Liverpool – Brighton 2-2

Þetta var einfaldlega ekki nógu gott í dag hjá okkar strákum. Við fórum nokkuð vel af stað og í stöðunni 2-0 þá leit þetta mjög vel út enda fannst manni við líklegri til að skora næsta mark en gestirnir. Næsta mark skoruðu samt gestirnir rétt fyrir hálfleik og við það fengu þeir auka kraft. Liverpool voru svo næst besta liðið á vellinum í síðari hálfleik og kom það ekki á óvart þegar Brighton jöfnuðu leikinn og höfðu einfaldlega getað sigrað þennan leik.

Fyrri hálfleikur
2.mín Solly March sleppur í gegn en Alisson ver mjög vel en Konate var þarna of djúpur og spilaði March réttstæðan.
3.mín Henderson með flott MARK eftir sendingu frá Salah 1-0
15.mín Konate tapar boltanum og er kominn úr stöðu. Brighton keyra á okkur og Bissouma á frábært skot sem Alisson ver stórglæsilega.
16.mín Firmino sleppur í gegn eftir sendingu frá Salah en á skelfilegt skot.
17.mín Keita meiddur og Ox kemur inná – þarna eru við komnir með miðju með Ox, Jones og Hendo.
24.mín Ox með geggjaða sendingu á Mane sem skorar með skalla. Virkilega flott MARK. 2-0
33.mín Mane sendir á Firmino inn í teig sem á skot en Brighton menn ná að kasta sér fyrir.
34.mín Mane skorar eftir góða pressu á Sánchez markvörð en boltinn fór í höndina á Mane og því réttilega ekki dæmt mark.
41 mín Enock Mwepu skorað virkilega flott MARK með langskoti fyrir utan teig sem fer yfir Alisson. 2-1

Liverpool voru s.s betri í þessum fyrri hálfleik en leikur var samt of opinn að mínu mati. Það var gríðarlega svekjandi að fá þetta mark á okkur rétt fyrir hlé og svona eftir á var það vendipunkturinn í leiknum.

Síðari hálfleikur
48 mín Mane með flotta sendingu inn á Salah sem skorar en var hálfu skrefi fyrir innan.
49 mín Lallana kemst í gott skotfæri sem Alisson ver.
58 mín Trossard kemur sér í góða stöðu en Van Dijk stöðvar hann.
61 mín Salah með skot inn í vítateig en beinst á Sanchez.
65 mín Trossard nær að skora MARK eftir sendingu frá Lallana. Þarna opnaðist vörnin okkar illa, Van Dijk stoppaði og ætlaði að verjast 1 á 1 en Andy hljóp inn fyrir og gaf því Lallana tækifæri á að senda á Trossard sem kláraði því miður vel. 2-2
76 mín Trossard skorar en eins og Salah í byrjun síðari er rétt svo fyrir innan.
91 mín Mane með skot inn í vítateig en skotið fer í hendina á Konate.

Síðari hálfleikur var skelfilegur og líklega okkar lélegasti hálfleikur í vetur. Miðjan okkar var einfaldlega út um allt og var ekki að verjast og ekki að hjálpa sóknarlega. Við höfðum einfaldlega engin tök á leiknum og er þetta eitthvað sem Klopp og félagar þurfa að fara yfir.

Bestu/verstu leikmenn
Það er einfaldlega mjög erfitt að finna góða leikmenn í dag því að flestir voru ekki að spila vel. Salah átti nokkra flotta spretti, Hendo átti ágætan fyrri hálfleik, Alisson varði nokkrum sinnum mjög vel og svei mér þá ætli maður verður ekki bara að láta Alisson fá að vera maður leiksins.

