Tottenham 2-2 Liverpool

Það var nú alveg úr mörgu að taka þegar Liverpool heimsótti Tottenham í dag en fjölmargir lykilmenn voru frá vegna Covid smita og Tottenham að spila sinn fyrsta leik í eitthvað hátt í tvær vikur vegna svipaðra mála. Liverpool var án Virgil van Dijk, Fabinho, Henderson og Thiago svo það vantaði töluvert í hryggsúluna á liðinu og Tyler Morton byrjaði sinn fyrsta deildarleik.

Þetta var mjög áhugaverður leikur í sjálfu sér og byrjaði strax með miklum látum. Bæði lið gerðu sig líkleg snemma leiks en það voru heimamenn í Tottenham sem komust yfir á 13. mínútu þegar Harry Kane ákvað loksins að skora aftur deildarmark eftir ansi slaka leiktíð hjá honum en Liverpool gerðu sig sekir um ansi mörg og klaufaleg mistök í aðdraganda marksins og Tottenham refsaði.

Skömmu síðar kom svo fyrsta af mörgum ansi áhugaverðum ákvörðunum hins slaka dómara, Paul Tierney, þegar Harry Kane straujaði Andy Robertson. Hann kemur alltof seint í tæklinguna og fer með sólann í legginn á Robertson sem var í sjálfu sér bara mjög heppinn að hafa tekist að hoppa aðeins upp því annars hefðum við getað verið að horfa upp á fótbrot. Tierney sá sig knúinn þarna til að setja tóninn fyrir leikinn og gaf Kane bara gult spjald sem er í raun alveg ótrúlegt. Ekkert var gert í VAR og þetta afgreitt á núll einni og Kane eflaust bara heppinn að það hafi ekki verið almennilegur dómari á flautunni í dag.

Eftir þetta skiptust liðin á færum, Liverpool tók aðeins betri tök á leiknum eftir þetta atvik og voru ógnandi en Tottenham náðu fínum færum með skyndisóknumm á móti. Á 35. mínútu náði Liverpool loksins að jafna metin þegar fyrirgjöf Andy Robertson rataði á kollinn á Diogo Jota sem skoraði enn eitt skallamarkið sitt á leiktíðinni. Skömmu síðar komst Jota í skotfæri en varnarmaður Tottenham keyrir harkalega í bakið á honum og hendir honum í jörðina, í raun klárt víti en umræddur Tierney sá nú ekkert að þessu – sem kemur nú í sjálfu sér ekkert á óvart. Ekkert nennti VAR að skoða þetta frekar en atvikið með Kane svo ekkert breyttist. Klopp var brjálaður og uppskar gult spjald frá erkióvini sínum Tierney.

Andy Robertson stangaði svo inn fyrirgjöf frá Trent Alexander Arnold á 69. mínútu og dómarateymið og VAR herbergið reyndi í þrjár mínútur að finna eitthvað til að taka markið af. Tottenham vildu fá víti á hinum enda vallarins fyrir atvikið, þeir skoðuðu hendi á Salah og eflaust rangstæðu líka. Þeir reyndu að minnsta kosti að finna eitthvað.

Alisson, sem hafði verið alveg geggjaður í leiknum átti svo skelfileg mistök þegar hann klikkaði á úthlaupi sínu og Son jafnaði metin fyrir Tottenham nokkrum mínútum eftir að Liverpool komst yfir. Rosalega fúlt og nokkrum mínútum eftir það þá sparkar Andy Robertson harkalega í leikmann Tottenham við endalínuna og hinn arfaslaki Paul Tierney gefur honum gult spjald – annað skiptið í leiknum sem hann gefur gult spjald á brot sem er klárt rautt spjald. Í þetta skiptið þá virkaði greinilega skjárinn í VAR herberginu og þeir senda hann í að horfa á brotið aftur og hann breytir gula spjaldinu í rautt spjald. Í raun fáranlegt í ljósi þess að það var ekki gert í broti Kane í upphafi leiks.

