Gerrard til Villa (Staðfest)

UPPFÆRT: getum tekið spurningamerkið úr fyrirsögninni því það er búið að staðfesta þetta.


Orðið á götunni er að það sé ekki bara möguleiki heldur mjög líklegt að Steven Gerrard verði næsti stjóri Aston Villa. Hann ku víst vera farinn frá Skotlandi til að ganga frá formsatriðum, og að þetta verði opinbert næsta sólarhringinn eða tvo.

Það var svosem vitað að Gerrard myndi líklega ekki stökkva beint úr Rangers stöðunni og í það að taka við af Klopp, en ef af verður þá verður óneitanlega skrýtið að sjá Gerrard mæta á Anfield þann 11. desember sem andstæðingur Liverpool. Hitt er svo annað mál að EF Gerrard á einhverntímann að taka við Liverpool og verða farsæll stjóri (og þetta er mjög stórt “ef”), þá þarf hann að öðlast ákveðna reynslu til að byrja með. Við viljum helst forðast Lampard/Solskjaer atburðarrás. Hann þarf því að fá sinn tíma til að þroskast sem stjóri, og líklega er lið Aston Villa alls ekki það versta til að taka út þann þroska.

Gleymum því ekki heldur að við gátum fylgst með Dalglish þjálfa Blackburn á sínum tíma, hann er nú tæplega minna Liverpool legend heldur en Gerrard.

Þetta gæti semsagt orðið tímabil þar sem Liverpool spilar gegn liðum undir stjórn Gerrard, Benitez og Rodgers.

Sjáum hvað setur, en við fylgjumst að sjálfsögðu vel með. En það væri gaman að heyra hvað fólki finnst: haldið þið að af þessu verði, og ef svo er, mun Gerrard ná árangri með Aston Villa?

25 Comments

 1. Fagna því ef Gerrard tekur við Villa. Ég hef verið með Rangers á radarnum síðan hann tók við þar og staðið sig vel. Að taka við Villa er klárlega rétt skref fyrir hann og vonandi gengur honum vel.
  Mikið sterkari deild og alvöru test fyrir framhaldið hjá honum.

  2
 2. Þetta er kúnstugt. Hann vill komast á næsta stall — ekki mikið eftir að gera hjá Rangers nema komast í UCL riðlakeppnina.

  Möguleikarnir utan Bretlandseyja eru að þjálfa í Þýskalandi eða Frakklandi eða kannski Austurísku Bundesligunni. Öll þessi lönd eru auðvitað mjög ólík því sem hann þekkir og alls ekki sjálfgefið að ná árangri. Í Þýskalandi og Frakklandi eru svo lið sem eru áskrifendur að topp öllu svo það er annað. Held að bæði Spánn og Ítalía séu óraunhæf þar sem fótboltakúltúrinn í báðum löndum er bara of innansveitarlegur til að Gerrard nái árangri þar.

  Svo það skilur eftir 3 möguleika:

  * Taka við liði eins og Leicester eða Tottenham sem eru nærri topp 4. Ekki augljóst að það sé neinn sigur að halda í horfinu á þeim bæjum. Og Tottenham nýbúnir að ráða.
  * Taka við liði eins og Aston Villa eða Everton [og ManU 🙂 ] sem hafa sögu og metnað til að komast í topp 6 og að koma þeim í Evrópusæti á 1-2 tímabilum og standa sig þokkalega í Evrópu væri mjög góður árangur. Auðvitað kemur bara eitt þeirra til greina.
  * Fara í Championship og koma liði upp í EPL. Þetta er skref upp frá Rangers — en Gerrard hefur enga persónulega reynslu af Championship og þetta er miklu erfiðara verkefni og auðvelt að festast í að komast ekki upp vegna ytri aðstæðna sem stjórinn ræður ekki endilega.

