Æfingaleikur gegn Osasuna

Liverpool var rétt í þessu að klára síðasta æfingaleik sumarsins gegn Osasuna á Anfield. Lokastaða: 3-1 fyrir Liverpool

Liðið sem byrjaði var svona:

Kelleher

Neco – Konate – Gomez – Tsimikas

Ox – Fabinho – Jones

Minamino – Firmino – Gordon

Minamino skoraði fyrsta markið, og svo bætti Firmino við tveim mörkum. Annað eftir fyrirgjöf frá Tsimikas, og hitt eftir sendingu frá Minamino. Osasuna náðu svo að klóra í bakkann í seinni hálfleik.

Jones meiddist eftir um hálftíma, líklega nefbrotinn, svo Woodburn tók leik númer 2 á tveim dögum (spilaði reyndar ekki allar 90 mínúturnar í gær). Vonandi verður Curtis ekki lengi frá, en hann var líklega hvort eð er ekki að fara að byrja á laugardaginn.

Tsimikas hélt áfram að vera sprækur og gefur manni von um að fjarvera Robbo verði ekki mjög dýrkeypt. Kaide Gordon heldur áfram að kveikja í aðdáendum, og Origi heldur áfram að vera jafn mikið í meðalmennskunni. Rhys Williams óð í færum síðasta korterið og hefði líklega getað skorað þrennu ef hann hefði snefil af sóknarmannagenum (sem hann virðist ekki hafa).

Það fer svo heldur betur að færast fjör í leikinn um næstu helgi, og við munum að sjálfsögðu hita upp fyrir það.

18 Comments

  1. Woodburn og Clarkson hafa bætt sig. Taki sömuleiðis. Ox leit vel út. Annars var bara rosa gott flæði í öllu liðinu og flestir með á nótunum. Fannst Neco kannski basla mest en heilt yfir litur liðið hrikalega vel út ?

    5
  2. Sælir félagar

    Ég var ánægður með Tsimikas, Ox og Minamino. Þeir voru flottir í dag Tsimikas er mjög líkur Robbo sem leikmaður og tekur mesta verkinn úr meiðslum hans sem voandi eru ekki alvarleg. Það þarf nottla ekki að nefna Brassana sem voru eins og hanar innan um kjúllana. Greinilegt að þeir þurfa ekki mikið til að ná sér á strik. Konate virkaði vel og heilt yfir var B- liðið 2 klössum betra en Osasuna liðið. Gaman að því

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  3. Þetta hefur verið athyglisvert undirbúningstímabil með skrýtnum leikjum sem hafa verið 45 mín og aðrir 60 mín og nokkrir leikmenn hafa sýnt að þeir muni kannski hafa mikil áhrif á liðið í vetur, Takumi Minamino hefur verið að spila glimrandi vel og átt 3 mörk og stoðsendingu í þessum leikjum og verið virkilega góður.
    Tsimikas hefur spilað þannig að meiðsli Andy Robertson hafa ekki látið mann naga neglurnar því að hann getur svo sannarlega leyst hann af á meðan.
    Harvey Elliot er að spila mjög vel og hann ætti að fá hellings spilatíma í vetur, gríðarlega spennandi leikmaður.
    Og svo Naby Keita, #8 okkar sem hefur ekki sýnt nema brot af sínum hæfileikum í rauðu treyjunni hingað til en hefur verið að minna á sig í þessum leikjum.
    Ég fer allavega spenntur í þetta tímabil með þessa leikmenn og með þá Salah, Mane, Jota og Firmino alla heila og Van Dijk og Gomez að komast í gang.
    Bring it on

    7
  4. Munið þið hvað Andriy Voronin stóð sig vel á undirbúningstímabilinu?

    13
    • Það er soldið til í þessu kommenti. Mörg dæmi um geggjuð pre season sem hafa síðan alls ekki skilað sér inn í tímabilið. Man eftir Bruno nokkrum Cheyrou (næsti Zidane) sem var geggjaður í pre og ég lét umsvifalaust merkja treyju með nafni og númeri. Þurfti svo að þola háð og spott allan þann vetur. Ég er því alveg rólegur yfir því hvað t.d Naby lad hefur verið að sýna okkur á þessu undirbúningstímabili sem og Ox, Tsimikas ofl. Naby Keita hefur einfaldlega verið world class í sumum þessara leikja. Ég er samt viss um að hann meiðist í upphitun fyrir Norwich leikinn og verði frá fram að áramótum.

      4
      • Akkúrat, og ekki bara keita. Ox meiðist fljótlega einnig, tsimikas á ekki eftir að sjást (nema í caracup),
        Kjúllarnir munu hægja á sér og aðalliðið lengi í gang þetta hefur gerst oft.
        Við munum bíta okkur í handarbökin að hafa ekki styrkt liðið.
        Vonandi helst vörnin bara heil svo 1-0 sigrar geti fengist í byrjun.

  5. Pælið í því hvað PSG eru að verða fáranlega sterkir.
    Neymar, Mbappe, Ramos, Hakimi, Donnarumma, Wijnaldum, Di Maria, Navas, Icardi, Marquinhos, Veratti, Kimpembe, Parades, Draxler, Kurzawa, og núna Messi og þeir eru að spila í Frönsku deildinni.
    Það er fáranlegt hvað þeir fá að eyða af peningum, hvað ætli launakostnaðurinn á ári sé hjá þessu liði ?

