Gullkastið – Læti á leikmannamarkaðnum

Liverpool hefur lokið æfingaferð sinni til Austurríkis og Frakklands, næst eru tveir leikir á Anfield og svo hefst nýtt mót næstu helgi. Það eru risa stórar bombur á leikmannamarkaðnum en fæstar hafa nokkuð með Liverpool að gera, Edwards er meira í að semja við okkar bestu menn. Nýjar áherslur í VAR og sitthvað fleira í þætti vikunnar.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 341

7 Comments

 1. Flottur þáttur hjá ykkur drengir, það eitthvað sem ég ætlaði að gera ath.semd við en man ekki hvað það var vegna þess að það var gullstund hjá mér líka.

  10
 2. Takk fyrir drengir, en eitt Maggi minn, við höfum í nokkur ár verið með hóp síðri en shitty, en samt jarðað þá í deild. Það að kaupa einhverjar ofmetnar enskar “stjörnur” er engan vegin ávísun á titil. Ég vona að þessu FFP verði komið á aftur sem fyrst, og þá almennilega.
  Liverpool vann barca með messi 4-0 á heimavelli og var betra liðið á útivelli. Einn leikmaður vinnur ekki leiki, heima og úti á móti okkur. Kane og grinch til shitty er bara staðreynd, en vonandi fáum við tvo í viðbót, Reanto og einn framherja. YNWA

  8
 3. Vona bara að það verði fullt a annfield við þurfum svo sannarlega a þvi að halda.

  Hver er staðan a þvi með áhorfendur????

  2
 4. Er einhver með slóð þar sem er stream a leikinn ?
  Ég er með lfc tv leikurinn ekki þar en svo er annar gaur að senda mér af lfc tv uk þar er verið að sýna leikinn. Er það önnur stóð bara eða ?

  • Leiknum hefur verið frestað til hálffjögur. LFCTV sýnir hann.

   • Ég er með LFC TV hjá símanum en leikurinn virðist ekki sýndur þar heldur bara á lfc TV UK. HVAÐA RUGL ER ÞETTA ?

 5. Passsið ykkur á þessu scam póstum hér fyrir ofan, það mætti eyða þessu. Alls ekki fara á þessa hlekki.

  Annars gott spjall eins og alltaf hjá ykkur félagar. Ég ehf ekki miklar áhyggjur af “nöfnum” sem þessi olíufélög eru að kaupa. Okkar lið er miklu meira lið heldur en olíufélögin. Miklu meiri og að sjálfsögðu betri sál hjá okkur og þetta er jú liðsíþrótt.

  1

Æfingaleikur gegn Bolognia (2 x 60 mín leikir)

Æfingaleikur gegn Athletic á Anfield