Gullkastið – Jafnteflistap og leikmannaglugginn

Svekkjandi jafntefli gegn tíu Chelsea mönnum, lokametrar leikmannagluggans og slúðrað um mögulega brottför Michael Ewdards.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 345

19 Comments

 1. Alveg er það tragískt að hafa annan eins þjálfara og Klopp í höndunum og annað eins stórlið og Liverpool – og tíma ekki að byggja undir fjárfestinguna með eðlilegum innkaupum og endurnýjun!

  Ég tek svo sannarlega undir með Magga og öðrum sem eru grútsvekktir út í FSG að gera ekki neitt til að styrkja aðalliðið. Framlínan riðar til falls og gargar á mannafla en það eina sem var keypt í glugganum er (gott og vel) fjórði maður í miðvörð.

  Það er ekki skrýtið að Edwards hafi láti það fréttast í dag/gær að hann væri ekki spenntur fyrir því að halda áfram að vinna fyrir FSG/Liverpool. Honum og Klopp er ætlað að kreista kraftaverk úr fimmtíu-eyringum, ár eftir ár eftir ár. Kemur auðvitað að því að menn fá nóg af slíkri tilætlunarsemi.

  16
 2. Takk fyrir hlaðvarpsþáttinn drengir, alltaf góðir. Fyrir meiðsli Bobby þá vorum við helv þunnskipaðir frammi, hvað þá núna !
  Ég bara trúi ekki öðru en að FSG fái inn einn framherja, af hverju getum við ekki bara fengið Kútinn aftur, það öskraði alveg á mann að okkur vantar sóknarmann með ógnun fyrir utan teig, hann er með þá ógnun. NO BRAINER !

  3
 3. Ég bara skil ekki hvernig stjórn Liverpool og Klopp finnist eins og það sé sniðugt að fara þetta þunnir sóknarlega inn í tímabilið.
  Það öskrar á mann að það vanti 1 ef ekki 2 sóknarlega í hópinn og ekkert að gerast.
  Búið að selja og losa út slatta af leikmönnum og 1 varnarmaður kominn inn.
  Edwards búinn að gefast upp á þessu og fer að byggja heimsveldi Real Madrid upp aftur og fær ti þess væntanlega endalausa fjármuni og mun mögulega byrja þá að kroppa í okkar félag.

  Hefur Liverpool einhvern tímann frá því að Klopp kom til Liverpool, fengið inn leikmann á lokadegi gluggans ?

  4
 4. En eru þið vissir um að FSG sé bara að stoppa kaup/sölur? Ég skil að FSG og Edwards eiga sölurnar en kaupin á leikmönnum er eitthvað sem Klopp á að vera tengdur. Það segir mér enginn að þjálfarinn sé rólegur yfir þessari taktík nema hann sé á kafi í þessu dæmi líka.

  Það pirrar mig að heyra þegar menn segja að það sé betra að kaupa ekkert en að kaupa menn á bekkinn því þeir þurfa að vera svo góðir til að komast í liðið.

  Andrés önd gæti labbað inn í þetta lið og kostar hann eitt Andrés blað. Þetta eitt og sér tel ég að sè Klopp og hann sé enn að díla við 2018 liðið árið 2021.

  Ég alveg hreint dáist af því að þeir vilji koma krökkunum inn og sýna öðrum að það er ekkert betra að kaupa fyrir marga milljarða til að vinna. Það bara verður svo erfitt þegar þú ert ennþá með “hjólastóla” menninguna í hópnum. Helmingurinn af varamönnunum eru alltaf meiddir og restin krakkar.

  Það þarf jafnvægi. Það að einu kaupin í sumar séu nýjir samningar handa öllum sem skipta máli er fín taktík en má ekki vera sú eina.

  Ströggl.

  2
 5. Sælir félagar

  Takk fyrir góðan þátt og fínar umræður. Ég er á sama máli og aðrir hér inni og geri pistil “Henderson14” að mínum orðum. Það er eins og FSG og aðrir sem að málum koma séu að kasta ryki í augu stuðningmanna með Hendo samningum sem að vísu eru góðar fréttir. En þær breyta ekki því að framlínan er veikburða og má ekki við neinu enda enginn til að koma í manns stað þar. Ef ekkert gerist í dag þá mega FSG og co skammast sín og skríða þangað sem sólin aldrei skín

  2
 6. Rhys Williams að fara til Swansea á láni og líklegast er Nat Philips að fara líka en hann verður ekki lánaður heldur seldur. Þannig að þessir 2 munu þá ekki bjarga sóknarlínuni þetta tímabilið þannig að við verðum væntanlega að hafa Kelleher í markinu og láta Alisson spila frammi að skalla inn boltum allt tímabilið.
  Er ekki alveg eins gott að láta bara Edwards fara í dag þar sem hann fær aldrei að kaupa neitt hvort eð er.

  2
 7. Verð meira en ósáttur ef ekkert verður keypt, verð bálreiður.
  FSG eru ekki að skora hátt hjá mér þessa dagana.

  1
 8. svona er þetta, verðum að spara.

  búið að láta alla skrifa undir nýja samninga þannig að næsti leikmaður inn er væntanlegur árið 2025.

