Liverpool 3 – 3 Brentford (skýrsla)

Fyrsta færið kom strax á þriðju mínútu. Curtis Jones hafði unnið boltann á miðsvæðinu og eftir þolinmóðan sóknarleik sendi Robertson boltann fyrir en Raya bægði hættunni frá. Ungi maðurinn var aftur í aðhlutverki skömmu seinna þegar hann vann boltann (aftur) á miðsvæðinu og kom honum á Jota. Jota sendi frábæra sendingu inn fyrir á Salah sem var komin einn á móti markmanni. Um allan heim voru Liverpool menn komnir á fætur til að fagna en Ajer skemmdi það með því að bjarga á línu. Þetta virtist koma heimamönnum í stuð því þeir áttu tvö færi á næstu mínutum. Aldeilis fjörugar mínútur og ekki minnkaði það þegar Raya kom útur teig til að hreinsa, beint á Toney sem skallaði á Mbeumo. Sá síðar nefndi vippaði  yfir Alison og Joel Matip bjargaði á línu.

Svo sýndi leikklukkan 11:00!

Næsta korter náði leikurinn þeim takti sem við var að búast. Liverpool miklu mun meira með boltann, en misheppnaðist þó að skapa sér hættuleg færi. Brentford lágu til baka og þrumfleygarnir fram virtust alltaf líklegir til að skapa eitthvað, þó Van Dijk hafi lært betur á þá. Það var fast leikatriði sem braut ísinn fyrir Brentford. Þeir fengu aukaspyrnu við hliðarlínuna, gáfu inn að miðju og það aftur út á kant til Canos sem stakk boltanum fyrir. Okkar menn misstu af honum og Pinnock gat ekki annað en skorað. 1-0 og okkar menn komnir í alvöru vesen gegn nýliðunum.

Þeir voru ekki lengi að komast aftur af stað. Langur bolti fann Salah á hægri kantinum, sem virkaði ögn týndur en gaf boltann í átt að hornfánanum þar sem fyrirliðinn okkar var mættur. Hendo setti boltann fyrir þar sem besti portúgali í heimi skallaði í markið!!! 1-1!

Skyndisókn Liverpool skapaði næsta færi Liverpool. Brotið var á Van Dijk og Liverpool vann boltann en hagnaður var ekki dæmdur. Van Dijk þrumaði bara samt fram á Mane og eftir smá spil negldi Curtis Jones í varnarmann, stöngina og til Jota sem skaut af örstuttu færi, en markmaðurinn Reya hélt áfram að skemma fyrir og varði frábærlega.

Það þurfti þrjár mínútur af uppbótartíma eftir þennan fjöruga hálfleik. Brentford að sína ákveðið hugrekki með því að skilja alltaf eftir allavega tvo frammi þegar Liverpool sóttu á mörgum mönnum og 1-1 líklega sanngjarnt þegar leikar voru hálfnaðir.

Seinni hálfleikur

Ekki minnkaði hasarinn í seinni hálfleik. Liverpool komst í skyndisókn eftir hornspyrnu Brentford en Salah var óheppinn að sleppa ekki í gegn. Diego Jota komst í annað dauðafæri en heimamenn björguðu í í horn, sem var að öðru horni þar sem Andy sendi boltann út fyrir endalínu hinum megin. Þegar boltinn var Brentford megin voru Liverpool uppá sitt allra besta, einsendinga spil með boltann og hápressa án hans. Leikplanið virtist vera að gefa hinu liðinu engan séns á að vera með boltann nógu lengi til að þruma fram.

Pressan borgaði sig. Liverpool voru með boltann og Fabinho vippaði yfir vörnina á Mohammed Salah. Egypski kóngurinn þurfti ekkert að ná stjórn á boltanum, setti hann bara með fyrstu snertingu í fjærhornið! Rangstaða var flögguð en VAR sá að lína Brentford var langt því frá að vera bein og Canos var að spila okkar mann réttstæðan! 100 mörk fyrir Liverpool staðreynd og engin verið fljótari í hundrað marka klúbbinn!

En við vorum ekki lengi í paradís. Brentford komust í sókn og Trent var skilin eftir einn eftir á fjærstönginni með þrjá andstæðinga í kringum sig. Einn þeirra skaut í slánna og boltinn hrökk á Janelt sem náði að troða honum inn þrátt fyrir tilraun Trent til að bjarga á línu.

Þessi leikur slaknaði ekkert. Okkar menn fóru í stórsókn. Hún virtist vera að fjara út þegar Curtis Jones einfaldlega Gerrardaði boltanum í netið! Geggjað mark hjá þessum tvítuga leikmanni! (og ef nefndin segir að þetta sé sjálfsmark útaf að skotið fór smá í varnarmann vil ég mótmæli á götum úti!)

Þegar korter var eftir átti Salah séns á að gera útum leikinn þegar Mané fann hann í fætur einn á móti markamanni. Reya kom hratt á móti Salah og okkar maður hafði allt of mikin tíma til að hugsa og skaut yfir! Miklu betra færi en hann skoraði úr!

