Hvernig hefur samkeppnin breyst í sumar?

Skoðum lauslega hvaða breytingar hafa orðið á hinum liðunum í kringum Liverpool í Úrvalsdeildinni. Nettó eyðsla ensku liðanna er tíu sinnum meiri en La Liga liðanna og kaupverð leikmanna er vel rúmlega helmingi meira en spænsku liðin voru að eyða í leikmannakaup.

Arsenal

Það er ljóst að eigendur Arsenal ætla að treysta á að Emirates verði fullur allt þetta tímabil því að eftir fréttir af fjárhagsvandræðum félagsins í fyrra eru þeir með mesta nettó eyðslu fyrir þetta tímabil. Þá er verið að miða við kaupverð leikmanna, ekki endilega samninga við leikmenn.

Þetta er mögulega aðeins villandi engu að síður þar sem þeir eru að lána út leikmenn eins og Torreira, Guendouzi, Saliba og Bellerin, leikmenn sem ættu að eiga inni ágætis söluverð fyrir seinna.

Ben White kemur inn í hópinn fyrir David Luiz og gæti verið töluverð bæting á liðinu, Tomiyasu og Tavares koma sem breidd í sitthvora bakvarðastöðuna, Ödegaard kemur varanlega inn á miðju ásamt hinum ungu Lokonga og Balogun. Kaupin á Ramsdale eru hinsvegar áhugaverð, klárlega bæting á Rúnari Alex samt sem fer út í staðin.

Þetta virkar sem ágætis byrjun á þeirri tiltekt sem Arteta þarf að ráðast í hjá Arsenal, en þetta eru á sama tíma 165m í nýja leikmenn og ég sæi ekki einn þeirra nálægt byrjunarliði Liverpool.

Man Utd

Breiddin hjá Man Utd er miklu betri í vetur en hún var á síðasta tímabili. Sancho kemur inn fyrir Daniel James sem er í raun eini leikmaðurinn sem hefur verið nálægt hópnum sem yfirgefur United í sumar. Perreira kannski líka og inn fyrir hann fá þeir Lingard til baka úr góðu láni.

Varane er þeirra besti miðvörður í dag og svo bæta þeir auðvitað Ronaldo við hópinn líka. Erfitt að meta hversu stórt það er og hvaða áhrif það hefur á núverandi sóknarmenn þeirra. Hann náði svosem ekki að skila Meistaradeildinni til ofurliðs Juventus sem m.a.s. vann ekki einu sinni deildina í vetur.

Rétt tæplega 100m nettó eyðsla í leikmenn sem er auðvitað bara hálf sagan enda leikmenn eins og Ronaldo, Varane og Sancho miklu dýrari en bara kaupverðið segir til um.

Mjög fín viðbót við hóp sem var góður fyrir, Varane kaupin sérstaklega mikilvæg.

Man City

Jack Grealish urðu einu leikmannakaup City í sumar en út fóru Aguero og Eric Garcia. Augljóslega bara helmingurinn af því sem þeir ætluðu sér að gera. Eins missa þeir Mendy alveg úr hópnum. Frábær viðbót í Grealish en spurning hvort þetta hafi verið þeirra mesta vandræða staða? Þeir eru mjög líklegir til að mæta aftur á markaðinn í janúar.

Chelsea

Eins ótrúlegt og það kann að hljóma kom Chelsea út í mesta plúsnum á leikmannamarkaðnum í sumar. Þeir selja leikmenn fyrir 135m og kaupa Lukaku í staðin og fá Saul Niguez á láni.

Af þeim sem fóru í sumar eru m.a. Tammy Abraham, Zouma, Toumori, Bakayoko og Giroud.

Það er samt auðvelt að koma út í plús á leikmannaglugganum sumarið eftir að félagið keypti leikmenn fyrir 250m, Covid sumarið og var þá með 190m nettó eyðslu.

Chelsea kemur mun sterkara til leiks með Lukaku frammi og ekki síður með Tuchel við stýrið í stað Frank Lampard.

Tottenham

Ágætis tiltekt hjá Nuno á leikmönnum sem þjónuðu Pochettino vel, mest spennandi styrking hópsins er líklega Romero sem kemur á láni frá Atalanta og eins endurlífgun Dele Alli sem er bara allt í einu ekki lélegur leikmaður eftir að hann losnaði við Jose Mourinho.

Aðalatriði hjá þeim samt að losna við Mourinho, það er þeirra mikilvægasta breyting milli ára.

Hér er annars ágæt samantekt frá The Athletic á eyðslu liðanna í sumar. Palace, Leeds, Leicester West Ham og Brentford meðal þeirra liða sem láta hvað mest taka til sín á markaðnum, flest þeirra þurftu þess svosem.

4 Comments

 1. Sælir félagar

  Er það “statement” að koma út úr sumarglugganum með rúmar 3 millur í plús? Ef það hefði verið “statement” að kaupa heimsklassa leikmann hverlslags “statement” er það þá að koma út með gróða í sumarglugganum. Enn tönglast menn á því að það hafi verið flott að endursemja við flesta lykilmenn í glugganum. Hvenær varð það nauðsynlegt að gera það í innkaupaglugga? Er þá ekki hægt að semja við Salah fyrr en í janúarglugganum? Ég bara nenni ekki svona bulli.