Í kjölfarið fjaraði leikurinn svolítið út, nokkur svona semi hálf færi hér og þar en ekkert sem manni fannst mark liggja í loftinu. Klopp var mjög fúll eftir leik og gekk upp að hinum slaka Tierney og lét hann heyra það og spyr af hverju hann sé eini dómarinn sem virðist hafa eitthvað agenda gegn honum. Flott hjá Klopp að láta hann heyra það enda dæmdi hann þennan leik alveg hrikalega illa og mörg stór atriði sem voru í engu samræmi við einhverja línu sem hann þóttist hafa í leiknum og tvö risa stór atriði sem honum langaði bara ekkert til að dæma rétt og Liverpool í hag.

Að leik Liverpool þá var hann nú ekkert endilega sá besti sem við höfum séð í góðan tíma. Miðjan bar þess merki að þeir þrír sem voru þar hafa ekki spilað mikið saman og hún var mjög óbalanceruð. Þeir voru að klúðra sendingum, klappa bolta aðeins of mikið og virtust ekki alveg með það á hreinu hver átti að vera hvar.

Trent hefur átt marga betri leiki en þennan og Robertson var fínn en átti heimskulegt óþarfa brot sem honum var refsað fyrir og algjör óþarfi að gera það eftir leikinn sem hann var búinn að eiga, það var fúlt að sjá hann gera þetta. Jota var fínn og Mane var líflegur en Salah átt marga betri leiki en þennan. Matip og Konate voru fínir en hefðu getað gert betur í fyrsta markinu og Konate fannst mér alveg sérstaklega góður í dag. Alisson var geggjaður og bjargaði ansi mörgum skyndisóknum með frábærum vörslum en skeit svo all svakalega í heyið í öðru marki Tottenham með ansi lélegu úthlaupi.

Annars veit maður ekki hvað maður á að segja, lykilmenn hafa hrunið í veikindi og Covid undanfarna daga svo það sást nú alveg á miðjunni í dag. Kannski í raun alveg ágætt að ná þessu jafntefli í dag miðað við stöðuna á liðunum og því sem dómari leiksins ákvað að klúðra en nú er komið óþarfa bil í Man City á toppnum og virðist allt vera að falla með þeim þessa dagana. Verður leikur í næstu umferð eða ekki? Nær Liverpool í lið fyrir næsta leik? Er enski boltinn á leið í pásu?

Maður veit ekkert hvað er að fara að gerast eða hvort og hverju maður má búast við í þessum bolta, vonandi kemur leikur í næstu umferð þar sem Liverpool mun ná að snúa þessu við og svara á jákvæðan hátt.

42 Comments

  1. Frábær leikur. Mikil skemmtun. Mistök hjá Allison en líka margar magnaðar vörslur. Áfram gakk. Gott stig.

    8
  2. ,,Sæl” og blessuð.

    Ég er svekktur og súr yfir þessu – væntanlega eins og fleiri.

    Þrennt kom í veg fyrir að Kane yrði réttilega rekinn út af: 1) Enskt darling 2) Á heimavelli 3) snemma leiks.

    Annars nenni ég ekki að ræða þetta meira. 10 ára sonur minn greindi leikinn með þessum orðum: ,,Við vorum 10 á móti 12″

    16
  3. Sorgleg dómgæsla í annars fjörugum leik og skemmtilegum.
    Alisson gerði slæm mistök í seinna marki Tottenham.
    Kane átti að fá rautt og Jota átti að fá víti en svona er þetta.
    Jota var annars minn maður í dag frábær í alla staði.

    7
  4. Frabær leikur. Gula spjaldið á Robertson hefði átt að standa í ljósi alls.

    En mikið óskaplega fékk Tottenham mörg góð færi til að skora. Ótrúlegt þeir hafi ekki skorað fleiri mörk. Dómarinn fær alla athygli en vörn/varnarleikur Liverpool var í algjöru rugli í þessum leik.

    Vont að missa van Dijk, Fabinho og Henderson.

    3
  5. Er það bara eg eða er VAR eitthvað litið notað LFC i hag í undanförnum leikjum

    17
  6. Sælir félagar

    Þær óskir sem ég á til handa Paul Tierney eru ekki prenthæfar en orðum það svo að fjölskylda hans sem er búin að fá nóg af þessu skítseiði yrði mjög hamingjusöm ef þær gengju eftir. Hvað leikinn varðar þá var þetta varalið Liverpool klassa betra en ótríúeg varanarmistök urðu liðinu að falli. Alisson verður ekki sakaður um að tapa þessum leik en anzi hefi verið gaman ef hann hefði hitt boltan þarna . . . í restina. Mo Salah var í þriggja manna gjörgæslu allan leikinn og maður hefði haldið að það ætti að duga Mané og Jota til að setja 2 til 3 mörk. En því miður – Mané ???

