Upphitun: Liverpool – Chelsea

Það eru aðeins tvær umferðir búnar af þessu tímabili, en það er samt komið að fyrsta alvöru toppslagnum í deildinni. Jú mikið rétt, Liverpool er að fara að mæta Chelsea í þriðju umferð, og bæði lið eru með fullt hús stiga og því á toppnum. Vissulega eru eitthvað fleiri lið sem hafa unnið báða leikina sína: West Ham, Tottenham…. og Brighton. Semsagt, “the usual suspects”.

Sviðsmyndin

Chelsea ættu að mæta í þennan leik fullir sjálfstrausts. Ekki nóg með að liðið hafi unnið CL í vor, sem og unnið Villareal í keppninni um meistara meistaranna, þá hlutu þeir Tuchel, Mendy og Jorginho verðlaun fyrir þjálfara ársins / markvörð ársins / leikmann ársins þegar var dregið í riðla í Meistaradeildinni.

En gleymum því ekki að Klopp og okkar menn geta líka mætt fullir sjálfstrausts í þennan leik. Því þeir náðu 3ja sætinu í deildinni í vor, einmitt á undan Chelsea, þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum eitt mesta martraðartímabil hvað meiðsli varðar sem úrvalsdeildarlið hefur gengið í gegnum. Nei í alvöru, finnið fyrir mig lið sem hefur farið verr út úr meiðslum. Ég bíð.

Chelsea koma auðvitað inn í þennan leik verandi nýbúnir að kaupa Lukaku til baka. Hvað er þetta með gamlar kempur sem koma til baka í úrvalsdeildina? Ok, Lukaku er 28 ára, og myndi kannski ekki flokkast undir “gamla kempu” alveg strax. En allavega, það verður áhugavert að sjá hvernig baráttan milli hans og miðvarðanna okkar fer. Okkar menn eru svo nýbúnir að kaupa…. Bobby Clarke, bráðefnilegan 16 ára leikmann frá Newcastle. Hann labbar að sjálfsögðu beint inn í byrjunarliðið (hjá U18). Það eru 4 dagar eftir af glugganum, og sá eini sem hefur verið keyptur í þessum glugga með einhvern smá séns á að spila fyrir aðalliðið er Ibrahim Konate. Virkilega góð kaup vissulega, en ég held að okkur myndi öllum líða betur ef það væri a.m.k. einhver smá séns á að það komi inn nýr leikmaður. Hann þarf ekki einusinni að labba inn í byrjunarliðið, en mætti gjarnan vera í yngri kantinum og það góður að hann banki fast á dyrnar á byrjunarliðinu. Það er hins vegar fjandanum erfiðara að finna slíkan leikmann, sem er nægilega góður og nægilega ódýr, og er tilbúinn að vera á bekknum þangað til tækifærið gefst. Slíkir leikmenn eru ekki á hverju strái, og við sjáum að jafnvel þó svo Liverpool hafi fundið slíkan leikmann í Minamino, þá er ekki eins og það sé öruggt að slíkir leikmenn finni sig í deildinni og/eða liðinu.

Síðustu viðureignir

Það er aðeins rétt rúmt ár síðan Liverpool og Chelsea áttust við á Anfield, en sá leikur tilheyrði reyndar 2019-2020 leiktíðinni, og í kjölfar hans tók Henderson við bikarnum sællar minningar. Síðan þá áttust liðin tvisvar við; í fyrra skiptið vann Liverpool öruggan sigur eftir að Christiansen var rekinn út af rétt fyrir hálfleik, Thiago kom inn á í fyrsta skiptið fyrir Liverpool, og okkar menn unnu öruggan 2-0 sigur. Seinni leikurinn var ekki jafn skemmtilegur, því hann lenti á tímabilinu þegar Liverpool var nánast fyrirmunað að skora og var einfaldlega með stigasöfnun á við fallbaráttulið. Þeim kafla er sem betur fer lokið, þó það þýði að sjálfsögðu ekki að neitt sé öruggt í leiknum á morgun. Þetta verður klárlega erfiður leikur.

Okkar menn

Meiðslalistinn hjá Liverpool hefur líklega aldrei verið styttri. Það er talað um að James Milner sé ekki enn orðinn fullleikfær, en Andy Robertson sé jafnvel tilbúinn til að byrja. Spurningin er kannski hvort Klopp kippi Tsimikas úr byrjunarliðinu eftir tvær góðar frammistöður? Hann myndi ekki eiga það skilið, enda stóð hann sig virkilega vel í báðum fyrstu leikjunum, átti tvær stoðsendingar og var almennt mjög öflugur. En Andy Robertson er Andy Robertson. Ég ætla a.m.k. að spá að Klopp vilji stilla upp því sem hann metur sem sitt sterkasta lið:

Alisson

Trent – Matip – Virgil – Robbo

Keita – Fabinho – Henderson

Salah – Jota – Mané

Já ég ætla að spá því að Thiago og Firmino byrji á bekknum og Keita og Jota fái sénsinn í byrjunarliði.

Þetta er að sjálfsögðu ekki bara 6 stiga leikur, heldur gæti tap í þessum leik breytt umræðunni á síðustu dögum leikmannagluggans allhressilega. #FSGOUT er nú þegar farið að trenda á Twitter, hvernig haldið þið að þetta verði ef leikurinn tapast? En undirritaður er hins vegar glettilega bjartsýnn og ætlar að spá 2-0 sigri okkar manna.

