Liðið gegn Arsenal

Ekki ætla Chelsea að sleppa takinu af toppsætinu þessa helgina, en það breytir því ekki að okkar menn ætla sjálfsagt ekki að missa þá óþarflega langt fram úr sér, og ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hirða 3 stig í dag.

Liðið sem mætir út á Anfield kl. 17:30 verður svona skipað:

Bekkur: Kelleher, Konate, Nat, Hendo, Minamino, Morton, Beck, Bradley, Gordon

Talsvert af mönnum sem eru frá vegna meiðsla eða of tæpir til að vera á bekk; Firmino, Jones, Milner, Keita, Gomez, Elliott, Robertson, og auðvitað bættist Origi á þennan lista og er veikur. Meira að segja Neco er líka með stífan vöðva og er frá, en gæti komið aftur í miðri viku gegn Porto.

Óvenju margir kjúklingar á bekk í dag, enda var eftir því tekið í leik U23 liðsins að það vantaði þessa fjórmenninga: Tyler Morton, Kaide Gordon, Owen Beck og Conor Bradley (auk James Balagizi sem er ekki með aðalliðinu að þessu sinni). Sé þá tæpast koma inn á í dag samt, hér er Klopp bara að venja þá við andrúmsloftið.

Manni sýnist 3-3 vera tískuúrslit dagsins, en spáum samt að okkar menn merji sigur. Annaðhvort verða skoruð 3 mörk samtals í leiknum, eða þá að okkar menn ná að setja 3.

KOMA SVO!!!

50 Comments

  1. Hef gòða tilfinningu fyrir þessum leik. Held við verðum flottir og svörum fyrir vest ham með gòðum sigri. Eigum við að skjóta á 2-0.

    4
  2. Gerard með sigur í fyrsta leik en núna er ég orðinn virkilega hræddur um sólskerið

    6
  3. Hrikalegt að sja bekkinn, ekki eðlilegt að lfc se en og aftur i meiðslavændræðum.

    Er skit hræddur við Araenal i dag

    6
  4. Þó að Liverpool vinni þennan leik eins og ég vonast til, þá er alveg skelfilegt að horfa á það hvað bekkurinn er þunnskipaður. Það bara verður að gera eitthvað róttækt í leikmannamálum í Janúar glugganum ef ekki á illa að fara.

    7
    • Já, verðum að styrkja hópinn. Getum ekki unnið 2-3 bikara með svona þunnan hóp.

  5. Ömurlegt að sjá bekkinn hjá okkur. Helv fsg verður að taka upp veskið í janúar, bæði afríkukeppninn og meiðsli. Hvað er eiginlega planið hjá þessum eigendum ? Bara að auka virði LFC og kaupa núna pittsburg í íshokký ? Ef Klopp væri ekki að stjórna þessu liði værum við í miðjumoði.

    4
  6. Fær Tommi greitt fyrir hvert sagt orð, maðurinn dregur varla andann á milli orða, ég segi nú bara svona en djö erum við nálægt að skora

    3
  7. Svo sammála. Hann er eins og Simeone, algjörlega óþolandi. Vonandi vinnum við þá 3-0. Eða 4-1 😀

    2
    • Vonandi, erum alveg með vörnina í það. VVD er alltaf með eitth nöldur, hann á bara að einbeita sér að því að verjast. Þurfum að bæta við öðru marki. Hvar er Salah ?

      • Hahaha….Jota kom með það…hann og Salah lost í fyrrihalfleik….okkur er létt Höddi…

        1
  8. Fékk hland fyrir hjartað að sjá Jota liggja þarna áðan ..meigum ekki við meiri meiðslum.

    3
  9. Væri til í að sjá Hendó fyrir Ox síðustu 20.

    Uxinn er mikið að tapa boltanum og skilur ansi mikið svæði eftir opið

    1
  10. besta framherjatríóið okkar,,, skallasendingin frá Jota í setupinu!

    Arsenal ekki tapað í 10 leikjum í röð. Værum 6-0 yfir ef Ramsdale væri ekki í markinu.

    2

Liverpool – Arsenal (Upphitun)

Liverpool 4 – 0 Arsenal