Það er af nóg að taka þegar maður velur verstu leikmenn liðsins í dag. Trent var ekki að finna sig, Konate/Van Dijk virkuðu ekki allt of traustir aftast, Andy átti einfaldlega slakan leik. Framlínan okkar hefur oft leikið betur og þá sérstaklega Firmino sem virkaði eins og hann hafi spilað í röngum skóm í dag.
Það var samt miðsvæðið sem var verst. Það dróg mikið af Hendo í síðari, Ox eftir frábæra stoðsendingu náði sér ekki á strik en lélegasti maður vallarins var Curtis Jones sem átti sinn lélegasta leik í Liverpool búning. Þegar hann var ekki að tapa boltanum þá var hann að láta miðjumenn Brighton fara auðveldlega fram hjá sér.

Umræðan
Það góða: Við erum en þá ósigraðir í deildinni og við fengum einu stigi meira en Man City í dag.
Það slæma: Maður skilur ekki af hverju Klopp hafði ekki brugðist fyrr við í leiknum, sérstaklega á miðsvæðinu þar sem þeir voru að valta yfir okkur. Hefði ekki mátt taka C.Jones út af fyrr og setja Firmino fremstan á miðsvæði með Jota upp á topp?.
Það skelfilega: Þessi frammistaða var skelfileg og Chelsea náði að sigra og eru komnir með 3 stiga forskot á toppnum.

Ég vona að við sjáum aldrei aftur Liverpool miðju með Ox, Jones og Hendo en við söknuðum klárlega Fabinho/Thiago í dag en það eru leikmenn sem geta náð tökum á miðsvæðinu. Það er auðvita galið að vera með Fab,Thiago, Milner, Elliott og svo Keita alla meidda á sama tíma.

Næsti leikur er gegn A.Madrid á miðvikudaginn áður en við förum í höfuðborgina og spilum við West Ham næstu helgi.

YNWA – Mæli með að skoða bara svipmyndir af 0-5 sigrinum gegn Man utd síðustu helgi til að reyna að komast aftur í gott skap( það er skilda að nota hvert tækifæri að minnast á þann leik)

38 Comments

 1. Súrt var það en bara sanngjarnt jafntefli þegar upp er staðið. Söknuðum Fabinho sárt í dag.

  3
 2. Sælir félagar

  Það er ekki hægt að hrósa Liverpool leikmönnum fyrir þessa frammistöðu. Liðið var heppið að tapa ekki þessum leik á heimavelli og Potter tók Klopp í ósmurt í taktiskum leik. Hann sá við öllum hugmyndum Klopp og Brighton var klassa betra í seinni hálfleik. Það er auðvitað ekki gott þegar leikmenn halda um miðjan fyrri hálfleik að leikurinn sé unnin og ekkert þurfi að hafa fyrir restinni af leiknum. Það einfaldlega býður hættunni heim eins og raunin varð. Miðjan í henglum og Brighton með öll völd þar.

  Það er erfitt að snúa svona hugarfari við þegar það er á annað borð komið inn í hausinn á leikmönnum en í lok fyrri var augljóst hvert stefndi. Klopp tókst ekki að skrúfa hausinn réttan aftur á leikmenn í leikhléinu því fór sem fór að drullujafntefli á heimavelli var staðreynd. Konate átti afar slakan leik og var oft tíndur og út úr stöðu. Miðjan var afar sundruð allan seinni hálfleik og sóknin sinkaði illa og ákvarðanir stundum glórulausar sérstaklega hjá mínum manni Firmino.

  Þessi leikur vekur hjá manni áhyggjur þar sem sóknarmenn, nema Salah, virðast ekki bera virðingu fyrir móherjanum og eru með allskonar bírur sem ekki eiga að sjást í stað þess að spila hverjir aðra uppi og hugsa um að vinna leikinn en ekki að skora mörk sjálfir. Keita virðist ekki þola að finna til þá leggst hann niður og vælir. Innkoma Uxans var samt fín og nánasr lagði upp mark með fyrstu snertingu. Hann var samt æði mistækur eins og aðrir miðjumenn. Niðurstaða leiksins vonbrigði en ásættanleg miðað við frammistöðu leikmanna.

