Gullkastið – Tvö töpuð stig

Liverpool lenti í bölvuðu veseni með kála leik helgarinnar gegn Brentford þrátt fyrir að skora þrjú mörk og fá færi til að skora a.m.k. þjrú í viðbót. Það kostaði á endanum, auðvitað. Porto næst á dagskrá og svo risaleikurinn gegn Man City yfrirvofandi um helgina.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Endilega kíkið á Honkítonk BBQ á Snorrabraut og gefið upp Kop.is til að fá 10% afslátt af pöntun.

MP3: Þáttur 349

7 Comments

  1. Já, ólíkt Garth Crooks, þá horfum við á leikina og metum frammistöðuna útfrá því 🙂
    Hann blessaður skoðar bara skoruð mörk og stoðsendingar þegar hann velur lið vikunnar, spáir lítið í frammistöðu á vellinum. Nánast undantekningalaust fara varnarmenn í lið vikunnar hjá honum ef þeir skora mark, þótt þeir hafi svo skitið upp á hvirfil þegar kemur að varnarvinnu.

    1
    • Mér þótti Hendó ekki eins slakur og ykkur hlaðvarpsmönnum, en hann var heldur ekki góður og að velja hann í lið vikunnar er brandari.

  2. Sælir félagar

    Hendo var í liðið vikunnar hjá BBC en val þeirra á leikmönnum virðist anzi oft stýrast af öðru en frammistöðu í leikjum. Ég er sammála Einari og <ssteini; tvö töpuð stig og mér fannst varnarmenn okkar beinlínis skelkaðir í leiknum. Það var sárt. Aðskora 3 mörk á úrivelli á að duga til sigurs ef vörnin stendur sig. það gerði hún ekki.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  3. Takk fyrir þetta. Leiðist þó þessi, hálf heimtufrekja, umræða um töpuð stig. Lið tapa ekki stigum ef þau vinna eitt stig. Lið okkar á ekki, frekar en önnur lið, stigin þrjú sem eru í boði í upphafi leiks. Þú tapar ekki því sem þú átt ekki. Miklu eðlilegra er að ræða um að missa af tveimur stigum eða eitthvað álíka.
    Góðar stundir.

    4
      • Ég hafði gaman af þessu hjá þér sigkarl og aldrei áður pælt í þessu en auðvitað tapar maður af eða mistekst að fá 2 stig því fyrir leik þà à madur auðvitad ekki 3 stigin heldur á eftir að vinna sér þau inj..

        Annars svekkjandi að komast tvisvar yfir í leiknum og missa hann svo í jafntefli og með alla okkar bestu varnarmenn, markmann plús fabinho fyrir framan. Svona lið á varla að geta fengið á sig mark hvað þá þrjú. Vonum að vörnin detti strax aftur í lag eins og hún byrjaði mótið og fékk á sig 1 mark í fyrstu 5 leikjum deildarinnar.

        3

Upphitun: Enn ein heimsóknin til Porto í evrópu

Liðið gegn Porto – enginn Trent