  Það að LFC kaupir engan nema Konate í vor er aumt og segir ekkert nema hvað það er eymdarlegt miðað við hin liðin í kringum LFC. Við verðum að vona að ekkert gerist hjá framlínunni þó bæði Minamino og Firmino séu meiddir. Þessi meiðsl Firmino eru furðuleg því ekkert hefur heyrst frá klúbbnum um þau. Þora menn ekki að segja frá langvarandi meiðslum hans eftir skituna í glugganum? Nei ég bara spyr. (ATH: þessi status miðast við umræðuna í podkastinu.)

  Það er nú þannig

  YNWA

  3
 2. Í sambandi við að semja við lykilmenn þá er þetta eiginlega pínu nýtt fyrir okkur að ná að halda ár eftir ár í okkar bestu leikmenn.
  Owen, Torres, Suarez, Coutinho og Mascerano vildu allir fara frá Liverpool í stærra lið eða lið sem væri að berjast um titla.

  Ég hefði viljað sóknarmann inn í liðið en gleðst mikið að okkar stjórstjörnur og bestu menn eru að semja til lengri tíma.

  6
 3. Mig langar að koma með einn punkt varðandi þetta efni.

  Hvað er verkefnið?

  Vinna Premier Leage og meistaradeildina.

  Hvað þarf til?

  Góðan, samhæfðan HÓP sem funkerar í DAG sem framúrskarandi lið.

  Það að kaupa einhvern getur haft áhrif á ofantalið, en ekkert endilega. Ef enginn fæst inn í jöfnuna sem bætir núverandi lið þá er betra að bíða með skuldbindingar og kaup. Þangað til næsti gluggi opnast. Þannig virkar raunveruleikinn og þetta er besta leiðin til að fá maximum quality fyrir hver fjárútlát. Enginn á þessu spjalli veit um plott framtíðarinnar, en besta forspá um framtíðina er að finna í gjörðum fortíðarinnar og hún sýnir góðan rekstur og úthugsuð kaup á tímum Jurgen Klopp.

  Sem betur fer erum við með scout og sérfræðinga til að sjá um að gera hlutina rétt á réttu augnabliki því að kaupa og er í raun ómetanlegt fyrir okkur.

  10
 4. Konate inn fyrir 35m

  Út fara:

  Grujic 12.5m
  Awoniyi 6m
  Wilson 12m
  Miller 1.3m
  Grabara 3m
  Shaqiri 9.5

  Mismunur: 9.3m punda í plús.

  Loforð Henry og co um að það sé til peningur fyrir réttu leikmennina er smá saman að verða að gömlu loforði sem virðist ekki verða efnt. Það er alltaf mjög auðvelt að eyða í leikmenn þegar peningurinn kemur inn í formi gjafar (Coutinho, Suarez osfrv) enda ekki verið að fara í eigin vasa þá.

  Svo þegar gullmolunum fækkar og minna kemur inn af sölu leikmanna þá harðnar î ári og loforðið sem var nefnt 2010 virðist gleymt. Það má alveg segja að stækkun vallarins x2, kaup á nýju æfingasvæði og nýir samningar við núverandi leikmenn (til að halda verðgildi þeirra) sé um að kenna. Langtíma framtíð klúbbsins hvað tekjur þar með tryggðar. Ekki satt? Fer eftir gengi liðsins innan vallar en þetta metnaðarleysi/áhugaleysi/níska/snilld/heimska í enn einum glugganum mun spila stóra rullu í þeim örlögum, og mun vinna meira á móti okkur en með.

  Þjálfainn sagðist mjög sàttur við hópinn sem hann hefur (og samt notar hann suma furðulega mjög spart sem virkar eins og vantraust) og veður inn í tímabilið kokhraustur (eða Þýska þrjóskan sem bakkar upp amerísku “peningabolta” sparsemina). Ég er að vona að þeir séu búnir að gera eitthvað free transfer sem við fáum að gjöf næsta sumar sem óvænt útspil og útskýring á þessu metnaðarleysi þetta sumarið.

  Það er eitt sem fær mig til að halda ekki. Ok, tvennt. Í fyrsta lagi, launakröfur stóru boltanna er langt frá því sem Liverpool er tilbúið að borga. Í annan stað, afhverju er einhverjir kögglar að koma til Liverpool þegar framtíð Klopp nær ekki lengra en út þennan samning og lítil von um áframhald.

  Mjög svartur tónninn í mér þótt við séum með frambærilegt byrjunarlið eins og er. Metnaðarleysið í að styrkja hópinn mun koma aftan að okkur og ætla ég að segja það hér með strax: “I told you so!”.

  YNWA

Gullkastið – Glugginn glatað tækifæri

Leikmenn sem höfða til manns.