Kvennaliðið fær Blackburn í heimsókn

Það er komið að næsta leik í deildinni hjá stelpunum okkar, en núna kl. 14 fá þær Blackburn í heimsókn. Það er lið sem hefur verið á ágætri siglingu, og þó þær séu í þriðja neðsta sæti eru þær í nokkuð þéttum miðjumoðs hópi, og því skeinuhætt lið sem getur tekið stig af hvaða liði sem er. Það má segja að í augnablikinu séu Durham og Liverpool í topp 2, svo komi 8 lið sem eru nokkuð jöfn, og svo að lokum Watford og Coventry sem hvort um sig hafa aðeins eitt stig.

Þessi leikur er auðvitað jafn gríðarleika mikilvægur eins og allir aðrir í deildinni, skyldusigur ef liðið ætlar sér upp í vor, en auðvitað er svo leikurinn þar á eftir gegn Durham algjör lykilleikur. En tökum einn leik í einu, það er til lítils að vinna Durham ef Blackburn leikurinn tapast.

Hjá Blackburn hittum við Annabel Blanchard og Eleanor Heeps sem báðar koma úr akademíu Liverpool, hvorug náði að leika aðalliðsleik fyrir Liverpool þó Heeps væri nokkrum sinnum á bekk. Hún er reyndar samningsbundin Spurs en var lánuð til Blackburn.

Af leikmönnum Liverpool er það að frétta að það er að skýrast hvaða meiðsli Rylee Foster varð fyrir, en hún virðist hafa brákast á hálsi og hné, og verður því klárlega frá keppni næstu mánuðina. Við sendum henni að sjálfsögðu batakveðjur.

En nóg um það, liðið sem mætir á eftir lítur svona út:

Laws

Robe – Fahey – Matthews

Roberts – Kearns – Holland – Hinds

Lawley – Kiernan – Daniels

Bekkur: Startup, Bailey, Furness, Hodson, Humphrey, Parry, Moore, Walters, Silcock

Leikurinn verður sýndur á helstu miðlum Liverpool, þar á meðal á Youtube. Við uppfærum svo færsluna með úrslitum og stöðu síðar í dag.

West Ham á morgun

Byrjunarliðið gegn West Ham