Byrjunarliðið gegn West Ham

Byrjunarliðið er tilbúið. Þetta eru þeir sem ætla að gefa John Barnes skemmtilegan sigurleik í afmælisgjöf. En hann á 58 ára afmæli í dag.

Þetta er svipað lið og hóf leikinn gegn Atletico Madrid á miðvikudaginn. En Robertson kemur inn fyrir Tsimikas. Og við sjáum Thiago í hópnum loksins aftur. Sá er velkominn.

Byrjunarlið Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson, Oxlade-Chamberlain, Henderson, Fabinho, Salah, Jota og Mane.

Bekkurinn: Kelleher, Konate, Thiago, Minamino, Tsimikas, Origi, Phillips, Williams og Morton.

Byrjunarlið West Ham: Fabianski, Johnson, Zouma, Ogbonna, Cresswell, Soucek, Rice, Bowen, Fornals, Benrahma, Antonio.

Þetta verður hörkuleikur og vonandi verður Barnes glaður í leikslok.

YNWA

 

49 Comments

 1. Stoltur að geta alltaf horft brosandi á byrjunarliðið. Matip og VvD og besta miðvarðapar, geggjað að hafa náð í Konaté til að halda Matip á tánum og veita honum aðhald.
  YNWA

  3
 2. Hvernig er hægt að láta þetta mark standa, hann fer með hendina á sér fyrir hægri höndina á Allison þannig að hann nær ekki að slá boltann

  5
 3. Hann stekkur aftur á bak og á Alisson sem dettur aftur fyrir sig. Furðulegt að dæma brot á þetta.

  3
 4. Hann stekkur aftur á bak og á Alisson sem dettur aftur fyrir sig. Furðulegt að dæma ekki brot á þetta.

  6
 5. Þetta er alltaf brot. Ogbonna hoppar aftur á bak inn í Alisson. Algjör skita hjá VAR að dæma ekki á þetta.

  3
 6. Domarinn, strax farinn setja mark sitt á leikinn. Hvernig má það vera að þetta er ekki rautt spjald.

  2
  • Hann dæmdi ekki einu sinni á þetta en samt er þetta skoðað sem hugsanlega rautt. Frekar slöpp dómgæsla vægast sagt

   1
 7. Jæja núna er brekkan brött. Dómarar leiksins með undarlega sýn á fótboltareglurnar svona í upphafi leiks. Vonandi þroskast þeir eftir því sem líður á leikinn
  YNWA

 8. Hvernig getur þetta staðið sem mark? Ég sá þetta endursýnt og hugsaði með mér, hjúkkitt að VAR tjékkar á þessu bulli. Hvað er í gangi hérna?

  5
 9. Ok það er skítt að fá á sig þetta fáránlega mark. En fjandinn hafi það, okkar menn mættu skapa sér eins og eitt helvítis marktækifæri. Eða ógna með skoti fyrir utan. Hrikalega þreytt að horfa upp á þetta getuleysi.

  2
 10. Það er aðeins einn maður sem á að taka svona aukaspyrnur og hann kann sko að skora úr þeim !!!

  4
  • Sammála. Skil ekkert í því af hverju Tsimikas var ekki í byrjunarliðinu.

   4
   • Sammála. Robbo er fyrir munað að koma boltanum fyrir . Hefur átt í erfiðleikum um tíma með það.

    2
 11. Frekar illilega slöpp dómgæsla að það sé ok að West ham leikmaðurinn megi nota sínar hendur til þess að fara í hendurnar á markverði sem er að fara í boltann með höndunum er algerlega ofar mínum skilningi að hann hoppar inní allisson er kannski í lagi en að hans hendur fari í hendurnar á markverði sé í lagi er skita langt uppá bak.

  6
 12. Þà er VAR komið á par við það sem það var í fyrra. Við þurfum að verjast þessum föstu leikatriðum hjá þeim og Alisson á að vera MIKLU grimmari inní sínum markteig.

  3
 13. Sæl og blessuð!

  Markið var vafasamt en það var 50/50 hvort það yrði dæmt af. Ef sóknarmaður hefði notað hendurnar þá hefði það verið ógilt en hann hallaði sér bara aftur og Alisson átti einfaldlega að vera ákveðnari.

  Hefði viljað sjá eitthvað á brotið gegn Hendo, gult, jafnvel rautt.

  Er f.o.f. mjög ánægður með okkar menn sem börðust skipulega og uppskáru með þessu líka glæsilega marki. Vonandi tekst þeim að vinna leikinn en West Ham er með ógnarsterkan hóp og hafa sýnt ágæta tilburði við að plægja sig í gegnum miðju okkar og varnarlínu.

  Næstu skiptingar? Thiago fyrir Chambo. Þurfum meiri klíník. Væri til í að sjá Tsimikas fyrir Robbo en það verður aldrei. Svo verður að koma í ljós hvort Origi og/eða Minamino mæta til leiks. Vonandi verður ekki þörf á þeim. Annars er ekki margt á bekknum sem gæti styrkt liðið. Mikil meiðsli og það er áhyggjuefni.

  Svo auðvitað er ekki fyndið hvað hornin þeirra eru háskaleg.

  1
 14. Ekki oft maður sér salah ekki hitta markið úr svona færi en hvernig er það í lagi að robertson sparkar bolta framhjá leikmanni wh og hann heldur honum þegar hann hleypur framhjá og fær ekki aukaspyrnu

  1
 15. úfff… þeir voru þrír í miðjumanninum og hann plægði sig í gegnum þá. Tveir lausir. Hörmuleg frammistaða. Svo var skotið nú ekki merkilegt. Mignolet hefði m.a.s. varið þetta.

  Ekki dagurinn hans Alissons.

  4
 16. West Ham einfaldlega miklu grimmari á meðan Liverpool eru soft og litlir í sér.

  8
 17. Helvítis gatasigti þessi vörn okkar (og miðja).

  Þetta er búið. Getum gleymt því að WH opni sig eitthvað núna.

  Erum ekki með nógu góða miðjumenn. Sem allir sjá. Nema Klopp 🙁

  7
 18. Ég er hættur að horfa á þessa hörmungar spilamennsku. Sendingar, staðsetningar, allt í rugli.

  5
 19. Vá hvað þetta er vondur dagur fyrir markmanninn okkar. Tvö mörk úr horni, beint inn í yfirráðasvæði hans. Maður vissi svo sem að þetta yrði erfiður leikur.

  0-5 sigurinn á mu virðist hafa sömu áhrif og 0-7 sigurinn á CP í fyrra…

  6
 20. Þvílíka skitan sem þetta er algerlega ömurleg frammistaða bara mega skammast sín fyrir þessa algera hörmung og slappleika vantar alla grimmd og vilja til að gera eitthvað

  4

Kvennaliðið fær Blackburn í heimsókn

West Ham 3 – 2 Liverpool