Liverpool 2-0 Burnley

1-0 Diogo Jota 18′

2-0 Sadio Mane 69′

Í fyrsta leik fyrir framan fullan Anfield í átján mánuði var bjóst maður við að okkar menn myndu byrja leikinn af meiri ákefð en þrátt fyrir að Liverpool væri meira með boltann voru það Burnley sem voru hættulegri fyrstu mínúturnar og þurfti Trent snemma að bjarga á línu frá Dwight McNeil en það var svo á átjándu mínútu sem Tsimikas átti frábæra fyrirgjöf sem Jota náði að stýra framhjá Pope í markinu og koma Liverpool í forrustu.

Níu mínútum síðar átti Harvey Elliott góða sendingu inn á Salah sem setti boltann í netið en var dæmdur rangstæður og hélt Salah því uppteknum hætti hefur skorað í öllum opnunarleikjum frá því hann kom til Liverpool en aldrei skorað í öðrum leik tímabilsins.

Rétt áður en flautað var til hálfleiks voru Burnley nálægt því að jafna þegar Alisson kom langt út í teiginn til að grípa boltann en Tarkowski kom á ferðinni og náði höfðinu í boltann en sem betur fer fór hann framhjá markinu.

Seinni hálfleikur var svo varla byrjaður þegar Ashley Barnes skoraði en var rangstæður.  Leikurinn var svo kláraður á 69. mínútu þegar Van Dijk átti langan bolta yfir á Elliott sem tók hann niður og sendi á Trent sem framlengdi boltann inn fyrir vörnina á Mané sem skoraði.

Bestu menn Liverpool

Sóknarlínan átti öll flottan leik Jota og Mané skoruðu og Salah var mjög ógnandi. Bakverðirnir áttu sitthvora stoðsendinguna og Alisson átti mikilvægar markvörslur. Harvey Elliott byrjaði óvænt í leik gegn brútaliði Burnley og átti flottan leik á miðjunni og var óheppinn að enda ekki leikinn með stoðsendingu og fær því maður leiksins hjá mér.

Vondur dagur

Það var í raun enginn sem átti sérstaklega slæman dag. Byrjuðum leikinn rólega og virtumst ætla lenda undir í baráttunni en endum svo á að vinna góðan sigur án þess að þurfa fara í efsta gír.

Umræðupunktar

  • Sex stig í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins þó verkefnin tvö hafi ekki verið þau stærstu þá er það mjög stórt.
  • Varnarlínan kominn aftur og búnir að halda hreinu í tvo leiki. Van Dijk var á tímabili í leiknum eins og segull á boltann og skallaði nokkra bolta vel í burtu.
  • Jota búinn að eigna sér framherjastöðuna? Verður allavega erfitt að taka hann úr liðinu meðan hann heldur áfram að skora.
  • Stærsta umræðuefnið er þó fullur Anfield og hvað það er allt annað að sjá fótbolta með áhorfendur í stúkunni, hrikalega verður þetta tímabil skemmtilegt.

Næsta verkefni

Næst er Chelsea í síðdegis leiknum næsta laugardag. Þar fáum við alvöru verkefni en ef við náum í þrjú stig og förum inn í landsleikjafríið með fullt hús stiga er ljóst að önnur lið fara að hafa áhyggjur.

20 Comments

  1. Sælir félagar

    Vörnin hélt eins og ég vonaði þó allir markmenn nema Alisson hefðu mist amk. einn bolta innfyrir marklínuna. Vörnin að mestu mjög örugg á móti þessu lurkaliði. Dean sem er spjaldaglaðasti dómari deildarinnar sá ekki ástæðu til að spjalda eitt einasta brot hjá Burnley mönnum sem fengu að leika sinn grófa skítabolta óáreittir. Auladómgæsla hvað það varðar en Dean bara góður að öðru leyti.

    Liverpool liðið mörgum klössum betra en sigur í leiknum var það eina sem maður vildi fá út úr honum og helst alla ómeidda. Enginn maður olli vonbvrigðum en allir áttu góðan leik. Magnað að sjá hvað Elliot er orðinn góður og á bara eftir að verða betri. Mané anzi mikið “næstum því” en kláraði svo snilldarlega í þetta eina skipti sem hann var ekki “næstum því”. Afar mikilvægt fyrir hann að skora.

    Minn maður leiksins Alisson en Virgil var líka mjög góður og nálgast sitt fyrra form óðfluga. Jota skoraði mikilvægt mark og Mané líka en Salah náði ekki inn marki en var afar ógnandi allan leikinn og dró til sín sem gaf öðrum færi á að gera góða hluti í framlínunni. Hendo að sýna góða takta og Keita virðist vera að koma með þann styrk sem við vitum að hann býr yfir. Tsimikas með sína aðra stoðsendingu og TAA með stoðsendingu líka. En Elliot að mínu mati beztur fyrir framan vörnina.

    Það er nú þannig

    YNWA

    8
  2. Það er auðvitað frábært að byrja deildina með tveim sigrum og að ná að halda tvisvar hreinu. Hvorutveggja leikir sem hefðu alveg getað verið smá bananahýði. Líka frábært að Harvey Elliott fái nauðsynlegar mínútur. Það sést alltaf betur og betur hvað þetta er gríðarlegt efni, og hann þarf klárlega að fá að spila meðal þeirra bestu. Það sést að hann er ennþá pínku “léttur”, sérstaklega á móti þessum líkamlega sterku liðum eins og Burnley. Ég spái því að hann fái talsvert af leikjum, en hvort hann byrji t.d. í næsta leik gegn Chelsea verður að koma í ljós. Í fullkomnum heimi væri Fab kominn til baka þá, en það verður að koma í ljós hvort hann fer til Brasilíu, og þá kemur hann ekki til baka fyrr en eftir landsleikjahlé.