    4
    • Pældu í hvað verður gaman að slá þá út úr CL í vetur, með þennan mannskap og alla þessa eyðslu.

      6
    • Maður gleymir því í öllu þessum Messi fréttum að Sergio Ramos er líka kominn til PSG, tveir svarnir erkifjéndur orðnir samherjar. Það verður furðulegt að sjá þá fagna saman og svo deila tárum er við sláum þá út úr CL

  6. Tsimikas Er hugsanlega jafngóður ef ekki betri en Robbo í sókninni. Frábærir krossar.
    En…. meira eins og Moreno í vörninni. Oft Út úr stöðu og villtur í tæklingum…
    Ég hef áhyggjur því miður

    3
    • Yep finnst Tmikikas virka meira svona eins og viltur Robbo ..EN verð að gefa honum sénsinn hann var meiddur alltof mikið síðast til að við fengum að sjá eitthvað. Hann er bara 25 ára og getur alveg orðið frábær undir Klopp rétt eins og Robbo ég ætla allavega vona það.

      1
  7. Var að lesa fotbolta.net og sá þetta og góðfúslega fékk þetta lánað frá þeim takk fotbolti.net

    Komnir:
    Ibrahima Konate frá RB Leipzig – 36 milljónir punda

    Farnir:
    Georginio Wijnaldum til PSG – frítt
    Harry Wilson til Fulham – 12,5 milljónir punda
    Marko Grujic til Porto – 10,5 milljónir punda
    Taiwo Awoniyi til Union Berlin – 6,5 milljónir punda
    Kamil Grabara til FC Kaupmannahöfn – 3 milljónir punda
    Liam Millar til Basel – 1,3 milljónir punda
    Sepp van den Berg til Preston – Á láni
    Paul Glatzel til Tranmere – Á láni
    Adam Lewis til Livingston – Á láni
    Jakub Ojrzynski til Caernarfon Town – Á láni
    Anderson Arroyo til Mirandes – Á láni

    Ég veit að það eru ansi margir minni spámenn þarna og flestir á láni en fjandinn hafi það ef að þetta æpir ekki á mann að Liverpool þurfi að versla eitthvað og já Shaqiri orðaður við Lyon þaes þeir eru búnir að bjóða og hann búinn að gefa það út að hann vilji breyta til.

    Hvað eru okkar menn að reykja þar sem þeir halda að allt verði í himnalagi afþví nokkrir eru að koma úr meiðslum? flestir þeirra eru þekktir fyrir að lenda í þeim aftur og aftur og aftur og aftur.
    Já mig hlakkar til að fylgjast með okkar mönnum en er áhyggjufullur að þetta verði vonbrigði þegar að meiðslin byrja eins og alltaf .Nú þegar eru Robbo og Thiago meiddir og tímabilið ekki hafið hversu lengi hef ég ekki hugmynd.

    Kanski er ég of svartsýnn og kanski er það rétt hjá eitthverjum sem finnast það en ég hefði viljað sjá eitt besta lið evrópu styrkja sig meira fyrir komandi tímabil.

    YNWA

    10
    • Það væri helvíti gott fyrir sálina að fá inn að minnsta kosti einn leikmann inn í viðbót til að auka breydd og þá aðalega fram á við.

      Eftir að hafa horft samt á alla þessa æfingarleiki þá má ekki gleyma að við vorum líka að fá Harvey Elliott til baka og þótt að þessi strákur sé ungur að árum þá er hann drullu góður og hann er allan daginn að fara að vera í kringum hópinn og spila nokkra leiki í vetur fyrir okkur.
      Svo vonar maður að C.Jones heldur áfram að bæta sig en hann átti mjög gott tímabil á síðasta ári.
      Sá sem hefur samt eiginlega komið á óvart er Minamino sem virðist vera staðráðin í að fara ekki neitt frá liðinu eftir nokkra flotta leiki undanfarið.

      Já, það væri gott(eiginlega nauðsynlegt) að fá inn leikmenn til að berjast við ofur Man City og Chelsea lið en bara það að fá Elliott/Minamino til baka úr lánum fyllir í einhver skörð að minnstakosti varðandi breydd.

      5
    • Af hverju segirðu að Thiago sé meiddur ?
      Hann spilaði seinasta leik og var fínn, hann gaf það út að hann hefði spilað meiddur á seinasta tímabili og það hafi haft áhrif á EM en hann virðist ekki vera meiddur í dag.

      1
      • Heyrðu já það fór bara framhjá mér að hann kom náttla inná þarna á 60 mín. Það var talað um að hann myndi mögulega missa af fyrsta leiknum en gott að það sé ekk iþannig. Það róar mig allavega slatta að hann sé tilbúinn í þetta.

        1
  8. Hefur hvergi neitt komið fram um sirka hversu lengi Robbo verður frá ? Ég sé allavega hvergi neitt um það

    1
    • Hann ætti að koma til baka um eða eftir næsta landsleikjahlé. Er það ekki í byrjun Sept.?

      1

Hvað er í gangi hjá Barcelona?

Gullkastið – Tilbúnir í mót