Gullkastið – GIVE ME FIVE!

Sveinn Waage og Guðlaugur Þór fóru yfir veislu vikunnar

Guðlaugur Þór Utanríkisráðherra var með okkur í þessari viku ásamt fyndnasta vini okkar Sveini Waage til að fara yfir þessa bráðfyndnu veislu á Old Trafford. Stemmingin hefur sjaldan verið betri. 

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Guðlaugur Þór og Sveinn Waage 

MP3: Þáttur 353

10 Comments

  1. Er í eyrunum einmitt núna.Mikið eru menn í góðu skapi ??

    2
  2. Give me SEVEN!

    Eru einhverjar reglur um eftirá refsingar gagnvart liðum sem fá á sig svona mörg spjöld í einum leik? Harry kafteinn er amk. ekki að vinna fyrir kaupinu sínu þegar nánast allt liðið er komið með spjald.

    Og hvað með Ronaldo? Er hægt að refsa honum eftirá fyrir spörkin í Curtis Jones?

    Get ekki hætt að hugsa um þessa ógeðslegu tuddamennsku United. Sorrí.

    3
  3. Eina ástæðan fyrir því að ekki er búið að reka Ole er sú að Liverpool gerði þeim þennan óskuna. Þeim finnst óþarfi að strá salti í sárið.

    3
  4. Takk fyrir mig að vanda.

    Ööss – þessi hellir maður minn – 3 ísskápar. Þetta er hæsta level.

    5
  5. Besta tweet ever.

    Mat Justus ?
    @justopro_
    ·
    22h
    Replying to
    @SkySportsStatto
    when LFC said they will abandon Melwood training ground, I didn’t expect they will use Old Trafford as the new training ground.

    10
  6. Takk fyrir þetta skemmtilega glaðvarp. Mikið rosalega eru þetta skemmtilegir tímar núna og þeir minna mann á hvað það er stutt á milli hláturs og gráturs í þessum efnum.

    Vonandi munum við spila með unga og spræka stráka á móti preston á morgun. Ég sá ekki manhjúdd á listanum yfir leikina, eru þeir dottnir út?

    • United töpuðu fyrir West Ham í deildarbikarnum í síðustu umferð.

      3
  7. Ætla nú bara ekki að segja annað en að það var alveg magnað að vera á þessum leik, einum af eftirminnilegast leikjum Liverpool. Þurfti samt að sitja Man U megin þar sem ég fór með pabba á leikinn. En það var ekkert leiðinlegt nema að geta ekki fagnað nema innra með sér. Stefnan svo sett á Liverpool á morgun og horfa á bikarleikinn á einhverjum Liverpool bar. Heim á fimmtudag.

    6

One Ping

  1. Pingback:

Manchester United 0 – 5 Liverpool

Upphitun: Preston í deildarbikarnum