Byrjunarliðið gegn AC Milan

Þá er Klopp búinn að tilkynna liðið sem mætir AC Milan í kvöld og kemur margt á óvart þar. Van Dijk sest á bekkinn meðan Matip spilar og Divok Origi kemur inn í hóp og beint í byrjunarliðið.

Bekkur: Adrian, Kelleher, Van Dijk, Konate, Tsimikas, Phillips, Thiago, Milner, Ox, Jones, Mané og Minamino

Nokkrar breytingar og kannski ekki þær sem maður átti von á en samt ansi sterkt lið sem mæti til leiks. Þurfum sigur enda þrátt fyrir að vera stórt nafn er Milan liðið úr neðsta styrkleikaflokki í okkar riðli og verða hlutirnir fljótir að flækjast í þessum erfiða riðli ef við tökum ekki þrjú stig í dag.

52 Comments

  1. Ánægður að sjá Keita og Gomez í byrjunarliðinu og Minamino á bekknum.
    Vonandi reynir Origi að sýna sínar bestu hliðar og kemur okkur á óvart.
    Vel gert að hvíla Van Dijk samt.

    1
  2. Fyrir þá sem eru að leita að stream-i mæli ég endalaust með þessu. Borgar 9 dollara á mánuði og getur horft á alla leiki í HD og fullt af öðrum stöðvum. http://www.rushmore.tv

    1
  3. Sæl og blessuð.

    Þetta verður fróðlegt. Hefði aldrei stillt þessu liði svona upp … en hver er ég og hvað veit ég?

  4. Vel gert Trent. Hlaut að koma að því að yrði varið víti frá Salah. Halda áfram að spila svona !

    2
  5. nei nei nei nei nei

    Hvernig var þetta hægt???

    Allir sofnaðir inni á vellinum. Engin alvöru nía þarna inni á vellinum og fyrir vikið hafa 20 og eitthvað marktilraunir runnið út í sandinn.

    Erum við að fara að tapa þessu?

    2
  6. Sváfu síðustu 5 mín og 2 mörk í smettið enginn gerir þetta betur en Liverpool

    3
  7. 2 skot 2 mörk!

    Gomes búinn að spila menn út úr rangstöðu í báðum mörkunum…..

    Það er bara ekki nó að vera með boltann og pressa vel ef menn nýta ekki tækifærin til að ganga frá leiknum…..

    Þetta er bara óþolandi!

  8. Erfitt að vinna leiki með tvo farþega inn á, Keita og Origi. Báðir skelfilegir og kæmust ekki í Burnley??

    2
    • Það er ekki við Keita og Origi að sakast. Fyrst og fremst lélegur varnarleikur með Gomes fremstan í flokki

      2
  9. Omg en hvað þetta er nú skemmtilegt að láta WC Milan taka sig í rassgatið og það á heimavelli. Og hvað er verið að gera með Gomes og Origi í þessu liði. Eins gott að að þeir verði teknir út af í hálfleik og Virgil og Mané komi inn í staðinn takk.

  10. tókum bara united á þetta.

    óendanlega mörg horn og færi sem enginn getur skorað úr, skipti engu þó við fáum 20 horn í viðbót þeir þurfa ekkert að óttast.

  11. Út af asap með Gomes og Origi. Henderson hefur líka verið syfjaður. Inná með VVD, Mané og Thiago. Nennessekki.

    2
  12. Ferlega svekkjandi að fylgjast með Origi. Er alltaf bjartsýnn fyrir hans hönd og þetta byrjaði bærilega. Skot rétt framhjá og unnir einhverjir boltar í hápressunni. En hann er einhvern veginn ekki í neinum takti við neitt. Salah hefði auðvitað átt að skora úr vítinu (skelfilegt skot).

    Þetta er sögulegt klúður og nú eru mílanómenn í banastuði, munu grjótkítta í vörnina og Giroud verður skeinuhættur frammi.

    Væri gaman að heyra hárblásararæðu Klopps í leikhléi.

  13. útaf mep Origi og keita auðvita áttu þeir aldrei að byrja langt á eftir í formi.

  14. Gomes, Keita og Origi útaf í hálfleik takk fyrir. Að nýta ekki þessa yfirburði , omg

    1
  15. fjúkk. Origi rekur af sér slyðruorðið og Salah … takk!

    3
  16. Jæja Giroud mættur. Honum leiðist ekki að skora gegn okkur. Origi er búinn með árskvótann: Ein stoðsending (ok… ég skal var jákvæður).

    -Mané karlinn mættur. Væri til í Virgil þó ekki væri nema til að skora úr einhverju þessara 80 hornspyrna.

    og auðvitað til að dekka Giroud.

    3
  17. Að Origi hafi þurft að meyðast til að fara útaf er bara fáránlegt….

