Gullkastið – Svartur blettur á góðum sigri

Meiðsli Harvey Elliott settu sannarlega svartan blett á annars frábæra frammistöðu Liverpool gegn Leeds núna um helgina. Það eru kunnuleg andlit búin að raða sér í efstu fjögur sætin strax í fjóðu umferð og Meistaradeildin fer af stað í vikunni.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 347

10 Comments

  1. Fínn þáttur að vanda. Má panta umræðu um ástandið í framherjamálum næst?

    4
  2. Sælir félagar

    Þakkir skildar til ykkar og tek undir með Hendo að alvarlegar umræður um leikmannamálin í næsta þætti eða jafnvel bara aukaþátt um það dæmi alltsaman. Sem sagt ástand og horfur í leikmannamálum 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
    • nýbúið að taka þá umræðu og nýbúið að skella glugganum í lás. Við komum út í plús og lækkuðum launareikninginn.

      Það var mál ansi margra að Klopp væri ein ástæða þess að LFC hélt þétt utan um veskið. Að hann vill ekki hafa stóran hóp og vildi ekki fleiri leikmenn.

      Mögulega fengum við ekki annan sóknarkost vegna þess að við gátum ekki losað Origi.

      Sjálfur velti ég vöngum yfir því hversu ánægður Klopp sé þegar Minamino og Firmino eru meiddir og heill Origi er utan hóps og Ox eini sóknarkosturinn á bekknum.

      4
  3. Fyrir mér er Klopp ansi stórt spurningarmerki varðandi sumargluggann. Gerir hann ekki sömu kröfur og stjórnendur hinna stóru liðanna þegar kemur að breidd, þá á ég við sóknarbreidd liðsins ? Miðað við stöðuna þar í dag, þá eru Ox og Origi ekki kostir sem okkar lið á að sætta sig við ef kvarnast meira úr liðinu.

    4
    • Verð að vera sammála með Ox og Origi. Þeir eru dottnir út, það er bara svoleiðis. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvaða lausnir Klopp sé með uppi í erminni úr því hann segist vera ánægður með hópinn. Kannski ætlar hann að blóðga unglinga í vetur s.s. Kaide Gordon (16-17) eða Mateusz Musialowski (17-18)?

      2
      • Undir 19 var að vinna AcMilan u19 , 1 – 0.

        Helstu vonarstjörnur okkar í sókninni spiluðu leikinn þannig að enginn af þeim með í kvöld.

        Byrjunarlið:Harvey Davies – Conor Bradley, Luke Chambers, Billy Koumetio, Owen Beck – Tyler Morton, Lua Stephenson, James Balagizi – Kaide Gordon, Max Woltman, Mateusz Musialowski.

        Bekkur: Fabian Mrozek, Stefan Bajcetic, Oakley Cannonier, Bobby Clark, Melkamu Frauendorf, James Norris, Dominic Corness.

        1
  4. Takk fyrir mjög góðan þátt að venju.

    Minni á góða upphitun fyrir evrópukvöldið okkar með því að kíkja á mörkin hjá Young Boys í kvöld.

    I love this game!

    YNWA!

    6
  5. Kanski getur Milner leyst 9na af Klopp gæti prufað það ef að ástandið versnar.

    Always look at the bright side of life.

    3
  6. Maggi: “Þú þværð ekkert sko deplana af sebrahestinum.”

    Við KR-ingar mótmælum því algjörlega að sebrahestar séu með depla.

Leeds 0-3 Liverpool

Meistaradeildin: AC Milan mæta á Anfield