Liðið gegn Southampton

Liverpool gerir sex breytingar á liðinu í dag frá því gegn Porto, eins og við var að búast. Inn koma Henderson, TAA, VVD, Robertson, Fabinho og Jota – ágætis hópur það! 

Ég er ekki frá því að þetta sé okkar sterkasta miðja, Fabinho, Henderson og Thiago. Man ekki eftir því í fljótu bragði hvort og þá hvenær þeir hafa spilað saman áður en þetta lið er sterkt, virkilega sterkt – krafa um þrjú stig í dag!

 

YNWA

14 Comments

  1. Virkilega sterkt byrjunarlið og svei mér þá. Varamannabekkurinn er nokkuð sterkur.Allavega hef ég litlar áhyggjur er ég sé nöfn eins og Morton á bekknum eftir síðasta leik. Hann situr grenilega þarna á bekknum út af gæðum og góðum tilþrifum á æfingasvæðinu.

    Megi liðið vinna í þessum leik sem oftar hefur unnið meistaradeildina.

    YNWA –

    5
  2. Ekki er bekkurinn spennandi, ólíkt byrjunarliðinu. Þetta lið má ekki við frekari meiðlsum. Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik. Sérstaklega að sjá miðjuna.

    Áfram Liverpool og áfram Klopp!!!

    2
  3. Flott byrjun en ótrúlega léleg varnarvinna á kantinum hjá southampton 3 á móti 2 og enginn fylgir robertson en fínt fyrir okkar menn að þeir standi fyrir lélega varnarvinnu

  4. Frábær fyrri hálfleikur og Jota búinn að vera hrikalega góður og mikilvægt að klára færin.
    Þetta frábæra mark hjá Thiago líka.
    Væri gaman að skora snemma í seinnihálfleik og geta mögulega hvílt eh lykilmenn snemma í seinni.
    Liverpool gæti verið 6-0 í fyrri hálfleik.

    2
  5. Ég trúi ekki að Salah ætli ekki að setja allavega eitt. Megum ekki gíra okkur alveg niður. En allir framherjarnir fjórir hafa verið að skora mjög reglulega.

    Veit einhver hvað hver og einn er komin með í heild og í deild ? Ég kann ekki að finna þetta.

    Hvað er Salah með í deild 11 í 13 leikjum held ég núna, myndi vílja sjá hann vera með mark í leik að meðaltali og vildi tvö frá honum í dag. En hvað er hann með í deild og heild plus assist ?

    Sama með

    Mane
    Firmino
    Og Jota.

    Er einhver með þetta. Assist ekki verra að hafa með 🙂
    Yrði afar glaður ef einhver er með þetta.

Upphitun: Southampton á Anfield

Liverpool – Southampton 4-0