Gullkastið – Gamla góða formið

Góður sigur á Palace í deild eftir fáránlega óöruggan sigur á AC Milan í Meistaradeildinni. Liverpool er farið að minna aftur á 2018-2020 liðið. Norwich lítið mál í deildarbikarnum. 

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Steini í slæmum félagsskap

MP3: Þáttur 348

14 Comments

 1. Sælir félagar

  Takk fyrir skemmtilegan þátt og myndin er gulls ígildi og kemur upp um blæti SStens fyrir ofurstjórjum a la Pulis og co. Sammála því að maður hefur svipaða tilfinningu fyrir liðinu eins og á meistaratímabilinu – að þeir muni bara klára leikina hvernig sem allt veltist og snýst. Það er góð tilfinning.

  Það er nú þannig

  YNWA

  3
 2. Takk fyrir þetta strákar. Vissulega margt jákvætt og gleðjumst meðan vel gengur. Ég er einn af þeim sem hef ekki áhyggjur af okkar liði ef allir eru heilir. Við erum með best samsetta hópinn sem er enn á góðum aldri. En það er alltaf þetta en og ef með meiðslin sem virðast plaga okkar lið umfram önnur topplið. Gott að þið minntust á Milner karlinn þann ólseiga fjölhæfa gaur. Mér hefur lengi fundist hann vera einn vanmetnast leikmaður deildarinnar. Gleymun því ekki að hann kom frítt og hefur núna komið við sögu í yfir 250 leikjum hjá liðinu og hlýtur því koma hans til liðsins að flokkast sem ein bestu félagaskipti í sögu Liverpool. Oftar en ekki spilar hann í stöðum sem eru ekki hans uppáhalds og gleymun ekki tímabilinu sem hann þurfti að spila í vinstri bakverði nánast eða allt tímabilið. Gott ef hann var ekki valinn efnilegasti bakvörður Evrópu eftir það tímabil rúmlega þrítugur. Kíkti aðeins á stöðurnar hjá honum hjá Liverpool: Miðjumaður 137 leikir, Vinstri bakvörður 52 leikir, Hægri miðjumaður 21 leikur, Vinstri miðjumaður 12 leikir, Hægri bakvörður 12 leikir, Djúpur miðjumaður 5 leikir. Fjórða hvern leik hefur hann þurft að spila í bakverðinum öðrum hvoru megin. Við finnum sennilega ekki marga sem spila á svona mörgum stöðum í bestu deild í heimi.

  24
  • Sammála með Milner. Ólseigur andskoti. Fyrir utan það sem hann gerir á vellinum þá er Milner gríðarlega mikilvægur hlekkur í hópnum og viðhorfi hans og fagmennska hefur áhrif á aðra. Þarf að fara að henda nýjum samning á kvikindið og koma honum svo í þjálfarateymið þegar hann hættir.

   7
   • Mig minnir að Milner hafi farið frá city vegna þess að hann hafi fengið að spila á miðjunni(alltaf á kantininum) kom til okkar og var settur í vinstri bakvörður. Maðurinn er snillingur

    3
 3. Hvar fær maður þennan. Egils gull LÉTTÖL ?
  Klárlega mesti brandari í heimi þessar bjorauglysingar þegar talað er um léttöl en ALLIR vita að talad er um bjór. Megið auglýsa 50 tegundir af bjór mín vegna en þessar reglur eru bara svo asnalegar að maður getur ekki annað en hlegið.

  En góður sigur og liðið fær bara ekki á sig mark sama hver er í vörninni eða markinu, alveg magnað 🙂

 4. Ég sá viðtal við Pepijn Lijnders fyrir leikinn og hann talaði um að hann og Klopp sægju marga eiginleika við Minamino sem gætu nýst í vetur. Geri ráð fyrir að planið þeirra séu að hann sé hluti af hóp og með einhverri bætingu gæti hann komist í byrjunarliðið.

  Af þessum leik að dæma býr margt í honum og ég get alveg séð fyrir mér að hann eigi framtíð hjá okkur ef hann heldur áfram að aðlagast enska boltanum.

  1
  • maðurinn er 26 ára og hefur þegar fengið góðan aðlögunartíma.

   Hann skortir styrk og hraða til að verða fastamaður.

   En vonandi getur hann eitthvað byggt á frammistöðunni í gær því við verðum að nota hann í rotation í vetur. Þetta hefur ekki verið beysið hjá honum hingað til.

   1
 5. Takk fyrir skemmtilegt hlaðvarp.

  Fyrsta skiptið í langan tíma sem við fáum ekki úrvalsdeildarlið í deildarbikarnum 😀 En getið þið hjálpað mér aðeins því ég sá ekki manhjúdd og neverton í drættinum? Tímabilið byrjar yndislega vel, fyrir utan meiðslin!

  YNWA!

  5
 6. Gamla góða formið og gömlu góðu meiðslin 😉 Keita búinn að bætast við meiðsla listan. Það fór alveg framhjá manni en þetta er löngu hætt að koma manni á óvart.

  1

Norwich 0 – 3 Liverpool

Upphitun: Brentford býflugurnar á útivelli