Þetta reyndist dýrkeypt því þegar aðeins tíu mínútur voru eftir þá náðu Brentford að endurtaka uppskriftina af öðru markinu: Þrír leikmenn á fjærstöng, Trent undir í baráttunni og Wissa skoraði! Skelfilegt hreinlega. Ég var svo nánast búin að fleygja hlutum í vegg þegar Toney koma boltanum í netið en hann var nokkrum metrum fyrir innan varnarlínuna.

Þetta reyndist síðasta mark leiksins. Okkar menn blésu og blésu eins og úlfurinn í sögunni en allt kom fyrir ekki. Vissulega eru Liverpool á toppnum, en það er rándýrt að taka ekki öll þrjú gegn nýliðum.

Maður leiksins

Ætla að skella þessu á Jones. Hann var bara virkilega flottur og ég skil ekki sú ákvörðun að taka hann af velli. Salah missti þetta vegna klúðursins í lokin, en hann var auðvitað frábær.

Slæmur dagur.

Þegar þrjú mörk eru skoruð þá er ekki hægt að kvarta yfir sókninni. Matip átti einn af sínum verri leikjum og ég hreinlega velti fyrir mér hvort Robertson hafi spilað sig úr byrjunarliðinu í dag. En verst var hversu mikið Hendo hvarf þegar á leið.

Punktar eftir leik

 • Salah er vanmetnasti heimsklassa leikmaður sem ég man eftir. Við erum að horfa á besta sóknarmann liðsins í áratugi, njótið kæru stuðningsmenn hans.
 • Fyrir ári hefði VAR ákvörðunin tekið korter og einhvern veginn hefði Fabinho verið brotlegur. Þetta kerfi er að batna, hægt og rólega.
 • Curtis Jones er ennþá mistækur en hann er allur að koma til. Hann hefur alla burði til að spila 20 plús leiki í vetur.
 • Firmino er komin aftur og þá er hægt að dreifa álaginu aðeins á framlínuna, sem er ekkert nema jákvætt.
 • Ég bara man ekki hvenær varnarleikur liðsins var síðast svona lélegur. Það er líka hörmung að fá á sig nákvæmlega sama markið tvisvar, hvar var Matip?
 • Þetta Brentford lið er að fara að taka stig af fleiri toppliðum í vetur. David Raya… ég vil ekki sjá þennan mann aftur.
 • Bara ein skipting? Inn á kom Firmino sem var eins og góður og hægt var að ætlast til af manni sem er að koma úr meiðslum, var engin annar sem gat komið inn og breytt leiknum?
 • Það var rosalegur karakter að komast yfir eftir að hafa lent undir. Það var hörmulegt að missa niður forystuna tvisvar. Lið mega fara einu sinni eða tvisvar á svona prófum, ekki oftar ef það á að sækja þann stóra. Samt er Liverpool eina ósigraða liðið í deildinni þannig að ég ætla ekkert að missa mig yfir þessu.

Næst á dagskrá:

Stutt ferð til Porto áður en stóra prófið skellur á. Anfield, Man City, toppliðin í deildinni. Næsta helgi verður eitthvað.

 

31 Comments

 1. Sælir félagar

  Frammistaða varnarinnar í þessum leik var ömurleg. Joel Matip skilur TAA tvisvar eftir með með þrjá sóknarmenn í kringum sig og kostaði mark í bæði skiptin. VvD eins og hauslaus hæna fyrsta korterið en vann sig inn í leikinn en Matip á tvö mörk á sínum reikningi. Sóknin allt í lagi en ekkert meira því Mané átti varla sendingu á samherja fyrr en hann setti Salah í dauðafæri. Salah gerði svo það sama við Mané en hann skóflaði yfir eins og Salah á undan. Ömurleg niðurstaða í dauðafæri við að komast í þriggja stiga forustu.

  Það er nú þannig

  YNWA

  12
 2. Óþolandi að drulla svona….. menn eru ekki allir þarna til að deyja fyrir klúbbinn…. Trent reyndi að bjarga marki en Virgill horfir á boltan fara inn….. djöfull pirrandi úrslit eftir urmul af frábærum dauðafærum….

  3
 3. Verð að vera sammála lysendum hér í Svíþjóð þeir setja spurningamerki við skiptingu á Jones firminho hefði ekki verið skynsamlegra að fá inn milner í stað firminho? Alltaf hægt að vera vitur eftirá en firminho er enginn miðjumaður sem tæklar og vinnur bolta

  7
  • Nákvæmlega.

   Andartakinu áður en CJ skoraði sagði ég við son minn (10 ára og heldur að ég hafi mikið vit á þessu): ,,eftir næsta mark setja þeir Milner inn á”. Svo bara búmm mark og CJ tekinn út af … en þá kemur Firmino inn á. Af hverju ekki að efla vörnina með ólseigum Milner???

   Já og ég tek undir með skrifara. Robertson er að dala og Tsimikas er að vaxa.

