Sigur hjá kvennaliðinu gegn Sunderland, þriggja vikna pása

Eins og minnst var á í leikskýrslunni í gær, þá spiluðu stelpurnar okkar gegn Sunderland í gærkvöldi, í leik sem hófst þegar okkar menn voru um það bil að leggja smiðshöggið á 4-0 sigurinn góða. Það fór svo að leiknum lauk með 1-3 sigri hjá okkar konum, mörkin komu frá Daniels, Kiernan og Lawley. Uppstillingin var sem hér segir:

Laws

Robe – Fahey – Matthews

Roberts – Furness – Holland – Hinds

Lawley – Kiernan – Daniels

Bekkur: Startup, Kearns, Wardlaw, Hodson, Humphrey, Parry, Bailey, Moore, Walters

Semsagt, byrjunarliðið sem Matt er farinn að nota að mestu í deildinni.

Hægt er að sjá helstu atriði úr leiknum á The FA Player (krefst innskráningar að venju).

Önnur úrslit voru svo okkar konum sérlega hagstæð, bæði Durham og London City Lionesses töpuðu sínum leikjum svo skyndilega er Liverpool með þægilegt fjögurra stiga forskot á toppnum:

Þetta þýðir að okkar konur verða á toppnum um jólin, enda næsti leikur í deildinni ekki fyrr en 19. des, en einn leikur í Continental Cup þann 15. des.

Þetta er sérdeilis ánægjulegur viðsnúningur frá síðasta tímabili, sem stendur er útlit fyrir að liðið vinni sér sæti meðal þeirra bestu á næsta ári, en auðvitað er ekkert tryggt fyrr en önnur lið eiga ekki lengur tölfræðilegan möguleika á að ná Liverpool. Fögnum að sjálfsögðu stöðunni þrátt fyrir það, og tökum svo upp þráðinn að nýju eftir u.þ.b. 3 vikur.

Ein athugasemd

Liverpool 4 – 0 Arsenal

Gullkastið – Af Molde ertu kominn, að Molde skaltu aftur verða