Gullkastið – Sjóðandi pirrandi jafntefli

Liverpool henti hreinlega frá sér tveimur stigum á Anfield um helgina en komst áfram í deildarbikarnum. Tottenham rak stjórann sinn, United gerði það ekki, City tapaði og Arsenal er að nálgast þá í töflunni. Benitez er í basli hjá Everton. Ballið heldur svo áfram í vikunni og tveir stórir leikir framundan.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 354

3 Comments

 1. Takk fyrir þáttinn.
  Fannst Konate vera út á þekju í síðasta leik. Hef ennþá trú á honum en hann verður að stíga upp. Hvaða miðvörð væru menn til í að fá sem fjórða kost í stað Gomez í janúar?

  2
  • Á meðan Joe Gomez er FJÓRÐI kostur vill ég bara hafa Joe Gomez sem fjórða kost! Konate leið fyrir það eins og vörnin í heild að holning miðjunnar var í molum. Hann er fáránlega spennandi leikmaður þrátt fyrir að vera ekki fullkominn frá fyrstu mínútu.

   10
  • væri til í að vita hvað það er sem Sindri Ó fær út úr því að pikka í Gomez nánast í öðrum hverju þræði hérna. Svona sérstaklega í ljósi þess að hann hefur ekkert annað til málanna að leggja.

   Persónulega finnst mér Gomez og Van Dijk vera það miðvarðarpar sem hentar leikstíl okkar best.

   1

Kvennaliðið fær Lewes í heimsókn

Upphitun: Atletico Madrid mætir á Anfield