    2
  18. Dagsplanið hjá Keita er að rekja boltann til móts við vörn þeirra hvítklæddu. Snúa sér í hring og gef hann til baka … ef hann missir hann ekki.

    Það sætir furðu hvað honum gengur illa að laga sig að liðinu okkar. Algjört legend í þýskalandi.

    Svo er gaman að sjá Mané. Manískur að vanda en það er 10x meiri kraftur í honum en belgíska slánanum. Vonum bara að hann stilli sig rétt!

    1
    • “Dagsplanið hjá Keita er að rekja boltann til móts við vörn þeirra hvítklæddu. Snúa sér í hring og gef hann til baka … ef hann missir hann ekki.”

      ekki í fyrsta skipti sem þú opinberar leikskilning þinn

      3
  19. Það er ekki hægt að segja annað en það er gaman af þessum leik,

    3
  20. Jæja er þorandi að halda þessu?

    Verðum við ekki að skora tvö til viðbótar?

    1
  21. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að Gomez er ekki nógu góður varnarmaður.

    3
    • þetta er hans fyrsti leikur í 11 mánuði. Misstir þú af tímabilinu 19/20?

      19
  22. Jæja gamli tryggur og hinn óútreiknanlegi Chambo mættir.

    Hvenær skyldi sá síðarnefndi finna aftur sitt gamla form?

    2
  23. Chambo aðeins og ákafur að sanna sig. Missir boltann alltof oft.

    Fimm viðbótarmínútur…. væri bömmer að glutra niður stigum.

    3
  24. Jæja ef þetta hefst þá er ekki vafi í mínum huga hver er maður leiksins…

    … fáum á okkur tvö mörk eftir stjórnleysi í vörn
    …. náum ekki að nýta nema eina 49 hornspyrnum + föstum leikatriðum í leiknum.

    Maður leiksins sat á bekknum allan leikinn!

    Virgil van Dyke.

    Ef við höfum einhvern tímann verið í vafa um mikilvægi hans…!

    6
  25. Lesa thessi comments er bara joke, Liverpool er ad spila vi? top li?.. nenni ekki ad skrifa meira.

    Liverpool var sturlad I fyrri halfleik.

    Ekkert lid getur spilad svona I 40 min I heiminum.

    En okay Keita var ômurlegur, gomes var djók, allir Liverpool leikmenn voru lala og lucky win.

    Ef thu skilur ekki fotbolta, please ekki commenta drullu.

    6
    • þetta er mesta joke komment af þeim öllum.

      “Liverpool var sturlad I fyrri halfleik.”, “En okay Keita var ômurlegur, gomes var djók, allir Liverpool leikmenn voru lala og lucky win.”

      Ekki kommenta drullu.

      7
    • Það er naumast að þú ert klár og skýr. Við hinir tjáum okkur nú bara samt og höfum gaman af tjáskiptunum. Þú ert svo sem ekkert fyrir en þarft ekki að láta þér detta í hug að þú sért mestur og bestur og þaggir niður í þeim sem hafa aðra skoðun en þú. Sem betur fer líka, því annars væri þetta frekar litlaust 😉

      YNWA

      2
  26. Algjörlega sammála GHH… að lesa þetta!!! af 35 ummælum sem túlka má jákvæð eða neikvæð hér á spjallinu (ath hlutlaus ummæli eins og spurningar um stream eru ekki með) þá eru 12 jákvæð og 23 neikvæð sagt og skrifað, en leikurinn endaði samt 3-2 fyrir okkar mönnum!!!!! Róum okkur aðeins á neikvæðninni. Gangrýni er af hinu góða en niðurrif og neikvæðni er eitthvað allt allt annað.

    Til hamingju við öll með frábæran sigur og lið sem sannar sig aftur og aftur sem eitt af þeim bestu sem flest okkar hafa séð.

    12
  27. Djö. eru Liverpool góðir í fótbolta. Spila 40 mínútur í fyrri hálfleik og komnir í te í búningsklefanum þegar þeir fatta að það eru 45 míns í hálfleik. Koma til baka í seinni hálfleik og jafna áður fyrstu menn komust í sætin eftir pissusröðina. Valta svo yfir eitt af bestu liðum Ítalíu fram ok til baka og fram og til baka.

    Og þetta var 10 manna lið og Origi!

    Úti á Spáni gerðu Íberíuliðin okkur svo greiða og við gætum verið komnir langleiðina með síðasta leik í riðlinum fyrir unglingana ef við tökum Porto úti.

    Er líka með til sölu lítið notaða bréfpoka fyrir stuðningsmenn sem lenda í andnauð við minnsta mótlæti. ”Allt sem við þurfum að gera er að spila fótbolta”

    3

Meistaradeildin: AC Milan mæta á Anfield

Liverpool 3 – 2 AC Milan