Gullkastið – Mótvindur um jólin

Óhjákvæmileg dómaraumræða eftir torsótt stig í London, sigur á ríkasta liði sögunnar í miðri viku og gríðarlega krefjandi jólatörn framundan og allt vaðandi í Covid. Þétt dagskrá í síðasta þætti fyrir jól.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 361

10 Comments

  1. Getur verið að sama skítseiði hafi verið í VAR herberginu um helgina og var með leikinn á Goodison Park í fyrra þegar Pickford fékk óáreittur að fremja líkamsárás?

    2
    • Það var reyndar Coote sem var í VAR þá og M.Oliver var dómari leiksins en hann viðurkenndi mistök á sínum tíma.
      Breytir því samt ekki að núna eru fyrrum dómarar eins og Clattenburg og fleiri að urða yfir þessa 2 fáraða sem voru í síðasta leik ég nenni ekki einu sinni að nefna þá á nafn þeir eiga vera sektaðir fyrir þetta og taka ábyrgð.

      3
  2. Sælir félagar

    Takk fyrir þáttinn. Hvernig er það, er LFC ekkert að skoða leikmannamarkaðinn frekar en venjulega? Við munum hvernig fór á síðasta tímabili þegar engir sem náðu máli komu inn í liðið og spilað var með miðjumenn í vörninni og kjúklinga á miðjunni. Geta menn ekkert lært?

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
    • Klopp var nú spurður nýlega hvort Liverpool myndi íhuga að kaupa óbólusetta leikmenn í janúar, og hann gat ekki svarað því strax af því að hann var bara ekkert að íhuga að kaupa leikmenn yfirhöfuð!

      1
    • 2
      “Við munum hvernig fór á síðasta tímabili þegar engir sem náðu máli komu inn í liðið”

      “Geta menn ekkert lært?”

      Minni þig á að Diogo Jota og Thiago komu inn í liðið í fyrra.

      Enn og aftur gleymir þú að skrúfa á þig hausinn áður en þú sest við lyklaborðið og því spyr ég þig SigKarl hvort þú getir ekkert lært?

      1
      • Sælir félagar

        Ég man að fyrir tveimur til þremur árum var maður nokkur, Hörður hét hann, sem aldrei sleppti tækifæri til að skíta í það sem ég skrifaði og vera með um leið persónulegt skítkast í minn garð. Ég þekkti manninn ekkert (sem betur fer) og vissi í raun ekkert hvað honum gekk til. Eftir að allmargir höfðu gert athugasemdir við framgangsmáta hans í minn garð hvarf hann af ritvellinum og var ég ekki var við að nokkur saknaði hans.

        Nú er annar uppi með svipaðapólitík í minn garð. Sá heitir að því er virðist BIrgir. Aumingja maðurinn, barnið, drengurinn eða hvað sem þetta fyrirbrigði er setur sig aldrei úr færi til að hjakka á því sem ég segi hér og helst að hnýta við það persónulegum skætingi. Því vil ég gera það ljóst að hvað sem vesalingur þessi segir til mín eða um mín skrif þá mun ég láta sem það hafi aldrei verið skrifað enda flest þess eðlis að það er ekki svaravert.

        Það er nú þannig

        YNWA

        10
  3. Ætlar FSG og Klopp virkilega ekki að bæta við leikmönnum í janúar ? Salah, Mane og Keita fara og nú Er Origi meiddur líka. Ég spái því að janúar verði mánuðurinn sem LFC stimplar sig út úr titilbaráttunni. Það er bara alltof lítil breidd hjá okkur til þess að takast á við bæði covid og að missa svo þessa leikmenn í Afríkukeppnina.
    Læra menn virkilega ekkert af reynslunni ?

    2
  4. Covid smit í hópnum og sú staðreynd að Liverpool fær ekkert break þrátt fyrir það setur mögulega strik í reikninginn. Persónulega er ég ekkert minna smeykur við næstu þrjá leiki en þessa 3-5 sem liðið spilar án strákanna frá Afríku.

    Ástæðan fyrir því að Liverpool er ekki að fara kaupa sóknarmann í janúar til að fylla skarð Salah, Mané og Keita er sú að félagið er miklu betur rekið en svo. Auðvitað er ekki útlilokað að liðið kaupi leikmann í janúarglugganum en það er mjög ólíklegt og ennþá ólíklegra að sá leikmaður kæmi beint inn í byrjunarliðið. Nýr leikmaður í janúar væri mun líklegri til að koma inn í liðið af alvöru næsta haust hvort eð er.

    Liverpool á eins og leikjaplanið er tvo leiki í deildinni sem þeir missa af, Brentford heima 15. janúar og svo Palace úti 23.janúar (mögulega hefur einhver af þeim skilað sér heim þá). Frá 23.janúar til 10.febrúar er vetrarfrí hjá Liverpool í deildinni.

    Að auki á Liverpool bikarleik gegn Shrewsbury sem enginn af þeim hefði snert með priki og mögulega bætast við fullkomlega fáránlegir leikir í undanúrslitum deildarbikarsins sem þeir hefðu (vonandi) ekki komið nálægt heldur.

    Þannig að þetta snýst um tvo leiki og hópur Liverpool er nógu stór til að eiga að ráða við það.

    Það þarf hinsvegar kraftaverk til að hópurinn komi stóráfallalaust út úr þessu sturlaða prógrammi sem liðið er í núna.

    3
    • Takk fyrir þetta Einar, Fín og snögg yfirferð yfir stöðuna

      Það er nú þannig

      1
  5. Birgir
    Get ekki orða bundist. Þetta heitir að kasta bjargi úr glerhúsi
    Kv

Tottenham 2-2 Liverpool

Upphitun: Leicester á Anfield í Carabao Cup