  Ég held að Aston Villa sé rökrétt. En það verður mjög, mjög skrítið að horfa á Gerrard og Klopp sitthvorum megin á hliðarlínunni. Verða samt líklega engar fréttir um að þeir hafi ekki tekist i hendur eftir leikinn…

  4
 3. Ég er spenntur fyrir Gerrard hönd ef hann tekur að sér þetta verkefni og þarna fáum við að sjá hvernig hann höndlar úrvaldsdeildina og ef hann stendur sig þá er aldrei að vita nema að við heyrum í honum með Liverpool stöðuna þegar Klopp hættir.

  Það er eiginlega gott að hann komist í þessa stöðu því að stökkið frá Rangers í Liverpool er mjög stórt. Við viljum ekki lenda í Cardiff til Man utd dæmi (sjá Ole) sem er of stór biti.

  Svo er aldrei að vita nema að hann kaupi af okkur Origi, Phillips, Adrian og Ox 😉

  YNWA – Hvernig sem fer þá er og verður Gerrard alltaf Liverpool goðsögn.

  5
 4. Rökrétt skref framávið. Munurinn á skosku deildinni og þeirri ensku er risa stórt. Af biturri reynslu, ættum við að þekkja það að fá Liverpool legend með glæsilegt CV frá Skotlandi beint í stjórastól hjá L’pool er ekki ávísun á árangur (Souness). Held að Villa væri mjög gott skref fyrir Gerrard til þess að þróa sig í EPL og fyrir Liverpool að meta hvort að hann sé verðugur arftaki Klopp.

  2
 5. Frábært að fá Gerrard í deildina. En ekki verður þetta auðvelt hjá honum ef krafan er Evrópusæti. Það verður hinsvegar spennandi að sjá hverja hann kaupir ef hann fær pening og líka sjá hvernig hann stillir upp. Bara gaman að mínu mati. Held með honum.

  4
 6. Þetta er staðfest, frábært að fá að sjá Gerrard aftur í deildinni þó að það sé ekki með Liverpool.
  Þetta er flott lið sem hann er með í höndunum og ef það er eitthvað í hann spunnið eins og ég held að sé þá ætti hann að geta náð að rífa þetta lið hærra upp töfluna.
  Verður líka gaman að sjá hvernig fótbolta hann ætlar að láta Villa spila, þó að ég hafi fylgst vel með Rangers á footmop og skoða alltaf hvernig gengur hjá þeim þá hef ég aldrei séð þá spila leik.

  3
 7. Verst geymda leyndarmál fótboltans er að Gerrard tekur við af Klopp og það held ég að sé búið að vera ákveðið í sirka 2-3 ár. þegar Klopp framlengdi óvænt frá 22-24 gerði Gerrard það sama hjá Rangers skömmu síðar ef ég man rétt en hann er að vísu að gera 3 og hálfs árs samning við Villa en ef Klopp hættir 24 þá gerir Gerrard það sama hjá Villa. Mér finnst þetta frábært milliskref hjá honum og vonandi að þetta gangi bara vel hjá honum, allavega er ljóst að maður er orðin bara í dag smá Aston Villa maður og mun fylgjast með þeim hverja Helgi núna og sjá hvað Gerrard er að gera. Þetta verður aldrei Lampard eða Solskjær radning til Liverpool þar sem Gerrard er að gera allt hárrétt í að undirbúa sig fyrir stóra drauminn sinn og okkar að hann verði farsæll þjálfari hjá okkar mönnum. Klopp mun skilja eftir gott bú fyrir hann og mér skilst nú að Gerrard hafi og sé í miklu sambandi við Klopp og Liverpool og hann er alltaf að fara taka við af Klopp nema allt klikki bara hjá honum og hann verði rekinn frá Villa og fer í eitthvað skref niðrá við og þar fram eftir götunum. en ég óska honum alls hins besta og til hamingju með þetta frábæra djobb, Aston Villa er og hefur alltaf verið talið sem eitt af stóru liðum Englands og eiga mikla sögu og þetta er því mjög stórt tækifæri fyrir Gerrard sem hann einfaldlega hefur ekki getað hafnað. Já verður skrýtið að mæta honum en hann fær góðar móttökur og nafnið hans verður sennilega sungið af okkar stuðningsmonnum einu sinni eða tvisvar fyrir leikinn eða jafnvel á meðan honum stendur. Allavega finnst mér þetta frábærar fréttir bara og fer mjög spenntur að fylgjast með nýja liðinu mínu núna Aston Villa maður getur ekki annað en farið að halda með þeim núna sem lið númer tvö annars hef ég Aldrei átt neitt lið nr tvö neins staðar í heiminum en það er ekki annað hægt en að fara halda aðeins með villa núna og megi þeir vinna alla leiki nema auðvitað á móti okkur. Villa virðist eiga slatta af peningum og hann fær seðla til að eyða og stefnan eflaust sett á að koma þeim allavega í 6-7 sæti og Evrópukeppni og jafnvel stefnan svo sett á að komast í meistaradeildina. Verður mjög spennandi að sjá hvað hann gerir gulldrengurinn okkar með þetta Villa lið en ég tel þetta allavega hárrétt skref á hans ferli.