    Keita er svo linur að annað eins hefur ekki sézt í efstu deild á Englandi. Gaf markið sem Kane skoraði með klárum vesaldómi á miðjunni þar sem hann gaf boltann eftir mótspyrnulaust. Skelfilegt að maður hafi verið farinn að öskra á Ox inná fyrir Keita sem sem átti algran “down” leik um daginn. Niðurstaða þessa leiks vonbrigði svo ekki sé meira sagt að ég hefði skipt Keita utaf í stað Morton sem var búinn að vera góður. Sem sagt við verðum að vinna rest og þar með M.City á þeirra heimavelli ef við eigum að landa titlinum á þessari leitíð.

    Það er nú þannig

    YNWA

    7
    • Djöfull var þetta illa dæmt hjá Tierney. Hann gaf TÍU spjöld, en tókst samt að sleppa augljósu rauðu á Kane og augljósu víti fyrir Liverpool. Bú á ensku dómarastéttina eins og hún leggur sig!

      9
  7. Ásættanleg niðurstaða miðað við skörðin sem höggvin hafa verið í liðið í vikunni. Leikurinn aðeins of stór fyrir Morton að mínu mati og miðjan augljóslega veiki hlekkurinn enda þrír bestu fjarverandi. Munum samt að við erum bara 3 stigum frá City og þeir eiga eftir að misstíga sig, t.d. gegn þessu Tottenham-liði sem er að sækja í sig veðrið.

    Ég veit að það eru að koma jól en mikið óskaplega er Harry Kane leiðinlegur leikmaður. Átti aldrei að hanga inn á eftir brotið á Robertson.

    7
    • Man Cyti er nú þegar búið að misstíga sig gegn TOT og töpuðu meira segja leiknum.

      YNWA.

      6
    • já, hann er mjög leiðinlegur leikmaður. Hélt líka að hann væri í verkfalli 🙂

      2
  8. Ég er á því að dómgæslan hafi ekki verið góð … en Liverpool er betra lið en svo að fela sig á bak við það. Tapið var ekki rauða spjaldi Robbo að kenna. Tapið var samansafn af atriðum sem mér finnst að liðið hefði átt að geta gert betur í. Salah t.d. var slappur. Innkoma Firmino gerði ekki mikið. Allison má eiga sinn hlut í tapinu auðvitað en hann átti líka flottar markvörslur. Tottenham fékk slatta af tækifærum til að skora fleiri mörk og gerði það ekki. Ég er virkilega spældur yfir jafnteflinu, en tel þetta vera gott stig á útivelli gegn “fersku” liði þar sem okkar liðsmenn voru ekki upp á sitt besta. Jafnvel þótt City sé á þvílíku run-i núna, þá eiga þeir eftir að missa stig og það munar ekki nema þremur stigum núna.

    Onward we go … og auðvitað YNWA!

    5
    • Allison á sinn hlut í jafnteflinu meinti ég … en auðvitað er ég þenkjandi þannig að um töpuð stig hafi verið að ræða (kann ekki að leiðrétta, set þetta því inn hér 😉 )

      1
  9. Þetta var ömuuurlegur leikur.. er þetta að stefna í síðasta tímabil???

  10. Það versta við þennan leik það er að Klopp fær nú alveg örugglega bann frá FA eftir viðtalið eftir leik því hann sagði nú bara sannleikann og það hefur aldrei verið vinsælt hjá dómurum

    3
    • Málið er það gagnast ekkert að tuða eftir leik. Á meðan á leik stendur klárlega og í hálfleik pottþétt. Chelsea undir Mourinho til dæmis unnu leiki þannig.

      En eftir leik? Nei.

