Liverpool 1 – 1 Chelsea

 

0-1 Kai Havertz 22′

1-1 Mohamed Salah 45+5′

 

Framvinda leiksins

Frá fyrstu sekúndu var alveg ljóst að Liverpoolmenn ætluðu ekki að gefa tommu eftir og fengu leikmenn Chelsesa ekkert svigrúm til að athafna sig. Framan af leik voru leikmenn Liverpool aðeins líklegri, t.d. þegar Elliott átti ágætis skot rétt framhjá strax á 4. mínútu, en Chelsea voru svo sem líklegir til að valda usla. Það gerðu þeir t.d. eftir aukaspyrnu á 8 mínútu og sýndu strax mátt sinn í föstum leikatriðum. Við svöruðum með dauðafæri þegar Henderson fékk frábæra sendingu frá Alexander-Arnold, en gjörsamlega mistókst að stýra boltanum. Þannig gekk leikurinn framan af. Nokkur ágæt færi, og við aðeins meira með boltann og þrengdum betur að þeim en þeir að okkur.

Það var kannski aðeins gegn gangi leiksins þegar Chelsea skoraði eftir hornspyrnu á 22. mínútu þegar Havertz skoraði með kvikindislega nákvæmum skalla. Hann valsaði óvaldaður á nærstöngina og sneiddi boltann upp í loftið aftur fyrir sig, yfir Allison sem átti ekki möguleika. Glæsileg afgreiðsla, en fremur vandræðaleg vinnubrögð í vörninni. En það mátti vita að Chelsea yrðu alltaf feykilega hættulegir í föstum leikatriðum.

Næstu mínútur voru frekar jafnar, en liðin fengu bæði ágæt færi til að skora. Skömmu síðar fór Firmino meiddur útaf og Jota kom inná í staðinn. Lítið gerðist svo fyrr en í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þá átti Liverpool sendingu fyrir, sem var næstum farin útaf, og úr varð mikið havarí sem endaði í skoti sem þrýstist milli læris og handar Reece James þar sem hann stóð á marklínunni, og hreinsaði svo frá markinu. Eftir stystu VAR skoðun frá upphafi var dæmt víti og rautt spjald á Chelsea. Úr vítinu skoraði auðvitað Salah af fullkomnu öryggi. En þetta voru mikil læti og mótmæli og fengu Chelsea menn haug af gulum spjöldum á meðan þessu stóð.

Í seinni hálfleik má segja að Chelsea hafi unnið þrekvirki. Planið hjá þeim var augljóslega að heimsækja ekki Liverpool helminginn af vellinum næstu 30 mínúturnar. Heldur bara að halda út. Sennilega hefur Lukaku sjaldan verið jafn einmana nálægt miðjuhring á fótboltavelli. En þetta tókst hjá þeim, því okkur tókst ekki að skora. Við fengum nokkur færi, en engin frábær. Helst voru það menn ættaðir aftarlega af vellinum sem ógnuðu með fínum langskotum. Jafnvel með innáskiptingum, t.d. Thiago fyrir Henderson, og Tsimikas fyrir Robertson, þá tókst ekki að hrista upp í sóknarleik okkar. Sóknin var vissulega níðþung á köflum, en að lokum voru okkar menn of þreyttir til að geta gert þetta af nákvæmni, og ákvarðanir fóru að verða lakari og lakari. Og að lokum fjaraði leikurinn út og Chelsea varði stigið sitt.

Tölfræðin

Það er lítið um hana að segja og hún segir takmarkað um leikinn. Hún er öll Liverpool í hag, margfalt fleiri skot, margfalt fleiri horn, mun meira pósessjón. En það skiptir ekki máli því aðaltölfræðin er mörkin, og þeim skiptum við jafnt á milli okkar.

Maður leiksins

Það sem vakti helst athygli fyrir leikinn var að Elliott hafi verið settur í byrjunarlið í stórleik af þessari gráðu. Hann stóð undir því, og var kraftmesti leikmaður liðsins nánast allan leikinn. Hann vann boltann reglulega, hóf sóknir, átti ágætis marktilraunir, og gerði Chelsea lífið erfitt af öllu afli. Það má í þessu samhengi benda á að þegar Thiago var settur inn á til að hressa upp á leikinn var fyrirliðinn Henderson tekinn útaf, ekki unglingurinn Elliott. Það er vegna þess að hann stóð undir því trausti sem borið var til hans. Hann er því að mínu mati maður leiksins. Silfurhafinn er Van Dijk sem var virkilega traustur. Ef Lukaku lenti á honum gerðist ekkert, en það var alltaf einhver smuga ef hann sótti að Matip.

