Porto 1-5 Liverpool

Liverpool er farið að gera það að ákveðinni hefð í Meistaradeildinni að rúlla yfir Porto á útivelli og það var svo heldur betur raunin í dag þegar liðið vann 5-1 sigur á Portúgölunum. Tvö mörk frá Salah, tvö frá Firmino og eitt frá Mane kláruðu leikinn og setur Liverpool í ansi góða stöðu í riðlinum eftir tvo fyrstu leikina. Atletico Madrid vann AC Milan með marki úr vítaspyrnu í uppbótatíma og eru þessi tvö lið farin að skilja sig frá pakkanum en þau mætast í tveimur næstu umferðum keppninar og gæti sigur í öðrum hvorum leiknum farið ansi langt með að tryggja Liverpool annað af tveimur sætunum sem komast upp úr riðlinum en meira um það seinna!

Klopp gerði eina breytingu á byrjunarliðinu sem byrjaði 3-3 jafnteflið við Brentford um síðustu helgi, Trent Alexander-Arnold var meiddur og James Milner tók hægri bakvörðinn í hans stað. Enn er óvíst hvort Trent verði með gegn Man City um helgina en það er þó amk flott að Milner hafi tekið tvo góða leiki í bakverðinum upp á síðkastið og er ágætlega sjóaður í þeirri stöðu en vonandi verður Trent klár og í toppstandi um helgina.

Það var í raun aldrei, að mér fannst, nokkur vafi á það að Liverpool myndi vinna þennan leik. Frá fyrstu mínútu stjórnuðu þeir í raun bara öllum þáttum leiksins og settu pressu á Porto strax frá byrjun. Liverpool lék sér aðeins með Porto þar til á 18.mínútu þegar fyrsta markið kom. Curtis Jones keyrði inn á teiginn vinstra megin, átti fast skot á markið sem markvörður Porto varði í teiginn og Salah hafði betur í baráttu við varnarmann Porto og potaði boltanum yfir línuna.

Rétt fyrir hálfleikinn átti Trent Alexand… nei ég meina James Milner fínustu fyrirgjöf fyrir markið sem barst alla leið til Sadio Mane sem skoraði í autt markið. Markvörður Porto hefði nú svo sannarlega mátt gera töluvert betur í báðum mörkunum til þessa en Liverpool verðskuldað yfir þegar liðin héldu til hálfleiks og í raun bara spurning hve stór sigur Liverpool yrði á þeim tímapunkti.

Áfram fékk Liverpool færin og á 60.mínútu skoraði Mo Salah annað markið sitt í leiknum eftir frábæra sendingu frá Curtis Jones. Korter seinna náði Porto inn sárabóta marki þegar framherji þeirra stangaði fyrirgjöf í netið af stuttu færi, hörku fínt mark hjá þeim to be fair. Það kom smá andi yfir þá í kjölfar marksins og hafði Liverpool rétt áður skipt þeim Mo Salah, Sadio Mane og James Milner út af.

Sá baráttuandi Porto var nú ansi fljótur að deyja út þegar markvörður þeirra gerði líklega það allra versta sem hann gerði í þessum leik. Jones sendi boltann á Firmino sem var með varnarmann í sér og markvörðurinn var allt í einu kominn þarna til þeirra á miðjum vallarhelmingi Porto. Firmino náði að koma sér með boltann framhjá þeim báðum og setur hann í autt markið, markvörðurinn gerði sitt besta til að ná honum en náði til boltans þegar hann var kominn í markið.

Roberto Firmino skoraði svo annað mark sitt og fimmta mark Liverpool þegar boltinn barst til Jones eftir atgang í teignum eftir aukaspyrnu. Boltinn endaði í varnarmanni sem stóð við hlið Firmino sem náði að snúa og koma boltanum í markið af stuttu færi. Í fyrstu var flögguð rangstaða á Firmino en eftir að hafa skoðað það í VAR var markið gefið gott og gilt.

Ansi góður sigur hjá Liverpool og var þetta sjötti leikurinn í röð sem liðið skoraði þrjú eða fleiri mörk svo það er gott merki um það að sóknarleikurinn er í ansi flottum málum þessa dagana þó svo að það megi alveg færa rök fyrir því að mörkin í þessum leikjum hefðu getað og í raun átt að vera fleiri.

Salah var hrikalega flottur í leiknum og skoraði þessi tvö mörk. Mane var nokkurn vegin í takti við það sem hann hefur verið upp á síðkastið þar sem sumt alveg fáranlega gott en annað hefði alveg mátt fara betur, hann skoraði hins vegar gott mark sem er frábært. Jota komst í nokkur fín færi en boltinn ætlaði bara ekki inn.