  10
  • “Keita virðist ekki þola að finna til þá leggst hann niður og vælir”

   Gott að þú hafir svona glöggt innsæi. En vissulega er maðurinn meiðslagjarn.

   Milner tók aukasprett í síðasta leik sem orsakaði væntanlega það að hann var óleikfær í dag.

   Þú ert væntanlega að kalla eftir meiru af því, að menn harki af sér til þess eins að sýna smá karlmennsku.

   3
   • Já ég er að því. Keita er afar meiðslagjarn og virðist fyrir munað að harka af sér. Það er auðvitað ekki alltaf skynsamlegt að gera það en stundum mega menn reyna það og fara þá af velli ef meiðslin eru erfið. En Keita sest alltaf á völlinn ef hann finnur til og mér finnst það ganga úr hófi. B
    ara mín skoðun 🙂

    7
   • vonandi verður skynsemi Keita til þess að hann verði tilbúinn í næsta deildarleik.

    Það sást glögglega eftir að hann fór af velli hversu sárlega við þurfum á honum að halda.

    5
 3. Svekkjandi úrslit en ekki heimsendir.

  En svona frammistaða vekur upp sömu spurningu aftur og aftur. Af hverju var ekki keypt á miðjuna í sumar?

  6
  • Bara min skoðun hér en átti að kaupa miðjumann finnst þér hérna eru miðjumenn liverpool
   Henderson
   Keita
   Fabinho
   Thiago
   Jones
   Milner
   Ox
   Við spilum með 3 miðjumenn og við erum með 7 senior leikmenn sem spila þessa stöðu og fáránleiki þess að af 7 leikmönnum eru núna 4 meiddir og það er ekkert sem nokkur reiknar með við þurfum að spila með leikmenn sem eru númer 5 og 7 í goggunarröðinni saman á miðjunni.

   2
   • Já, þegar maður horfir yfir þennan hóp á miðjumönnum, þá er ljóst að það hefði þurft að kaupa.
    Keita er ekki nógu góður og alltaf meiddur.
    Thiago er alltaf meiddur.
    Ox er ekki nógu góður og alltaf meiddur.
    Milner er 300 ára og aldrei annað en varamaður.
    Eftir standa Henderson, Fabinho og Jones.

    Það er bara ekki hægt að gjamma endalaust um að menn séu meiddur og enginn geti séð það fyrir. Allir sem vilja sjá það fyrir, hópurinn er fullur af mönnum sem eru með gráðu í að meiðast.

    3
 4. Jones og Ox áttu hræðilegan fyrri hálfleik gegn Preston.

  Einu sinni var talað um iðnaðarmiðju Milner, Gini, Hendó og í dag sáum við hvað vantaði. Jones og Ox voru ekki að ráða við verkefnið þrátt fyrir laglega stoðsendingu frá þeim síðarnefnda. Varnarvinna þeirra beggja var óboðleg á köflum ásamt því að þeir voru sífellt að tapa boltanum.

  Þeir eru mikið áhyggjuefni. Jones er einfaldlega mjög óstabíll leikmaður og Ox hefur ekki verið í Liverpool klassa eftir löngu meiðslin.

  7
 5. Það er einfaldlega að koma í ljós ákveðin þrjóska að ekki sé bætt við miðjumanni. Okkar miðjumenn eru alltof miklir meiðslapésar.

  8
 6. Miðjan er aðalvandamálið.

  Curtis Jones verður að bæta sig NÚNA, annars fjarar hans ferill hjá Liverpool út. Hann verður að venja sig af því að vera svona lengi með boltann alltaf og svo syncar hann ekki við liðið nema í einstaka leik. Annars er hann mest að spila fyrir sjálfan sig.

  Ox er einfaldlega búinn að vera vegna meiðsla. Ekkert meira um það að segja. En sendingin hans var glæsileg og minnir okkur á að einu sinni var Uxinn hörku leikmaður.