Slæmur dagur

Ætli það séu ekki flestir sammála því að Mané hafi átt mjög slakan dag. Það gekk ekkert af því sem hann reyndi. Það var sérstaklega áberandi í seinni hálfleik, en leikstíll hans virðist henta sérstaklega illa ef hann fær lítið pláss til að athafna sig. Allar ákvarðanir hans virtust leiða til þess að Chelsea fékk boltann og hreinsaði eða lagði af stað í sókn. Það var lítil hjálp í Robertson, og samvinna hans og Mané virtist nánast martraðarkennd. Vinstri vængurinn var sóknarlega lamaður og lenti sífellt á vegg. Heilt á litið var hægri vængurinn skárri, en ekki mikið meira en það. Gamall þjálfari minn úr yngri flokkum í körfubolta sagði stundum að ekkert lið spilar betur en andstæðingurinn leyfir. Það má því segja að Chelsea hafi gert virkilega vel í seinni hálfleik og gert það að verkum að mjög margir leikmenn áttu ekki góðan dag. Við áttum ekki gott svar við þeirra leik.

Að lokum

Það vissu allir að þetta yrði hörku leikur. Við vorum góðir meðan leikurinn var á eðlilegum forsendum. Að loknum þremur umferðum erum við með 7 stig af 9 mögulegum, og vorum að tapa fyrstu stigum gegn ríkjandi meisturum Meistaradeildarinnar. Þetta lið var að styrkja sig hraustlega, en ekki við. Þegar slíkt lið setur allt sitt fokdýra lið í vörn, er þá kannski eðlilegt að það sé erfitt að brjóta það niður? Það held ég, og ég held að það sé alveg pottþétt að þessi frammistaða í seinni hálfleik spái nákvæmlega alls ekkert fyrir um frammistöðu í næstu leikjum. Þetta var pínu svekkjandi, en á vissan hátt ekki óeðlilegt. Mané mun skora. Robertson mun leggja upp mörk. Elliott á eftir að verða enn betri (spáið í það!). En þetta var bara ekki sá (hálf)leikur.

43 Comments

  1. ömurlegur seinni hálfleikur og ekki séns að þetta lið keppi um titilinn með svona spilamennsku svo einfalt er það.

    8
    • Róa sig aðeins, þetta var ekki léleg spilamennska. Þegar lið lenda manni undir þá leggjast allir í vörn það sem eftir er því mjög erfitt að komast í opin færi, ekki síst gegn jafn góðu og skipulögðu liði og Chelsea.

      20
  2. Tvö stig töpuð ! Einum fleiri í seinni og nýttum það alls ekki.

    7
  3. Fremstu 3 algjörlega gagnslausir í þessum leik, sérstaklega Mané. 2 töpuð stig.

    Minnti mig á United leikinn þegar OGS þurfti að gera 2 meiðslaskiptingar í fyrri hálfleik og við gjaldþrota á að koma boltanum í markið.

    8
    • Mané bráðvantar sjálfstraust. Núna væri t.d. ekki ónýtt að Klopp ætti framherja eða væng til að keppa við Mané um stöðuna; narta svolítið í rassinn á honum. En ég er líka á því að Robbó hefði ekki átt að spila þennan leik. Þetta var steindautt hjá þeim tveimur vinstra megin frá upphafi. Klopp fær þó plús fyrir að setja Tsimikas inná en mínus (stærri) fyrir að gera það ekki amk. korteri fyrr.

      11
  4. Verulega ósáttur, kom bersýnilega í ljós hvað vantar.
    Nú þarf að taka upp veskið, vantar markaskorara ög skapandi miðjumann.

    9
  5. Í liðið vantar leikmann sem getur skotið utanafvellinum. Nú væri gott að hafa litla Kút.

    7
  6. Algjörlega brjálaður eftir þennan leik..hefðu Chelsea ekki fengið rautt þá hefðu þeir unnið þennan leik. Liverpool classa fyrir neðan Chelsea.

