Gullkastið – Bring on yer Internazionale

Eftir ævintýralegt klúður hjá UEFA kom Inter Milan upp úr hattinum í næstu umferð Meistaradeildarinnar. Liverpool er því aftur á leiðinni á San Siro þar sem þeir luku riðlakeppninni með fullu húsi stiga. Steven Gerrard kom svo aftur á Anfield en fékk lítið meira en lófaklappið. Næsta verk er svo ríkasta íþróttalið sögunnar.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 360

7 Comments

  • Minni á að meistarar 2019/2020 sigruðu Crystal Palace 7-0 þann 19.12.2020. Og fljótlega upp úr því fór flest í skrúfuna. Vonum að svipað verði upp á teningnum í þetta skiptið þó að í sannleika sagt ég efi það.

   3
 1. Sælir félagar

  Takk fyrir þáttinn og spjallið. Fínar umræður og fróðlegar. Ummæli Gerrards ullu mér vonbrigðum eftir leik. Hann er “bad looser” finnst mér og hefði átt að sýna meiri karakter. Hann gerir það að vísu í seinni viðtölum – en samt. Annars bara góður 🙂

  Það er nú þannig

  YNWA

  1

Nýr CL dráttur – FÁUM INTER!

Upphitun: Ríkasta lið heims mætir á Anfield