Jordan Henderson og Fabinho voru alveg rosalega öflugir á miðjunni, Matip og Van Dijk díluðu nokkuð auðveldlega við það sem reyndi á þá í vörninni og Firmino átti ansi flotta innkomu en þeir tveir sem mér fannst standa hvað mest upp úr í kvöld voru þeir Andy Robertson, sem átti svo sannarlega ekki góðan leik um helgina, og Curtis Jones sem sá algjörlega um að stjórna leiknum. Hann var meira og minna þáttur í fjórum af fimm mörkum Liverpool og var bæði frábær varnarlega og sóknarlega. Hann er að koma mjög sterkur inn í liðið aftur og virðist ætla að grípa tækifærið sem hann fær í kjölfar meiðsla Thiago og Elliott. Vonandi að hann haldi þessum dampi og eigni sér þessa stöðu á miðjunni, þessi strákur er gífurlegt efni. Robertson, Jones og Mane voru mjög flott þríeyki þarna á vinstri vængnum.

Þá er það stórleikur og tappbaráttuslagur gegn Man City um næstu helgi og þar dugir ekkert annað en sigur. Vonandi verður Trent klár í slaginn og fínt að Mane og Salah þurftu ekki að spila allan leikinn í kvöld, Firmino fékk góðan hálftíma og skaut sig vonandi í gang. Man City tapaði 2-0 gegn PSG í kvöld svo þeir verða eflaust ansi mótiveraðir í að svara fyrir það svo það má búast við hörku leik!

17 Comments

 1. Frábær leikur hjá okkur þar sem flest allir áttu góðan leik nema kannski Diogo Jota sem var frekar slakur.
  Curtis Jones var geggjaður í kvöld og vonandi verður hann nýja local hetja liðsins. Salah og Mane voru virkilega öflugir og Firmino kom sterkur inn af bekknum og skoraði 2 mörk.
  Erum með 6 stig eftir 2 leiki og í frábærum málum.
  Næst á dagskrá er city og liðið ætti að mæta til leiks fullir sjálfstraust á meðan city tapaði 0-2 á móti PSG.

  10
 2. Kanski ekki hreint lak eins og maður var að vona en anskotinn hafi það 1-5 það verður ekkert betra en þetta og djöfull var CJ góður hann er eins og Lalana var upp á sitt besta X2. Menn ná ekkert af honum boltanum og hann verður betri og betri með hverjum leiknum. Ef liðið kemur svona gírað inn í MC leikinn þá erum við allan daginn að fara vinna hann kanski ekki svona stórt en samt.

  YNWA.

  13
 3. Sælir félagar

  Fullkomnir yfirburðiðr í þessum leik þrátt fyrir að vera manni færri nánast allan leikinn (Jota). Nei þetta er nú ekki alveg sangjarnt en samt – Jota var áberandi lélegastur í þessum leik í annars gríðar sterku liði Liverpool þar sem Curtis Jones og Moa Salah fóru fremstir. Firmino minn maður kom svo inn á og skoraði tvö. Vörnin góð en reyndi lítið á Alisson sem þó gat lítið við eina marki Porto gert. Matip skildi Gomes eftir með tvo sóknarmenn?!? og það kostaði mark. Frá bær 3 stig gegn liði sem maður hélt að væri sterkara – eða þá að Liverpool liðið er bara svona firnasterkt 🙂

  Það er nú þannig

  YNWA

  8
  • Afskaðu en hvað færðu út úr því að senda pillu á Jota eftir alla leiki sem skorar ekki?

   Jota hefur byrjað 7 leiki þetta tímabil og í þeim hefur liðið skorað 22 mörk. Aldrei færri en 2 í leik, (3 eða fleiri í 6 leikjum af 7) .

   Framlínan átti sinn versta dag á tímabilinu gegn Chelsea og þá var Jota óverðskuldað á bekknum.

   Þegar Jota var frá í fyrra gekk liðið í gegnum mestu markaþurrð í stjóratíð Klopp.

   Er svona erfitt að gleðjast með þessum frábæra leikmanni sem fær alla í kringum sig til að leika betur?

   20
   • Jota er að fá 7 í einkunn á flestum vefmiðlum. Að segja að liðið hafi leikið einum færri með hann innanborðs opinberar hvað þú ert lélegur leikgreinir.

    5
   • Sæll Birgir

    Ekkert að afsaka en ekki misskilja þessa misheppnuðu fyndni mína um Jota. Hann er frábær leikmaður eins og við munum frá síðustu leiktíð þegar við söknuðum hans mikið. Hitt er svo annað mál að hann átti að mínu mati “offdag” í gær og það eiga allir leikmenn annað slagið.

    Reyndar finnst mér hann vera búinn að vera frekar slakur í haust nema í einhverjum tveimur leikjum en það breytir ekki því að hann er magnaður á sinum degi og skorar oftar en ekki mikilvæg mörk og skiptir liði gríðarlegu máli. En það er nú samt svo að við höfum misjaflega mikið álit á leikmönnum liðsins og Jota er ekki minn uppáhalds en – samt góður. Ég vona að mér fyrirgefist að vera að einhverju leyti ósammála þér um Jota þrátt fyrir allt 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
   • Já það sást vel þegar Jota meiddist á síðasta tímabili og botninn datt úr tunnuni allt varð meira predictable.
    Það hlítur að vera algjört helvíti fyrir varnarmenn að eiga við Jota þar sem hann er jafnvígur á báðum og getur skorað hvar sem er á vellinum.

