Gullkastið – Klopp í sex ár og nýtt Olíufélag

Sádi-Arabía er loksins búið að klára kaup sín á Newcastle og koma til með að breyta því félagi í nýjasta Olíufélagið í boltanum. Jurgen Klopp fagnaði sex ára starfsafmæli með Liverpool og leikjaprógrammið út þennan mánuð er nokkuð krefjandi með útileikjum og fjarveru lykilmanna.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Endilega kíkið á Honkítonk BBQ á Snorrabraut og gefið upp Kop.is til að fá 10% afslátt af pöntun.

MP3: Þáttur 351

13 Comments

  1. Trent og Thiago virðast ekki vera farnir að æfa á fullu sem þýðir að Thiago verður í besta falli á bekknum gegn Watford.

    Engar meiðslafréttir finn ég af Keita en það eru sirka 50% líkur á að hann nái sér í knock fram að leik.

  2. Getur einhver sagt mér í hvernig í FUCKING ANDSKOTANS HELVÍTINU FIFA getur sett landsleik á dagskrá hjá Brasilíu aðfaranótt föstudags og okkar menn með leik í London í hádegi á laugardag ????
    ég man aldrei eftir að hafa sér nokkurn mann í neinu liði taka landsleikkaglugga og þurfa að missa af næsta leik á eftir.

    Er einhver séns að það verði einkaflugvél bara til London og Allison geti spilað allavega, hann getur sem markmaður auðveldlega spilað tvo leiki með svona stuttu millibili þótt við gætum ekki notað Fab.

    Veit einhver eitthvað meira um þetta ? Þetta er án djóks ef þeir missa af leiknum meiri steypa en kaup sádana á Newcastle.

    Og annað Jota meiddist víst eitthvað og á að vera tæpur, hvernig er staðan á honum og já er Firmino klár ?

    Tek fram að ég er ekki og ekki haft tíma til að hlusta a podcastid hérna að ofan ef menn hafa rætt þetta þar.

    Svo er skemmtileg dakskra framundan ekki nema 4 útileikir í röð, erfiður leikur gegn Watford, hversu oft hofum við séð lið með nýjan þjálfara vinna fyrsta leik á eftir og kannski 2. Svo er það Atletico Madrid úti á þriðjudag eða miðvikudag, svo Old Trafford helgina þar á eftir og fjórði leikurinn í röðinni er svo útileikir gegn preston í deildarbikar.

    1
  3. Kannski eitt enn þá hefur maður mestar áhyggjur vegna þess að við eigum ekki varamarkmanm, myndi án djóks velja Milner frekar í markið en Kelleher og reyndar Adrian líka, maður er með hjartaáfall í hvert sinn sem kelleher kemur nálægt boltanum.

    Klopp hlýtur að vera gersamlega trylltur útaf þessu ef þeir eru að missa af þessum leik.

    • Bara alls ekki sammála þér með Kellegher, hann hefur alveg sýnt að hann getur verið varamaður fyrir Alisson.

      14
      • Verðum þá bara að vera sammála um að vera ósammála um það en ég fullyrði að Kelleher væri varamarkmaður flestra liða í Pepsi í deildinni

    • þú hefur líklega verið fjarverandi þá leiki sem Kelleher spilaði í fyrra. Kelleher stóð sig frábærlega í þeim leikjum sem hann spilaði og frammistaða hans er ástæða þess að varamarkvörður var ekki keyptur. Í deildarbikarleiknum gegn Norwich var hann að margra mati maður leiksins.

      Vissulega var hann ekki traustvekjandi fyrstu leikjum sínum í deildarbikarnum tímabilið á undan, en að halda því fram að þú viljir frekar fá Milner í markið opinberar leikskilning þinn.

      10
  4. ER an djóks engin samt sem veit neitt um þetta mál hvort Allison og Fabinho missi af leiknum gegn Watford af því þeir spila með Brasilíu aðfaranótt föstudags og hvernig ef svo er má það bara vera að menn séu að koma úr landsleikjum of seint og missi af næsta deildarleik ? Ég man aldrei eftir að slíkt hafi gerst

    • hvernig í andskotanum á einhver lesandi þessarar síðu að geta staðfest það?

      Báðir spiluðu gegn Venesuela.

      Spili Fabinho gegn Uruguay tek ég ólíklegt að hann byrji gegn Watford á laugardaginn.

      Mögulega verður staðan tekin á Alisson á hádegi á laugardaginn og hann sjálfur ákveði hvort hann spili.

      1
      • Var nú bara að meina að kannski las ég einhverja rugl frétt frá íslenskum miðli og kannski vissi einhver ástæðuna fyrir hvernig svona lagað gæti gerst.

        Að ég vilji Milner frekar í markið en Kelleher var augljós kaldhæðni sem ég held nú að allir með fleiri en hálfa skrúfu í hausnum hafi fattað. En ég er bara skíthræddur við þennan dreng og myndi frekar velja reynslu Adrian sem samt hefur verið mistækur eins og Kelleher, finnst okkur bara vanta mun betri varamarkmann en maður verður bara að treysta Klopp fyrir þessu og jú maður er aðeins rólegri þegar van dijk er i teignum því maður er mest hræddur við Kelleher í teignum.

        En það er bara að vona það besta og vona að Allison geti allavega spilað, hann gæti held ég auðveldlega spilað 3 daga í röð enda ekki að hlaupa 10-15 km í leik. Svo taka þessir menn einkaflugvél og geta lagt sig jafnvel í góðu rúmi á leiðinni heim svo maður bíður til guðs um að hann geti spilað á laugardag þótt kannski ólíklegra yrði með Fab.

  5. Bæði Matip og Konaté fóru heilir heilsu í gegnum landsleikina, annar þeirra getur spilað við hlið VvD um helgina og hinn verið til taks. Þá er að vona að Milner geti spilað 90. mín í hægri bakverðinum, hef ekki áhyggjur af vörninni ef svo er.
    YNWA!

    2
  6. Takk fyrir hlaðvarpið, drengir mínir. Það er notalegt að hlusta í göngunni. Ég er að styrkja veikt hjarta og þið hjálpið mér við það. Ég hef engar áhyggjur af laugardeginum því það er svo gaman að horfa á unga spilara með snillingunum. Þeir eru hungraðir og fullir af stolti yfir því að fá að reyna sig.

    3
    • Takk fyrir þitt innlegg Guðmundur. Gæti ekki verið meira sammála þér.
      YNWA

      1
  7. Þið rædduð bestu Klopp andartökin í hlaðvarpinu. Ég hugsaði svarið á annan hátt en þið, þ.e. ekki beint frá úrslitunum heldur hvað Klopp gerði í viðkomandi andartaki.
    Í hugann komu þessi:
    – Fagnið eftir sigurmark Lallana gegn Norwich
    – Fagnið með Alisson eftir að Pickford lagði upp á Origi.
    – Þegar hann sagði á fyrsta blaðamannafundinum: “I’m the Normal one”

    3

Sádi-Arabía kaupir Newcastle

Bikarkeppnin hefst hjá kvennaliðinu – Aston Villa mæta í heimsókn