  Þegar þessir tveir eru inná saman, og tala nú ekki um ef Fabinho er fjarverandi, þá hefur vörnin hreinlega ekkert skjól fyrir framan sig. Hvorki Jones né Ox vinna afturábak. Þar eru Salah og Mané miklu miklu öflugri, merkilegt nokk.

  Andy Robertson má fá hvíld mín vegna. Hann er alveg hættur að ógna fram á við. Tsimikas er með frábærar hornspyrnur og þó ekki væri nema út af þeim, ætti hann að fá tækifæri núna. Nico Williams sýndi líka í síðasta leik að í honum býr kröftugur og áhugasamur sóknarvængmaður. Væri gaman að sjá hann nýtast meira í vetur.

  Ég ætla ekki að skamma Konaté fyrir þennan leik, því hann er á byrjunarreit. Í honum býr mikið efni, bæði hraði og hæð. En þegar VVD er ekki upp á sitt besta (sem hann er ekki ennþá) þá er ekki von að nýgræðingurinn við hliðina á honum bjargi leikjum upp á eigin spýtur.

  Að lokum það sem ég sagði í kommenti einhversstaðar annarsstaðar: Veikasta hlið Klopp er „in-game management”. Hann er alltof seinn með skiptingar. Í þessum leik hefði ég viljað sjá Morton Tyler ekki seinna en á 60ustu mínútu. Miðjan þurfti cool head, og Jones þurfti sturtu.

  8
  • Ég hef talsvert heyrt slúðrað um stórmennskuna í Curtis Jones, að hún hafi verið farin að fara illa í taugarnar á Klopp og meðal annars orðið til þess að Ben Woodburn hafi verið á bekknum í fyrsta leik og Curtis utan hóps. Mögulega er egóið að þvælast fyrir honum.

   4
   • Þetta hef ég ekki heyrt. En eitthvað er í veginum fyrir framþróun piltsins…

    3
   • Við skulum ekki dæma Curtis of hart. Hann er ungur og ungir menn, þó góður séu, eiga oft misjafna leiki. Þar fyrir utan hefur hann verið meiddur sem bætir ekki stöðuna. Veit ekki hvaðan þetta kemur með egóið hans en Klopp tekur pottþétt á þeim málum ef það flækist fyrir honum. Miðjan er veikleikinn það er að segja þegar megnið af miðjumönnunum eru meiddir eins og núna er. Þetta Brighton lið er frábært og á skilið að vera svona ofarlega ekki hægt að segja annað.

    4
 7. (það verður einhver að keppa við SigKarl í pirringi, ég tek það að mér)

  4
  • Auðvitað verður maður pirraður þegar svona gott lið spilar svona langt undir getu. En hinsvegar veit maður líka að þeir geta verið alveg brilljant og þess vegna er þetta svo hundleiðinlegt þegar það gerist. Vonum bara að það verði sem sjaldnast 🙂

   4
 8. Hefði þetta verið útileikur þá hefði ég sætt mig við eitt stig. Ég ber virðingu fyrir Brigton því þeir leika frábæran fótbolta sem lið og hætta aldrei að spila sinn bolta. Sanngjarnt Já, Ég sá það gegn Man, City þar sem þeir voru nærri því að jafna leikinn að þetta yrði erfiður leikur. En lífið heldur áfram Y.N.W.A.

  4
 9. 3 enskir miðjumenn er ekki málið nóg að tveir séu inná í einu ! Thiago verður bara vera tilbúinn fyrir næstun helgi ef ekki á illa að fara !

  YNWA.

  3
  • það tekur Thiago alltaf nokkra leiki að koma sér í spilaform.

   Ekki búast við of miklu.

   2
 10. jæja hátt er fallið eftir sigurvímu félagar hvað næst gamli utd stjórinn david erum ekki að fara leggja þá svo glatt.

