Liverpool 2-0 Porto

Þægilegur 2-0 heimasigur á Porto og 15 stig af 15 mögulegum í því sem átti að vera tricky riðill. Við sættum okkur við það!

Jurgen Klopp hróflaði aðeins við byrjunarliði sínu undanfarna leiki og settust meðal annars þeir Trent, Fabinho, Jota og Van Dijk á bekkinn. Tyler Morton byrjaði sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni, Konate kom í miðvörðin og Minamino byrjaði frammi með Salah og Mane.

Það var kraftur í þessum leik og var ógnað á báða bóga en samt þó ekki þannig að manni fannst liðin líkleg til að refsa að ráði lengi vel. Porto byrjuðu af krafti og var greinilega mun meira í húfi fyrir þá en Liverpool í kvöld og tókst þeim nokkrum sinnum að komast í álitlegar stöður bakvið vörn Liverpool en skotin þeirra voru ekki merkileg.

Sadio Mane skoraði laglegt mark í fyrri hálfleik eftir flottan bolta frá Thiago en var dæmdur rangstæður í VAR sem var að minnsta kosti mjög tæpt. Liðin voru jöfn þegar flautað var til hálfleiks.

Það var svo Thiago sem skoraði fyrsta mark leiksins með geggjuðu skoti fyrir utan teig eftir að boltinn barst til hans úr teignum eftir fast leikatriði. Fast og hnitmiðað skot í fjærhornið, gjörsamlega galin skottæknin í því!

Þá fór þrótturinn svolítið úr Porto og Liverpool gerði skiptingar. Henderson og Robertson komu inn á og skoraði Salah fljótlega annað markið í leiknum og gulltryggði sigurinn. Morton átti hnitmiðaða sendingu fram völlinn á Salah sem spilaði vel með Henderson og komst inn í teig og skoraði með flottu skoti. Hann er eitthvað annað góður!

Minamino skoraði en það var dæmt af, Origi fékk vítaspyrnu eftir að það var brotið á honum svona meter fyrir utan teig sem var réttilega leiðrétt og leikurinn fjaraði svo bara út.

Þetta var alls ekki fullkomin frammistaða hjá Liverpool en margt jákvætt. Bakverðirnir Neco Williams og Tsimikas hafa átt betri dag en voru ekkert slakir, Salah og Mane ógnuðu en manni fannst þeir aldrei fara upp úr öðrum gír. Minamino átti ágæt moment en heilt yfir náði hann ekki að setja mark sitt á leikinn. Matip og Konate voru flottir á köflum en lentu stundum, skiljanlega svo sem, skrefi á eftir hröðum sóknarmönnum Porto. Mér fannst miðjumennirnir standa upp úr í dag, Chamberlain átti flottan leik og hefur verið frábær upp á síðkastið og er orðinn alvöru kostur í liðið sem er flott. Morton stóð sig mjög vel, var sterkur til baka og átti margar góðar sendingar í kvöld, rosalega spennandi strákur sem við fáum vonandi að sjá meira af á næstu vikum og mánuðum.

Maður leiksins var Thiago. Hann er mættur aftur og what a player! Hefði getað fengið stoðsendingu en skoraði í staðinn glæsilegt mark, var flottur gegn Arsenal og heldur áfram í kvöld. Það er sterkt að fá hann aftur í hópinn og vonandi helst hann heill.

Annars var þetta bara skyldusigur, 15 stig á toppi riðilsins og tíu stigum á undan Porto sem er í 2.sætinu. Fáranlegt!

Það er svo leikur gegn Southampton um helgina og við viljum klárlega þrjú stigin þar.

21 Comments

  1. Sælir félagar

    Frábær sigur liðsheildarinnar og ég er sammála ‘Olafi Hauk að miðjan bar af í leiknum og þó aðallega Thiago Alcantara sem var blátt áfram stórkostlegur í kvöld og bar af öllum öðrum leikmönnum á vellinum að Salah meðtöldum og þá er nú langt til jafnað. Ég er líka sammála því að Salah og Mané voru bara í öðrum gír í þessum leik en samt skoraði Salah mark. Hann er nottla ótrúlegur leikmaður og á vart sinn líka nú um stundir. Annars stóðu allir sig eftir væntingum og ekki ástæða til gagnrýni á neinn leikmann. að sem er helst gagnrýnivert er hvað liðið sem er í öðru sæti riðilsins er lélegt.

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
  2. Ef við myndum stilla upp sterkasta liði Liverpool í dag, þá væri það lið sem innihéldi svona 5-6 leikmenn sem ekki byrjuðu þennan leik í kvöld. Þarna vantaði Trent, Virgil, Robbo, Fab, Hendo og Firmino/Jota. Já ég set Robbo ennþá í “besta 11” jafnvel þó svo Tsimikas sé farinn að banka hressilega á dyrnar á vinstri bakvarðarstöðunni. Út frá því þá er bara helvíti gott að vinna portúgölsku meistarana 2-0, jafnvel þó svo þetta hafi verið á Anfield og jafnvel þó svo heppnin hafi nú aðeins verið með okkar mönnum.

