Breiddin hjá stærstu liðum deildarinnar

Sparkspekingar hafa farið mikinn núna fyrir tímabilið í enska boltanum, komið með sínar skoðanir og mat á því hverjir teljist vera sterkastir og þar fram eftir götunum. Oftar en ekki þá er Man.City spáð titlinum og skal engan undra. Þeir eru með feykilega öflugt lið, ríkjandi meistarar og keyptu inn leikmann nýverið fyrir 100 milljónir punda. En það sem heyrist oft líka er að hópurinn þeirra sé svo stór og breiddin svo mikil, að lið 2 hjá þeim myndi líklegast ná Meistaradeildarsæti líka. Ég er alveg sammála því að í ákveðnum stöðum á vellinum, eru þeir með mikla og góða breidd. En svo sannarlega ekki þegar horft heilt yfir. Þeir eru með afar sterkan 18 manna hóp, um það er ekki nokkur spurning. En hvað með hin liðin?

Af þessu tilefni smellti ég mér á opinbera heimasíðu deildarinnar og skoðaði þar leikmannahópa þessara liða, þ.e. þeir sem eru þar skráðir. Auðvitað er hægt að skiptast á skoðunum hvert sé lið 1 hjá þessum liðum og hverjir eigi að vera í liði 2. Ég valdi þá 11 sem mér fannst sterkastir í þessi lið. Eins spila liðin ekki öll sama kerfið, sum eru að reyna að nota 3ja miðvarða kerfi. En ég hafði þetta bara einfalt.

Hér má sjá það sem ég tel vera sterkustu 11 hjá stóru 6 liðunum.

Klárt mál að öll þessi stóru lið eru með feykilega öflug byrjunarlið þegar allir eru heilir og geta spilað. En hvað næst?

Fyrir það fyrsta, þá sýnir þetta hversu rosalega stóra og góða leikmannahópa þessi lið eru með á sínum snærum. Eflaust eiga einhverjir eftir að yfirgefa liðin þar sem glugginn er ennþá opinn. En persónulega finnst mér þetta City lið vera með áberandi mestu breiddina. Miðjan hjá þeim mætti t.d. ekki neinum Liverpool-ish skakkaföllum þegar kemur að miðjusvæðinu. Við vitum svo sannarlega hvað það er mikilvægt að vera með þessa breidd, fundum rúmlega vel fyrir því á síðasta tímabili. Það kom í ljós að það er ekkert nóg að vera með 2 leikmenn fyrir hverja stöðu á vellinum. Hérna gefur að líta þá leikmenn sem ekki komust inn í lið 1 og 2, en eru á skrá á þessari opinberu síðu Premier League.

Auðvitað skipta gæði leikmanna mestu máli. En það skiptir líka máli af hvaða gæðum leikmenn eru sem eru hvorki fyrsti né annar valkostur í stöðuna. Ekki treysti ég mér til að segja nákvæmlega til um hvaða lið sé með mestu breiddina, en mér fannst engu að síður frekar undarlegt að sjá sérfræðinga fara yfir tímabilið framundan og hampa breiddinni hjá City, en tala um að helsta ógnin hjá Liverpool sé skortur á breidd. Dæmi nú hver fyrir sig.

6 Comments

  1. Áhugaverðar pælingar og mjög áhugavert að fylgjast með umræðunni um Liverpool fyrir tímabilið. Ekki síst þegar Liverpool á jafnvel að vera tæpt á topp fjórum því breiddin er svo lítil. Það er ALLTAF talað um endurkomu Van Dijk og að Liverpool sé fucked ef hann meiðist aftur. Já öll lið myndu sakna svona lykilmanns gríðarlega, þess vegna er hann keyptur á metfé og svona hátt skrifaður. En hann var bara einn af öllum hinum sem meiddist í fyrra og eru bara núna fyrst að skila sér aftur. Liverpool var á toppnum löngu eftir að Van Dijk meiddist í fyrra. Það væri mun nær að miða við meiðsli Matip sem vendipunkt síðasta tímabils.

    Núna eru þeir allir þrír heilir sem voru meiddir í fyrra og Liverpool búið að bæta við öðru trölli sem er líklega töluvert bæting á Dejan Lovren.

    Thiago, Jota og Tisimikas virka allir eins og nýjir leikmenn fyrir þetta tímabil og auka breidd Liverpool liðsins. Elliott og Jota líka og vonandi gera Keita og Ox það líka, þeir byrja a.m.k. báðir fyrsta leik.
    Minamino gæti eins gefið okkur mun meira en hann hefur getað hingað til.

    Allar þessar breytingar milli ára hjá Liverpool sem náði samt 3. sæti á síðasta tímabili.