  1
 11. Þetta var bara ferlega vond frammistaða.
  Það var eins og menn hættu að nenna þessu, ætti bara að vera formsatriði, menn hleyptu Brighton inn í þetta og þeir tóku því fegins hendi.
  Fátt eins pirrandi og þegar flottir fótboltamenn leyfa sér að detta niður á þetta plan.
  Flestir ef ekki allir vel undir pari,kannski helst Allison sem hægt er að vera sáttur með, þó svo að fyrra marki hafi litið illa út. Firmino og Jones hræðilegir, aðrir verulega slakir. Miðjan týnd, varnarleikurinn hræðilegur, vinnslan lítil, pressan kraftlítil. Eins og leikmenn hafi smitast af ManU, fannst menn bara latir. Eða steig sá sigur mönnum til höfuiðs? Það leit allt út fyrir það.
  Ekki sáttur og hundfúll. Eigum að geta gert miklu, miklu betur, eða hvað? Er ég kannski að gera of miklar kröfur?

  3
 12. Sæl og blessuð.

  Þetta var súrt en fyrirsjáanlegt með slíkan meiðslapésalista af miðjumönnum. Chambo hefur aldrei náð sínum fyrri styrk eftir að hann hrundi niður í leik gegn Roma vorið 2018 (var það ekki annars?) og hefur ekki séð til sólar eftir það. Ég minnist hans fyrir mörkin gegn City og ótrúlegan kraft sem einkenndi spil hans á þessu skeiði sem var milli þess sem hann var að læra á spilamennsku liðsins og fram að téðum meiðslum. Hann er ennþá aðeins skugginn af sjálfum sér og virðist ekki ætla að ná fyrir getu og styrk.

  Það merkilega er að annar meiðsla-pétur – sjálfur Adam Lallana var ens og kóngur í ríki sínu á miðjunnií leiknum og virtist eiga fullt eftir. Það hefði nú verið nær að kveðja Chambo og hafa Lallana enn í liðinu – en svona er maður nú klókur eftir á.

  Þetta var kennslustund í taktík. Miðjan varð eins og gatasigti þegar leið á leikinn og þá vantar auðvitað vörn fyrir vörn og mat fyrir sókn. Fyrir vikið fór sem fór.

  Ef við verðum ekki komin með Fab. fyrir WH leikinn þá getum við farið að búast við einhverju svipuðu. Þessi mu leikur gæti þá minnt á 7-0 sigurinn í fyrra á CP. Sigurvíman rann ekki af fólki fyrr en langt var liðið á tímabilið. Þá var í besta falli hægt að ná í cl-sæti.

  Vonum að sagan endurtaki sig ekki í vetur.

  2
 13. Ox er duglegur að hlaupa en það kemur ekki mikið út úr því sem hann gerir.

  1
 14. Úff hvað getur maður sagt. Í seinni hálfleik leit þetta út eins og Gomez væri í miðverði. Allt voðalega shaky.
  Skil þessa stuðningsmenn vel að labba af velli, þetta er farið að minna spilamennskuna í síðastliðnum janúar.

  2
 15. 2 stig gegn Brentford og Brighton er ekki nógu gott.
  Chelsea virðast vera ósnertanlegir þessa stundina.
  City eru að hiksta líka.
  Við erum enn taplausir það er jákvætt.
  Það er enn október 🙂
  Skoruðum 4 flott mörk því miður voru 2 af þeim dæmd af.

  Meðan að liðið að skora þessi mörk þá hef ég engar áhyggjur af Liverpool.