    Bara það að geta spilað Neco, Morton og Minamino mun bæði hjálpa upp á leikjaálag á Trent, Fab og Jota, og eins eru þetta leikmenn sem nauðsynlega þurfa mínútur til að þroskast sem leikmenn. Að geta gefið þeim mínútur í meistaradeildinni og vinna samt er eiginlega bara frábært.

    Eina sem vantaði var að gefa Nat Phillips einhverjar alvöru mínútur, en vissulega er líka gott að Milner fengi aðeins að hreyfa sig (þó þetta hafi nú örugglega bara verið á við það að sækja blaðið í póstkassann um morguninn). Ég á mér þann draum að Nat spili síðasta leikinn í riðlinum gegn Milan, og verði fyrirliði (ég er ekki að segja að þetta sé neitt mjög raunhæfur draumur!)

    11
  3. góður skildu sigur hja okkar mönnum

    djöful hefði ég viljað vera þarna og taka þenan leik lika
    var á leik lfc vs ars 1 leikur minn og ekki sá siðasti

    kkv

    8
  4. Svona leikir, Þá á ég við þessa leiki þar sem úrslitin skipta ekki öllu máli, geta verið þýðingarmiklir á miðju tímabili. Þá er hægt að gefa leikmönnum sem eru í kringum byrjunarliðið tækifæri og halda þeim í leikformi og síðast en ekki síðst gefið ungum leikmönnum mikilvæga spilareynslu.
    Í þessum leik spiluðu fimm leikmenn fyrir okkar hönd, sem eru venjulega ekki í okkar sterkasta byrjunarliði, Williams, Konate, Minamino,Tsimikas, Morton. Einhver myndi bæta við Chamberlain en hann hefur spilað svo vel undanfarið að það er eiginlega ekki hægt að hafa hann í þessum hópi.
    Það besta er að Champerlain hefur troðið sóðalegustu gerð af táfýlusokki upp í kokið á okkar allra hrokafyllstu sófaframkvæmdarstjórum Liverpool. Þá á ég við þessa sófaframkvæmdarstjóra sem hafa “engu gleymt, en ekkert lært, vita allt en þekkja samt varla muninn á fótbolta og ljósakrónu.

    12
    • Ég hef nú lítið verið tala um Ox. Hann er sæmilegur leikmaður þó ég efist um að hann nái aftur fyrri styrk.

      En ef þú kallar vilt meina að þessar svona “hann hafi “sokkað” gagnrýnendur í undanförnum leikjum (með þessum aðeins yfir meðallagi frammistöðum) þá velti ég því fyrir mér hvort þú þekkir muninn á fótbolta og ljósakrónu.

      5
      • Sælir

        Bara að taka undir með afleggjara og Henderson14 þó ég telji mig ekki hafa talað tiltakanlega illa um Ox sem er fínn liðsmaður en ekki mikið umfram það.

        Það er nú þannig.

        YNWA

    • Það er nú vel hægt að gleðjast, Brynjar, án þess að hrauna yfir aðra.

      3
  5. Væri ég ennþá 10 ára myndi ég setja plakat með mynd af skotinu hans Thiagos efst á jólagjafa-óskalistann! Sælan að sofna með það yfir rúminu…

    3
  6. Þetta var frábær leikur á flestann hátt. Léleg skot Porto björguðu okkur í opnum mjög frjálslegum leik þar sem þeir komust í nokkur ágætis færi en hjá okkur var dæmt af þetta fína mark hjá Mane. Það að fá þetta mark frá Thiago var frábært á allann hátt og leikur hans, hreifingar með bolta og sendingar sem setja andstæðingana úr jafnvægi og opna hlaupaleiðir fyrir liðsfélagana. Hendo virtist ekki alveg í takti við leikinn þegar hann kom inn á í samanburði við innkomu hans í síðast leik sem segir okkur að leikkerfið var “eitthvað” frjálslegt. Tek undir orð allra hér á síðunni um miklvægi tækifæra fyrir þá sem voru að spila og hvíld fyrir hina.

    3
    • Henderson var nú í ágætum takti við Salah í aðdraganda marksins.

      2
  7. Ég mann ekki eftir því að hafa mikið verið að skíta út leikmenn okkar hér inni á þessari síðu þar sem mér þykir sokkar ekki bragðgóðir. En það má allveg gagnrýna menn en óþarfi að drulla yfir menn enda gerir það mjög lítið fyrir mann. Champerlain hefur verið að stíga upp úr 2-3 gírnum í síðustu 2 til 3 leikkjum sem hann hefur leikið og komis í 4 gírinn og þá sérstaklega í gær var hann sí vinnandi og átt frábærar sendingar sem hann hefur verið smá basl hjá honum hingað til og kanski ekki skrítið þessi maður hefur verið frá í meira en ár vegna meiðsla og það er ekki sjálfgefið að þú komir svona sterkur til baka eins og hann er að gera núna . Hann var einu orði sagt frábær í gær. ég gæti jafnvel séð hann fyrir mér geta tekið aðsér hlutverk þeirra Joda og Firmino ef þeir eru frá miðað við það sem maður sá í gær var hann oftar en ekki fremsti maður á vellinum.