    Og hlítur að vera ömurlegt líka að fá ferskan Firmino inná síðar í leik ég er alveg sáttur við þann súper sub vonandi er Firmino sáttur við það hlutverk líka það er alveg jafn mikilvægt.
    En mjög gott að geta rotaterað svona góðum leikmönnum eins og þeim þó ólíkir séu.

    3
   • já, vissulega SigKarl

    Þessi spjallborð eru til að deila skoðunum. Það væri ekkert gaman að þessu ef allir væru alltaf sammála.

    2
  • Það er líklegast að bera í bakkafullann lækinn að andmæla þessari gagnrýni á Jota. En ég set samt mín andmæli með hérna. Fannst hann vinna vel fyrir liðið og átti t.d stóran þátt í að opna sendingarleiðina fyrir CuJo í öðru marki Salah. Frammistaða framherja er ekki bara mæld í skoruðum mörkum hjá honum sjálfum.

   1
  • Sammála því. Salah og brimbrjóturinn Fabinho áttu líka frábært kvöld.

   10
 4. Ég pæli stundum í því hvar þetta lið okkar væri ef Salah hefði ekki verið keyptur á sínum tíma. Eg er á því að Klopp sé mikilvægastur en Salah er mögulega besti leikmaður í heimi. Ef ég gæti skipt á Salah og hvaða leikmanni sem er? Held í alvöru það sé enginn. Salah bara mætir og skorar. Alltaf.

  Þvilk byrjun á þessu tímabili.

  18
  • Salah sannaði ansi mikið í fyrra þegar Mané og Firmino áttu sína eyðimerkurgöngu þá hélt Salah áfram að skora regulega þó svo liðið væri að leika illa.

   Þetta tímabil finnst mér hann líka vinnusamari en nokkru sinni og er að skila mun betri pressu og varnarvinnu en áður.

   Salah kemst ekki upp með að labba um völlinn og hvíla sig eins og Messi, Ronaldo, Neymar ofl.

   18
 5. YNWA.
  Mo Salha er einfaldlega besti Knattspyrnumaður í heimi, svo einfalt er það. Með þessum ótrúlega hraða sínum er hann að draga allt liðið með sér. Allir leikmenn LIVERPOOL voru frábærir í þessum leik, þar á meðal Jota. Hann er sífellt að ógna markinu sem gefur afl í leikinn.

  6
 6. Besta sem þessir vonlausu eigendur Liverpool gætu gefið okkur í dag er nýr 3-4 ára samningur á Salah
  Staðreyndir tala sínu máli og þessi leikmaður er einn besti leikmaður Liverpool fyrr og síðar og það á að gera ALLT til þess að fá hann til að vera hjá okkur næstu 3-4 árin.

  7
  • Sammála að nýr samningur við Salah sé grundvallaratriði.

   Hvað sérstaklega af þessu gerir eigendurrna vonlausa:
   1. Halda Anfield og stækka í stað þess að byggja völl í úthverfi
   2. Byggja nýja nútímalega akademíu þar sem öll aldurslið félagsins geta æft
   3. Ráða Jurgen Klopp til að snúa við langvarandi veseni með stjórn liðsins
   4. Fjárfesta í alvöru nútíma innviðum fyrir heilsu, leikanalýsu, leikmannakaup/sölu, osfrv.
   5. Tryggja langtíma rekstrargrundvöll með því að auka tekjur af búningum, sjónvarpi, og öðrum samningum
   6. Ganga frá langtíma samningum við langflesta lykilmenn í liðinu löngu áður en þeir renna út og þar með auka laun þessara manna áður en samningslega var skylda.

   Og já, btw. það voru þessi vonlausu eigendur sem voru eigendur þegar Salah var keyptur.

   Á móti þessu eru nokkur klúður (miðaverð, að ætla að taka covid peninga, SuperLeague).

   Ef þú vilt gagnrýna eigendurna fyrir að setja ekki peninga í leikmannakaup, þá er það alveg sjálfsagt. En það er ákvörðun sem er ekki tekin af vonlausum eigendum, heldur af eigendum sem hafa sýnt að þeir hugsa um klúbbinn til langtíma og vilja ekki búa til fjárhagsmódel sem byggist á sykurpöbbum.

   15
 7. Flottur sigur. Van Dijk og Matip öruggir eins og vanalega. Frábært að hafa Konaté til að rótera við þá tvo.
  YNWA

  1

Liðið gegn Porto – enginn Trent

Árshátíð Liverpoolklúbbsins