  6
 8. Það er alveg sama hvaða ákvörðun Gerrard hefði tekið þá væri það alltaf áhætta. Það að taka við Aston Villa á þessu stigi ferilsins virkar sem verulega gott næsta skref eftir 3,5 ár hjá Rangers. Hann tók við Rangers á mjög góðum tíma eftir 7-8 hræðileg ár hjá því félagi og fékk fínan stuðning á skoskan mælikvarða. Aðalmálið var að vinna titilinn og stoppa sigurgöngu Celtic í þessari tveggja liða deild. Rangers er ekki að fara mikið lengra en í 16 liða úrslit Europa League sem hann náði á síðasta tímabili.
  Hann á ekkert mikið eftir í Skotlandi, ekkert sem er þess virði að eyða mikið meiri tíma í að bíða eftir.

  Aston Villa gæti mjög vel náð mun lengra en 16-liða úrslit Europa League eftir 3,5 ár. Þetta er klárlega eitt af tíu stærstu félögum Bretlandseyja og með eigendur sem eiga alveg pening og eru með metnað fyrir betri árangri. Mjög gott næsta skref hjá Gerrard sem hefur ekkert endalaust marga möguleika í Úrvalsdeildinni á þessu stigi ferilsins.

  Gerrard er aldrei að fara frá Rangers til Man Utd, Man City eða Chelsea. Ekki er hann að fara til Everton og líklega ekki til Arsenal eða Tottenham. Leicester gæti mögulega verið option, Newcastle, Leeds, West Ham eða einmitt Aston Villa.

  Umræðan um Gerrard held ég að sé annars á töluverðum villigötum, FSG held ég að sé alls ekkert með eitthvað langtímaplan í gangi sem miðar að því að fá Gerrard aftur til félagsins. FSG er ekkert að senda hann á láni til Rangers og Aston Villa. Gerrard er eins og aðrir stjórar að reyna sanna sig og ná upp á það level sem Liverpool er á. Hann hefur vissulega forskot á aðra sem goðsögn hjá félaginu og þekkir það auðvitað út í gegn, líka það starf sem er í gangi núna. Það er samt ekkert frekar sem bendir til þess að hann sé stjóri á sömu línu og t.d. Jurgen Klopp eða henti best allra til að stýra liði undir hugmyndafræði FSG. Maðurinn sem er að ráða hann núna til Aston Villa er t.a.m. einn af þeim fyrstu sem FSG losaði sig við þegar þeir keyptu Liverpool.

