Sigur hjá kvennaliðinu gegn Watford í 2. umferð

Í dag fór fram næsti leikur kvennaliðs Liverpool í næstefstu deild, og var leikið á Vicarage Road, heimavelli Watford.

Matt Beard stillti liðinu svona upp:

Foster

Wardlaw – Robe – Matthews – Hinds

Kearns – Fahey – Holland

Lawley – Dean – Kiernan

Bekkur: Startup, Furness, Hodson, Moore, Humphrey, Walters, Parry

Það var nýtt nafn á bekknum því Georgia Walters gekk til liðs við liðið í vikunni eftir að hafa æft með því síðan í sumar. Í fréttinni er talað um að hún hafi gengið til liðs við klúbbinn á “non-contract basis” og undirritaður hefur ekki þekkingu til að átta sig á hvað það þýðir nákvæmlega. Hvort hún sé bara að mæta og spila ef hana langar?

Það er skemmst frá því að segja að okkar stúlkur unnu leikinn 2-3. Leikurinn fór vel af stað því liðið skoraði 3 mörk í fyrri hálfleik; Missy Bo Kearns opnaði markareikninginn með marki beint úr hornspyrnu, en Rhianna Dean bætti svo við tveim mörkum. Í síðari hálfleik slakaði liðið allnokkuð á, Watford stúlkur gengu á lagið undir lokin og náðu að pota inn tveim mörkum en komust sem betur fer ekki lengra.

Melissa Lawley lenti í samstuði í seinni hálfleik og þurfti að fara af velli, ekki ljóst hvort þau meiðsli þýða að hún verði lengi frá.

Semsagt, fyrstu 3 stigin í hús, og megi þau verða mun fleiri.

Þetta var einn þessara leikja sem ekki var sýndur beint nokkursstaðar. Það eru aðeins valdir leikir sýndir á “The FA Player” úr næstefstu deild, Liverpool virðist reyna að sýna heimaleikina, en þessi var því miður hvergi aðgengilegur. Við megum þó eiga von á því að geta séð helstu atriði inni á liverpoolfc.com fljótlega, og við munum bæta því inn um leið og það myndband verður aðgengilegt. En mikið væri nú gaman ef deildin myndi nú girða sig í brók og bara sjá til þess að þessir leikir verði öllum aðgengilegir í beinni útsendingu. Hefði nú verið tilvalin afþreying í þessu landsliðshléi hjá karlaliðunum.

5 Comments

  1. Það er óskandi að þær komist strax upp aftur í efstu deild. Og svo væri líka gaman að sjá þessa leiki, eru þeir í boði einhversstaðar?

    • Þessi leikur var ekki sýndur á netinu. Ég gæti trúað að klúbburinn muni reyna að sýna heimaleikina á YouTube rásinni (og á FB og Twitter etc.), og svo er alltaf einn leikur í hverri umferð úr næstefstu deild sýndur á The FA Player. En það virðist því miður ekki vera hægt að ganga að þeim vísum neins staðar. Sem er einmitt enn frekar hvatning fyrir því að komast aftur í efstu deild, því þá verður hægt að sjá alla leikina.

      2

Besta lið Liverpool í Úrvalsdeildinni?

Gullkastið – Glugginn glatað tækifæri