  6
 16. Hef smá áhyggjur af samvinnu Konate og Van Dijk. Fannst Konate oft út úr stöðu bæði í gær og eins gegn utd um síðustu helgi en það kom ekki að sök þá þar sem andstæðingarnir í þeim leik voru mun slakari en Brighton. En það þýðir ekkert að gráta þetta jafntefli, kannski mun þetta stig sem við náðum í gær öllu í vor þegar lokaflautið gellur ? Mér fannst okkar menn í raun heppnir í gær að ná þó einu stigi eins og sérstaklega seinni hálfleikurinn spilaðist. Getur verið að það hefði verið betra að leyfa aðalliðinu að spila á miðvikudaginn í bikarnum? Kannski þarf bara hreinlega að spila besta liðinu í hvert sinn til að halda þeim á tánum og minnka þá á móti æfingaálagið ? þessir gæjar virðast þrífast best á leikjum, en hvað veit ég svo sem ? Önnur pæling og það er hvort gríski bakvörðurinn Tsimak sé ekki að verða betri í fyrirgjöfum en Robertsson og mætti að ósekju fá mínutur í leikjum
  Næsti leikur verður krefjandi, Atletico Madrid í miðri viku , það verður eitthvað.

  2
 17. Brightonliðið spilaði vel og úrslitin voru sanngjörn. Við verðum að bíta í það súra og bregðast við samkvæmt því. Vonandi finnur Klopp lausnina.

  1
 18. Varðandi miðjukrísuna.

  Það verður enginn af meiddu miðju-leikmönnunum tilbúinn fyrir Atletico leikinn á miðvikudaginn. Þannig að… erum við að fara að sjá Klopp taka hinsegin snúning á síðasta vetur og setja miðvörð í stöðuna hans Fabinho? T.d. Matip?

  Því varla fer Klopp að spila með þrjá miðverði. Þriggja manna vörn hefur aldrei verið hans geim.

  • Já það eru áhugaverðar pælingar. Spurningin er hver munurinn sé á því að spila með þrjá miðverði annars vegar, eða spila með þrjá miðverði hins vegar, þar af einn þeirra djúpur á miðjunni. Líklega er munurinn ca. 5-10 metrar á þessum eina.

   Mig langar að segja að svarið sé Tyler Morton en þar vantar aftur á móti ca. 5-10 kíló af vöðvum, svo það er líklega ekki upplegg sem við sjáum (fyrr en í fyrsta lagi að sæti í 16 liða úrslitum er tryggt).

   Hvort Klopp leggur aftur í Hendo-Ox-Curtis miðju? Ég er ekki viss. Gæti oltið á því hvernig gekk á æfingasvæðinu í dag.

   Neco var öflugur á móti Preston í meira framliggjandi stöðu, og greinilegt að það er hellings vinnsla í stráknum. Getur hann spilað miðju? Ég er ekki viss um að leikur gegn Atletico sé rétti leikurinn til að prófa það.

   Kannski er 4-2-3-1 líklegasta útfærslan, þá með Firmino óvenju djúpan og Jota uppi á topp.

   1
   • Já, held að þú sért með þetta í Mané, Jota, Salah og Firmino fyrir aftan.

    Atletico er ekki rétti leikurinn fyrir Tyler, en ég held samt að hann ætti að koma fljótlega inn í einhverja leiki. Getur það alveg, strákurinn.

    Líklega þarf þó nokkuð margar æfingar til að koma Neco inn í miðjuhópinn en mér fannst hann sýna á sér ansi kröftuga og spennandi hlið í þeirri stöðu um daginn.

    2
   • Ef ég ætti að veðja þá væri það sú uppstilling. Við getum kannski ekki útilokað að Thiago verði leikfær, en er hann þá klár í að byrja…? Nú og svo er spurningin: erum við þá að sjá Hendo og Curtis, eða Hendo og Ox? Gleymum líka ekki að það er erfiður leikur á sunnudaginn á móti West Ham, og alls ekkert víst að Hendo sé maður í 3 leiki á 8 dögum, 90 mínútur í öllum.

 19. Úlfarnir aldeilis frískir á móti Everton. Búnir að skora þrjú mörk á hálftíma, þar af tvö sem fengu að standa. Benitez þarf að rassskella sína menn með hárbursta í hléi…

Deildarbikarinn – Heimaleikur í 8-liða

Kvennaliðið fær Lewes í heimsókn