Alisson og Fabinho í banni gegn Leeds?

Brasilíska knattspyrnusambandið toppaði í dag endanlega vitleysuna sem fylgt hefur þessu landsleikjahléi þegar þeir fóru fram á það við FIFA að þeir leikmenn landsliðsins sem spila á Englandi og fengu ekki leyfi til að ferðast til móts við landsliðið í heimalandinu verði settir í fimm daga bann sbr. reglur FIFA.

Stjórnvöld í Brasilíu með forseta landsins fremstan í flokki hafa verið með þeim allra heimskustu í veröldinni þegar kemur að viðbrögðum við Covid-19 og er landið þ.a.l. eldrautt skv. sóttvarnaryfirvöldum á Bretlandseyjum. Þeir sem ferðast til Brasilíu og reyndar bara Suður-Ameríku eins og hún leggur sig mega ekki koma aftur til Englands nema gegn 10 daga sóttkví.

Ferðalangar frá Bretlandseyjum mega ekki heldur koma til Brasilíu  nema gegn sóttkví eins og kom eftirminnilega í ljós þegar landsleikur Brasilíu og Argentínu var stöðvaður rétt eftir að hann var flautaður á vegna þess að í landsliði gestanna voru fjórir leikmenn sem spila á Englandi. Það er í raun varla hægt að skálda svona vitleysu.

Þannig að krafa brasilíska knattspyrnusambandsins er í hróplegu ósamræmi við stjórnvöld í landinu og gildandi reglur í bæði Brasilíu og á Bretlandseyjum.

Bannið nær yfir landsliðsmenn brassa hjá Liverpool, Leeds, Man Utd og Man City, en ekki yfir Richarlison gerpið hjá Everton því hann fór með þeim á ÓL og á því inni hjá knattspyrnusambandinu, eins og það sé bara alveg sanngjarnt. Knattspyrnusamband Brasilíu er þar með bara farið að handvelja hvaða leikmenn spila næstu helgi með félagsliðum sínum!

Núna er spurning hvort FIFA láti bara í alvöru reyna á þessa vitleysu og þá í kjölfarið hvernig ensku liðin taka þessu, réttast væri að segja FIFA að hoppa lóðbeint upp í…

Ótrúlegt að FIFA detti það bara í hug að krefjast þess að leikmenn ferðist til rauðra landa og bara getur ekki staðist nokkur lög. Ennþá meira galið ef liðin sem borga þessum leikmönnum launin þeirra, öfugt við landsliðin, séu krafin um að missa þá ekki bara í landsliðsverkefni heldur 10 aukadaga eftir þau. Höfum í huga að það er annað landsleikjahlé í október og enn eitt í nóvember. Svona vitleysa blæs lífi í hugmyndir eins og Super League, deild alveg án spillingarsamtaka eins og FIFA og UEFA.

Þetta bara getur ekki verið búið og þetta bara getur ekki endað svona.

Annars er þetta að ég held gáfulegasta tillagan að mótsvari…

8 Comments

 1. Ég neita að trúa að þetta endi svona. Manni er svo farið að langa að sjá besta liðið okkar allt saman með Hendo, Thiago og Fabinho.

  Að geta búið til svona eins og óreglu rétt fyrst næsta leik meikar engan sens og hlýtur að vera stoppað af. Leeds missir sinn besta mann i Raphinha ef þetta gengur eftir en. Við Allison og Fabinho ásamt Firmono ef hann var ekki þegar meiddu. Meiri missir fyrir okkur klárlega en svona er þetta og vonum að þessi verði breytt.

  2
 2. Forheimska og ótrúlegt bull.
  Nú þarf PL og FA að standa í lappirnar.
  Svona lagað gengur ekki og á ekki að liðast í miðjum heimsfaraldri.

  4
 3. Skilst að ef þessum leikmönnum væri teflt fram þrátt fyrir bann, þá kæmi til sektar, sem varla væri óklífanlega há ?

  4
  • Vona að EPL neiti líka að borga FIFA svo mikið sem eitt pund í sekt. Láta þá frekar láta á það reyna að banna ensku deildina og stóru liðin fyrir að neita að senda leikmenn á gríðarleg áhættusvæði í miðjum heimsfaraldri.

   Skil ekki afhverju það er ekki nú þegar búið að fordæma FIFA niður í svaðið fyrir að svo mikið sem viðra það að verða við þessari fáránlegu ósk brassana.

   5
  • Best þegar maður les Að það séu til reglur um þetta að þetta sé hægt. Hverjum datt þessi regla í hug, bara já heimsfaraldur og læti og setjum þessa reglu ..

   2
 4. Er ekkert nýtt að frétta af þessu ? Ég get bara ekki keypt þessa ólýsanlegu heimsku þvælu ?

  Og já eitt enn er Firmino meiddur. Átt hann ekki að hafa meiðst lítið í síðasta leik okkar manna en ef svo hefði verið hefði hann varla farið í þessa landsleiki nema ef sé að rugla og hann hafi meiðst í landsleik núna fyrir einhverjum dögum. Allavega er hann meiddur eða ekki ?

  1
  • Firmino meiddist í síðasta deildarleik eins og þú segir og virtist þetta vera tognun á aftari læri sem þýðir lámark 2 vikur en oftast er þetta í kringum 3-5 vikur(getur alveg verið mikið lengur en það eru verstu tilfellinn).
   Klopp talaði um það að hann væri ekki heill til að ná að spila Leeds leikinn og hefur ekkert verið gefið upp hversu lengi hann verður frá en maður sér það stundum í líkamstjáningu leikmanna og hreyfigetu eftir tognun hversu alvarlegt þetta er og virtist þetta vera í vægari kanntinum.

   1

Leikmenn sem höfða til manns.

Næsta leikjatörn