    YNWA.

    6
  8. Mér finnst voðalega skrítið að menn tali ansi digurbarkalega hérna inni og svo þegar það er bent á það, þá fara menn í fórnarlambsgírinn.

    T.d þessi Henderson (ekki hinn eini sanni, heldur þessi hérna á síðunni) … fullyrti hér á sínum tíma að Jurugen Klopp væri ekki góður að stilla upp byrjunarliði eftir tap í meistaradeildinni og þegar ég las það blöskraði mér fullkomnlega enda, var þessi fullyrðing eins fjarstæðukennd og hugsast getur.

    Þá hæddist ég að honum Henderson og sagði “Vá hvað þú hefur mikið vit á fótbolta”. Ég spyr…. finnst einhverjum það virkilega skrítið ?

    Ef þið talið svona digarbarkalega – takið því þá eins og menn þegar þið fáið á ykkur gagnríni og gerið ekki þau grundvallarmistök að fara í einhvern fórnarlambsgír. Þessi Henderson er örugglega fínasti fír og góður náungi – en ef þú heldur einhverju svona fram, þá máttu ekki búast við öðru en þá fáir eitthvað á þig til baka.

    EN ef ég særði ykkur….þá biðst ég velviriðingar á því enda svo sem ekki meiningin að særa einn né neinn….

    Mér finnst þessi síða samt dálítið skondið. Það má jafnvel drulla út leikmenn en þegar mönnum er svarað – þá verða menn voðalega sáriri.

    • Ég er langt frá því að vera fínasti fír. Mjög langt. En það er munur á því að ergja sig á leikmönnum eða Klopp eftir leiki, eins og ég hef gert, eða hrauna yfir aðra lesendur þegar prívat loftvogin stendur lágt. Slíkt hef ég aldrei gert. Skilurðu muninn, Brynjar?

    • „EN ef ég særði ykkur….þá biðst ég velviriðingar”. Þetta fyrirbæri er kallað EFsökun og er ekki það sama og afsökun. Efsökun nota þeir sem vilja halda áfram að vera reiðir og ekki hlusta á ábendingar um það sem betur mætti fara.

      Að leyfa sér ljótt orðbragð er stórt vandamál meðal áhorfenda í boltaheiminum. Það er m.a. þess vegna sem menn eru að gera hnébeygjur í upphafi leikja.

      Það er engin þörf á því tala illa um aðra lesendur síðunnar.

      2
    • Sæll Brynjar

      Ég er ekkert sár en ákaflega móður 🙂

      Það er nú þannig

      YNWA

      2
  9. Rosalega var gaman að horfa á Thiago spila í þessum leik. Hann var minn maður leiksins áður en hann skoraði, markið var bara til að tryggja nafnbótina.

    Mér finnst samt talsverður getumunur á byrjunarliði og bekk hjá okkur í dag.

    Ox er að spila þokkalega þessa dagana. Hann er samt að mínu mati hálfgerður farþegi í byrjunarliðinu. Hann má samt eiga það að hann pressar og er duglegur. Vonandi helst hann heill og heldur áfram að bæta sig.
    Það var algjör synd Harvey Elliott skyldi meiðast svona illa. Sá fór vel af stað.

    8
  10. Vissulega er Salah búinn að skora 17 mörk í öllum keppnum.

    Þegar kemur að stoðsendingum þá eru félagarnir Jota, Firmino og Mané allir með eina á mann á meðan hinn sjálfselski Salah með 7, allar í PL en í þeirri keppni er enginn með fleiri.

    Þetta eru 7 fleiri en stoðsendingakóngurinn Kevin De Bryne, en hann hefur ekki lagt upp mark í PL þetta tímabil.

    Stoðsendingakeppni bakvarðana okkar er ójöfn þetta árið. Í öllum keppnum er Trent með 8 og Robbo 0.

    2
    • Salah er búinn að leggja jafn mörg mörk og Paul Pogba, sem hefur ekki spilað lengi og er í liði sem er ný komið út úr mikilli lægð. Salah er einn af bestu leikmönnum deildarinnar en ekki gera lítið úr eigingirninni og græðginni í honum.
      Flottur sigur og við ætlum að enda þennan riðil með 18 stig.
      Hvað segja menn annars um Gomez.. þrálát meiðsli og ekki verið góður þá leiki sem hann hefur spilað á tímabilinu. Konaté og Matip báðir komnir framar í goggunarröðina enda verið mjög góðir undanfarið.

      1

Sterkt en róterað lið gegn Porto

Upphitun: Southampton á Anfield