      3
      • Alveg sammála því en það er algerlega ótrúlegt að horfa uppá það að í öllum stóru deildunum þá hefur domgæslan orðið miklu jafnari sem sagt að sama brot í þessari viku var líka brot í síðustu viku eftir VAR en á Englandi þurfa domarafiflin alltaf að vera í aðalhlutverki eins og þeir keppist um hvaða dómari á eftirminnilegasta leikinn á tímabilinu. Bestu dómarar í Heimi eru dómarar sem enginn tekur eftir því þeir dæma vel og halda linu í gegnum leikina.

        4
  11. Klopp eftir leik við dómarann “ I have no problems with referees, only you “ hann talar bara beint frá hjartanu og þess vegna elskum við hann! þvílíkur maður Klopp þú ert svo mannlegur að hálfa væri hellingur.

    YNWA.

    4
  12. Finnst fólki líklegt að AFCON verði haldið til streitu miðað við núverandi Covid ástand? Ég sé varla að ensku deildinni verði haldið áfram á næstunni, hvað þá Afríkukeppninni.

  13. Ég styð Klopp 110% í því sem hann sagði við dómarann eftir leikinn. Það var svo augljóst hversu hallaði á okkar lið í þessum leik. Dómarinn þorði ekki að reka prímadonnuna út af og að dæma ekki víti þegar Jota er keyrðu niður er bara brandari en samt lélegur sem slíkur. Vonandi verður þetta blásið af núna vegna Covid! Megum ekki við fleirum svona bullleikjum með hálfan mannskap.

    10
  14. Hrikalega pirrandi tvö töpuð stig en á móti ágætt stig miðað við fáránlegt mótlæti bæði fyrir leik og í leiknum sjálfum. Ekki nóg með það að vera án fimm miðjumanna sem flestir eru á undan þeim sem spiluðu í goggunarröðinni og Van Dijk þá kom Spurs úthvílt til leiks. Vandræðalegt fyrir þá að fá ekki meira út úr þessum leik.

    Það þarf í alvöru að koma einhver haldbær skýring frá dómarasamtökunum á Englandi afhverju Harry Kane atvikið eða vítið á Jota er ekki skoðað í VAR. Tækling Andy Robertson er alveg hægt að stimpla sem rautt spjald en svona er oftast bara gult og þetta var mun hættuminna en tækling Kane. Samræmið er bara ekki ásættanlegt og ljóst að dómarar á Englandi eru allt of lélegir og litaðir með samlöndum sínum. Skýring dómara á því afhverju hann dæmdi ekki víti ætti að vera verðlauna með löngu fríi frá þessu leveli í dómgæslu, gaurinn veit ekki neitt.

    Ofan á það fékk Liverpool t.a.m. gult fyrir leiktöf sem er magnað eftir allt sem við höfum séð á þessu tímabili. Fimm gul og eitt rautt í þessum leik.

    Klopp hefði satt að segja mátt drulla mun meira yfir bæði dómarann og fíflið í Stockley Park

    17
  15. Sæl og blessuð.

    Aðeins meira… ,,við þurfum að ræða um …” Keita.

    Einhverjir hér að ofan amast yfir frammistöðu hans. Mögulega er þetta Kariusar-syndrómið, afburðaleikmaður úr þýsku deildinni er fenginn ,,no matter what” inn í liðið en svo verður sá fyrir alvarlegum meiðslum (handleggsbrotnaði Karius ekki skömmu eftir að hann var keyptur?) og mojoið hverfur eins og dögg fyrir sólu.

    Það er vandséð miðað við frammistöðu hingað til, hvers vegna Klopp telur Keita hafa þetta element sem hann byggir liðið á. Hann er enginn pressukarl, hann er flinkur og greindur, útsjónarsamur og á margan hátt snjall, en þegar hann mætir mótlæti t.d. harðri tæklingu þá lyppast hann niður. Eljan sem við sjáum í bakvörðunum (nú síðst Tsimikas) er víðsfjarri. Það sást vel í fyrra markinu. Sendingin var vissulega of laus en í stað þess að keyra á hana (eins og Hendo/Gini ofl. hefðu garanterað gert) þá hikaði hann og þetta reyndist upphafið að sókninni sem skilaði þeim marki.

    Það er umhugsunarefni af hverju Chambo fékk ekki að spila – e.t.v. er hann enn of mikið wildcard – en hann er amk tilbúinn að fórna sér og hlaupa eins og óður og vill augljóslega vera þessi leikmaður sem þjálfarinn byggir liðið sitt á.

