Deildarbikarinn – Heimaleikur í 8-liða

Það var dregið í 8-liða úrslitum deildarbikarsins í morgun og fékk Liverpool a.m.k. heimaleik í þeirri umferð.

8-liða úrslit:
Tottenham vs. West Ham
Arsenal vs. Sunderland
Brentford vs. Chelsea
Liverpool vs. Leicester

Síðasti leikur fyrir jól verður því deildarbikarleikur gegn Leicester á Anfield. Leeds mætir 2. í jólum og þann 28. er svo Leicester aftur, þá á útivelli í deildinni.
Leicester á Tottenham og Everton í aðdraganda deildarbikarleiksins og svo Man City í næsta leik á eftir, svo Liverpool aftur. Þannig að þeir eru eins og Liverpool líklegir til að nota hópinn töluvert í þessum leik.

Sigurvegaranum í þessu einvígi verður svo refsað harðlega með tveggja leikja einvígi í undanúrslitum 4-5.janúar og 11-12.janúar. Gjörsamlega sturlað fyrirkomulag og alls ekki heillandi fyrir Liverpool sem dæmi enda hluti af liðinu upptekinn þarna í Afríkukeppninni. Það er stundum eins og það sé ekki tími fyrir deildarleikina því það er svo mikið að gera í öðrum keppnum.

11 Comments

  1. Sælir félagar

    Þetta er einfaldlega ótrúlega hálfvitalegt skipulag og segir meira um enska knattspyrnusambandið en mörg orð. Heimskulegt.

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
    • Eins gott að hafa enga umræðu. Alveg skelfileg spilamennska í gangi. Og það á heimavelli.

      3
  2. Skifta Jones útþreittur láta hægribakvörðinn inn og Trent á miðjuna. Uxinn því miður ekki með nógu nákvæmar sendingar þannig að við erum að fá mörg upphaup á okkur til baka, nægur tími eftir.

  3. Af hverju setur Klopp ekki Jota inná, óskiljanlegt að hafa Firmino þarna.

    1
  4. Getum við spilað alla leiki á útivelli? Heimavöllurinn ekkert að gefa okkur.

  5. Klassískur kippur niður á jörðina eftir algjör draumaúrslit eftir síðasta leik. Miðjan var hvergi sjánleg með Curtis og Chambo. Þeir tveir voru ansi latir og kom lítið útúr þeim f. utan stoðsendingu Chambo.

    Potter hreinlega skákaði Klopp taktískt í þessum leik og teygði hressilega á miðjunni okkar með sínum skiptingum sem skapaði hellings pláss á milli lína hjá okkur.

    4
    • Skiptingarnar eru veiki hlekkurinn hjá Klopp. Leikstjórnun eða „in-game management”.

      Vissulega voru ekki margir góðir varamenn í boði og auðvitað búið að nota eina skiptingu snemma leiks en samt á hann ekki að bíða fram á 77undu mínútu með Jota.

      Ég hefði viljað sjá tvöfalda skiptingu í kringum 60ustu mínútu, Jota og Morton fyrir Firmino og Jones. Morton er ungur og hefði alveg þolað að bæta á sig hálftíma þó hann hafi spilað í miðri viku.

  6. Það er samt alveg á hreinu að með Fabinho og Thiago/Keita á miðjunni þá hefði þetta ekki verið 2-2 leikur.
    Hendo og Jones áttu ekkert eftir á tanknum sýndist mér og Chamberlain er einfaldlega slakur miðjumaður.
    Konate fannst mér tæpur í nokkur skipti en hann er svo sem rétt að byrja að spila með liðinu en hann má gera betur.
    Robbo var lélegasti leikmaður leiksins í dag og ég vona að Tsimikas fái næsta leik.

    2

Loksins heimaleikur!

Liverpool – Brighton 2-2