    13
    • Mögulega mesta bull sem ég hef lesið í dag. Ég er samt búinn að lesa DV og Mannlíf í dag. Livrpool var betra liðið í fyrrihálfleik og hefðu sennilega unnið þetta ef Chelsa hefðu ekki pakkað öllum í vörn í seinni hálfleik.

      15
  7. Harvey Elliott heldur betur að stimpla sig inn. Var hlaupandi eins og brjálæðingur og alltaf að stela boltanum. Hefði gjarnan mátt vera aðeins nákvæmari í sendingum, boltarnir hans rötuðu full oft hjá varnarmönnum Chelsea. Held að það komi með reynslunni.

    14
    • Hann er ótrúlega spennandi leikmaður og var með betri mönnum hjá okkur í dag.0
      Svekkjandi að ná ekki að klára leikinn einum fleiri en að sama skapi vel gert hjá chelsea að halda þetta út.

      3
      • Sammála, ánægjulegt að sjá hvað Harvey Elliott er orðinn góður. Klárlega einn af ljósu punktunum í dag.

        5
  8. Sælir félagar.

    Sterkt að jafna fyrir leikhlé en jafn dapurt að eiga varla skot á markið einum fleiri allan seinni hálfleik. Hugmyndasnauður og staðnaðuir sóknarleikur í seinni hálfleik og slappt að skipta ekki Robbo útaf strax á sextugustu mínútu. Hefði líka mátt prófa Uxann fyrir Elliot á svipuðum tíma þegar það vantaði algerlega að men tæku skot fyrir utan teig. Tvö töpuð stig þegar liðið er í dauðafæri ttil að setjast á toppinn. Seinni hálfleikur ömurlegur.

    Það er nú þannig

    YNWA

    10
  9. Hér ríkir gríðarleg bjartsýni, sé ég 😉 Tökum þetta erfiða stig núna og höldum áfram. Ekki nenni ég að væla yfir því að gera jafntefli á móti firnarsterku liði en auðvitað vill maður alltaf vinna, sérstaklega á heimavelli.

    32
  10. Hætta þessu kjaftæði og kaupa coutinho. Þurfum mann sem getur eitthvað fyrir utan teig á móti svona.

    6
  11. Afspyrnulélegar hornspyrnur kostuðu okkur tvö stig. Svo verður bara að segjast eins og er að framlína Liverpool náði bara alls ekki nógu vel saman manni fleiri.

    9
  12. Það tekur alveg á fyrir lið að vera einum fleiri líka. Liverpool veit ekkert fyrirfram hvernig Chelski breytir sínu liði í seinni hálfleik. Og á móti liði eins og Chelski, þá er þetta ekkert svakalegt sörpræs. Miðað við spilamennsku, þá voru þetta sanngjörn úrslit. Konan mín sagði að hún hefði ekki séð mig svona stressaðan yfir leik áður (í langan tíma) … ég andmæli því ekki, en þetta var stórmeistarajafntefli!

    Harvey Eliot minn maður leiksins. Frábær spilamennska hjá honum. Förum taplausir inn í hlé … flott mál! Upp með trúna! Áfram Fram!

    12
  13. Tillaga að tékklista eftir þennan leik
    Æfa horn, koma bolta yfir fyrsta varnarmann, ekki taka stutt
    Fækka einföldum sendingarfeilum
    Ekki æfa markmann andstæðinga í leiktíma
    Finna raunhæfan varamann fyrir Mané
    Taka fleiri skot utan af velli framhjá rútum
    Góðir andstæðingar sem leggja rútunni éta oftast stutt spil inn í teig
    Frítt í bíó fyrir Matip sem var maður leiksins

    6
  14. * Robbo ekki í formi. Mane og Tsimikas betri í fyrstu leikjunum.
    * Hendo ekki nógu hraður/teknískur gegn rútum.
    * Gaman að sjá Thiago/Elliott saman. Verður eitthvað
    * Tímabilið er langt og Chelsea með mannskap. Engin ástæða til örvæntingar þó þetta sé fúl niðurstaða.
    * Rútuliðin eiga svo sannarlega eftir að nýta sér áherslurnar í dómgæslunni. Treyjutog og hrindingar næstu algerlega leyft. Og tímasóun ekki stöðvuð.

