Byrjunarliðið gegn Wolves

Oft höfum við séð undarlegt lið frá Klopp þessa helgi í desember þegar hann nýtir tíman til að hvíla en það á ekki við í dag. Liverpool mætir því með sitt sterkasta lið í dag og sjáum við líklega frekar menn hvílda gegn Milan í vikunni í þýðingarlausum leik.

Bekkur: Kelleher, Williams, Konate, Phillips, Tsimikas, Milner, Chamberlain, Minamino, Origi

Gríðarlega sterkt lið sem mætir til leiks í dag sem ætti að hafa það framyfir Wolves að þeir eru vanir að spila marga leiki í viku og vonandi náum við að nýta okkur það til að sækja stigin þrjú í dag!

60 Comments

  1. Þetta er sterkasta byrjunarlið sem valmöguleiki er á. Þetta lið er eins og valtari í sínu besta formi og því augljóst að mikil og rétt virðing er núna borinn fyrir andstæðingnum. Ekki þumlingur gefinn eftir. Það veit á gott. Hlakka til að sjá þennan leik.

    YNWA.

    2
  2. Menn verða að mæta réttstemmdir og á tánum í þessum bananahýðis leik! 1.sætið í boði í allavega nokkra klukkutíma!
    Koma svo.

    4
  3. Þetta er eins og við séum í 2 gír. Þarf að gíra upp um allavega 1-2 gíra. Erum ekkert að gera af viti

    1
  4. Menn virðast ekki hafa áhuga á toppsætinu, eins og svo oft áður.

    Ótrúlegt magn af misheppnuðum sendingum.

    Og aðeins fjórar marktilraunir.

    Seinni hálfleikur þarf að bjóða upp á eitthvað allt annað.

    1
  5. Slappur hálfleikur vonandi nær Klopp að koma þeim í gang.
    Þungir og fyrirsjáanlegir.

    2
  6. Rosalega liggja úlfarnir djúpt á vellinum, erfitt að brjóta þá niður en ég held að við náum að setja 2-3 mörk á þá í seinni hálfleik.
    Þurfum 1 mark og þá koma þeir framar á völlinn.
    En mögulega væri gott að fá ferskari lappir inná fljótlega, mögulega Chamberlain inn fyrir Henderson.

    2
  7. Óska hér með eftir einu besta fótboltaliði í heimi í seinni hálfleik, takk.

    4
  8. faglega gert hjá Coady að leggjast niður þegar við vorum í álitlegri sókn og drepa um leið tempóið sem Liverpool voru búnir á ná í leiknum. Tók svo sprettinn aftur inn á völlinn eftir að hafa legið sárþjáður í dágóða stund.

    5
  9. Ekki góður fyrri hálfleikur og þurfum heldur betur að keyra upp hraðann í seinni.

    En spurning dagsins. Af hverju hleypur Klöpp a sprettinum alltaf inni klefa þegar flautað er til leikhlés ? Gerir þetta ALLTAF bæði heima og úti. Fyrir mér þrennt sem kemur til greina.

    Pissa
    Reykja
    Skrifa eitthvað á töflu.

    Hvað segið þið ? Fleiri möguleikar kannski ?

    1
  10. Ég er ekki viss um að ég væri til í að skipta Dick út fyrir 9 aðra miðverði í heiminum, ég sé nú bara engan á þessum 10 manna lista sem gæti komið í staðin fyrir Dickinn okkar

    1
  11. Það verður að segja Wolves til hróss að þeir eru virkilega gott varnarlið. Conady er óheiðarlegur klækjarefur sem gerði sér augljóslega upp meiðsli í þeim tilgangi að róa niður og pressuna sem var á liðinu.
    Það er greinilega mjög erfitt að spila gegn þessu liði. Mér finnst engu að síður ekki sami krafturinn hjá Liverpool og oft áður og liðið eiga mikið inni. Mín tilfinning er sú að liðið eigi að geta skipt um gír.
    Ég spyr mig hvort Origi væri tilvalinn í framherjan gegn svona liði sem liggur aftarlega því hann er góður skallamaður. Liverpool á samt að getað opnað svona varnir og þeir gerðu það svo sannarlega í nokkrum tilfellum. Ég trúi því að það komi ferskara lið til síðari hálfleiks og við sigrum hann að lokum.

    YNWA

    4
  12. Rosalega var þetta lélegt hjá Jota að skora ekki með engan í markinu

    2
  13. Sorry, en jota á að missa 6 mánuða laun fyrir þetta klúður, þetta var svo slæmt.

    2
  14. Þetta er ekta leikur þar sem við föllum á breyddinni. Bekkurinn ekki nógu sterkur til að breyta leiknum eða hvíla leikmenn og hfa ferskar fætur.

    1
  15. Djöfull er það typiskt að topplið tapi og lfc nær ekki að nytta ser það

    3
  16. Ótrúlegt hvað þeir komast mikið upp með að tefja leikinn.

    1
  17. Þetta minnti á 19/20 þegar mörkin komu í lok leikja…. vonandi er ég ekki að jinxa

    2

Wolves – Liverpool (Upphitun)

Wolves 0 – Liverpool 1