   7
 4. En Klopp sér hann ekki það sama og við ..hefði ekki verið kanski sniðugt að henda Gomez inná og reyna þétta þetta ? Matip ENGAN veigin í takt í þessum leik og þú sást það í sófanum.

  5
 5. Vörnin var ömurleg að mestu leyti í dag … þetta var bara þannig dagur … en Liverpool er enn taplaust, er efst í augnablikinu og njóta skal þess. Brentford átti þetta stig skilið!

  Ef Brighton kemst á toppinn… þá skal ég glaður hlæja. En ég hef engar áhyggjur svona snemma móts. Mörgum sinnum áður hafa svona lélegir leikir af okkar hálfu tapast. Ekki núna. YNWA!

  3
 6. Ömurleg vörn. Langt síðan við höfum verið svona ömurlegir varnarlega. Konate inn næst takk. Hörmung

  3
  • “here we are with problems at the top of the league.”
   Á vel við en réttilega áttum við að vinna betur varnarvinnuna.
   Ánægður með mörkin hjá okkur samt!

   YNWA

   9
 7. Eins og dagurinn byrjaði vel fótboltalega, úff. Jæja samt á toppnum, er á meðan er.

  2
 8. Nú væri gaman að sjá Brighton taka 3 stig í þessari umferð. Annars fannst mér Brentford skemmtilegir. Sanngjörn úrslit þó Liverpool hefði átt að klára þetta.

  Margt jakvætt við leik Liverpool en þreytandi þetta endalausa hringl með miðverðina.

  5
 9. Tek hattinn minn ofanaf fyrir Brentford þeir áttu stigið skilið okkar menn voru með barnalegan varnarleik sem kostaði stigin 2.

  3
 10. Virkilega lélegt. Vörnin skelfileg.

  Og maður lifandi hvað ég get ekki þessa ömurlegu færanýtingu, leik eftir leik, tímabil eftir tímabil.

  Kemur heldur nánast aldrei neitt út úr hornum hjá okkur og enn síður úr aukaspyrnum.

  En varnarleikurinn í dag fær algjöra falleinkun.

  Gætu orðið dýr töpuð stig og nú orðið töluvert mikilvægara að tapa ekki fyrir City um næstu helgi.

  4
 11. Ömurlegt varnarlega?!?! Vorum við ekki að horfa á sama leikinn? Sóknin var lélegri en vörnin í dag og þess vegna unnum við ekki. Þegar menn fá færi eins og við fengum í dag gegn liði sem opnar sig fyrir þig, þá eigum við að klára þau. 4-2 ef Salah hefði skorað 1v1 á GK og leiknum lokið. En nei.

  Þetta 9-1 markahlutfall fram að leiknum í dag er meira heppni en annað og enganvegin sýnir liðið í þannig ljósi. Í dag var það bara sannað. Sóknarlega höfum við verið skárri en í dag, aftur, komum við upp um okkar veikleika fram á við. Við höfum engan sannan “finisher” sem getur klárað færi þegar þau gefast. Jota fellur vel inn í “front three” grúbbuna þar sem hann er alveg jafn mikill klaufi fyrir framan markið. Við þurfum 10 færi til að skora eitt mark sem er það sem gerði útslagið í þessu 3—3 tapi í dag. Robbie Fowler hefði gert þrennu í dag og þá meina ég 2021 Robbie Fowler.

  Vel gert(!)

  2
 12. Frábær skemmtun sem þessi leikur var og þvílík spenna. Úrslitin eru ekkert til að stressa sig yfir. Nánast öll önnur lið hefðu tapað þessum leik en við höldum okkar rönni áfram en erum við með rosalega stóran karakter!
  Núna er bara að halda áfram og njóta þess að horfa á okkar frábæra lið. Eigum alveg töluvert mikið inni og það mun allt koma.

  8
 13. Dýrt að Salah hafi mokað boltanum yfir í dauðafæri eða klúðrið hjá Jota en ég held að skúrkur dagsins hljóti að vera Matip sem átti 2 mörk.

  4
 14. 3-3 ekki góður leikur hjá okkur. Vörn léleg og þrátt fyrir 3 mörk þá klúðruðum við of mikið sóknarlega.

  Jæja erum á toppnum sem er besti staðurinn í deildinni þrátt fyrir að maður lítur á þetta sem tvö töpuð stig þá bara áfram með smjörið.

  6
 15. það að fá á sig tvö mörk nákvæmlega eins er það sárasta við úrslitin því svona gott fótboltalið þarf að lesa þetta betur en þeir gerðu en ég held að þetta verði til þess að stappa vörnina betur saman þar sem svona skita er alltaf eitthvað til að læra af og ef einhverjir gera það er það okkar lið. Koma svo áfram með smjörið klárum tvo næstu með hreint lak.

  YNWA.

  4
 16. Fyrst og fremst vanmat.
  Er ekki bara best að halda með LIVERPOOL ???

  3
 17. Allir hér inni sem eru eitthvað niður fyrir eftir daginn horfa á Ted Lasso þáttaröðina.

  YNWA.

  2

Byrjunarlið: Bobby á bekknum

Kvennaliðið mætir Palace