    Liðið lítur vel út heilt yfir. Chelsea voru ekkert að fá fullt af færum í fyrri hálfleik. Markið var grís úr horni.

    11
  15. Mér fannst eins og dómarinn teldi sig skulda Chelsea eitthvað eftir vítadóminn. Þeir létu sig falla við minnstu snertingu i seinni og Azpilicueta kórónaði þetta í lokin með að kasta sér niður og klára þar með leikinn. Djöfull var erfitt að hirða upp á þetta. Mourinho style Chelsea gerðu það sem þeir þurftu og bæði lið geta þakkað fyrir stigið.

    Eg er ekkert ósáttur með þessi úrslit og er ennþá á því Liverpool vanti boozt. Helst í gær.

    4
  16. Hendó var einungis tekinn útaf því hann var að hægja á spilinu.
    Annars held ég að við hefðum átt meiri möguleika á sigri ef chelsea hefðu verið 11 allan leikinn

    3
      • Alls ekki sámmála.
        Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik. Við höfum lengi átt í vandræðum gegn rútuliðum enda getum við ekki lúðrað inn fyrirgjöfum á þessa stubba í boxinu.
        Hefði getað fallið á hvorn veginn sem er 11vs11 en hefðum þó amk átt sénsa á að breika hratt á chelsea liðið. Á þessa rútu leið mér eins og við gætum spilað fram á kvöld án þess að skora

        3
  17. Það mætti halda að við hefðum tapað þessum leik eins og Arsenal gerðu í hádeginu miða við umræðuna eftir leikinn.

    Fyrir leikinn var þetta 50-50 leikur og talað um Lukaku vs Van Dijk. Viti menn þetta var 50-50 leikur og þetta endaði 1-1. Van Dijk var með Lukaku í gjörgæslu í fyrirhálfleik þegar það voru 11 á móti 11 en Matip var í meira veseni með hann.

    Mér fannst við mjög góðir 11 á móti 11. Hápressan virkaði mjög vel og gerðum við þeim lífið leitt allan hálfleikinn. Unnum boltan aftur og aftur framarlega á vellinum og þurftu þeir að verjast mikið og héldu varla bolta.
    Liðið lenti undir eftir hornspyrnu en mér fannst samt gaman að sjá strákana í fyrri hálfleik þar sem við vorum að vinna 50-50 baráttuna aftur og aftur. Svo fengum við vítið og þeir manni færri svo að það var bjartsýni fyrir síðarihálfleik en tilfinning var aldrei sú að við myndum núna klára þetta létt.

    Í síðari hálfleik fengu Chelsea að spila upp á sína styrkleika 10 á móti 11 fengu þeir að vera skippulagðir og engin getur sett út á þá að pakka í vörn og loka svæðum. Líklega besta lið heims í skippulögðum varnarleik og því ljóst að þetta myndi ekki vera gefið.
    Svo gerðist það að við náðum aldrei að opna þá alveg þrátt fyrir nokkrar góðar sóknir og því fór sem fór.

    Alisson 7 – Gerði lítið í síðari hálfleik en var snöggur af línuni í þeim fyrri og virkaði öruggur í sínum aðgerðum.
    Trent 7 – Átti fínan leik og þá sérstaklega í fyrri hálfleik en í þeim síðari var hann mikið í boltanum en það kom ekki mikið úr því.
    Van Dijk 8 – Mér fannst hann frábær í þessum leik. Hann vann einvígið við Lukaku sem var alltaf að reyna að binda sig á Matip en þegar Van Dijk var á honum þá var þetta aldrei spurning. Í síðari var hann góður á boltan og góður sóknarmiðvörður.
    Matip 7 – Lítið hægt að setja út á hann nema tvö skipti í fyrri hálfleik þar sem Lukaku lét hann líta út eins og Arsenal varnarmann.
    Andy 6 – Náði sér ekki á strik sóknarlega og virkaði smá þreyttur og var tekinn af velli.
    Fabinho 7 – 11 á móti 11 var hann frábær og svo í síðari var hann líklega alveg solid en nýttis kannski betur þegar liðið þarf að verjast meira.
    Henderson 6 – Flottur í fyrri en virkar algjörlega týndur í þeim síðari þegar þarf að skapa og ógna marki.
    Elliott 7 – Flottur leikur hjá stráknum. Kraftur í þeim fyrri og var að reyna í þeim síðari. og var mikið í boltanum. Mér fannst hann bara ágætur í síðari þar sem hann var að taka oft rangar ákvarðanir en áræðin er hann. Strákurinn er aðeins 18 ára og er rosalegt efni .
    Mane 6 – Á fullu allan leikinn og átti skotið sem var þess valdandi að við fengum víti og þeir misstu mann af velli. Það gekk samt lítið hjá honum í síðari hálfleik en með Andy ekki alveg heilan með sér og Hendo sér við hlið þá var ógnin minni þeim megin.
    Salah 6 – Ég geri bara kröfu um meira frá honum. Hann skoraði úr víti fagmannlega og með Elliott/Trent sér við hlið og stundum 1 í 1 stöðu þá kom eiginlega ekkert frá honum.
    Firmino 6 – Átti solid leik áður en hann fór meiddur af velli. Var að koma vel til baka og taka þátt í spilinu.