    4
  3. Ætla aðeins að taka Tsimikas út. Trent var fínn en fannst grikkin bera af í öllu. fin hlaup mjög sterkur varnarlega og með fáránlega góðar sendingar. Ef þetta á að vera vara vinstri bakvörður þá held ég að sá höfuðverkur sé úr sögunni.

    18
  4. Virkilega ánægjulegt að klára þetta Burnley lið og Alisson búinn verja 2 leiki í röð einn gegn einum – er ótrulegur á sínum degi.

    Tsimikas var maður leiksins og mun betri varnarlega frá því í fyrsta leik. Elliott líka magnaður……

    Takk fyrir mig.

    9
  5. Sæl og blessuð.

    Þetta var flottur leikur gegn háskaliði. Þeir voru ekki að spara tæklingarnar og dómarinn lét það viðgangast. Jotu ætluðu þeir að þeyta út og suður um völlinn og grikkinn fékk líka oft óbliða meðferð. Það var því gott að vinna, að þeir skyldu láta finna fyrir sér og síðast en ekki síst að enginn skyldi lenda í meiðslum gegn þessum tröllum.

    En mest heillaðist ég af vörninni. Það sem við höfum saknað þeirra háfættu. Allt gekk betur, vörnin að sjálfsögðu, föstu leikatriðin voru ógnandi og svo þessar sendingar VvD fram voru konfekt.

    Það má segja að næsta laugardag reyni fyrir alvöru á liðið – en það verður klárlega sex stiga leikur.

    11
  6. Ég bara verð að skella þessu hér inn, til gamans. 🙂

    Komment frá lesanda Guardian: „Alisson 9: He did everything with an absolute sense of authority. On the ball he was impeccable, made saves that on any other day would be the talking point and at 67 minutes he smiled at the crowd and made 78 women pregnant.”

    22
  7. Lítur illa út með fjórðasætis bikarinn hjá Arsenal. Núll stig so far. Chelsea pakkaði þeim inn á 35 mínútum sléttum. Verður líklega rosaleg rimma í vítateignum um næstu helgi þegar van Dijk og tröllið Lukaku eigast við.

    4
    • Arsenal eru hættir í þessari bikarkeppni enda náðu þeir 8.sæti á síðasta tímabili. Þeir komast örugglega á eitthvað flug þegar þeir skipta um þjálfara (aftur) á næstunni.
      Og, já. Leikurinn á móti chelskí verður svaðalegur! Mun hoppa hæð mína yfir þremur stigum úr þeim leik!

      3
  8. Solid leikur hjá okkar mönnum. Fannst Henderson vera maður leiksins. Frábært að fá hann aftur inn. Einnig er allt annað að sjá lið sem er með sjálfstraustið í lagi, kom aftur með VVD. Bakverðirnir eru aftur komnir fram á völlinn, treysta á VVD og Henderson að bakka þá upp.

    3
  9. Rosalega er flott að sjá menn eins og Harvey Elliot, Naby Keita og Tsimikas koma svona sterka til leiks í byrjun tímabilsins. Og ef þeir félagar Elliot og Keita halda svona áfram þá sé ég enga ástæðu til að kaupa inn nýjan leikmann nema að það væri leikmaður sem væri okkar besti miðjumaður, Elliot sérstaklega þarf á spilatíma að halda og hann gæti léttilega verið miðjumaðurinn sem liðinu vantar, kraftmikill með góða sendingargetu og mikla útsjónasemi.
    Ég skil vel að Klopp hafi ekki viljað spila Tsimikas í fyrra enda var Robbo eini varnarmaður liðsins með reynslu og erfitt að henda Tsimikas í vörn með nýjum leikmönnum en sá er að standa sig gríðarlega vel og loksins erum við með 2 alvöru vinstri bakverði.

    10
    • Finnst Tsimikas búinn að koma manni á óvart og ætlar greinilega ekki að gefa neitt eftir i þessari stöðu ég fagna því að það sé kominn samkeppni við meistara Robertson.

      4
  10. Jæja, þá er búið að selja Kubbinn til Frakklands og það fyrir frekar lítið fé. Ég óska honum alls hins besta. Fannst alltaf leiðinlegt að hann skyldi ekki vera í stærra hlutverki hjá okkur. Í réttu liði, sem er byggt utan um hann, getur Shaqiri auðveldlega brillerað.

    Nú þyrfti bara að draga Origi út á asnaeyrunum líka. En hann fer hvergi. Vill það ekki. Ég furða mig á því hvernig tiltölulega ungur maður eins og hann tímir að eyða bestu árunum sínum í bekkjarsetu eða heimasetu, í staðinn fyrir að spila fótbolta einhversstaðar.

    6
    • Nákvæmlega, sama gildir um Karius og Ojo. Eru örugglega á full þægilegum launum, og vita fyrir víst að þeir komast ekki í neitt svipað eftir að núverandi samningar við þá renna út.

      1
      • Ég gleymdi Karius. Og ætla að halda áfram að gleyma honum…

        2
      • Já ég held við höfum flest verið búin að gleyma honum, og eigum líka aldrei eftir að sjá hann í Liverpool treyju aftur (nema kannski á Instagram, og þá með filter).

Byrjunarliðið gegn Burnley

Gullkastið – Lokavika leikmannagluggans