Við hér á kop.is fögnum þessum leik örlítið meira en venjulega því við munum þá kynna til sögunar nýjan penna: Halldór Valgeirsson, en hann mun sjá um að setja inn liðsþráð og svo leikskýrslu um kvöldið. Við bjóðum hann velkominn til leiks, megi hann byrja með sigri!

12 Comments

  1. Sælir félagar

    Takk fyrir upphitunina Daníel. Það er svo sem ekki mikið um hana að segja þó ég sé ósammála uppstillingunni. Ég held að Klopp stilli upp þremur miðvörðum og fjögurra manna miðju með Robbo og TAA sem vængbakvörðum. Frammi verða svo Mané, Firmino og Salah. Með þessu éta miðverðir okkar Lukaku og Chelsea á ekkert svar. Niðurstaðan sú sama og hjá Daníel; 2 – 0

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
  2. Sæl og blessuð.

    Nei þetta verður klassískur 4–3-3. Henderson verður miðvörðum til halds og trausts og Lukaku fær ekki stundarfrið.

    Ef hann treystir Keita fyrir verkinu og hann verður vandanum vaxinn, þá er það til marks um þennan ,,nýja leikmann” í honum sem við höfum beðið eftir í þrjú ár. Það væri á við góð kaup ef hann vex upp í það hlutverk sem honum var ætlað.

    Svo verður Robbo vinurinn á fast forward allan tímann, kominn með gríðarlegt prospekt sem andar ofan í hælinn á takkaskónum.

    Held þetta verði söguleg viðureign. ,,Hvar varstu þegar Salah skoraði þriðja markið gegn Chelsea?” svona munu menn spyrja og svarið verður auðvitað: heima í sófa með þokkalegt öl í hendi og belg.

    7
  3. Ég held að Sigkarl hafi bæði rétt og rangt fyrir sér. Þetta er að því leytinu rétt að uppstillingin 4-3-3 er oft líkari 3-4-3 þegar Liverpool sækir. Trent og Robbo fara mjög hátt upp á völlinn en djúpi miðjumaðurinn verður svo djúpur að hann er oft á milli miðvarðanna tveggja og virkar eins og þriðji miðvörðurinn.

    Annars held ég að þó svo að miðverðirnir okkar séu allir mjög góðir knattspyrnumenn, þá sé Klopp ekki endilega áfjáður í að hafa 3 þeirra inni á vellinum á sama tíma. Þetta hefur stundum gerst rétt undir lok leiks þegar þarf að verja forskot á síðustu mínútunum, en mér finnst þetta ekki vera “Liverpool DNA”.

    En hvað veit maður, Klopp og Lijnders geta auðvitað komið okkur og andstæðingunum á óvart.

    2
  4. Ég hljóma alltaf eins og fúll á móti þegar lesið hefur verið yfir það sem skrifað er en svona eru viðhorfin mismunandi á liðið.

    Ég tel að Klopp sé ekkert að fara að stilla upp einhverju nýju kerfi og þetta gamla 4-3-3 verður spilað og liðið verður sama og sl árin nema Thiago inn fyrir Keita og Jota fyrir Firmino. Hann mun bakka upp kaupleysið með því að stilla upp þessu liði til að vilja sanna fyrir öllum að hann þurfi ekki að kaupa. Pressan er á Klopp og FSG að sanna það að þessi hættulega taktík (að kaupa ekkert og treysta á þennan hóp), sé best fyrir Liverpool (veski FSG).

    Chelsea er liðið sem þarf að vinna í ár að mínu mati og City ekki langt á eftir. Pressan er samt mest á Klopp og Óla Gollum þetta árið. Sá fyrrnefndi fyrir að eyða engu og treysta á stoðir sem ekki er hægt að treysta á yfir tímabil; svo sá síðarnefndi fyrir að eyða að vana fáeinum frystitogurum í leikmenn en án árangurs hingað til.

    Erfitt að spá þar sem við vitum ekki hvernig formið er á VVD gegn alvöru mótherjum. Sama má segja um restina af liðinu. Verður miðjan tilbúin fyrir yfirvinnuna sem þarf til að vinna Chelsea? Verða framherjarnir líkari sjálfum sér en sl tímabil? Er komin ákveðin stöðnun í þennan hóp sem önnur lið fullnýta sér, eða eru menn klárir?

    Lemur í kjós í dag. Ég hef efasemdir sem ég þyrfti að fá afsannaðar og ekki bara á einum leik. Ég lifi í voninni.

    1
  5. Anskotans rússa gullið verður okkur erfitt.
    Þetta fer 2-2 en eftir þennan leik vinnum við rest fram að áramótum, förum svo af taugum í janúar en endum deildinni í öðru sæti rétt á eftir chelsea.

  6. Furðulegt hjá Símanum sport eru með Loga Bergmann í upphitun fyrir leikinn einn aðal Skummari landsins skil vel að Eiður sé þarna,enn Logi???

    1
    • Ekki hægt að búast við hlutdrægni þegar ritstjóri Símans Sport er sá sem hann er og raðar þessu eflaust upp svona

  7. Byrjunarliðið

    Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Henderson, Elliott, Mane, Salah, Firmino.

    Subs: Kelleher, Konate, Thiago, Keita, Gomez, Oxlade-Chamberlain, Minamino, Jota, Tsimikas.

Dregið í Meistaradeildinni

Byrjunarliðið: Liverpool vs Chelsea