    Jota 5 – Mér fanns hann skelfilegur allan tíman sem hann spilaði. Komst lítið í boltan, var lítil ógn í honum og hentar honum greinilega betur þegar hann hefur svæði til að hlaupa í en ekki pakk vörn.
    Thiago – Hefði mátt spila meira en það kemur mikið spil í kringum hann.
    Tisminkas – Hefði mátt koma fyrr inn á fyrir Andy sem var þreyttulegur.

    Það má alltaf segja ef og hefði en ég hefði viljað sjá Keita fá nokkrar mín á miðsvæðinu en hann er klókur í að vinna á litlu svæði.

    Mér fannst framistaða Liverpool 11 á móti 11 mjög góð en umræðan undanfarið hefur verið mikið um að þetta Chelsea lið sé líklegast núna að vinna titilinn eftir að Lukaku kom(og Kane ekki til City). Við gjörsamlega slátruðu þeim með þessari hápressu en náðum ekki að vinna nógu vel þegar við vorum manni fleiri en þetta var engin heimsendir.

    Mín skoðun á Liverpool hefur ekki breyst eftir þennan leik við erum með drulluflott og skemmtilegt lið sem er til alls líklegt í vetur og þetta voru ekki slæm úrslit.

    YNWA

    34
  18. Eitt stig í hús er betra en ekkert en við töpuðum ekki tveimur stigum eins og einhver sagði hér í athugasemdum. Leiðist ákaflega þegar menn tala um að tapa stigum. Auðvitað er ekki alslæmt að vinna ekki leikinn en hið slæma er að MC er bara einu stigi á eftir. Ekki hefði þurft neina gríðarlega heppni til að vinna leikinn og held ég að þetta sé allt á réttri leið. Elliott virkilegt efni. Áhyggjuefnið beinist þó fullsnemma að meiðslum, tveir í meiðsli í fyrstu þremur. Milner og svo Firmino.

    2
  19. Sæl öll.

    Mjög gott að tapa ekki þessum leik og fara inn í landsleikjahléið ósigraðir. Eftir hléið koma nefnilega nokkrir leikir, Leeds-Crystal Palace-Norwich-Brentford, sem gefa manni tilefni til að vona að Liverpool komast á gott “RUN” áður en við mætum mancity.

    Liverpool hefur átt erfitt með að skora, síðan á síðasta tímabili, þegar lið “park the bus” og jafn vel mannað og skipulögð lið eins og chelsea kunna vel og geta beitt þessum fræðum. Það hefði verið betra, að mínu mati, fyrir okkur að spila leikinn 11 vs. 11 heldur en að gefa þeim ástæðu til að falla í skotgryfjurnar.

    Það er ógeðslega gaman að sjá hvað Harvey Elliot er góður og lítur vel út og aðeins 18 ára gamall en að sama skapi hef ég pínu áhyggjur af því hvað hann lítur vel út! Eru okkar fremstu svona vel dekkaðir í leikjum og lið hafa ekki áhyggjur af Elliot eða er orðið lítið eftir á tankinum hjá fremstu þremur að ferski andblærinn frá honum virðist vera meiri en hann er? Ég hallast að því fyrra og eftir ca. tvö ár tekur Elliot á rás inn í teig og tekur skotið sjálfur, frekar en að leita eftir erfiðri sendingu á Salah og við missum boltann líkt og gerðist í eitt skiptið í seinni hálfleik þar sem færið hans fyrir hlaupi inn í teig æpti á mann!…. en hann valdi sendinga leiðina 🙁