  Hann fær 2,5 ára samning hjá Villa sem er orðið nokkuð langur líftími stjóra í enska boltanum, vonandi skapar hann sér nafn og nær í reynslu sem rýmar við stefnu eigenda Liverpool þegar þeir þurfa að skipta um stjóra. Ef þetta gengur ekki hjá Villa þarf það ekkert endilega að þíða að hann eigi ekkert erindi seinna hjá öðru liði. Eins og staðan er núna væri Gerrard ekki fyrsta val hjá mér ef Liverpool væri að skipta um stjóra núna.

  Blessunarlega er Liverpool ekkert að skipta um stjóra.

  8
  • merkilegt hvað margir virðast trúa því að búið sé að ákveða að Gerrard taki við af Klopp.

   Menn lásu ýmislegt í það að samningar Klogg og SG þeirra rynnu út á sama tíma. Nú er SG með samning hjá Villa til 2025.

   Væri þetta ákveðið, hefði Gerrard líklega beðið rólegur í Skotlandi, vitandi það að FSG biðu með rauða dregilinn handa honum.

   Maður spyr sig hvort FSG séu líklegir til að láta rómans og ættjarðaást ráða því hver sér um að vernda fjárfestingu þeirra (Lampard, Óli).

   Ég sé það svosem alveg gerast að Gerrard taki við Liverpool einn daginn, en til að svo verði þá þarf hann að standa sig hjá Aston Villa.

   1
 9. Afsakið þráðrán anskotans djöfulsins helvítis þið vitið afhverju ég er að blóta ef ekki skoðið nýjustu fréttir og þá vitið þið við meigum ekki við þessu meiðsla ruggli.

  YNWA.

  3
  • Já maður vonar svo sannarlega að þetta sé ekki mikil meiðsli hjá honum..heyrandi að þetta sé mjög slæmt hjá Firmino og mögulega sjáum hann ekki meira á þessu ári.
   Meigum alls ekki við að missa dáðadrenginn Mané í meiðsli líka 🙁

   2
   • Uppfært*
    Semsagt högg á rifbeinin og telja það sé ekki alvarlegt það er mjög gott að heyra 🙂
    Ekki samt víst hann verði með gegn Congo á sunnudaginn kemur í ljós.

    2
 10. Steven Gerrard aftur kominn í PL. Það hlýtur að vera spennandi eftir starf hjá yngri liðum Liverpool og svo Rangers. Rökrétt framhald ef maður hugsar það þannig að menn stefni á bestu klúbbanna.
  Í augnablikinu hef ég þó mestar áhyggjur af þessu meiðslaveseni sem virðist endalaust fylgja okkar liði. Ef ég man rétt þá hefur þetta verið vandamál öll tímabil Klopp en þó í minna mæli súper tímabilin tvö. Ef Firmino er frá í einhvern tíma, Elliott úr leik og Mane er tæpur þá liggur það á borðinu að Origi fær fleiri mínútur heldur en leit út fyrir í upphafi tímabilsins. Eins gott að hann nýti sér það, ekki bara fyrir liðið, heldur líka svo hann verði ekki verðlaus ef hann fer á næstunni. Næsti mánuður verður mikil prófraun, og þolraun, fyrir Klopp og liðið.

  2
 11. Flottar fréttir með Gerrard. Sem aðdáandi hans sem leikmanns og karakters fyrir klúbbinn og hjartað sem slær hjá honum með LFC hef ég þó ekki verið spenntur fyrir honum sem stjóra okkar á næstu árum.

  Alveg gefið að hann þarf fyrst að fá að móta sig sem stjóri félags sem er ekki jafnstórt og Liverpool – en þó ekki of lítið. Við sem höfum lifað okkur inn í Klopp-ævintýrið og séð hinn frábæra viðsnúning á öllu sem að félaginu snýr síðustu ár viljum auðvitað engan annan en Klopp. Hann verður þó vitanlega ekki hjá okkur að eilífu.

  Kannski nær Gerrard að móta sig nægilega vel í þjálfarahlutverkinu í liði á leveli 12. – 6. sæti í sterkustu deild heims til að stækka sig upp í það hlutverk að taka við aðaltaumunum hjá okkar ástkæra félagi – sem við miðum að lágmarki við meistaradeild og síðustu ár í raun bara við sæti 1-2. Kannski kemur einn þjálfari inn á milli og kannski sest Gerrard aldrei í þennan stól.