  1
 9. Fúll og svekktur. Ekkert nýtt hjá FSG. Aldrei má eyða neinu af ágóðanum af árangri Klopp. Englandsmeistari, Evrópumeistari og Heimsmeistari og má ekki kaupa sóknarmann af því hann er með Origi á launum. Aldrei heyrt annað eins bull.

  Átti Michael Edwards að selja Origi til Barcelona fyrir 100m £ til að Klopp fengi pening til að kaupa leikmann?

  Liverpool er frábært lið sem varð bensínlaust á síðasta tímabili og en á eftir að fylla á tankinn.

  3
 10. Michael Edwards búinn að fá nóg og er að fara frá félaginu. Kemur í ljós á næstu vikum hverjir eru að spila fyrir klúbbinn og hverjir eru hérna eingöngu fyrir Edwards.

 11. Takk fyrir gott podcast að vanda.

  Sennilega hefðum við átt að setja Konate þarna fram í sóknina á móti Chelsea. Hefði komið með ógn í loftinu og náð að skapa meiri ursla en aðrir. Sóknarmenn okkar eru allir frekar líkir og ef plan A virkar ekki þá er ekkert plan B. Rútu heilkennið mun eflaust valda okkur vandræðum í ár eins og fyrri ár.

  Svo virðist sem Financial Fair Play er dautt – þá er mér sama hvernig klúbburinn er rekinn. Aðeins árangur og skemmtun skal það vera.

  1
 12. Nú eru viðskipti félaga í Englandi blómleg og Arsenal og Tottenham í miklum innkaupum. Stóð í þeirri trú að fjárhagurinn þar væri bágborinn en það er ekki að sjá. Því skil ég ekki stöðuna í Liverpool. Finnst vanta haklassa framherja og það virðist ekkert vera í gangi. Er enginn slíkur til sölu á þeim tímum sem flest félög eru í peningavandræðum. Ég hef ahyggjur af vetrinum því við eigum að stefna á titilinn. Er það raunhæft eins og staðan er í dag?

 13. Nú er Arsenal að reyna að losa sig við Alexandre Lacazette sem verður samningslaus á næsta ári og vill ekki semja aftur við þá, væri hann ekki flottur kostur í framlínuna hjá okkur ?
  hann er flottur sóknarmaður sem er á besta aldrei eða 30 ára, talað er um að þeir vilji 15 millur fyrir hann.

  2
  • Ónei, Lacazette hefur 0 í vinnusemi og er að upplagi mjöööööög latur leikmaður. Best væri ef hann færi bara til shitty eða celski 😉

 14. Maður er orðinn verulega fúll með þennann glugga. Ég hélt alltaf að þad kæmi alltaf annaðhvort miðjumaður eða einn sem getur spilad fremstu þrjár stöðurnar eða helst báðir en buber orðið nokkuð ljóst að hvort er að fara gerast. Gæti ekki verið meira pirraður og ég var ekki að biðja um nein 100 Mills kaup bara einn 30-50 milljón punda kall á getur styrkt liðið beint eða veikt það lítið. Taka svona jota kaup, menn eins og traore hjá Wolves, ismaila sarr hjá Watford og Daku eða doku þessi 19 ára belgi ef ég man rétt. Miðjumenn eins og Renato Sánchez ein og verið hægt að fá í kringum 30-40 skilst mér og þettta eru allt leikmenn sem tikka í öll box FSG .

  Annars hefði við átt að taka bara coutinho til baka úr brúna útsölunni þar . Getum heldur betur notað hann

  2
 15. Smoke and mirrors og propaganda í nýjum samningum lykil manna er það sem stendur hæðst í þessum glugga.

  Jú ég er jafn sáttur og allir með að lykil menn séu tryggðir liðinu áfram en engin styrking fyrir utan skyldukaupin á Konate og að gamni ætla ég að nefna þá sem eru farnir núna annað hvort seldir eða lán (svo best sem ég veit og hef þetta fyrir framan mig má leiðrétta mig ef það er eh vitlaust þarna)

  Kabak farinn aftur til Schalke (augljóslega gat hann ekkert ..eða hvað?)
  Woodburn lán til Hearts
  Shaqiri seldur til Lyon fyrir klink 6m
  Davies gaurinn sem er ekki til farinn á lán Sheffield Utd.
  Clarkson lán Blackburn
  Larouci fór á free transfer..góð viðskipti þar ??
  Wilson seldur til Fulham
  Awoniyi seldur fyrir klink til Berlin. 7.6m
  Millar seldur á klink til Basel 1.5m
  Grabara (GK) seldur til FC koben
  Sepp van den Berg lánaður til Preston
  Lewis lánaður til Livingston
  Wijnaldum frítt transfer til PSG..verstu viðskipti sem hugsar getur
  Jaros lánaður til St Patrick

  þetta er semsagt á þessu ári.
  það eru vissulega margir minni spámenn þarna en þegar einu mennirnir inn eru Konate og Elliot inní liðið þá setur maður spurningamerki við þennan glugga.

  3

Kvennaliðið fær London City Lionesses í heimsókn

Henderson skrifar undir á lokadegi gluggans