    Ég er frekar ósáttur við að við skulum ekki festa kaup á einu alvöru aðhaldi fyrir fremstu fjóra og einum “box to box” skapandi/ógnandi miðjumanni. Af því tilefni vil ég minnast á leikmann á Ítalíu sem ég skil ekki af hverju hefur ekki fengið stærra “Gig” fyrir löngu og ég vil sjá hjá Liverpool, Sergej Milinkovic-Savic. Að horfa á þennan leikmann er geggjað og stats inn á TM er ekki að skemma fyrir honum.

    3
  20. Frábær leikur af okkar hálfu.

    Við hefðum unnið nánast öll önnur lið í heiminum með þessari spilamennsku en þetta vel mannaða Chelsea lið.

    Vantaði smá lukku og þá hefðum við tekið þetta.

    Áfram svona. Þetta lítur vel út.

    Áfram Liverpool!

    4
  21. Chelsea er yfirborgað Burnley lið með talsvert betri leikmenn. Leikur þeirra gegn Arsenal gaf falska mynd af getu þeirra enda komið í ljós að Arsenal er mögulega lélegasta lið deildarinnar. Ágætur leikur hjá okkar mönnum og óttalegt klúður að klára þetta ekki en 9 manna varnarmúr var okkur erfiður eins og stundum áður. Þetta verður hinsvegar tveggja hesta hlaup um titilinn milli okkar og City eins og 2018-19 og Chelsea verður þar hvergi nærri. Lásuð það fyrst hér.

    5
  22. Við skulum átta okkur á einu. Í dag fækkaði um einn í aðal-framlínunni, úr fjórum í þrjá. Firmino með hamstring, kannski ekki mjög alvarlegan en samt. Hann yngist ekki héðan af.

    Hverjir eru varamennirnir? Ekki Origi (það vita allir) og varla Ox (hann er ekki að fara að draga ný spil upp úr sínum meiðsla-lemstraða buxnavasa). Semsagt, það er EINN maður í boði: Takumi Minamino.

    Plús það að miðað við formið í fyrra og núna, þá telst Mané varla nema hálfur.

    Ef þetta æpir ekki á aðgerðir þá veit ég ekki hvað…

    11
    • Við ættum að reyna að krækja í framherjann Ivan Toney frá Brentford. Feiknasterkur með bakið í markið og kann að skora. Fylgist þið endilega með honum. Hefur færst upp um tvær deildir á tveimur árum.

      1
  23. Flestir aðdáendur annarra liða í kringum mig eru að spá Chelsea titlinum og þeir litu því á Liverpool sem underdogs í þessum leik.

    Það mætti líta á leikinn sem tvö töpuð stig hefðum við verið gegn liði utan CL. En nei, jafntefli gegn Chelsea á heimavelli eru ekki slæm úrslit eins og liðin eru í dag.

    Chelsea gerðu það eina rétta í seinni hálfleik, nýttu sér veikleika Liverpool sem hefur í langan tíma verið sá að liðið á erfitt gegn liðum sem pakka í vörn. 10 Chelsea leikmenn voru skynsamir og spiluðu upp á jafnteflið í seinni hálfleik og núlluðu Salah, Jota og Mané út.

    Á meðan keppinautar okkar keppast við að styrkja leikmannahópa sína þá var frekar súrt að eiga engan kost til að skipta Mane útaf fyrir í dag.

    Þó menn séu duglegir á hrósa 18 ára gutta og tilnefna hann mann leiksins 2 leiki í röð, þá var ég fyrir vonbrigðum með frammistöðu hans í seinni hálfleik (vissulega efnilegur og fínn í fyrri hálfleik) en hann missti boltann ítrekað og bauð ekki upp á góðar lausnir gegn þéttum Chelsea múrnum.

    Hendó olli mér talsverðum vonbrigðum líka og ég saknaði Keita allan leikinn.

    6
  24. Halló, róa sig aðeins. Eitt besta varnarlið í deildinni fór öll í vörn í seinni og reyndi ekki að ná sigri. Segir það ekki eitthvað um styrk Liverpool. Ég var ekki glaður þegar ég reis upp frá sjónvarpsstólnum en við nánari umhugsun þá er ég sáttur. Keppnin er ung og 35 leikir eftir. Opnum pandoruboxið og hleypum voninni út.