    5
  16. Sælir félagar

    Fullkomlega sammála þér Lúðvík. Ég sem vildi fá Keita inn í þennan leik frekar en Uxan var farinn að öskra eftir Uxanum fyrir hann. Keita er mikil vonbrigði og aumingjaháttur hans var upphafið að fyrra marki T’ham.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  17. Ég sem hélt að VAR væri að batna eitthvað. Þvílíkt rusl að hafa þennan s flautunni og svo Kavanagh í VAR herberginu, þà kemur út svona drasl dómgæsla. Ég hef ekki séð annað eins lengi.
    Það er varla hægt að vinna leiki á móti svona viðbjóðslega lèlegu dómarateymi. Annars vona ég bara að deildin verði blásin af fram í janúar. Það er mjög undarlegt samt að í öðrum deildum er yfir 95% leikmanna bôlusettir, en bara ca 65% í EPL.

    1
  18. Slök dómgæsla einkenndi alla leiki helgarinnar, spurning hvað er í gangi hjá ensku dómurunum?
    Eru menn ekki almennt sammála um að dómgæslan hafi versnað í PL?
    Við höfum svo sem áður séð það gerast, að menn fá öðruvísi meðferð til dæmis af því að þeir eru fyrirliðar í enska landsliðinu. En fyrr má nú aldeilis vera, þetta var aðeins of augljóst.

    3
    • Harry Dífa hefur alltaf fengið sér meðferð hjá dómara dótinu þarna í ensku ef þið finnið videó af honum þegar hann hefur fengið víti þá bara góða skemmtun ég fullyrði það að þau eru öll grín miðað við þau augljósu víti sem Mané; Robbo áttu að fá á móti Wolfs og hvað þá Joda í þessum leik úff hvað þessir gaurar eru að trufla geðheilsuna hjá manni uss.

      YNWA.

      2
  19. Paul Tierney spjaldar Liverpool þrisvar sinnum meira en aðrir dómarar!

    Ged Rea tvítaði í morgun: „LFC have been issued with 27 yellow cards and one red. 11 of those yellows and the red have been issued in 3 games by Paul Tierney.”

    Semsagt = 28 spjöld í 20 leikjum gerir að meðaltali 1.4 í leik. En þar af 12 spjöld í 3 leikjum hjá Tierney gerir að meðaltali FJÖGUR spjöld í leik!

    Sjálfsagt gerir enska dómarasambandið nákvæmlega núll komma ekki neitt við þessa tölfræði en Tierney á augljóslega ekkert erindi í úrvalsdeildina. Hann hefur enga stjórn á leikjum.

    4
    • Önnur hver frétt sem maður les eftir þennan leik er hversu mikið dómarinn skeit upp á hnakka og hversu tilgangslaust Var er ef það er ekkert samræmi i gangi.

      Stórlega efast um að hann dæmi aftur hjá Liverpool á þessu tímabili en guð hjálpi þeim leikmanni sem nær ekki að hoppa upp úr næstu ” ég náði boltanum… ” Kane tæklingu.

      Liverpool menn þurfa samt að læra að henda sér niður og krydda meiðsli, leiðinlegt að segja það en ef Robertson hefði hagað sér eins og hann væri brotinn þá verður VAR að skoða brotið og því oftar sem það er endursýnt og lengra líður því verr kemur þetta út fyrir dómarana.

      Það voru nokkrir Tottenham fans sitjandi rétt hjá mér og eftir fyrstu endursýningu heyrðist djöfull þetta er rautt spjald, frá þeirra borði.

      Annars var þessi leikur fínasta skemmtun og svona leikir sýnir manni bara hversu stórt Liverpool hjarta maður hefur.

      4
  20. Naby Keita er í mínum augum algjör ráðgáta. Vorum við fyrst orðaðir við hann sumarið 2017. Honum var lýst sem “box to box” leikmanni. Leipzig vildi ekki missa hann en hann vildi koma strax. Hann var svo óánægður með þetta að hann straujaði einhvern leikmann Leipzig á æfingu þarna um sumarið.

    Klopp var svo æstur að fá hann að vildi borga einhverjar auka 10 milljónir EUR ef hann kæmi í jan 2018. Svo kemur hann í sumarglugganum 2018 og fer beint í byrjunarliðið. Bæði Robertsson og Fabinho þurftu að hann fyrir því að komast í liðið en ekki hann.

