Gullkastið – Hin Heilaga Þrenning með sýningu

Landsleikir og fjarvera lykilmanna hafði engin áhrif á Liverpool liðið sem var stórkostlegt gegn Watford og sluppu heimamenn nokkuð vel með 0-5 tap. Næsti leikur er úti gegn Atletico Madríd í Meistaradeildinni og á sunnudaginn er stórleikurinn gegn United á Old Trafford. Þétt dagskrá og almenn gleði.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Endilega kíkið á Honkítonk BBQ á Snorrabraut og gefið upp Kop.is til að fá 10% afslátt af pöntun.

MP3: Þáttur 352

5 Comments

 1. Varðandi leikinn gegn A. Madrid
  Annaðhvort þarf VvD að byrja, eða þá að Konaté og Matip spili saman.
  Furðaði mig á athugasemdum Klopp sem var að væla yfir að Gomez spili ekki með landsliðinu??
  Ég dýrka Klopp en ég skil ekki afhverju hann þarf alltaf að væla yfir einhverju.

  1
  • Skrítið að honum finnist það furðulegt..Gomez búinn að vera meiddur í svona 1 ár ég skil það bara mjög vel og ef ég á alveg að vera hreinskilinn þá er það bara gott hann meiðist þá ekki á meðan.

 2. Takk fyrir þetta strákar. Er þó aðeins meira kvíðinn en þið varðandi MU leikinn. Þetta er nefnilega leikurinn sem aldrei þarf að æsa MU menn upp til að berjast. Rosalegt prógramm í gangi núna þar sem ekkert má útaf bregða….
  …5 leikir á 15 dögum
  …vonandi hvílir Matip á móti AM
  …vill að Salah verði eitthvað hvíldur svo hann springi ekki fyrir jól
  …Hendo þarf einhverja hvíld enda virðist hann ekki alveg búinn að jafna sig eftir síðustu meiðsli
  …TAA er heill
  …Keita er óvenju mikið heill, virkileg viðbót við liðið frá síðasta vetri
  …Fabhino kemur inn í miðjuhópinn og styttist í Thiago
  …Jota þarf að sprikla töluvert í næstu leikjum sem er gott. Á góðum degi frábær leikmaður
  …trúi ekki öðru en að Ox,Origi, Konaté og/eða Minamino fái einhverjar mínútur í næstu leikjum
  …deildin er jöfn og pínu hægt að naga sig í handarbökin yfir að hafa ekki náð amk einum sigri í jafnteflisleikjunum þremur
  …en aðalatriðið og það lang mikilvægasta er að sleppa við meiðsli úr þessari törn
  …eins og ég hef einhvern tímann skrifað þá óttast ég ekkert ef allir í liðinu eru heilir en því miður er það ekki alltaf raunin.

  1
 3. Er ekki málið núna að stuðningsmenn okkar í stúkunni fari að sýna Salah hversu mikið við viljum hafa hann með TD stórum fánum og það væri hægt að breyta söngnum Mo Salah running down the wing I Mo Salah writing new contract, bara svona hugmynd. Mætti helst henda í mósaík mynd þar sem er sagt hvað við elskum hann og viljum ekkert meira en nýjan samning. Ef hann TD tekur 3-4 season í viðbót og heldur áfram að spila eins og hann er að gera verður hann í sögubókum Liverpool á sama stalli og Dalglish og Gerrard. Hann hefur val um þetta eða fara og jú klárlega komin í sögubækurnar en 3-4 season I viðbót eða meira þá erum við að tala um hæðsta stall sem hann gæti komist á í bókum Liverpool..að missa hann næsta sumar fyrir kannski 50-60 milljónir með bara ár eftir af samningi er klárt að í fyrsta lagi er ekki hægt að fylla hans skarð þótt Klopp hafi gert ótrúlega hluti með marga leikmenn þá er ekki hægt að fylla þetta skarð að fullu og myndi auk þess kosta sennilega nær 100 kúlum að fá eitthvað í áttina að Salah sem samt yrði aldrei jafn góður leikmaður. Ég vill frekar sleppa að kaupa leikmann enda hvað sem þarf til að halda honum.það yrði allt annað að missa Mane þótt frábær sé því ég tel að það skarð sé vel hægt að fylla en auðvitað vill maður ekki missa hann á alls ekki við það.

  Klopp hlýtur að setja alla pressu sem hægt er a eigendurna að semja við manninn og er væntanlega að því núna, standa ekki annars viðræður yfir akkurat núna ? Maður las fyrir nokkrum dögum hvort rétt sé eða ekki að umbinn hans hefði flogið til Englands allavega. Það er nefnilega djofullegt að Mbabbe semur sennilega við Real í janúar og þá er mjög líklegt að PSG myndi vilja Salah og þeir geta borgað honum 5-700 þús a viku og hann og umbinn hans vita vel að þeir geta fengið slík laun annarsstaðar og spurning hvort það myndi heilla Salah að spila með Messi og Neymar. Bara að sjá PSG hafna 180 kúlum í Mbabbe núna í haust vitandi að missa hann frítt segir allt sem segja þarf um hvað þeim er drullusama um fjarhagsreglurnar, þeim er sama að missa hann frítt enda bara fyrir eigandann eins og okkur venjulega fólkið að fara og kaupa okkur einn hamborgara slíkir eru 180 kúlur smápeningar í þeirra augum. Okkar menn myndu held ég aldrei sleppa því að selja hann næsta sumar og missa svo frítt árið á eftir.

  Ég held að Salah hafi aldrei sagt eða ýjað að því að vilja fara og maður treystir á að hann elski félagið og eins og Steini segir í podcastinu kannski fínt að gefa honum símanúmerið hjá Coutinho bara. Það er langt frá því öruggt að hann yrði jafn góður í öðru liði.

  Auðvitað er hann að biðja um há laun en launin í dag eru bara svona og hann er 17 hæstlaunaði leikmaður deildarinnar en er besti leikmaður deildarinnar. Bara De Gea er með 350 þús sem dæmi sem er reyndar stjörnu galið eins og Steini myndi orða það. Menn hljóta að reikna það út að allan daginn borgar sig að borga honum þessi 350-400 þús a viku. Alveg til I að losa einhvern annann ef það þarf, TD Mane og kaupa eitthvað ungstirni á helmingi lægri launum sem Klopp getur gert stjörnu úr, TD þennan ismaila Sarr hjá Watford eða eitthvað álíka. Ekki má gleyma að Salah selur treyjur og varning sennilega fyrir þessum launum. Ég hugsa að það yrði gersamlega allt vitlaust ef okkar menn semja ekki við hann og mér væri sama ef svo fer ef einhverjir fara og kveikja í húsum eigendanna. Klopp gerði nýlega nýjan samning til 24 og ætlar sér eflaust að vinna fleiri titla og þá verðum við að halda okkar bestu leikmönnum.

  Skulum ekki gleyma því að síðan við unnum meistaradeildina og svo deildina hofum við farið í gegnum hvern felagaskipta gluggann á fætur öðrum án þess að eyða nánast neinu og ekki er mjög langt síðan maður las um methagnað hjá félaginu. Það var fyrir Covid en mér skilst nú að í Covid hafi Liverpool ekki tapað nema 6-8 prósent af tekjum sínum sem sennilega eru bara leikdagstekjurnar.

  Hvað segið þið hinir um þetta, þarf ekki sma umræðu um þetta ??

One Ping

 1. Pingback:

Liverpool 5, Watford 0 (skýrsla uppfærð)

Atlético Madrid – Liverpool (Upphitun)