    3
  25. Mane heldur áfram að klúðra boltanum aftur og aftur eins og í fyrra. Andstæðingarnir gjörsamlega búnir að lesa hann í tætlur. Enn einn varnarmúrinn sem lokar á strákana og þeir hafa engins svör til að brjóta múrinn. Flashback frá síðastliðnu leikári, þar sem botnliðin lokuðu og strákarnir komust ekki í gegnum múrana, gerðu endalaust jafntefli eða töpuðu og misstu þar með af titlinum ;-( Elliot maður leiksins. Okkur virðist vanta múrbrjóta og leikmenn sem geta skotið á markið (Og hitt á markið) utan vítateigs. Það er ekki alltaf hægt að spila boltanum endalaust inn á marklínu til að skora.

    2
  26. Sanngjörn úrslit í þessum leik finnst mér. Ok, Liverpool var meira með boltann en við megum ekki gleyma því að þegar lið pakka í vörn gegn okkur er 80% möguleiki á að það lið taki stig, eða jafnvel steli sigri. Veit ekki statsið um það en farið bara leik fyrir leik afrur í tímann og skoðið þetta.

    Ég ætla ekkert að skamma einn leikmann sérstaklega þar sem við vorum að keppa við evrópumeistarana sem hafa ekki veikann blett og styrkst við komu þjálfarans. Svo áður en menn grenja meira yfir því hvað menn voru hrikalega slakir þarna frammi þá minni ég á að þetta Chelsea lið hefur lokað á Man City (sem skorar að vild) í 3-4 leikjum eftir að Touchel tók við sem segir margt um skipulag Chelsea.

    Svo að neikvæða hlutanum. Þetta Liverpool lið er skeinuhætt með engin meiðsli en Klopp hefur alls ekki gert það sem hann þurfti nauðsynlega að gera sl tvö árin. Að bæta í hópinn til að halda mönnum á tánum og koma upp samkeppni. Það sýnir sig best með Mané og Firmino sem mér hafa fundist slakir síðasta árið. Þetta Liverpool lið er ekki sama lið og fyrir 2-3 árum. Langt frá því. Stuðningsmenn eru að lifa í fortíðinni um að við séum að fara að strauja yfir allt og alla því að VVD er kominn aftur. Ok. Það er jákvæðara en alls ekki að gera okkur besta liðið. Miðjan er ábótavant og sama með sóknina. Þetta hefur ekki verið lagað og verður væntanlega ekki lagað sem Klopp og co fá bágt fyrir.

    Leikurinn í gær var gott stig fyrir okkur sama hvernig ég lít á þetta. Chelsea vann fyrir stiginu og hefðu mögulega tekið 3 stig á skyndisóknum. Við vorum klárlega bitlausir gegn þessum pakka (ATH: rétt eins og Man City!) og ekkert clear cut færi. Skot utan teigs. Enginn til að taka frákastið. Hungrið minna en hjá Chelsea. Mikið hlaupið en oftar en ekki til einskis. Summar upp Liverpool frá síðasta ári.

    En það verða engar aftökur eftir 3 leiki. Þjálfarar, leikmenn sem og eigendur Liverpool sjá bara núna hvað þeir eru að eiga við þegar engin er fjárfestingin í liðinu. Flott að fá þetta í andlitið tímanlega fyrir lok gluggans. Nú er lag, Klopp/FSG eða vandræði.

    6
  27. Sælir félagar

    Það er satt og rétt að Elliot er mikið efni og stendur sig vel miðað við aldur og fyrri störf. Það breytir samt ekki því að það átti að skipta honum útaf (Thiago)eftir 60 – 65 mín. Jota skiptingin var því miður ekki góð en það var ekkert annað í boði (Ath. það Klopp). Keita inn fyrir Mané hefði verið möguleiki enn það sem argaði á mann var að það var engin styrkleikaskipting fyrir hann. Mané var algerlega týndur í seinni hálfleik og ef til vill hefði Robbo litið betur út með sterkari mann vinstra megin. Þessi leikur kallar á kaup sem verða að verða strax hvað sem hver segir.