    Svo heyrir maður að hann sé algjörlega mállaus og tali enga ensku. Body language hjá honum er ekki gott og mér finnst vonleysið skína af honum. Hann getur ekki pressað, hefur engan líkamsstyrk, kann ekki að tækla og getur aðeins sent boltann til hliðar.

    Þessi maður er búinn að vera hjá Liverpool í 3,5 ár og ennþá eru menn að bíða eftir því að hann springi út. Hvað sér Klopp við þennan mann ? Er ástæðan sú að hann sótti fast að fá hann ? Ef Klopp hefði “erft” hann frá Rodgers væri hann löngu farinn.

    6
    • Nákvæmlega. Hef furðað mig á Keita frá því hann hóf að spila fyrir liðið – ekki síst í ljósi þess hversu gríðarlega ákafur Klopp var að fá hann – en fékk lengi vel skammir fyrir frá kommentaskríbentum hér.

      Hann er einmitt ágætur leikmaður og gæti virkað vel í einhverjum liðum – t.d. tottenham sem stílar á skyndisóknir (klókur í sendingum..?) en hann er enginn gegen-pressari og þar af leiðandi skilur maður ekki hæpið.

      4
  21. Það verður að viðurkennast að úr því sem komið var megum við þakka fyrir stigið sem þó náðist. Alison átti nokkrar magnaðar vörslur sem héldu okkur inni í þessum leik og svo auðvitað þurfti hann að misstíga sig í eitt skipti sem kostaði okkur sigurinn. Baráttan í þessum leik tapaðist á miðjunni, Keita fulllinur fyrir minn smekk og Morton auðvitað kornungur að byrja sinn fyrsta leik í deildinni og virkaði óöruggur eðlilega. Ég tek þessu stigi kannski ekki fagnandi en sætti mig við það og nú er bara áfram gakk. Komið með næsta lið og sjáum hverju fram vindur. Ég verð að segja að Mancity líta ógnvænlega vel út þessa dagana og vonandi að okkar menn nái að hanga í skottinu á þeim og kannski endar þetta í nánast hreinum úrslitaleik gegn þeim en sjáum hvað setur. 2.sætið verður líklega okkar hlutskipti í vor en meðan það er von á að vinna deildina þá keep on rocking.

    2
  22. Einhver spekingur hélt því fram fyrir leikinn að City yrðu meistarar því Allison væri of mistækur, gerði of mörg mistök sem kostuðu mörk.
    Án þess að ég sé að kenna honum um töpuð stig, til þess vógu aðrir þættir miklu meira, þá verður hann að fara að hætta þessu.

    1
    • Alisson of mistækur ! Hann er einn af 3 bestu markvörðum heims og var örugglega stærsta ástæðan að við unnum premier leauge og Meistaradeild 2019. Enda kjörinn af öllum stærstu miðlum heims þessi árin besti markvörður heims.

      4
  23. að Keita geti ekki pressað?

    þú hefur þó amk vit á að koma ekki fram undir nafni.

    óþarfi fyrir þig að hafa þig að fífli hérna.

    Keita spilaði pressubolta hjá Leipzig og er keyptur inn í sama kerfi.

    1
    • Það eru svo margir að tala um Keita hverjum ertu að svara biggi ?

      YNWA.

  24. Biddu, núna segja FA að ef lið getur teflt fram 13 leikmönnum að þá verða þau að spila. Þetta verður áhugavert!

    1
  25. Kane átti alltaf að fá rautt, líkt og Robbo. Tottenham hefði hugsanlega átt að fá víti áður en við skorum annað markanna.
    Mækarinn sagði fyrr í dag að við liðið okkar má ekki vera að tapa stigum ef við ætlum að elta City.
    Alisson má ekki detta í sömu trúðslæti og þegar okkur gekk sem verst í byrjun þess almanaksárs.
    Varði vel m.a. gegn sjálstraustslausum Alli en hann fær borgað fyrir slíkt. Kastaði tveimur stigum í ruslið í dag.

    1

Byrjunarliðið gegn Tottenham

Gullkastið – Mótvindur um jólin