  Slíkt getur ekki ráðist nema hann taki næstu skref hjá klúbbi á borð við Aston Villa. Einar Matthías fer nú betur yfir þetta hér að ofan. Mig langaði bara að segja að mér finnst frábært að Gerrard hafi fengið þetta starf. Það kemur honum án efa vel … og kannski, einn daginn, mun það reynast Liverpool heilladrjúgt líka. Slíkt mun tíminn bara leiða í ljós.

  Maður mun allavega halda smá með Villa eftir þessa ráðningu, nema auðvitað á móti Liverpool.
  Þeir mega gjarna fara í 50-55 stig á þessu tímabili. Eftir fremur slaka byrjun liðsins gæfi það góð fyrirheit um að bógur sé í honum Gerrard okkar sem stjóra í deild hinna bestu.

  2
 12. Smá off topic
  Barcelona vill Thiago – veistu ég held ég myndi taka tilboði í hann. Mér finnst hann ekki nógu hraður fyrir enska fótboltann. Hann er einn af launahæstu mönnum liðsins, á í vandræðum með meiðsli. Ég myndi skipta honum út fyrir annan járnkall eins og Henderson eða Milner.

  Við erum í vandræðum á miðjunni og það er búið að kosta nokkur stig.

  3
 13. Það má ekki gleyma því að aðstoðarmaður Gerrard hjá Rangers, LFC cult hero myndi ég segja og jafnvel legend í augum sumra Gary McCallister Gary Macca mun fylgja honum til Villa. Ef allt fer eins og margir eða flestir vilja, þ.e. að Gerrard vegni vel hjá Villa og taki svo við LFC þegar Klopp hættir þá eru allar líkur á því að Gary Macca fylgi með og við stuðningsmenn getum dustað rykið af einu lengsta og skemmtilegasta stuðningsmannasöng um leikmann sem að saminn hefur verið https://www.liverpool.no/liverpoolsanger/songs-to-sing-gary-macca/

  3
 14. Off topic aftur hjá mér en varð bara að segja að það vekur furðu að C Ronaldo hafi ekki verið valinn aftur leikmaður mánaðarins þvílíkur var sleikjuhátturinn hjá EPL stjórnendum í nóv fék númerið 7 með undanþágu og valinn leikmaður þess mánaðar með allri virðingu fyrir því hvað þessi maður hefur afrekað þá getur manni orðið flökurt af því að horfa upp á þennan sleikju hátt!
  En hvað um það til hamingju með október þar er klárlega besti maður okt og nóv valin bestur kóngurinn í deildinni og víðar.

  YNWA.

  • Off topic segiru? Þessi grein er off topic.
   Gerrard var á sínum tíma kóngurinn í Liverpool, leyfum samt fótbolta.net að skrif greinar um lið eins og Villa eða Barnsley.
   YNWA

   2
   • Rétt hjá þér vinur.
    Djöfull er glatað þetta landsleikjahlé úff, ekki frá því að maður verði svolítið þungur í skapi og ekki er veðrið að hjálpa kemst ekki einusinni til að veiða í matinn.

    YNWA

  • Það gefur bara síðunni meiri breidd og víðsýni að ræða um það sem er að gerast hjá öðrum liðum í deildinni sem og annars staðar. Tala nú ekki um ef Liverpoolmenn koma við sögu eins og Gerrard. Talandi um hann þá fór ég að halda með Rangers og fylgjast með þeirra árangri sl ár. Megum ekki gleyma því að Gary Mc Allister verður áfram þjálfari hjá Gerrard. Ætli maður verði ekki að halda pínulítið með Villa.

   7

Gullkastið – Skítur skeður

Toppslagur hjá kvennaliðinu gegn Durham