Liðið gegn Newcastle

Það er óhætt að segja að stemmingin fyrir leikinn í kvöld sé aaaaansi svipuð þeirri sem var í gangi fyrir leikinn gegn Atletico fyrir rétt tæplega tveimur árum. Smittölur á uppleið, og búið að fresta leikjum hægri vinstri. United menn virðast rétt svo geta hóað í “5-a-side” lið, og óljós orðrómur í dag um að VVD, Curtis og Fab hefðu greinst jákvæðir, orðrómur sem svo fór hækkandi eftir því sem leið á daginn, og var að lokum staðfestur núna rétt áðan (n.b. staðfestur grunur, líklega eru þetta hraðpróf sem á þá eftir að taka PCR próf til að fá endanlega niðurstöðu). Eins var í gangi orðrómur um að leiknum yrði e.t.v. frestað. Þá var talsverð umræða í gangi um að deildin ætti að fara í pásu, einhverjir nefna til 15. janúar, en þetta er ennþá bara á orðrómsstiginu. En það er þó ljóst að það hafa aldrei greinst fleiri smit á einum degi á Englandi heldur en í gær, hvort sem svo þessi smit leiða af sér alvarleg veikindi eða ekki. Næstu vikur verða eiginlega að skera úr um það. Jafnframt var eitthvað talað um að æfingasvæði unglingaliða Liverpool hafi verið lokað síðustu daga.

Allavega. Leikurinn virðist eiga að fara fram, og áhorfendum hleypt inn á völlinn, en klárlega stífar reglur varðandi vottorð og fleira.

Svona verður stillt upp:

Bekkur: Kelleher, Pitaluga, Gomez, Tsimikas, Neco, Keita, Milner, Minamino, Firmino

Við sjáum nýjan Brasilíumann á bekk í fyrsta skipti í kvöld, en Marcelo Pitaluga er búinn að vera hjá klúbbnum í rétt rúmlega ár og hefur að mestu verið að spila með U23.

Nú er bara að vona að leikmenn láti ekki alla þessa ókyrrð hafa áhrif á sig, og nái að spila sinn leik. Því það hefur sýnt sig að lang stærsti faktorinn þegar kemur að gengi Liverpool, er hugarfar okkar manna. Sendum þeim góða strauma í kvöld.

KOMA SVO!!!

23 Comments

  1. Finnst dálítið sérstakt að það séu tveir markverðir á bekknum. Það er ánægjulegt að sjá að bekkurinn er með ágætis magn af rakgettum og annars konar vopnum eins og t.d Firmino, Keita, Milner, Gomez og Kostkas. Bekkurinn er oft miklu þynnri á þessum árstíma.

  2. það væri allt ílagi að Tiago vaknaði þarna á miðjunni.

    2
  3. Þetta var rétt ákvörðun hjá dómaranum að mínu mati. Það er allt of mikið um að leikmenn eru að láta sig falla og tefja við hvert tækifæri gegn Liverpool. Það gengur ekki endalaust og þeir fengu einfaldlega það sem þeir áttu skilið. Ég er ánægður með þessa línu hjá dómurum.

    1
  4. Milner og Keita fljótlega takk

    Thiago hefur verið að gefa þessi færi í flestum leikjum undanfarið. Hlaut að koma að því að okkur yrði refsað. Heppnir að þeir hafi skorað aftur þegar Thiago sprengdi eigin vörn með laglegri stungu.

    3
  5. Hef alltaf haft gaman af newcastle og viljað hafa þá í efstu deild en með þessum nýja eigenda þá er sú gleði og virðing fyrir þessum klúbbi FARINN….vona að þeir falli sem þeir hljóta að gera nema þeir kaupi 10-15 leikmenn í janúar….held að leikmenn séu ekkert áhugasamir að spila fyrir þennan brjálæðing

    3
  6. það á greinilega að fara í gegnum þennan leik með því að eyða sem minnstri orku,hundleðinlegur leikur,gæti komið í bakið á mönnum ef 3ja markið fer ekki að detta inn.

  7. Riise eignaðist barn í dag og auðvitað er lagið hans sungið í stúkunni
    Þvílikir stuðningsmenn

    4
  8. Er ekki einhver sem getur reddað Thiago conserda ? Hann er besti miðjumaður í heimi. Það er engin spurning en einhverra hluta vegna gerir hanrr ótrúlegar grillur þess á milli. Hef séð hann gera svona mistök áður en þetta er í fyrsta skipti sem honum er refsað fyrir það almennilega.

    Trent ákvað að minna á hver sé besti barkvörður í veröldinni. Þvílíkt mark. Þvílíkur meistari.

    2

Upphitun: Ríkasta lið heims mætir á Anfield

Liverpool – Newcastle 3-1