hefur hann eigilega alltaf rétt fyrir sér.
    Ég er alfarið á móti því að sleppa framlengingu í bikarleikjum. Ef að enn er jafnt eftir framlengingu á að endurtaka leikinn.
    Gomez og guttinn sem voru í vörninni gjörsamlega týndir þar til Konaté kom inná og bjargaði oft mjög vel eftir aulagang Gomez
    YNWA

    3
    • Þú horfir bara á seinni hálfleik en ert að leikgreina fyrri hálffleik.

      Gomez var góður í seinni hálfleik og bjarganir Konate komu eftir ágengar sóknir Leicester, líklega voru bjórinn og skotin að hafa áhrif á það sem þú varst að horfa.

      Er svona gaman að hata Gomez? Þú hefur drullað yfir hann á þessu spjalli eftir alla leiki sem hann hefur spilað á þessu tímabili.

      Þú ert væntanlega sá eini sem vilt framlengingu og annan leik í miðri jólatörninni.

      hver er mækarinn?

      2
    • einu mistök Gomez í seinni hálfleik er töpuð tækling á vallarhelmingi andstæðinganna, sem kom eftir hryllinlega þversendingu Ox. Það voru þó Milner og Kelleher sem björguðu þar, en ekki Konate.

      Svo þessi fullyrðing að Konate hafi bjargað oft mjög vel eftir aulagang Gomez er einungis eitthvað sem þú hefur ímyndað þér.

  20. City eru því miður fáránlega góðir. Liðin eru líka búin að gefast upp þegar leikurinn byrjar.

    3
    • Já, þeir eru það. Það væri forvitnilegt að sjá hvernig liðið okkar væri undir stjórn Klopps ef vasarnir væru botnlausir eins og þeir virðast vera hjá shitty.

      1

Byrjunarliðið klárt gegn Leicester, Firmino byrjar

Leicester á þriðjudagskvöld