Kvennaliðið fær London City Lionesses í heimsókn

Það er komið að fyrsta leik stelpnanna okkar á þessari leiktíð, en þær fá London City Lionesses í heimsókn á Prenton Park. Í fyrsta skipti í langan tíma mæta áhorfendur á svæðið, og verður gaman að sjá hversu margir nýta tækifærið.

Við sjáum megnið af nýju andlitunum í hóp, þó er ljóst að Megan Campbell verður fjarri góðu gamni eftir hnjask sem hún lenti í á æfingu og kallaði á aðgerð.

Liðinu verður stillt upp á eftirfarandi hátt:

Laws

Wardlaw – Robe – Matthews – Hinds

Kearns – Bailey – Furness

Lawley – Kiernan – Holland

Bekkur: Foster, Startup, Fahey, Roberts, Hodson, Humphrey, Moore, Dean, Parry

Þrjú ný andlit í byrjunarliðinu: lánskonan Charlotte Wardlaw kemur inn í hægri bak, Jasmine Matthews kemur inn í miðvörðinn, og Leanne Kiernan í framlínuna. Ungstirnið Lucy Parry heldur áfram að vera í hóp, sjáum til hvort hún fái einhverjar mínútur. Ekki alveg ljóst hver ber fyrirliðabandið fyrst Niamh Fahey er á bekknum, kemur í ljós þegar leikurinn byrjar.

Það verður hægt að horfa á leikinn á netinu, t.d. á YouTube.

Við uppfærum svo færsluna síðar í dag með úrslitum leiksins.


Leik lokið með 0-1 tapi, eftir að London City Lionesses fengu víti á 61. mínútu sem þær skoruðu úr. Óþarfa tækling hjá Robe, og ekki fyrsta vítið sem hún gefur.

Sóknarógnin var einfaldlega ekki næg nema rétt síðustu mínúturnar þegar liðið reyndi að finna jöfnunarmark. Talsverð vinna framundan hjá Matt Beard & co.

Ein athugasemd

  1. Reyndar langlíklegast að Rachel Furness beri fyrirliðabandið, þar sem hún var útnefnd sem varafyrirliði fyrir einhverju síðan.

    2

Liverpool 1 – 1 Chelsea

Gullkastið – Jafnteflistap og leikmannaglugginn