Liðið gegn Everton á Goodison

Klukkutími í leik, og búið að tilkynna hvaða leikmenn gangi fram á vígvöllinn á Goodison Park á eftir:

Alisson

Trent – Matip – VVD – Robbo

Hendo – Fab – Thiago

Salah – Jota – Mané

Bekkur: Kelleher, Konaté, Neco, Tsimikas, Ox, Milner, Morton, Origi, Minamino

Rafa stillir upp sókndjörfu liði, sjáum hvernig það reynist þeim.

Verkefnið er einfalt: ná í 3 stig, og gera það án þess að meiðslalistinn lengist.

EDIT: annars er goggunarröð leikmanna alltaf svolítið áhugaverð, og þegar meiðslalistinn styttist þá glittir í endann á röðinni. T.d. fær Nat Phillips að víkja af varamannabekknum, en Tyler Morton er ennþá þarna. Það er þrátt fyrir að á bekknum séu a.m.k. tveir leikmenn sem geta komið inn á miðjuna (Ox, Milner), jafnvel 3 ef við segjum að Minamino geti spilað þar líka, en aðeins einn miðvörður. Ekki það að tæpast mun reyna mikið á þessa leikmenn sem eru neðst í goggunarröðinni, líklegustu menn til að koma inná á eftir eru líklega Milner, Ox, Minamino og Tsimikas, en líkurnar á því að aðrir komi inn á eru minni og kannski aðeins ef einhver meiðist (sem við vonum auðvitað að gerist ekki).

KOMA SVO!!!

23 Comments

 1. Þetta verður eitthvað, t.d. sigur hjá okkar mönnum. Væri alveg til í að sjá Origi fá nokkrar mínútur.

  4
 2. Sæl og blessuð.

  Fautar þessir bláliðar. Skíthræddur um okkar menn. Vonandi gefast færi á skiptingum snemma í seinni hálfleik.

  Höfum vaðið í færum. Annað eins hefur vart sést. Matip og Salah með frí skalla/skotfæri á fyrstu mínútum. Nokkur langskot sem hefðu mátt vera betur stillt en ég er ekki að kvarta.

  Geggjuð mörk. Hendo búinn að vera kóngurinn á miðjunni.

  3
 3. Maður er hálfhræddur um meiðsli á okkar mönnum, miðað við fautaskapinn í Everton föntunum. Ég væri til í að blása leikinn af bara núna … en án gríns … ánægður með dómarann með tvö spjöld vegna leikaraskapar … Everton ætti skilið að falla.

  3
 4. Okkar menn mega ekki slaka á. Þeir fóru bara að passa sig og þá gerist þetta!
  Djöfullegt.

  1
 5. Höfum áður verið skelfilegir í stöðunni 2-0 yfir. Vonandi verður breyting á því í kvöld. Skíthræddur við þetta.

  2
 6. Munið þið eftir Rafael Beneathus brandaranum. Hann á mjög vel við í dag. Það er annars alveg frábært að horfa á þetta æðislega lið sem við eigum. Glæsilegur sigur

  1

Jólin koma með ferð á Goodison Park (Upphitun)

Everton 1 – 4 Liverpool – Liverpool borg er rauð (as usual)