Bikarleikur hjá kvennaliðinu gegn Burnley

EDIT: leik lokið með 0-4 sigri hjá okkar konum. Rachel Furness með mark í fyrri hálfleik, og svo komu 3 mörk í seinni hálfleik; tvö frá Melissu Lawley og eitt frá fyrirliðanum Niamh Fahey.

Næsti leikur hjá stelpunum okkar er á miðvikudagskvöld kl. 19:30, gegn Sunderland í Continental Cup. Megum reikna með að sjá eitthvað róterað lið í þeim leik, því svo er næsti leikur á sunnudag eftir viku í deildinni, gegn Charlton.


Eftir landsleikjahlé er komið að því að stelpurnar okkar snúi aftur á völlinn. Í dag er það FA bikarkeppnin, og andstæðingarnir eru Burnley sem leika í þriðju efstu deild.

Það urðu smávegis hræringar í markvarðardeildinni í þessu hléi, því Katie Startup var kölluð til baka til Brighton. Greinilegt að samningar leikmanna leyfa slíkt (eða a.m.k. þessi samningur). Þetta kom sér frekar illa enda Rylee Foster ennþá með kraga eftir bílslysið, og Rachael Laws því eini leikfæri markvörðurinn í hópnum. Það var því gripið til þess ráðs að gera samning við Charlotte Clarke sem lék með Derby, og hún er núna fullgildur leikmaður, jafnvel þó svo að samningurinn taki ekki formlega gildi fyrr en í janúarglugganum.

Nóg um það, hópurinn ferðaðist til Burnley í gær, og það er stillt upp nánast sterkasta liði sem völ er á:

Laws

Robe – Fahey – Matthews

Roberts – Holland – Furness – Hinds

Daniels – Hodson – Lawley

Bekkur: Clarke, Wardlaw, Parry, Moore, Campbell, Kearns, Humphrey, Walters

Nýji markvörðurinn byrjar á bekk eins og búast mátti við, en við sjáum hana jafnvel í byrjunarliði í næsta Continental Cup leik. Framlínan kannski veikasti parturinn af þessari uppstillingu, Leanne Kiernan og Rhianna Dean báðar fjarverandi, gæti trúað að Kiernan sé að ná sér af einhverju smávægilegu hnjaski. Megan Campbell er hins vegar komin í hóp, og gott að fá styrkingu í vörnina.

Leikurinn er sýndur á öllum miðlum LFC, og við uppfærum færsluna með úrslitum síðar í dag.

5 Comments

 1. Sælir félagar

  Flottur leikur hjá “stelpunum okkar” og Burnley átti aldrei “breik”. Meira gaman að horfa á þær en þau leiðindi sem boðið er uppá í deildinni 🙂

  Það er nú þannig

  YNWA

  5
  • Ætlarðu að segja mér að 0-0 leikur Burnley og West Ham hafi ekki verið æsispennandi?

   Ég er í sjokki.

   2
 2. Nkl. Daníel ég ætla að segja þa og segi. Þvílík leiðindi sem WH og Burnley var og svo nenni ég aldrei að horfa á Neverton nema þegar þeir spila við Liverpool og þó LCFC hafi unnið mannréttindaliðið er mér nokk sama. Aftur á móti voru “stelpurnar okkar” mjög skemmtilegar

  Það er nú þannig

  YNWA

  1
  • Ljótu þjösnarnir sem þeir eru, Everton-menn. Voru ekkert að spara spörk og fæting frekar en fyrri daginn. Ömurlegt og á ekkert skylt við skemmtilegan fótbolta.

   2
  • Markvarsla er það besta við kvennabolta. Mörkin eru í fullkomnri stærð þar.
   Í karlabolta eru mörkin of lítil, aldrei hægt að skjóta yfir markverði sem standa á línunni.

   2

Liverpool 1 – 0 Aston Villa

Nýr CL dráttur – FÁUM INTER!