    Vantar líka inn í samanburðin að Jurgen Klopp er stjóri Liverpool

    19
  2. Hópurinn var almennt talinn ekki nógu góður eftir lok síðasta tímabils, það var augljóst. Fyrir mína parta fannst mér hópurinn ekki nógu góður fyrir síðasta tímabil, sér í lagi vegna þess að enginn var keyptur í stað Lovren og enginn striker var keyptur vegna þess að Firmino var mjög slakur síðari hlutann það tímabilið. Það beit okkur hressilega í rassinn, vörnin hrundi niður eins og flugur bókstaflega og Bobby hélt áfram að vera alveg vonlaus.

    Bara fyrir 2 mánuðum var vitað að það yrði massa hreinsun á þessum hóp, alltof margir farþegar og margir lánsmenn sem ættu ekki framtíð hjá klúbbnum. Einnig voru margir, og eru, á þeirri skoðun að Minamino, Ox og Keita væru annaðhvort ekki nógu góðir eða of miklir meiðslaseggir. Tala nú um ekki Hendo og Thiago sem virðast ansi viðkvæmir. Einnig var frammistaða Mane síðasta tímabils umhugsunarverð.

    Nú er nýtt tímabil byrjað og flestir aðalliðsmenn fengu frí og heilt pre-season. Þá er talað um “new signings” um marga leikmenn og enginn þörf á að bæta hópinn. Persónulega held ég að það verði ekki keyptur sóknar/miðju leikmaður nema að Shaq og Origi verði báðir seldir. Það sem mér finnst samt vanta er almennilegur back-up fyrir Trent og Fabinho og svo auðvitað striker. Yrði virkilega merkilegur gluggi að selja einhverja 15 leikmenn en kaupa aðeins einn.

    Finnst þetta vera hálfgert gamble að fara treysta á að Thiago, Hendo, Ox, Keita, Minamino, Firmino og Mane munu allir haldast heilir eða bæti frammistöðu sína töluvert. Það nefnilega þarf að gerast ef einhverjir stórir titlar eigi að vinnast.

    4
    • Sælir félagar

      Það sem Tigon bendir á og eiginlega öskrar á mann er alvöru “bakkup” fyrir TAA. Ef einhverjir miðjumenn fara (Saq) þá er miðjna orðin þunnskipuð og sóknin er þunn með aðeins Jota sem “bakkup” þar. Miðað við þetta þurfum við að bæta við okkur þremur leikmönnum svo allt sé gott og blessað.

      Það er nú þannig

      YNWA

      1
  3. Fyrir mér er mikill missir í Georginio Wijnaldum. Á sama tíma spennandi að fá inn Konate. Ég á erfitt með að sjá að liðið sé búið að bæta sig mikið.

    Ég held í vonina að með sölu á Shaq og Origi verði sú upphæð minnst tvöfölduð og keyptur inn leikmaður sem allir eru sammála um sé mjög spennandi.

    Ég sé liðið í dag ekki berjast um titilinn til loka án þess að styrkja sig.

    5
  4. Mér finnst umræðan um Gini vera stórmerkileg.

    Oftar en ekki hefur þetta verið leikmaður sem hefur fengið litla athygli hjá liverpool. Skilaði oftast sínu, var vinnsluhestur á miðjunni og vissi sitt hlutverk. Oftar en ekki var bent á að Liverpool þurftu að styrkja þessa stöðu og oftar en ekki var talað um að skipta út Gini fyrir miðjumann sem gæti skorað eða skapað meira sóknarlega.

    Nú er Gini farinn en við þökkum honum fyrir sitt hlutverk í árangri Liverpool og við stuðningsmenn Liverpool vitum manna best hversu góður hann var fyrir okkur.

    Það sem er fyndið núna er að allt í einu var Gini bara nánast ómissandi leikmaður hjá okkur og keppast menn eins og Gary Nevill um að tala um hvað Liverpool á eftir að sakna hans og hvað liðið er veikara núna(sami maður og talaði um að Liverpool þurfti miðjumann sem gæti skorað meira og skapað meira). Margir stuðningsmenn Liverpool voru nefnilega í sömu pælingum.
    Gini var góður fyrir okkur og það sást best á síðasta tímabili þegar hann missti varla úr leik sem er frábær kostur en menn gleyma kannski að hann var eins og liðið á síðustu leiktíð alveg stórkostlegur og svo ja… orðum það ekki eins góður.

    Ég tel að miðja Liverpool er sterkari í vetur þrátt fyrir að Gini sé farinn og byggi ég það á því að Fabinho verður á miðsvæðinu, Thiago verður líklega meira með, kappar eins og Keita/OX virka mjög ferskir og C.Jones/Elliott eru reynslunni ríkari eftir síðasta tímabili.

    YNWA – Ég met Gini mikils en hann var líklega ekki á mínum top 10 lista yfir mikilvægustu leikmenn Liverpool( hérna er minn listi bara til gamans, Alisson, Trent, Andy, Salah, Mane, Fabinho, Van Dijk, Matip, Henderson og Jota)

    9
  5. Er það ekki í vetur í janúar sem einhver keppni veldur því að við missum mane, salah og/eða brassana okkar?

Norwich 0 – 3 Liverpool

Gullkastið – Alvöru Liverpool