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
  28. Sæl og blessuð.

    Þetta Chelsea lið er erfitt viðureignar þegar kemur að því að pakka í vörn. Minningin frá 2014 lifir enn og svo má nefna úrslitaleik á CL þar sem þeir sigruðu Barcelona, manni færri með Drogba í hlutverki bakvarðar! Þetta er í dna-inu þeirra og þeir spiluðu þetta listavel í gær.

    Okkar menn eru síður en svo fullkomnir og líklega voru það mistök (eftir á að hyggja) að leyfa ekki bullsjóðheitum Tsimikas að byrja í stað ögn ryðgaðs Robbo. Þá hefði nú verið gott ef Origi hefði verið með höfuð á búk rétt skrúfað – því oftar en ekki reyndu þeir háar sendingar inn í teiginn þar sem smávaxnir framherjar máttu sín lítils gegn bláklæddum risum.

    Ég játa að þetta var gallsúrt en svona er fótboltinn. Chelsea vann þarna taktískan sigur en við vonandi lærum eitthvað af þessu. Væntanlega þurfum við að fá hávaxinn framherja ef sá belgíski ætlar ekki að koam okkur á óvart og vakna til lífsins.

    2
  29. Leikmenn chelsea fögnuðu líkt og þeir hefðu unnið deildina þegar flautað var til leiksloka. Leikmenn Liverpool voru miður sín.
    Þetta segir mér nóg eftir leikinn.

    8
  30. Fannst liðið spila vel og var vongóður um leikinn þegar við vorum marki undir.
    Þegar leið á seinni hálfleikinn fannst mér hins vegar orðið augljóst að Keita er betri en Henderson í því að vera Wijnaldum. Langaði mikið að sjá hann og Tsmikas koma inná.
    Vorenndi Mane með ryðgaðan og of spenntan Robertson (fyrsta skipti með samkeppni) annars vegar og Henderson útúr stöðu hins vegar (spilar venjulega hægra megin).
    Sennilega er pælingin sú að Mane eigi að ná að skora meira núna með því að hafa Salah og strákinn báða á hægri vængnum að draga til sín menn. En Chelsea leystu það vel með því að leyfa honum bara að hafa boltann og þannig eyða út ógninni af Salah/Elliot.

  31. Svekkjandi að taka ekki öll stigin en maður sættir sig við þetta bara.

    En núna er rúmur sólarhringur eftir af glugganum og ekkert að gerast. Ég vildi eins og allir miðjumann fyrir wijnaldum sem missti heila 11 leiki á 5 arum og svo hefði maður viljað einn enn uppá topp fyrir Origi. Ég hugsaði með mér þegar shaqiri fór að það kæmi pottett einn leikmaður en er farin að efast um það núna þótt ekkert sé útilokað og oft gerist hellingur daginn í dag og svo á morgun alveg til annað kvöld.

    Plís komiði með einn miðjumann sem styrkir liðið beint eða allavega veikir þad lítið , svona jota kaup, mann á 30-50 kulur og ég er sáttur. Held við séum eina ferðina enn í plús í glugganum. Þetta er svo óþolandi.

    Mjög spennandi þessi Belgi sem ég held hann sé og heitir Daku eda Doku, held hann sé 19 ára eldfljótur. Ein svona kaup eða ismaila sarr frá Watford eða traore frá Wolves myndi hressa uppá þrjá fremstu og geta hrósar vel uppi leikjum síðasta hálftímann eða hreinlega byrjað. Myndi sætta mig við svona kaup en finnst okkur eiginlega meira vanta miðjumann fyrir wijnaldum og vildi mest tielemans frá Leicester en hefði glaður tekið Saul niguez eða Renato Sánchez. Allir þessir gaurar sem ég nefni ættu að falla í boxin hjá FSG. Maður heldur allavega ennþá í vonina þýðir ekkert annað. Eitthvað eitt óvænt uppúr þurru myndi gera mann miklu meira spenntan fyrir tímabilinu en maður er núna en samt að drepast úr spennu.

    3
  32. Liv lendir alltaf í vandræðum er mótherjar pakka í vörn. Kominn tími að Klopp leysi úr því td, að skjóta meira fyrir utan teig.

Byrjunarliðið: Liverpool vs Chelsea

Kvennaliðið fær London City Lionesses í heimsókn